Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 5

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 5
14.-15. tbl. DAGUK 55 liafi að langmestu leyti verið steypt í sama ínóti og- Kaupfélag Þing'eyinga. »En uppúr aldamótunum kemur »straumbreyting« í þessu efni, með stofnun Kaupfélags Eyfirðinga. Þá er horfið frá pöntunarskipulaginu og lög félagsins sniðin eftir hinni venjulegu Rochdale fyrirmynd. Félagið hefir opna búð, skiftir bæði við félagsmenn og ut- anfélagsmenn, selur vöruna með dags- verði kaupmanna á staðnum, en skiftir síðan við áramót ofborgaðri innieign milii félagsmanna í hlutfalli við skifti þeirra. í raun og veru er hér aðeins um fomnsbreytingu að ræða. eða bókfærslu- breytingu.«* Við viljum nú benda yður enn á það, þar, sem þér teljið að verð- lagningaraðferð hvers félags sé grund- völlur. þess, þá telur Jónas frá Hriflu það formsbreytingu eða bókfærslu- breytingu. Og' hann kallar það straum- breytingu, þegar félög breyta verðlagn- ingaraðferð sinni. Hann mynnist aldrei í greininni á grundvallarbreytingu. Ekki neitt nálægt því. Síðar í sömu greininni segir Jónas frá Hryflu. »Meginþorri löggjafanna var vitanlega mjög vankunnandi um þessi efni, alls ófróðir um hina sögulegu framþróun erlendis. Þeir hafa ekki séð, að hér var aðeins um forms- en ekki eðlisbreytingu að ræða.« Þarna hafið þér það hr. leiðtogi. Þeir,' sem halda öðru fram, en að hér sé um formsbreyt- ingu að ræða, þeir eru »vankunnandi um þessi efni, alls ófróðir um hina sögu- legu framþróun«. Þér; sem tekið hafið yður fyrir hendur að fræða aðra, þér, sem berið þeim á brýn, sem ekki eru já- biæður yðar í þessu efni, að þeir séu ó- fróðir, grunnfærir, skilningsvana, og svo hrokafullir, að þeir hirði eigi að afla sér fræðslu um þessi mál, — þér — einmitt þér, — eruð dæmdur með orðum Jónasar frá Hryflu vankunnandi og ófróður um þessi mál. Viljum við biðja yður að af- saka þó okkur verði það á, að taka meira tillit til þess, sem þeir menn segja, sem standa yður miklu framar að reynslu og þekkingu á þessum málum, og þó við getum ekki talið bíblíuna yðar og yðar skrif; hinn eina sanna sálu- hjálparveg í Kaupfélagsmálum.12) 12) Ekki verður komist hjá að staldra hér við, til þess að leiðrétta þá félaga verulega. Því miður fyrir þá, verður ekki talið að hér sé aðeins um vindhögg að ræða, heldur er það snoppungur á sjálfa þá. — Tilvitnuð ummæli taka þeir félagar upp úr Inngangi J. J. að greina- flokki, sem hann og Þórólfur Sigurðs- son rituðu um skattskyldu samvinnufé- laga. Höfundurinn er þar að sýna fram á það, sem rétt er, að gagnvart skatt- skyldunni hefir það enga þýðingu, hvorri aðferðini er beitt um verðlagn- ingu, því að báðar leiða að lokum til þeirrar sömu niðurstöðu, að tryggja fé- lagsmönnum sannvirði á erlendri sem innlendri vöru. Við langvarandi baráttu gegn ranglátum skattaálögum hafði málinu þokað það fram, að pöntunarfé- lög voru undan þegin venjulegri skatt- skyldu þvílíkri, sem hvílir á gróðafélög- um. Næsta verkefnið hlaut þá að verða, að sannfæra löggjafai-valdið um að * Leturbreyting gerð af okkur. Þá skal komið inná upphaflega deilu- atriðið, hvort það sé á móti tilgangi eða lögum Kaupfélags Eyfirðinga, að láta sölufélögin þau, sem seldu við gangverði og' skiluðu ai'ðinum um áramót, væru heldur ekki gróðafélög, heldur kæmi ár- angur félagsstarfseminnar fram i efna- hag hvers einstaklings og ætti því skatt- urinn ekki að leggjast á félagið heldur á einstaklingana. — Á báðum hinum til- vitnuðu stöðum hliðra þeir félagar sér hjá að taka upp niðurlag málsgrein- anna, sem gefur til kynna út frá hvaða forsendum höfundur gengur og til < hverrar niðurstöðu hann leiðir. Hann segir: »------— — 1 raun og veru var hér aðeins um formsbreytingu að ræða eða bókfærslubreyting'u. Félagsmenn fá vör- ur sínœr með sannvirði, annaðhvort við afhendingu, eða um áramót, þegar árs- reikningi er lokið.e* Og síðari tilvitnuð ummæli, tekin í heilu lagi, hljóða svo: »------------Þeir hafa ekki séð, að hér var aðeins um forms- en ekki eðlis- breytingu að ræða. »Opna búðin« breytti engu, ef unnið va/r á réttum samvinnu- grundvelli, svo að hver félagsmaður bjó að sínu og var ekki hlutræningi ann- ara.«* Að því er snertir afstöðu til skatt- skyldunnar, er það rétt, að einungis er um formsbreytingu að ræða. Öllum ár- angri félagsstarfseminnar er í hvort- tvegg'ja falli skilað til félagsmanna og skiftir engu gagnvart skattskyldunni, hvort honum er skilað jafnhraðan og viðskiftin fara fram (kostnaðarverð) eða ekki fyr en um áramót (gangverð og úthlutun ág'óða) þeim félögum þótti sér henta að slíta ummæli J. J. úr réttu samhengi, til þess að geta túlkað skoð- anir hans sér í vil. Þessir hótfyndnu menn um meðferð á tillögu sinni, hafa hér gert sig seka í óráðvendni í meðferð heimilda og leitast við að umhver-fa skoðunum J. J. um þessi efni. Til þess að færa þeim heim sanninn um þetta, skulu þeir nú leiddir lengra áleiðis í rit- gerð J. J. Þeir telja hann, eins og rétt er, áreiðanlegan lieimildai-mann um þessi efni. Eftir að J. J. er búinn að skýra allítarlega frá stofnun og starf- , semi Kaupfélags Eyfirðinga eftir skipu- lagsbreytinguna 1906 farast honum, á bls. 132, orð á þessa leið: »Eftirdæmið kendi. Kaupfélag Eyfirð- inga varð að fordæmi því nær allsstað- ar í landinu^ nema í Þingeyjarsýslu. Eftir að hinir glæsilegu ávextir komu í ljós, þótti sjálfsagt að feta í fótspor Eyfirðinga. Gömlu söludeildirnar, sem í fyrstu voru sniðnar eftir fyrirmynd Kaupfélags Þingeyinga, stækkuðu og pöntunin lagðist niður. Dagsverð kaup- manna kom í stað kostnaðarverðsins.* Úthlutun á ofborgaðri innstæðu um ára- mót og há iðgjöld í stofnsjóð urðu hoi~n- steinar undir breytni og skipulagi margra hinna nýju eða umbreyttu fé- laga«.* Hér hafa þessir kýmilegu skipulags- fræðingar óbrjálaða skoðun J. J. um það, hverjir séu hornsteinar undir skipu- * Leturbreytingin mín. J. Þ, úti vörur til félagsmanna með sann- virði,13) og, að þær séu greiddar við móttöku. Við höfum flutt þessa tillögu, og' við verjum hana á þeim grundvelli að svo sé ekki. Aftur á móti teljið þér að þétta sé brot á móti lögum- og' grund- velli félagsins. Þetta atriði er aðalspurs- málið í þessum deilum og' þarf að gerast hreinlega upp. Við þykjumst hafa rökstutt þessa skoðun okkar svo, að ekki hefði átt að þurfa að gera það frekara. En þér sann- færist eigi að heldur hr. ritstj.; gerum við því hérmeð okkar síðustu tilraun til að koma vitinu fyrir yður í þessu efni, en reynist það árangurslaust, munuð þér fyrir okkur, fá að lifa og deyja i vanþekkingu um þessa hluti. Við treystum nú á drengskap yðar svo, að þér verðið okkur sammála um það atriði, að K. E. sé nú stjórnað eftir lögum þeim ; sem félagið setti sér 1922, og þar með séu úr g'ildi numin, eldri á- kvæði laga félagsins, sem þar eru ekki tekin upp. Þegar við höfum komið okkur saman um þetta; verðum við að athuga í ró og næði, þau ákvæði í gildandi lög- um um félagsins, sem lúta að tilgangi og vöruverðlagi þess. Þetta er einfalt og fljótlegt. Ákvæðin um tilgang félags- ins, sem snertir tillögu okkar eru a. og c. liður 2. greinar og hljóðar svo: a. »Að útvega félagsmönnum góðar vörur og' ná hag'kvæmum kaupum á þeim.« Þessi liður segir að vísu ekkert um að, með hvaða verði eigi að láta vörurnar úti til félagsmanna, en eigi verður hann skilinn á þann veg', að ekki meg'i láta þær með sannvirði. Þá kemur c. liðurinn. »Að sporna við skulda- verzlun og óreiðu í viðskiftum« Sama máli gegnir með þennan lið, að hann segir ekki beinlínis, að unnið skuli að því, að félagsmenn greiði vörur sínar við móttöku. En hann verður alls ekki skilinn á þann hátt, að það sé brot á tilgang'inum, þó unnið yrði að því. Ef þér getið nú fallist á þessa rökfærslu okkar, frekar en verið hefir, vonum við að þér sannfærist um, að tillaga okkar brjóti eigi bága við tilgang félagsins, lagi kaupfélaga. 1 þessu falli er það »dagsverð kaupmanna«, »úthlutun á af- borgaðri innstæðu« o. s. frv. Fer þá að \erða erfitt að komast fram hjá þeirri skoðun, sem þeir félagar hafa kallað r.ýstárlega og »fáránlega«, »að verð- lagsaðferð hvers félags er sá grund- völlur, sem það er rekið á«. Ættu þeir félagar nú að taka það ráð, að fara heim, láta minna yfir félags- málaþekkingu sinni, en kappkosta að læra betur. Eftir þessa för þeirra og tilvitnanir í rit J. J. fer að verða skilj- anlegt, að þeir geti ekki lesið sér til gagns rit, sem þeir hafa fyrirfram and- stygð á. Að því er snertir þessi efni má segja um þá félaga það, sem eitt sinn var sagt hér í blaðinu um vissa rit- stjóra, að »þeir lesa lítið og illa, en skilja þó ver og rangfæra flest, sem þeir lesa rétt og skilja«. 13) Alt af þykjast þeir félagar ætla að koma því til leiðar að félagið taki nú upp á reglu, að láta félagsmenn hafa vörur með sannvirði! Eins og slíkt hafi ekki tíðkast hingað til. einsog hann er framsettur í gildandi lögum þess. Þá er að athuga hitt atriðið, sjálft lagaákvæðið um verðlagningaraðferð- ina. Það ákvæði er að finna í fyrri hluta 19. gr. og hljóðar svo: »Störf þau, sem félagsstjóx-n felur fi-amkvæmdai'stjóra eru einkum þessi a. Að standa fyrir starfrækslu félags- ins og annast um kaup og sölu á vönim, flutning þeirra og afgreiðslu. b. Að ákveða verð á vörvmi í samráði við félagsstjói’n og láta framkvæma vörukönnun um hver áramót«. Engar aðrar x-eglur eða fyrirmæli gilda í lögum félagsins er sett vora 1922 um verðlagningarskyldu stjómai'innar, en þau, sem hér era tekin upp. Eftir , þeim á framkvæmdai’stjóri og stjóm fé- lagsins, að ákveða vöruvei'ðið, og mæla lögin ekkert fyrir um það, hvort selja á, með gangverði, kaupmanna verði, kostn- aðai’verði eða sannvirði. Það var með fullum vilja og vitund félagsmanna (fulltrúaráðsins) 1922, að þannig var gengið frá þessu verðlagningarákvæði, það var í beinu sami'æmi við aðrai' brcytingar, sem þá voru gei'ðar á skipu- lagi félagsins; og þá einkum með tilliti til pöntunarstarfseminnar er þá var fyrii'huguð. Leiddi það því af sjálfu sér að vörur yrðu vei-ðlagðar á annan hátt, en verið hafði að undanförnu, þá yi-ði kostnaðai-verðsaðferðin tekin upp á hin- um pöntuðu vörum, eftir okkar skilningi, og »hinum almenna skilningi« að yðar dómi. Þó þér kunnið að hafa sérskilning í þessu máli, hefir það lítið gildi, ef hinn almenni skilningur fellur saman við okkar skilning. Vonum við nú, að þér getið fallist á það með okkur endui'skoðendum að framkvæmdarstjóm félagsins hafi með öllu liaft óbundnar hendur um verðlag- ið, síðan 1922. Það fyi-irfinnast því eng- in sæmileg í'ök fyrir því að stjómin hafi verið að brjóta grandvöll, lög eða tilgang félagsins þó hún hafi selt tals- vert af vörum ágóðalaust hin síðari ár. Hún hefir haft frjálsar hendur í þessu efni, eins og sannað er með sjálfu laga- ákvæðinu hér að framan. Með þessu leggjum við svo þetta ágreiningsatriði í dóm. — Þá er nú komið upp annað ágreinings- atriði okkai\ í milli, sem þér teljið enn- þá stói-kostlegra, sem sé það, hvort K. E. muni nú rekið á innlendum eða er- lendum skipulagsgrundvelli. Yður finst það alvai'legt að endurskoðendum og manni sem hefir rannsakað sögu félags- ins, skuli greina á um svo þýðingarmik- ið atriði. Þér virðist hneixlast á því; hr. rit- stjóri, að við í athugasemd okkar töldum að K. E. hefði yfirgefið Rochdaleskipu- lagið 1922, en hallað sér að skipulagi Þingeyinga. Það er eins og þessi um- mæli okkar snerti yður sérstaklega ó- þægilega, svo felst yður til xxm þau; mun því eiga vel við að við förxxm nokkrum orðum um þetta atriði, en möi-g ættu þau ekki að þurfa, því ey- firzkum kaupfélagsmönnum, hlýtur að vera það í fersku minni að þetta skipu- lagsmálefni var gert hreinlega upp í félaginu fyrir 4 árum síðan. Árið 1922 tók þáverandi framkvæmdastjóri og stjóm félagsins til alvarlegrar rann-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.