Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1927, Blaðsíða 2
52 ÐAaVS 14.-15. tbl. fM ÉM Mi Má Wt Wt É Vefnaðarvara. Nýkomin:, Hvít léreft, mjög ódýr. Prjónagarn fínt, allir litir. Karlmannafataefni, þunn alullarefni. Enskar húfur, mikið úrval. Svörtu ullar- og silkikvensokkarnir alþektu o. m. fl. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. vik og með vísindalegri rannsókn sannast, að um efnasamsetningu, bragð og notadrýgindi stendur kaffibætirinn »Sóley« ekki að baki þeim kaffibæti, sem beztur hefir reynst hér á landi. »Ludvig David« hefir um langt skeið verið mest notaður kaffibæt- ir á landi hér. Mátti telja að fyrir stríðið væri hann nálega einráður á markaðinum. Náði hann þannig mikilli rótfestu. Umboðsmenn þessa erlenda fyrirtækis, sem hafa einkaumboð hér á landi, ýfðust mjög við þessari innlendu við- ileitni. Fór þeirn sem mörgum, að þeir meta tmeira eigin hag en sj álfsbjargarviðleitni þj óðarinnar og almennar framfarir. Þeir höfðu í heitingum að efna til harðvítugr- ar samkepni og fá félag sitt til að setja upp kaffibrenslu, ef Pétur M. Bjarnarson léti ekki af fyrir- ætlun sinni um nýja kaffibætis- gerð. P. M. B. bauð þeim að ganga í félag við sig með vildarkjörum, en þeir höfnuðu boðinu og settu upp kaffibrenslju í umboði »Lud- vig David« til þess að keppa við Kaffibrenslu Reykjavíkur. Hér er það að gerast, að inn- lend sjálfsbjargarviðleitni leitast við að vinna íslenzkan markað og halda til jafns við erlent fyrirtæki sem hefir verið hér lengi næstum einrátt og óáreitt og hefir því hlotið styrkleik í vanafestu og for- dómum fólksins. Tilraunir hafa sýnt’ að hægt er að leika mjög á þeffæri og bragðfæri manna, ef tökum ér náð á trú þeirra og í- myndun. Ef glas er opnað í sam- kvæmi og fólki talin trú um að í því sé afar-lyktarsterkt efni og að þefinn muni leggja um allan sal- in, finna flestir eða allir lyktina, þó í glasinu sé blátt vatn! Til þess að vinna hylli í smekk fólksins, er ekki einungis nauðsynlegt að framleiða góða vöru, heldur eink- um að sigra sál þess. I þessu liggja örðugleikar íslenzkra iðnaðarfyr- irtsekja. Fólk slær því föstu, að íslenzk iðnaðarviðleitni hljóti í öll- um efnum að standa að baki er- lendum iðnaði. Og þar með er því slegið föstu. Eigi að síður hefir Kaffibrensla Reykjavíkur stóraukið umsetn- ingu sína á síðustu árum. Hún hefir á boðstólum þessar vörur: Brent og malað kaffi, unnið úr beztu kaffitegundum, sem til landsins flytjast. Blandað kaffi, en það er kaffi, brent og malað og blandað kaffibætinum Sóley í rétt- u:m hlutföllum. Kaffibætirinn Sól- ey í dufti, og sami kaffibætir í stumpum. — Vanafesta fólksins veldur því, að það vill heldur stumpana, þó að í þeim sé tals- verður hluti vatn og að bleytan valdi remmu og jafnvel sýru í kaffibætinum við geymsluna. Pétur M. Bjarnarson hefir selt Kaffibi’ensluna meðeiganda sínum Jóni Bjarnarsyni frá Sauðafelli og Sigurði B. Runólfssyni. Þeir menn, sem hafa eitt sinn sigrast á þeirri ímyndun, að ís- lendingar geti ekki brent kaffi og kaffibæti eins vel og útlendingar, þeir nota jafnan eftir það vörur frá Kaffibrenslu Reykjavikur fremur en útlendar vörur sömu tegundar. -----o----- Tveir söngvarar. Eggert Stefánsson og Hreinn Pálsson Bergssonar úr Hrísey voru meðal farþega á Botníu. Hreinn hefir sungið nokkrum sinnum í Reykjavík og að því er blöðin herma, átt frábærlega góð- um vinsældum að fagna. — Hann söng í gærkvöldi í Akureyrar-bio við mikla aðsókn og hinn bezta orðstýr. Rödd Hreins er hár og bjartur baryton, einkar fagur og efnismikill og á góðu valdi söngv- arans, eftir því sem framast má vænta af lítt lærðum manni. Söng- hans var stórlega fagnað enda býður persóna Hreins af sér góð- an þokka í hvívetna. Eggert Stefánsson er þektur söngvari og hefir komið hér áður. Hann mun hafa í hyggju að syngja hér á Þriðjudagskvöldið. Ennfremur ætlar hann að verða við áskorunum Húsvíkinga um að fara þangað og syngja. FUNDUR í F r a m s ó k n a r f é 1 a g i Akureyrar í kvöld kl. 8'k í Bæjarstjórnarsalnum, — Aríðandi mál til um- ræðu. — Allir Framsóknarflokksmenn eru velkomnir. Stjórnin. Frá Alþingi. Vantraust. Eins og getið hefir verið hér í blaðinu, bar Héðinn Valdemars- son fram vantraustsyfirlýsingu á stjórn- ina, Var ádeila hans í mörgum greinum og- gekk hann að sögn allfast að en stjórnin varðist eftir föngum. Málið fékk þær lyktir, að Framsóknarflokkur- inn bar fram svohljóðandi breytingartil- lögu við vantraustið: »Neðri deild Alþingis ályktar að lýsa yfir, að með því að vitanlegt er, að nú- verandi stjóm er í minnihluta í Neði-i deild og án meirihlutastuðnings í Sam- einuðu þingi, sem og' vegna þess að ekki er sjáanlegt, að meirihlutastjóm verði ha^gt að mynda á þessu þingi, en kosningar fara í hönd, verði að svo stöddu að líta á stjórnina sem starfandi til bráðabirgða«. Var þessi tillaga samþykt með 14 at- kv. (Framsókn og sjálfstæðism.) gegn 13 (íhaldsmenn). Héðinn kvaðst sætta sig við breytinguna, en sat hjá atkvæða- greiðslu. Þingið hefir með þessu gefið stjórn- inni bendingu um að vald hennar er næsta takmarkað og að henni beri ekki að bindast í stórmæli, ef hjá því verður komist, fyr en vilji þjóðarinnar hefir komið í ljós við næstu kosningar. Scvmskólinn. Horfur eru á því, að lög um samskóla fyrir Rvik verði afgreidd frá þinginu. Verður þá stofnað gríðar ■ legt skólabákn, þar sem steypt verður saman flestum skólum höfuðstaðarins og kostnaði af rekstri þeirra sem nú er að miklu borinn uppi af stéttum og stofn- unum verði um leið velt yfir á landið að mestu leyti eða öllu. Frumkvæðismaður þessara ráðstafana, Jón Ófeiprson mentaskólakennari, lét þó Samvinnu- skólann undan skilinn. Kvaðst hann ekki, í samtali við þann, er þetta ritar, vita hvaða nauðsynjaverk sá skóli inti af liöndum sérstaklega eða hvaða til- verurétt hann hefði. Mun vera leit á jafn ófrumlegum og skammsýnum leið- togum sem þeim, er íslendingar hafa beitt fyrir sig í fræðslumálum. Ekki líta þeir á sumar innlendar skólastofn- anir, sem eru bygðar upp af okkar beztu skólamönnum, en til útlanda flæmast þeir, koma heim úttroðnir af erlendum, ómeltum fyrirmyndum og stofna hér til hverskonar eftiröpunar fyrir ærið fé. Samskólar slíkir, sem nú á að stofna til í Reykjavík munu víðast hvar erlendis vaxnir upp hægt og hægt eins og grein- ar af stofni; en við — stórþjóðin — eig- um að hrynda slíku máli fram í einum rykk! ------o----- — Tíðarfarið er alt af jafngott að kalla má. Einstakra kaldrænu- daga giætir ekki í svo mikilli Veðurfarsblíðu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Stormtreyjur seljast með 10°/» afslætti til næstu mánaðarmóta. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Leiðrétting. Ritstjóri Dags hefir sýnt okkur undirrituðuim handrit að grein með yfirskriftinni »Athugasemd«, eftir endurskoðendur Kaupfél. Eyf., þá Stefán Stefánsson og Bjarna Benediktsson. í grein þess- ari er gefið í skyn, að til 40 ára minningarrits, er út kom 19. júní síðastl., hafi verið stofnað í því augnamiði að veita einstökum manni »bitling«. Þetta er alger- lega gripið úr lausu lofti. Á fundi sínum 6. jan. 1926 tók stjórn K. E. þá ákvörðun að gefa út minn- ingarrit þetta á 40 ára afmæli fé- lagsins, og var framkvæmdar- stjóra félagsins og varafoimanni þess jafnframt falið að annast um útgáfu ritsins, en þar sem hvor- ugur þeirra hafði aðstöðu til að skrifa meginhluta ritsins, eða sögu félagsins á þessu 40 ára skeiði, sem það hafði starfað, þá varð það að samningutm, að ritstjóri Jónas Þorbergsson tæki þetta starf að sér. Réði ekkert annað þeirri ráðstöfun en umhyggja fyr- ir ritinu sjálfu, að það gæti orðið K. E. til sóma. Vísast því, fyrir fé- lagsstjórnarinnar hönd, algerlega á bug öllum aðdróttunum utm það, að hér hafi verið um nokkra bitl- ings-ráðstöfun að ræða. í sömu grein er kvartað yfir því, að myndir af endurskoðend- um vanti í ritið, og er Jónasi Þor- bergssyni gefin sök á því. Hér fara greinarhöfundar villir vega, því sé hér um vanrækslu að tala, þá á Jónas Þorbergsson enga sök á henni, því að hann átti engan hlut að ritinu annan en þann, að skrifa sögu félagsins og skila handritinu í hendur varafoimanns og fram- kvæmdastjóra; og yfirfóru þeir síðan handritið áður afhent væri í prentsmiðjuna. J. Þ. réði því engu um það, hvaða myndir birtust í ritinu, og hafði engin afskifti af því. Ingimar Eydal. Viljálmur Þór. ------o-----

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.