Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 7

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 7
14.-15. tbl. DiOCE 57 CHEVROLET Ef þið viljið fá sterka, fallega og ódýra farþega eða flutningabifreið, þá kaupið Chevrolet. — Chevrolet bifreiðarnar hafa verið endurbættar á þessu ári meira en nokkru sinni fyr. Svo nú fáið þið betri Chevrolet fyrir minna en áður, þrátt fyrir endurbæturnar. Verð á Chevrolet hér á staðnum: 5 farþega opin bifreið (Standard)...........................kr. 3400.00 5 — — - (Sport)................................- 3900.00 5 — lokuð — (2ja dyra)..............................— 4500.00 5 — — — (4ra dyra)..............................— 4900.00 Vöruflutningsbifreið (Truck)..............................— 3200.00 —»- ('/2 tons) .........................- 2650.00 Vöruflutninga og farþegabifreið sem hægt er að skifta um yfirbyggingu á, á nokkrum mínútum..........................— 3600.00 Aðalumboðsmenn á Islandi JÓH. ÓLAFSSON CO., RBKJAVÍK. Allar upplýsingar og bækur með myndum um Chevrolet, fá þeir, sem óska, hjá umboðsmanni okkar á Akureyri, Vilhjálmi Þór, kaupfélagsstjóra. neyta hins góða færis og sýna fram á kosti tillögunnar, hafa þeir fylst hinni mestu gremju og jafn- vel ofsóknarhug yfir því, að orðið var við tilmælum þeirra og tillag- an athuguð. — Þó bregður afstaða 1 il minningarritsins skoplegustu Ijósi yfir málið, með því að hún vekur grunsemdir um að á bak við lillöguna og fleiri tillögur þeirra iélaga standi að einhverju leyti sjúkleiki sá er kallast metorða- sýki. Þó er ekki líklegt að Bjarni þjáist sjálfur að öðru en því, að horfa upp á veikindi Stefáns. Heyrt hefi eg því fleygt, að liöggvið væri nærri sóma Kaupfé- lags Eyfirðinga með því að kast- að væri í slíkum umræðum rýrð á ndurskoðendur félagsins. Eg fæ ekki séð neitt vit í því, að þeir eigi, vegna þeirrar aðstöðu, að vera friðhelgir og óáreittir með hverskonar vitleysu, sem þeim kann áð þóknast að halda fram. Tillög'um frá þeim mönnum ber ekki að skapa aðra aðstöðu en öðrum tillögum, sem fram koma. Og er þeir ganga til varnar, eins og þeir hafa nú leitast við að gera, koma þeir fraan fyrir hönd sjálfra sín, en ekki félagsins. ileiður félagsins er óskertur, þó e.ð þeim verði það á, að bera fram vanhugsaða tillögu. Slíkt gæti ltent fleiri félagsmenn. Og ekki \'erður heiðri eða hamingju fé- lagsins fremur borgið, þó faldir eéu misbrestir á þekkingu og hæfi- leikum þeirra félagsmanna, sem lelja sig öðrum fremur til þess kjörna, að bera fram tillögur um starfsháttabreytingar í félaginu. Að lokum skal það tekið fram, að skrif þeirra Stefáns og Bjarna liafa sannfært mig um þörf á auk- inni samvinnufræðslu. Jónas Þorbergsson. ------o----- Símskeyti. Rvík. 4. apríl. Símað er frá London að hætt sé við að Lng-land legg'i hafnbann á Suður-Kína \egna Nanking-ofsóknanna á dögunum. Frá ísafirði. Verkfall hefir verið gert í Hnífsdal og þess krafist að dagkaup hækki upp í 90 aura í almennri vinnu, kr. 1.20 í eftirvinnu, kr. 1.50 í helgi- daga- og næturvinnu. 60 tonn fiskjar áttu að fara með Goðafossi og ætluðu eigendur að skipa sjálfir út fiskinum. Komu þá 300 manna á vettvang og hindruðu útskipun. Á Alþingi hafa verið samþykt lög um rétt erlendra manna til þess að leita sér atvinnu hér á landi og lög um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma. Rvík. 6. apríl. Símað er frá London að Canton-her- ii n sé kominn 200 mílur norður fyrir 1 ang'tze fljót. Alþingi hefir afgreitt lög um afstöðu fereldra til óskilgetinna barna. Atkvæðagreiðslu við aðra umr. fjár- lrga er lokið. Flestar breytingartillögur nefndarinnar voru samþyktar en flestar tillögur einstakra þingmanna feldar. Niðurfelling fjárveitingar til sendiherra í Khöfn var vísað frá af forseta sem komandi í bág við önnur lög. Feldur var styrkur til útgáfufyrirtækisins »Lýð- mentunar«. Afli yfirleitt tregari. Helgi Zoega byrjar að senda, fyrir enskan útgerðarmann, mánaðarsending- ar af nýjum fiski til Englands. Fyrir- komulag kolaveiða verður þannig, að kolinn verður veiddur í dragnætur og' geymdur lifandi í þar til gerðum köss- um- þangað til hann verður fluttur út. -------o------ F r é 11 i r. — Það sorglega slys varð í Grímsey nýlega, að sonur prestsins þar Matthí- asar Eggertssonar, Willard Fiske að nafni, varð fyrir grjóthruni úr bjarginu og' beið þegar bana. Var hann á fugla- veiðum austan við eyjuna, undir bjarg'- inu og var að bera fuglakippu upp svo- nefnda gjá, sem er einskonar klauf í bjargið. í g'jánni er berghaft, sem nefn- ist »Kast« og þurfa þeir er fara um gjána að handstyrkja sig þar upp og ofan. Þegar Fiske var í þessu svonefnda Kasti, hljóp grjót úr bjarginu eins og fyr var sagt. Williard Fiske var 22 ára að aldri og hinn mesi efnismaður. Faðir hans var staddur hér á Akureyri er slysið varð en fór heimleiðis i gærmorg- im. — Esja kom á mánudaginn. Flutti hún hingað lík frú Thoru Havsteen frá Húsavík og fór jarðarföi'in hér fram á miðvikudaginn að viðstöddu fjölmenni. — Þeir tveir taugaveikissjúklingar, sem um var getið í síðasta blaði, eru, samkv. upplýsingum héraðslæknis, nú á g'óðum batavegi. Voru tilfellin bæði mjög væg. Telur hérðaslæknir miklar líkur til, að ekki verði meiri brögð að veikinni. — Sveinbjörn Högnason prestur í Laufási sté í stólinn í Akureyrarkirkju á sunnudaginn var. Aðsókn að kirkjunni var hin mesta. Þótti ræða prestsins á- gæt. Fer og mikið orð af þessum presti fyrir sakir gáfna, lærdóms og val- mensku. Hann hefir nýlega verið kosinn prestur til Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð og' flytur þangað búferlum nú í vor. Þykir sóknarbörnum hans að honum mikil eftirsjá. Talið er að húsakynni í Laufási séu svo bágborin að verða, að þar muni enginn prestur haldast við. Virðist sálarheill fólks í Laufáspresta- kalli vera með því stefnt í voða, ef ekki er að gert. — Esja fór vestur um á mánudaginn. Meðal farþega var Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni. Var för hans heit- ið til Borgai-fjarðar, til þess að flytja þar fyrirlestra um samvinnumál. — Nýlega andaðist á Vífilsstaðahæli Axel Wilhelmsson bókhaldari hjá Höepf- ners verzlun hér í bænum. Hann var kvæntur Margrétu Karlsdóttur frá Bjargi í Miðfirði og er látinn frá konu og fjórum börnum. 1 A víðavangi. B. Á. kemst að þeirri niðurstöðu að sjálstæðisbarátta íslendinga hafi að nokkru verið orsök þess, að Georg Brandes var í andstöðu við hægrimannastjórnina í Dan- mörku! Þannig hafi hann verið »hlyntur íslendingum í allri sjálf- stæðisbaráttu þeirra, alt fram að árinu 1908«. Höfuðsönnunin eru þó nokkur skjallyrði um íslend- inga tekin úr ræðu eftir G. B. Hitt finst B. Á. ekki tiltökumál, að G. B. snerist gegn fánakröfu okkar og sjálfstæðismáli, þegar mest á reyndi, með fjandskap og napr- asta háði, sem nokkur Stórdani hefir nokkru sinni beitt gegn Is- lendingum. Slíkar söguskýringar munu vera fágætar. þingsaga Jónasar Kristjánssonar, þó stutt sé sýnir, að tilgáta rit- stj. Dags um hæfileikaskort hans, til þess að sitja á þingi, hefir ekki verið fjarri réttu lagi. Hann hefir nú vakið á sér eftirtekt um land alt fyrir framkomu í tveimur mál- um á þingi. Þykir framkoman svo afleit og óheyrileg að æstustu fylg- ismenn íhaldsins reyna ekki að mæla honum bót að því er snertir síðara málið. í fáum orðum sagt hefir J. Kr. drepið með atkvæði sínu í Ed. það mál, er ætla mætti að væri hið mesta áhugamál Stór- stúkunnar, þar sem reynt var að reisa skorður gegn skaðsamlegum afleiðingum af ofnautn áfengis. í öðru lagi hefir hann drepið með atkvæði sínu í Sþ. mál, sem hann bar sjálfur fram. Atkvæðasigur íhaldsins á síðastl. hausti virðist Veggfóður nýkomið til Hallgríms Kristjdnssonar. hafa orðið því fremur til stundar- gleði en að hann verði því til lang- varandi frægðar. 1943. Það hefir verið fært í umtal oft- ar en einusinni, að árið 1943 þurfi ísland að verða skuldlaust út á við. Einkurn hefir Jón Þorláksson látið á því bera að slíkt væri markmið sitt í fjármálastjórninni og mun jafnvel ekki örgrant um að hann telji slíkt köllun sína sem fjár- málamanns. Því miður virðist hahn, við gengishækkunarstefnu sína, hafa fremur fjarlægst þetta stóra markmið. Atvinnuvegir landsins eru nú komnir í slíkt öng- þveiti, að lán verður að taka á lán ofan án þess að nein merki sjáist viðreisnar. ,,Luxus'‘-bifreiðarnar. ólafur Thors ber fram í þinginu frumv. um að bifreiðaskatturinn skuli hér eftir lagður á benzinið, sem notað er en ekki á hestorku bifreiðanna. Þetta er hið ógeðsleg- asta sérdrægnismál. Þeir sem eiga stóra og sterka »luxus«-bíla myndu sleppa við gjöld, en þeir sem beita bifreiðum til samgöngu- bóta yrðu að greiða margfalt hærri skatt. Sanngimi mælir með, að þeir sem eru svo efnum búnir að þeir geta átt »luxus«-bíla, greiði skatt til móts við.hina sem leggja bifreiðar sínar í flutninga á íslenzkum vegum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.