Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 3
14.-15. tW.- DÁGUl 53 Eftirhreytur. Stefán á Vai*ðg-já og Bjarni 'á Leifsstöðum hafa enn sent blað- inu »Athug*asemd«. Þess var áður getið, að leyfðar myndu verða hér í blaðinu óheftar umræður um »Skipulag Ivaupfélags Eyfirð- inga«. Fyrri athugasemdir þeirra félaga voru virðingarverðar en mishepnaðar tilraunir að rökræða. öðru máli gegnir um þessa -»At- hugasemd«. Hún er algjör uppgjöf á vettvangi allra rökræðna um málið, en aðeins kýmilegur vitnis- burður um sálarástand og gáfna- far höfundanna. Hún getur ekki fallið undir þá höfuðfyrirsögn, sem gefin var nefndum umræðum. Hins vegar tel eg ekki rétt, að neita henni um rúm. Þeim félögum er sýnilega mikil nauðsyn á að skeyta skapi sínu og fyrirmunun þess myndi orsaka þeim varanlega illa líðan. Verður þeim því gerð þessi úrlausn, jafnvel þótt úrslit þessarar viðureignar kunni að færa þá nær þeirri sannfæringu, að þeir séu að einhverju leyti fæddir til að þjást. Skapsmunaá- stand þeirra félaga er ekki torskil- ið. Niðurstaðan af ítarlegum rök- um í »Andsvari« mínu var sú, að þá skorti mjög þekkingu og réttan skilning á flestuan höfuðatriðum þess máls, sem um var rætt. Varla getúr óþægilegri samfundi, en að reka sig á sína eigin, berstrípaða vanþekkingu, leidda fram sem nið- urstöðu af sterkum rökum. Verð- ur það þá úrrjæði þeirra manna, sem eru fæddir til að þjást, að fela undanhaldið og rökflóttann í moldViðri af útúrsnúningum, hár- togunum, skætingi og dylgjum slíkum, sem fara hér á eftir. Eg mun, til verksparnaðar, svara jafnhraðan neðanmáls því, sem eg tel þörf að svara. Ekki mun eg leiða mér í hug, að við endurskoð- endur Kf. Eyf. sé að eiga, heldur mun eg snúa máli mínu til þeirra ótignu persóna, sem nefndar voru hér í byrjun. Læt eg svo þá félaga bera sér sjálfa vitni og fer hér á eftir rnnrædd „Athugasemd.1) Enn á ný sendið þér okkur hr. rit- stjóri ádrepu eina mikla útaf tillögunni, sem við bárum fram á síðasta aðalfundi K. E. Er það hvorki meira né minna en 17 dálka langur lopi í 4 tölubl. Dags. Þetta kallið þér »andsvar gegn athuga- semd endurskoðenda Kf. Eyf.«. Ekki fá- um við skilið hvemig í ósköpunum þessi meinlausa athugasemd okkar, hefir far- ið að verka svona örfandi á alt yðai* taugakerfi, og koma því í slíkt ólag, sem þessi skrif yðar vitna um. Því síður er það skiljanlegt, hvernig á því getur staðið, að tilhugsun yðar um að K. E. kunni einhverntíma að taka til athug- unar hvort heppilegt muni vera að láta félagsmenn sína fá matvöru með sann- 1) »Athugasemd« þessi er prentuð snmkvæmt handriti. Ritatj, virði, ef þeir greiða hana við móttöku, fer að baka yður þetta óttalega sálar- stríð. Við lítum svo á, að þessar áhyggj- uv yðar, hijóti að stáfa af einhverskon- ar veiklim, fremur en af réttum skilningi á hlutverki félagsins, eða þá að önnur tillaga frá síðasta aðalfundi, sé hér meðverkandi á skapsmuni yðar, Viljum við því byrja þessa athugasemd okkar með því, að leitast við að hughreysta yður í þessum þi*engingum. Þér megið trúa því, vesalings Jónas! að það verður eitthvað annað til að velta Kaupfélagi Eyfirðinga útaf grunninum, en það, þó tekið væri til rækilegraa* at- hugunar, hvort eigi mundi hagkvæmt eða tímabært, að farið væri að vinna að því fyrir alvöru að hönd selji hendi i félaginu.2) Jafnvel þó við vitum, að þessi opin- bera herferð yðar á hendur okkur end- urskoðendum, sé annar þátturinn í þeim leik, sem þér efnduð til í laumi að síð- asta aðalfundi 3) og því ástæðulítið fyr- ir okkur, að ræða það mál við yður, sem þér hafið valið yður að undirstöðu þessa leiðangurs, viljum við þó gera þessu andsvari yðar nokkur skil, einkum vegna þess, að við sjáum talsverðan árangur af fyrri skrífum okkar. Þér virðist vera orðinn þó dálítið fróðari um ýms mik- ilsvarðandi atriði í rekstri kaupfélaga, en þér voruð, þó mikið vanti enn á að vel sé. Nú virðist þér t. d. vera kominn að fastri niðurstöðu um það, að K'. E. selur fleiri vörutegundir ág'óðalaust en »aðeins timhur og sement«. Þér tíundið nú fjórar allverulegar vörutegundir til viðbótar, og ef þér ástundið enn, að leyta sannleikans í þessu efni, má vera að þér finnið aðrar fjórar. Einnig virð- ist þér nú hafa fræðst um það að mat- vöruverzlun félagsins sé ekki »megin- vörumagn« þess. Þá sýnist þér og trúa því, þó sjáanlegt sé að yður sé meinilla við það, að Kaupfélög geti safnað trygg- ingar og veltufé, hvorri verðlagsaðferð- inni, sem þau beita. Um þessi atriði og ýms fleiri hafið þér fræðst af okkur hr. ritstjóri, hverjar svo sem þakkirnar verða.4) Þér eruð með ólund út af því, að við skildum fást um það, að þér rangfærð- uð tillöguna í upphafi, bæði að formi og 2) Hér er fyrsta vindhöggið. Eg' hefi ekki látið í ljósi ótta við það, að hönd seldi hendi. Þvert á móti. í síðasta dálki fyrra andsvars míns, taldi eg að að því myndi stefna í kaupfélagsmálum hér á landi, að aðskilja vöruverzlun og láns- verzlun þannig, að lánin stæði í bönkum og öðrum peningabúðum en hönd seldi hendi við búðarborðin. Hugkvæmdar- skortur þeirra félaga setur slíka við- skiftahætti í órjúfanlegt samband við kostnaðarverðsafhendingu. 3) Slíkar dylgjur virðast bera vott um löngun til þess, að færa umræðurnar yfir á ný svið og ræða um persónulega aðstöðu manna á fundum. Mætti þó ætia, að viss heimsókn á síðastliðnu sumri hefði sannfært Stefán um, að framkoma hans á nefndum fundi væri betur gleymd en geymd. 4) Þessum hreystiyrðum verður svar- að síðar í greininni, þegar hvert um sig kemur til álita. efni, og færið það enn sem ástæðu, að þéi hafið lagt svo mikla áherzlu á höf- uðtilgang tillögunnar, að yður hafi sést yfir að fara rétt með hana, og teljið þér þetta gild rök. En nú vandast málið fyrir yður, þegar þess er gætt, að eftir öil þessi löngu skrif yðar, er það sjáan- legt, að þér hafið aldrei skilið höfuðtil- g'ang tillögunnar. Má vera að nokkur á- stæða hafi verið fyrir því, að þér áttuð erfitt með skilning á fundinum í fyrra, eftir því, sem skapsmunum yðar var komið, er tillagan var til umræðu, en eftir allan þennan tíma ætti yður að vera það vorkunariaust, að skilja hana. —5) Það hefði því komið sér bezt, bæði fyrir yður og okkur, að þér hefðuð far- ið rétt með tillöguna upphaflega, enda mun hver sæmilegur blaðstjóri telja sér skylt, að taka þær tillögur rétt upp, sem iiann gerir að umi'æðuefni í blaði sínu, hvort, sem það er sjálfum honum eða andstæðingum hans í hag. Að þessi rangfærsla yðar sé okkur í hag, einsog þér viljið láta skilja, fáum við eigi séð, nema hvað það virðist fast náttúru lög- mál að öll rangfærsla og misþyrming á sannleikanum, kemur að síðustu þeim í koll, sem til þeirra stofna. Væri nú vel, ef þér létuð þessi víti yður að varnaði verða, og tækjuð upp hér eftir þann hátt siðaðra manna, að fara rétt og satt með þau mál, sem þér gerið að umtals- efni í blaði því, sem yður er trúað fyrir um stund. Mundi það stækka yður í aug- um hugsandi manna.6) Að loknum þessum inngangi, snúum við okkur að nokkrum atriðum í þessu síðara andsvari yðar, og hyggjum að ganga svo frá þeim, að eigi þurfi frek- ar. En þar, sem við fluttum þessa til- lögu eigi sem skipulagsbreytingu, held- ui í fullu samræmi við tilgang og lög fé- lagsins, einsog það nú er orðið að okkar áliti, teljum við okkur eigi skylt að fara ítarlega útí skipulagsmálefni kaupfé- laga yfirieitt, nema að því leyti, sem þessar umi-æður gefa okkur tilefni til, enda er það í fullu heimildarleysi frá 5) Broslegt þetta um skilningsskort- inn. Samkv. aths. nr. 1 átti tillagan að koma í veg' fyrir skuldaverzlun. Samkv. aths. nr. 2 upplýsist, að hún gæti aðeins ná til fárra manna — Stefáns á Varð- gjá og þeirra, sem hefðu svipaða að- stöðu, seldu mjólk daglega í Akureyr- aj'kaupstað o. s. frv.; — manna sem hefðu peningaráð og sem sízt var hætta á að myndu skulda. Nú þora þeir fé- lagar ekki að halda slíku á lofti. Nú tala þeir loðið. 1 upphafi aths. nr. 3 tala þeir um »að láta félagsmenn fá mat- vöru með sannvirðk, eins og með þess- ari tillögu eigi nú loks að ganga inn á þá braut í Kf. Eyf., að láta félagsmenn hafa vörur með sannvirði! Litlu seinna taia þeir um að láta hönd selja hendi. Þannig eru þeir, siðan þeir tóku tillög- una aftur á aðalfundi, alt af á harða- flótta, jafnhraðan og tillagan upplýsist fyrir þeim sjálfum! Mun það fágætt, að menn hafi lent í jafn kátlegum hrakn- ingum með tillögu eins og þeir félagar. 6) Af því að þeir félagar hafa gef- ist upp við að verja efni tillögunnar, dvelja þeir jafnan við formið og reyna okkar hálfu, að þér hafið breytt hina mislitu skipulags ábreiðp yfir þessar umræður okkar. — 7) Af fyrri skrifum yðar skildist okkur, að þér álituð að við vildum með tillög- unni draga úr tryggingarstarfsemi fé- lagsins, en nú í langa andsvarinu harð- neitið þér þessu, og tökum við þá neitun yðar góða og gilda. Upphaflega sögðuð þér að tillagan hefði mætt svo megnri mótspyrnu að hún hefði verið tekin aft- ur. Nú segið þér að hún hafi verið svo »vanhugsuð« frá okkar hendi, að hún hafi ekki verið frambærileg. Látum við þetta gott heita þar til þriðja útgáfan birtist.8) Ekki mun hlýða, að hlaupa yfir skemtilegasta kaflann í andsvarinu, þann kaflann, sem þér helgið Minning- arriti K. E. A., sem út kom 19. júní sl. Yður virðist það ógnarviðkvæmt, að við skulum ekki hafa lesið þetta makalausa rit. Þar, sé saga félagsins rakin »allít- arlega«. »Atburðir og staðreyndir í æfi félagsins tali svo ekki verði vefengt«. Að ritið hafi fengið dóm fyrir því, að það væri »óaðfinnanlega« af hendi leyst, að það væri okkur »gagnlegt«, sem hefð- um lagt út í að ræða þessi mál. Ðrukk- inn af mikillæti og fögnuði yfir þessu ritverki, sem þér skoðið einhvern helgi dóm, lendið þér í heilabrotum og hrakn- ingmn miklum við að ráða þessa ílóknu gátu, hvað valda muni slíkum "fyrnum, sem þeim að endurskoðjclur Kf. Eyf. hafa ekki lesið þetta fróðlega rit, sem út kom 19. júní sl. effcir spekinginn Jón- as Þorbergsson. Þár, sem niðurstaða yð- ar verður á endanum sú, að þessi van- ræksla okkar að hafa ekki lesið ritið, hljóti að stafa af því, að við »fordæm- um ritið óséð af því, að við eigum í höggi við höfund þess, eða að við þykj- umst »svo fróðir um þessi efni að ekki sé umbætandi og að »þessháttar hroki« beri vott um ólæknandi vanþekkingu« verðum við að fara um þetta mál nokkr- um orðum til skýringar. — Þegar varaformaður Ingimar Eydal skýrði frá því á aðalfundi, að stjórnin hefði ákveðið að gefa út minningarrit á næsta sumri, um 40 ára starfsemi kaup- félagsins kom það í ljós að ýmsir full- trúarnir voru því mótfallnir. Vildu fresta því þar til félagið hefði starfað í hálfa öld. Við vorum meðal þeirra, sem vildu fresta útgáfu ritsins um 10 ár. að gera sér mat úr því. Þeir þykjast aðeins hafa viljað láta »athuga«. Nú hefi eg' orðið við þeim tilmælum að »at- huga« tillöguna. En þeir félagar eru mér ekki ýkja-þakklátir. Hefði senni- lega komið þeim betur, að tilmælum þeirra um »athugun« hefði ekki verið sint í ræðu né riti. 7) Það hefði óneitanlega komið sér betur fyrir þá félaga, að eg hefði sagt það eitt í þessum umi-æðum, sem þeir vildu vera láta. 8) Mér skilst að þessar umsagnir geti vel samrýmst. Auðsæilega þykir þeim félögum það mikil fjarstæða, að tillaga, sem er »vanhugsuð« mæti »mót- spyrnu«, þyki ekki »frambærileg« og sé »tekin aftur«. Hér hafa þeir félagar viljað sýna rökfimi sína. Og það hefir tekist eins og vænta mátti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.