Dagur - 13.01.1944, Side 3

Dagur - 13.01.1944, Side 3
Fimmtudagifin 13. janúar 1944 3 Jónas Jónsson: (Niðurlag). Tvær fylkingor. Þar sem tvær stefnur hafa fylgi í sama landi, myndast tvær fylkingar. Svo er einnig hér á landi. Alþýðusambandið er fylking en ekki flokkur, en andi kommúnista svífur þar yfir vötnuntim. Framleiðendur til lands og sjávar hljóta að mynda sjálfbjargar- samtök móti upplausninni. Þau eru byrjuð en komin skammt á veg. Ég hefi reynt að reifa þessi mál í Degi á grundvelli Fram- sóknarstefnunnar. Það hefir jafnan verið yfirlýst af Framsóknar- mönnum, að þeir væru flokkur smáframleiðenda. Nú hafa þeir sérstaklega orðið fyrir barðinu á upplausnarlýðnum. Framsóknar- flokknum ber þess vegna ótvíræð skylda að beita sér móti fanta- framkomu kommúnista við bændastéttina, og að gera tilraun til að safna sundruðum framleiðendum úr öllum flokkum í sjálfs- varnarfylkingu móti þjóðnýtingarframkvæmdum kommúnista. Eftir að kom fram á vetur, byrjuðu bændur að gefa út stéttarblað ið „Bóndann“ í Reykjavík, og er hann beinlínis málgagn stéttar- samtaka bænda. Bóndinn hefir haft töluverð áhrif í þá átt að þoka bændum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum saman í ópóli- tíska stéttarstarfsemi. En. þó að þessu blaði hafi orðið nokkuð ágengt, þá er það ekkert á við hin beinu áhrif kommúnistanna á samtakavilja bændanna. Framkoma kommúnistanna gagnvart bændastéttinni og samvinnufélögunum hefir vakið gremju og fýrirlitningu bænda. Þá hafa Framsóknarbændur yfirleitt móðg- ast af óheilindum og prettum kommúnista í garð þess flokks. Tímaritið Samvinnan var fjölkeyptast allra íslenzkra tímarita. Hefir það blað reynt eftir megni að vekja skilning landsmanna á skaðsemi upplausnarstefnunnar. Snemma í vetur ákvað stjóm Sambandsins að stækka Samvinnuna um helming frá áramótum, láta koma út 10 hefti árlega og auka mjög fjölbreytni ritsins. Hefir einn af allra ritfærustu og fjölmenntuðustu mönnum lands- ins, Jón Eyþórsson, gerzt þriðji ritstjóri þessa tímarits. Þá hefir hið litla blað, Bóndinn, sem í fyrstu var gefinn út til að mótmæla ránsskap kommúnista gagnvart bændum, náð .ótrúlegum vinsæld- um á landinu sunnan- og vestanverðu, þar sem hann er mest les- inn. Köm þetta ljóslega fram á bændanámskeiðum í Rangárvalla- og Árnessýslu alveg nýverið, þar sem svo að segja allir bændur í heilum hreppum voru mættir, og lýstu yfir fylgi sínu við „Bónd- ann“ og heimtuðu að blaðið héldi áfram. Allar líkur benda til, að Bóndinn verði fyrst um sinn gefinn út sem lítið vikublað, sem samtakamálgagn bænda um állt land. Vel gæti svo farið, að bónd- inn yrði síðar dagblað, og má það kallast furðulegt, ef bænda- stéttin getur ekki géfið út eitt dagblað, fyrst verkamenn gefa út tvö og heildsalastéttin önnur tvö. Allar líkur benda til, að landbændur muni á ári komandi treysta mjög stéttarsamtök sín, og síðan leita eftir samstarfi á ó- pólitískum grundvelli við útvegsbændur. Takmark slíkra sam- taka hlýtur að vera það, að verja eignarrétt bænda til jarða og út- vegsmanna til skipa og útgerðarmannvirkja. Ef Alþýðusambandið sækir fram með ofsa og ránsskap á hendur framleiðendum, þá væru þeir naumlega verðir til að hafa atvinnuforustu, ef þeir létu upplausnarlýð landsins ræna sig eignum og lífsmöguleikum. Frá mínu sjónarsviði þurfa slík stéttarsamtök ekki að breyta nú- gildandi flökkaskipun. Hermann Jónasson og Ólafur Thors hafa deilt lengi og mikið um viðskilnað sinn í stjórnarráðinu 1942. En báðir eru kosnir á þing af framleiðendum. Þegar lífsafkoma fram- leiðenda var í veði, stóðu þessir þingmenn saman, eins og þeir væru úr einum flokki. Bændasamtökin þurfa þess vegna ekki að leysa upp flokkana, En þau marka stefnu. Þau munu tæplega láta nokkrum manni, sem er kosinn með bændaatkvæðum haldast uppi að vera í leyndu eða opinberu vinfengi við upplausnarlýð- inn. Þannig geta stéttarsamtök framleiðenda á fjölmargan hátt varðað rétt og hagsmuni land- og sjávarbænda, þó að þeir haggi ekki við núverandi flokkaskipun. í framkvæmdinni myndu bændasamtökin fyrirbjóða sínum trúnaðarmönnum allt samstarf við kommúnista, en leggja fyrir þingmenn sína, án tillits til flokkaskiptingar, að standa fast saman um vernd eignarréttarins og atvinnufrelsisins. Þióðveldismálið. Framsóknarflokkurinn stendur heill og óskiptur að því, að skilnaður Islands og Danmerkur fari fram á þessum vetri. Trún- aðarmenn flokksins hafa gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að þjóðin gæti öll staðið saman urn að höggva af sér fjöturinn frá 1264. Niðurstaðan varð að lokum sú, að þrír stærstu flokkarnir hafa lýst yfir, að þeir vilji starfa saman að lokalausn málsins á fyrsta mánuði hins nýja árs. Alþýðuflokkurinn telur sig því miður ekki geta verið með að sinni. Auk Jjess er dálítill hópur nafn- kenndra manna í Rvík, aðallega úr Sjálfstæðisflokknum, sem ekki vill lýsa yfir eindregnu fylgi sínu að svo stöddu. Þetta mun þó fara betur en sumum ókunnugum mönnum þykja líkur benda til. Frelsisást íslendinga er sterk, og Danir hafa f margar aldir búið fremur kuldalega að þjóðinni. Allur þorri manna í landinu talar Utltf if þv( áð Jidm fimrn þ*ð aigeriega ijálfisgt að ÁRAMÓTAHU DAGUR '■ 1 ■ i— GLEIÐINGAR skilja við Dani. eftir að 25 ára sáttmálinn er út runninn. í hinni fyrri frelsisbaráttu voru bændur og sjómenn ókvikulir í málinu, en nokkrir menn, sem kallað var að væru hærra settir, voru tregir í baráttunni. Þó þokaðist málið áfram. Svo mun enn fara. Alþingi á að koma saman 11. janúar til að ganga frá skilnaðaryfirlýsingu og nýrri stjórnarskrá, þar sem ísíenzkur forseti fer með það vald, sem konungur hafði áður. Þegar málið er tekið föstum tökum, munu ýmsir, sem hikandi voru í fyrstu, fylgjast með. Að lokinni samþykkt Alþingis, verður málið borið úndir alla kjósendur til samþykkis eða synjunar. Verður sú atkvæðagreiðsla að vera í vet- ur, en'gert er ráð fyrir fleiri en einum kjördegi og heimild fyrir heimakosningum vegna sjúkra manna eða þeirra, sem ekki geta sótt kjörfund af öðrum ástæðum. Hver kjósandi, sem greiðir stjórnarskrá og skilnaði jákvætt atkvæði, leggur sjálfur stein í hina nýju {)jóðveldisbyggingu. Gert er ráð fyrir, að lýðveldið verði endanlega stofnað 17. júní í ár á Þingvöllum. Verður þar Jrá að líkindum almenn þjóðhátíð. Mun mega vænta þess, að ís- lendingar fjölmenni þá á hinn helga stað til að vera þátttakendur við að flytja frá útlöndum heim til ættjarðarinnar það fjöregg, sem Jajóðin var neydd til á Þingvöllum að fela erlendum harð- stjóra til varðveizlu og giftulausrar geymslu. Fullræði íslenzku Jijóðarinnar er stærst allra landsmála. Um það mega menn ekki deila heldur standa í fullri eindrægni saman um rétt landsins og sæmd. Meðferð þjóðveldismálsins mun verða hagað svo, að hver maður á íslandi, karl eða kona, getur með samþykkt sinni á stjórnarskrá landsins undirskrifað frelsisskrá þjóðarinnar. Hátíð á Þingvöllum er eins konar þjóðarhelgun á heimflutningi hins æðsta valds úr langri útlegð. Vonir. í byrjun þessa árs gera menn sér glæsilegar vonir um að ná í sjálfstæðismálinu lengi þráðu marki. Hversu það tekst, er komið undir þjóðinni sjálfri. Menn gera sér líka vonir um, að auður sá, sem kallað er að þjóðin hafi eignazt, verði varðveittur og hag- nýttur til að bæta og prýða landið og mennta þjóðina, sem í landinu býr. Þá hljóta menn að ala í brjósti þær vonir, að baráttan um skijjtingu arðsins af framleiðslu landsmanna verði leidd til lykta með skynsamlegum og varanlegum friði. Forfeðrum okkar, sem byggðu landið, tókst að skajia þjóðfélag, sem var einstakt í sinni röð og varð griðastaður og vagga fjölþættrar menningar. Enn má vænta þess, að landsmönnum takist að finna réttláta lausn um skiptingu atvinnuarðsins, og með þeim hætti að þjóðin leggi ekki neinar byggðir eða þéttbýli í eyði, heldur verði ræktun landsins, hafsins og fólksins jafnan ein samfelld og órjúfandi heild. Sá stjórnmálaviðburður gérð • ist á síðasta ári, að leitað var lags við Kommúnistaflokkinn á Alþingi um það, hvort hanr vildi taka þátt í stjórnarmynd un með öðrum flokkum. Þessar samningatilraunir við kommúnista hafa mælzt misjafn lega fyrir. Er Jætta skiljanlegt þegar litið er til Jress, að um nokkur ár fyrir síðustu alþingis- kosningar hafði verið litið svo á, að kommúnistar væru ekki við talshæfir, þvi að innræti væru þeir útlendingaí í sínu eigin landi og ættu Jrví að vera með öllu utangarðs í þjóðfélaginu. Við kosningarnar fór svo, að kommúnistar rúmlega þreföld- uðu þingmannatölu sína og juku kjósendatölu sína að stór- um mun. Hver var ’ ástæðan til þessa pólitíska geng’js kommúnista? Hún var í því fólgin, að þeirn hafði tekizt að telja fólki trú um, að þeir væru orðnir sérstaklega mikilir umbótamenn, þeim tókst að láta kjósa sig sQm ábyrga þingmenn til umbótastarfa á Al- þingi, og fjöldi kaus þá annara manna en þeirra, sem á Stalin trúa og kommúnismann. NÚ v*rð það VÍtanlrgt, að ’ ommúnistar gátu ekki einir sins ’iðs komið fram umbótamálum í Alþingi, þeir yrðu því aðeins ■átttakendur í umbótasarfinu í amvinnu við aðra flokka og þá ’inkum Framsóknarflokkinn og \lþýðuflokkinn. Það var því nokkurs um vert, ef hægt væri að ganga úr sku^ga um, svo að ekki yrði um vjllst, 'ivort fulltrúar flokksins ætluðu ið taka tillit til þeirra mörgu, æm kosið höfðu þá sem umbóta- menn, hvort heldur þeir ætluðu rð vinna á ábyrgan hátt, eða halda áfram sömu stefnu og áð- ur. Þess vegna var það, að Fram- sóknarmenn töldu ráðlegt að láta kommúnista ganga undir tvenns konar próf, svo að úr því fengist skorið, hvort þeir vildu vinna á umbótagrundvelli eða ekki. Það var nauðsynlegt vegna kjósenda þeirra að fá um þetta skýr og ótvíræð svör. Fyrst var kannað, hvort komm- únistar væru tækir í þjóðstjórn, og síðan hvort þeir vænt tækir í umbótastjóm þriggja flokka. Það fór eins og við mátti búast: Kommúnistar féllu á báðum mófunum. Munurinn var að- Framh#w I 4. ífflu * Ur erlendum blöðum Stjórnmál við hvers manns hæfi. Þeir, sem eru valdir að því, að almenningi þykir stjórnmál leiðinleg og ófrjótt viðfangsefni, eru óvinir lýðræðishugsjónarinn- ar. Sökudólgarnir eru margir og skemmarstarfsemin er víðtæk. Því að stjórnmálin eru í raun réttri siðfræði við hæfi allra. Stjórnmál ættu að vera andleg næring hverjum manni, því að vissulega skiptir það hvern þegn miklu hversu háttað er samskipt- um borgaranna. Flestir menn hafa mikinn áhuga fyrir stjórn- málum á unga aldri og þreytast ekki á að rökræða um réttindi og skyldur í frjálsu Jrjóðfélagi. En þessi áhugi varir oftast skamma hríð. Áhuginn virðist dofna með árunum, áhugamálin fjarlægjast, — hinir ungu menn J>reytast á vegferðinni um völ- undarhús flokkadeilna, klækja- bragða og yfirborðsmennsku „hinna æfðu stjórnmálamanna". Stjórnmálin í heild eru ekki svo einföld viðfangs að hægt sé að skipa þeim í tvær deildir, — rétta og ranga. Hin margvíslegu úrlausnarefni í nú tíma þjóðfé- lagi krefjast nákvæmra rann- sókna og sérgreiningar. En hví skyldi þó vera nauðsynlegt, að „sérfræðingar" á ýmsum sviðum þjóðmálabaráttunnar gerizt svo sérfróðir í tali og rökræðum um þjóðfélagsmál, að hinn almenni maður fái ekki komið þar næiTÍ? Stjórnmálaskrif síðustu ára hafa verið mjög snortin af þess- ari sérfræðimennsku. Stjórn- málamennirnir, sem skrifa fyrir almenning, eru orðnir svo flæktir í neti flókinna orðatil- tækja og flokkslegra slagorða, að þeir steingjörfast þar, og orð þeirra, sem.ætti að vera lifandi, er dautt í augum hins venjulega manns. Hér er mikil þörf breytingar. Við þurfum að fá fram á sjónar- sviðið menn sem geta talað hreint og beint við hreinskilinn almenning, — menn sem geta fylgt máli sínu fram með eld- heitum baráttuhug, einfaldri, alþýðlegri hugsun og ræðu....“. (Observer). Sænsk hjálparstarfsemi eftir stríðið. Norræna félagið í Svíþjóð og norræna hjálparnefndin í Srokk- hólmi hafa sent konunginuin er- indi þess efnis, að sænska rfkið setji upp sérstaka stofnun til þess að stjórna sænsku hjálparstarf- seminni til handa frændþjóðun- um á Norðurlöndum, eftir stríð- ið. 69 stofnanir og félög vinna nú með norræna félaginu og hjálp- arnefndinni. Má því telja, að flest meiri háttar sambönd og stofnanir landsins standi að baki þessari orðsendingu. í erindinu er haldið fram, að hjáíparstart- semin eftir stríðið verði svo um- fangsmikil og þurfi að vera svo fljótvirk, að nauðsyn verði að telja að ríkið taki að sér fory/t- una. Til þess að svo megi verða og allt fari vel úr hendi, þarf langan og nákvæman undirbún- ing. (Kooperatören),

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.