Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 6

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 6
56 SAOUl 14.-15. tbl, sóknar, hvað gera skildi til að rétta við hag félagsins, sem þá óneitanlega hafði fengið talsvert áfall. Stjóminni kom saman um, að það fyrsta sem þyrfti að gera til að rétta við hag félagsins væri það, að breyta skipulaginu. Síðan kom þetta mál til álita deildanna, og eftir að þær höfðu grandskoðað það, komust þær að sömu niðurstöðu. Það verður því hið ákjósanlegasta samkomulag meðal lang- flestra féiagsmanna, að breyta til með skipulag félagsins. Með öðrum orðum. Árið 1922 dæmir K. E. eftir 16 ára reynslu og ítarlega rannsólcn, hið er- lenda skipulag, sem kent er við vefar- ana í Kochdale óheppilegt. Reynslan og þekkingin, sem K. E. hafði fengið af þessu skipulagi færir því heim sanninn um það eftir 16 ár, að það skipulag sé óhagkvæmt og geti jafn- vel verið hættulegt á erfiðum og óhag- stæðum tímum. Þessvegna er það ráð tekið upp, að endurreisa deildirnar á ný með pöntunarréttinum og sérábyrgðinni o. s. frv. Við getum því ekki fallist á þá skoðun yðar að K. E. sé rekið samkvæmt Rochdaleskipulaginu, eftir að það hefir yfirgefið meginþætti þess skipulags. Rökfærsla yðar um þetta atriði, sem náttúrlega er gerð af góðum vilja, en takmörkuðum skilningi, breytir því í engu þeirri skoðun okkar, að Kaupfélag Eyfirðinga hafi yfirgefið Rochdale skipulagið, sem slíkt. Að K. E. hafi við breytinguna hallað sér að hinu frumlega skipulagi Þingeyinga, dettur víst engum í hug að neita, sem kunnugur er því skipulagi, og kann sæmileg skil á þess- um málum, eða hvað er það, sem ein- kennir frekar skipulag Þingeyinga en einmitt deildafyrirkomulagið með rétt- ind\un þess og skyldum. Gegnum deildaskipunina hefir Þing- eyingum tekist fram á þennan dag að varðveita einstaklingsfrelsið og viðhalda ábyrgðartilfinningu fjöldans, sem er skilyrði fyrir efnalegum og andlegum framförum.14) Þau ummæli yðar, að K. E. hefði þurft að »rjúfa miðstöð sína« eða »loka búð sinni« þó það hafi hallað sér að skipulagi Þingeyinga, er einhver endem- is vitleysa, sem við botnum ekkert í. Eða hvemig er það? Hafa Þingeyingar haft verzlunarbúð sína lokaða, eða er það einkenni á skipulagi þeirra að hafa lok- aða búð, einsog helzt er að skilja á yður, eða hefir það rofið miðstöð sína? — eða hafa þeir aldrei haft hana neina? Eða er einhver bilun komin í yðar eigin mið- stöðvartæki?15) 14) Eg tel ekki þörf á að svara ein- stökum atriðum í þessum vaðli þeirra félaga. Hann byggist allur á þeim reg- in misskilningi, að Kf. Eyf. hafi horfið frá Rechdale-skipulaginu 1922. Nú á- rétta þeir félagar staðhæfingu sína. Telja að félagsmenn hafi »eftir 16 ára reynslu og ítarlega rannsóknx dæmt »hið erlenda skipulag, sem kent er við Rochdale, óheppilegt« o. s. frv. Eg hefi áður hrakið þessar staðhæfingar svo að eigi þarf frekar. 15) Upphaflegir skipulagshættir Þing- eyinga voru pöntun eingöngu, kostnað- arverðsafhending; miðstöð félagsins ná- lega engin en félagsframkvæmdimar og bókfærslan því nær öll heima í deild- Þá er nú komið að því atriði í and- svari yðar, sem mestu máli skiftir, hefir mikla þýðingu fyrir kaupfélagsskapinn í landinu, og gæti verið ávinningur að rætt væri, ef það væri gert af þeim mönnum, sem öðlast hafa reynslu og þekkingu á þeim hlutum, og eru svo vandir að rökum, að þeir fari ekki með annað, en það; sem þeir vita sannast og réttast, en það er um reynslu þá sem þjóðin hefir aflað sér um skipulags- háttu . kaupfélaga þau 40—50 ár, sem þau hafa starfað hér á landi. Þér full- yrðið hr. ritstjóri, að reynsla sé fengin fyrir því, að gangverðsfélögin hafi yfir- | burði yfir kostnaðaiverðsfélögin, að sölufélögin standi mikið betur að vígi, en pöntunarfélögin að færa út starfsemi sína, og auka sjóðeignir. Við höfum ekk- ert fullyrt um þetta atriði, en við efuð- umst um að þessi staðhæfing' yðar væri á rökum byggð. Við sáum það, sem allir kaupfélagsmenn hljóta að sjá, að sjóð- eignir og tryggingarfé kaupfélaganna hlýtur að fara eftir því einu, hve mikið félagsmenn vilja leggja á sig í því efni, á meðan félögin halda lýðvaldsstjórnar- fyrirkomulaginu. Þessa staðreynd gát- um við sannað með hagskýrslu sam- bandsins frá síðasta fundi. Hún sýndi að eitt af eldri pöntunarfélögunum Kaupfélag Svalbarðseyrar hafði safnað tiltölulega mestum sjóðeignum. Það er eins og yður fallist mjög til um þessa staðreynd og þegar þér sjáið enga færa leið til bjargar útúr þessum rök- þrotum yðar, þá takið þér til þess úr- ræðis; sem allir vandaðir menn telja neyðarúrræði, að fleyta yður frá því með ósannindum. Þér segið að við vís- um á heimild sem við höfum ekki séð, sem er ósatt, og þér segið að Kaupfélag Svalbarðseyrar sé annað elzta félag landsins, sem er líka ósatt.16) unum. Þetta er hið eiginlega Jnngeyska skipulag. 0g þetta skipulag segja þeir félagar, að Kf. Eyf. hafi tekið upp 1922! Söludeild Þingeyinga er seinni tíma viðbót feld inn í skipulag þeirra. Hún er rekin eftir sömu reglum og verzlunarbúðir í Rochdale-félögum. — Hví skyldi mega vænta, að þeir félagar »botni í« skipulagsháttum Þingeyinga fi-emur en öðrum atriðum þessara mála? 16) Upphafleg »rök« þeirra félaga um þetta efni voru á þá leið, »að Kaup- félag Svalbarðseyrar var hæst á blaði með sjóðeignir, samanborið við umsetn- ingu«. Slíkt voru hæpin rök; því að »hlutfallið« getur verið kvikult eftir því sem umsetning kann að vaxa eða minka og félagsmönnum fjölgar eða fækkar. Um hitt þegja þeir félagar, að Kf. Sv. hefir starfað óslitið frá 1889 og að það hefir ekki haft með höndum þær verzl- unargreinir, sem hafa orsakað sumum öðrum félögum þung verfallsáföll. Það er rétt að sjóðeignir félaga fara eftir því, hvað félagsmennirnir vilja á sig leggja. En eigi hnekkir það þeim rökum, að þau félög, sem beita gang- verðsálagningu og hafa meira og minna afgangsfé um áramót, eigi hægra með sjóðamyndanir og starfsútfærslu þá, sem krefst fjárframlaga, en hin, sem beita strangri kostnaðarverðsálagningu. Svo augljós rök hljóta jafnvel þeir fé- lagar að skilja, þó þeir kunni að álíta Þá segið þér að því félagi muni hafa verið vel stjórnað, það teljum við líklegt, en að því hafi verið það betur stjórnað en ýmsum gangverðsfélögunum, að af þeim ástæðum séu sjóðeignir þess meiri, göngum við ekki inn á að svo stöddu. Við teljum sjálfsagt að enginn ágrein- ingur verði um það okkar á milli, að gagnlegt væri fyrir kaupfélagsskapinn í landinu, ef komist yrði að fullum sann- leíka um það, hvorir hafi verið snjallari að finna upp hagkvæmt og heilbrig't skipulag fyrir kaupfélögin íslenzku, vef- ararnir í Rochdale eða bændurnir í Þingeyjarsýslu. Þetta mál teljið þér sannað en við teljum það ekki sann- að. Okkur greinir á um þetta og okkur greinir líka á um það hvert muni að leita eftir sannindum og reynslu í þessu efni. Þér virðist hafa takmarka- lausa trú á Jónasi Þorbergssyni, sem háyfirdómara í þessu máli, en við aftur á móti höfum enga trú á Jónasi til að kveða upp fullnaðardóm í jafn marg- þættu og vandasömu máli, sem þessu. Við viljum leita til Sambands ísl. samvinnufélaga, teljum að það standi bezt að vígi með reynslu og þekkingu í þessu efni. Það hefir betri aðstöðu, en nokkur annar til að fá alment og óhlut- drægt yfirlit yfir framþróun og verzl- unarhag félaganna víðsvegar um land, það hefir mönnum á að skipa, sem skap- að hafa sér almennara traust meðal samvinnumanna heldur en ritstjóri Dags og jafnvel endurskoðendur K. E. Þar af leiðandi, er álit sambandsins mest vert í okkar augum, um þetta at- riði. Yður finnst óþarfi að leita svo langt, Jónas kallinn muni duga með minningarritið frá 19. Júní s.l. uppá vasann.17) Þér þykist hafa rannsakað sögu K. E. og það munuð þér hafa gert að minnsta kosti að nafninu til, en grunn- færnislegar og einhæfar eru ýmsar á- lyktanir, sem þér dragið út af þeirri rannsókn. Ekki er að sjá að þér hafið komið auga á aðrar ástæður fyrir því að K. E. reis svo glæsilega úr rústum 1906, og er nú orðið eitt af stærstu ög voldugustu kaupfélögum landsins, held- ur enn þá að það yfirgaf kostnaðar- verðsaðferðina, og tók kaupmennina á Akureyri sér til fyrirmyndar um verð- lag' á útlendri vöru. Mikið eiga eyfirzkir kaupfélagsmenn Akureyrarkaupmönnum að þakka að yð- ar dómi hr. ritstjóri.18) En hverjum kunnugum manni haldið hentugt, að gera sig heimskari í þessu máli en líkur eru til, að þeir geti verið. 17) Eg vil fastlega hvetja þá félaga til þess að snúa sér til forstjóra Sam- bandsins og kynna sér skoðun hans um þessi efni. Krepputímar þeir, sem geng- ið hafa yfir landið hafa reynt þolrifin í félögum og fyrirtækjum landsmanna. Og þeir hafa auðgað landsmenn að reynslu og þekkingu um það hverjir skipulagshættir og starfsaðferðir muni vera farsælastar í samvinnufélögum. 18) Eg mun hvergi hafa minst á Ak- ureyrar-kaupmenn sérstaklega í þessu sambandi. Þessi uppspuni; sem á að vera fyndni, er því um efni fram gefin, af fátækt þeirra félaga. Og þeir hitta sjálfa sig fyrir. þér nú að hægt sé að telja trú um að Kaupfélag' Eyfirðinga hafi gengið svo erfiðlega 20 fyrstu árin af þeirri á- stæðu að að var rekði með kostnaðar- verðsaðferðinni, þar sem tvö nágranna- félögin K. Þ. og K. Svb. runnu upp eins og fíflar í túni á sama tíma með sama fyrirkomulagi. Nei Jónas Þorbergsson, þessu og öðru eins trúir engin maður, sem nokkurt skin ber á þessi mál, þar eruð þér eins og svo víða í skrifum yð- ar alltof bjartsýnn á trúgirni fólksins. Það voru allt aðrar ástæður, sem voru því valdandi að K. E. átti svo erfitt uppdráttar á þeim árum. Enn einsog það var ekki kostnaðar- verðsaðferðin, sem hélt K. E. niðri 20 fyrri árin, þá var heldur ekki gang- verðsaðferðin, sem hefir hafið það upp síðari 20 árin. Til þess liggja dýpri og' margbrotnari rök, sem eigi verður far- ið út í hér. Má vera að ástæða gefist til þess síðar við annað tækifæri.19) Með athugasemd þessari höfum við sýnt yður fram á hve langt þér eruð enn frá því, að skilja til hlýtar þau kaupfélagsmál sem þér hófuð umræður um. Verðið þér nú að gera yður ánægð- an með það, sem komið er, þó yður hefði óneitanlega komið vel að fá meiri fræðslu í ýmsum þessum atriðum. Munum við endurskoðendur svo eigi þreyta lesendur Dags með frekari skrif- um um tillögu okkar frá síðasta aðal- fundi. Skiljum vel tilgang yðar með öll þessi skrif og metum hann að verðleik- um. Og enginn efast um hjartalagið. — pt. Varðgjá, í marz 1927 Stefán Stefánsson. Bjarni Benediktsson. Eftirmáli. Umnæðum þessum er nú brátt lokið. Þær eru orðnar ærið langar og komnar í það horf að eigi verð- ur viænst af þeim frekari árang- urs. Jafnvel þótt rithnoði þeirra félaga megi líkja við skakkan bagga, sem bindingsmaðurinn mistreður og hnaukar á alla vega, unz hann að lokum fer úr böndun- um, hafa þeir samt staðið sig eftir vonum, þegar litið er á málstað og hæfileika. — Áhallan hafa þeir reynt að jafna með persónulegu narti og með þeim árangri, sem títt er um slík vinnubrögð. Þeir félagar hafa orðið skopleg- ir á fleiri en einn hátt. Við að verja formshlið tillögunnar hafa þeir komist í svo miklar ógöngur og rökvillur, að öllum mönnum, sem bera skyn á skipulagsmálefni samvinnufélaga, hefir blöskrað. Þó hefir orðið skoplegri flótti þeirra úr hverri vigstöðu, sem þeir hafa tekið sér til vamar efn- ishlið tillögunnar. í stað þess að 19) Líklegt var, eftir þessa frammi- stöðu, að þeir félagar þættust búa yfir miklum rökum. Annað mál er það, hversu það er hyggilegt. Er það alkunn- ur háttur þeirra, sem verða rökþrota, að snúa fátækt sinni og úrræðaleysi í hreystilæti, um leið og þeir draga sig til baka. J. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.