Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 6
6.
DAGUR
Fimmtudaginn 13. janúar 1944
GISLAR
Saga eftir STEFAN HEYM
(Framhald).
Janoshik, sem virtist önnum kafinn við að þurrka gólfið, hafði
þó fylgst mæta vel með því sem gerzt hafði. Satt var það, andrúms-
loftið var ekki sem heilsusamlegast. Ekki var að vita hvaða afleið-
ingar það mundi hafa, þegar drukknir, þýzkir liðsforingjar fundu
upp á því, að vilja kristna landslýðinn. — Og þarna sat Breda við
borð og hann mátti til með að hafa tal af honum. Breda varð að
sleppa burtu óáreittur. En hvernig færi, ef þessi Patzer móðgaðist
í hvert sinn sem einhver gestanna óskaði að fara? Breda virtist ró-
legur og drakk bjórinn sinn í hljóði.
Janoshik greip fötuna og leit á Breda. Augu þeirra mættust.
janoshik sveigði höfuðið í áttina til stigans. Þetta var svo hljóðlát
bending að óhugsandi var, að nokkur gestanna tæki eftir henni,
nema Breda. Á leiðinni niður stigann mundi Janoshik allt í einu
eftir því, að líklega mundi þýzki fyllirafturinn ennþá í snyrtiher-
berginu. Hann bölvaði í hljóði og formælti öllum Þjóðverjum,
hvar sem þeir finndust. Breda mundi fylgja honum niður, en þeir
mundu ekki geta talað saman .Það var eins og allt gengi þeim í
móti á þessum degi. Sér til mikillar undrunar sá hann fljótt að
Þjóðverjinn var ekki í snyrtiherberginu. Fyllibyttan, — Glasenapp
hét hann víst, — var horfinn. Þótt Janoshik hefði ekki þungar
áhyggjur áf örlögum eins Þjóðverja, var þetta engu að síður mjög
óheppilegt. Kannske hafði hann farið út um litlu hliðardyrnar og
gengið út á pallinn þar fyrir framan? Pallurinn var ekki stór og
engin handrið héldu þeim, sem óskaði að ganga fram af og út í
Moldána. Janoshik hafði tekið að sér að vera dyravörður á Mánes-
ölstofunni af því að þar var þægilegt fyrir samstarfsmenn hans að
ná tali af honum án þess að tekið væri eftir því. Það var hægt að
ráðgera ýmislegt á meðan hann burstaði skó gestanna. Það var
meira að segja ofur auðvelt að koma mikilvægum skilaboðum
áleiðis meðan hann hjálpaði gestunum í frakkana. Og þegar hann
var ekki að finna hjá Mánes, þá mátti skilja lítinn miða eftir (
meðalakassanum í snyrtiherberginu.
Dyrnar á snyrtiherberginu voru opnaðar og Breda kom inn.
„Mig vantar sápu,“ sagði hann.
„Við getum talað, óhræddir," sagði Janoshik. „En þú verður að
forða þér héðan hið bráðasta. Liðsforinginn þarna uppi. .. ."
„Já, þeir haga sér eins og bölvaðir asnar,“ sagði Breda, — „mont-
ið og mikilmennskulætiii eru að gera út af við þá. — En hvað um
það, — allt er í lagi. í dag er fimmtudagur. Á þriðjudaginn kemur,
eða í síðasta lagi á miðvikudag, fara skotfæraprammarnir niður
ána. Mínir menn hér hafa gert }:>að, sem fyrir þá var lagt. Kyndl-
arnir eru tilbúnir og á sínum stað. Verkamennirnir verða að ljúka
sínu verki áður en farmurinn er losaður úr prömmunum. Taktu
nú eftir. Þú verður að muna þetta: Watzlik Smíchovska-gata 64. —
Hafðu þetta eftir mér.“
„Watzlik Smíchovska-gata 64,“ endurtók Janoshik. „Eg gleymi
ekki.“
Hann fór að sýsla við handlaugina, en Breda hvarf hljóðlega út
úr herberginu. Innan lítillar stundar heyrði Janoshik að hlaupið
var niður stigann. Veitingaþjónninn gægðist inn fyrir. „Heyrðu,“
sagði hann. — „Hvar er Þjóðverjinn? Segðu honum að flýta sér og
gleyma ekki að hneppa buxunum sínum."
„Hvernig í ósköpunum ætlastu til að eg segi þýzkum foringja
annað eins? Það væri stórmóðgandi fyrir hann,“ sagði Janoshik
þurrlega.
„Segðu honum að Patzer höfuðsmaður hafi beðið fyrir þessi
skilaboð til hans,“ svaraði veitingaþjónninn. „Þeir vilja fara.
Drottinn minn dýri, eg er feginn að þeir eru loksins orðnir þreytt-
ir á að hanga þama uppi.“ Hann andvarpaði mæðilega.
Janoshik vildi fá umhugsunavfrest og dálítinn frest fyrir Breda
til þess að komast á burt.
„Þekkir þú Otto Krupatschka, sem hafði veitingastofuna
„Gullna hornið“ í Zizkov?" spurði hann þjóninn.
„Fjandinn hirði Otto Krupatschka,“ svaraði þjónninn. „Eg má
ekki vera að hlusta á rausið í þér. Eg Jjarf að flýta mér upp. Segðu
Þjóðverjanum að hraða sér.“
Janoshik greip í handlegginn á honum. „En láttu ekki svona
maður, Otto Krupatschka er mikilvæg persóna í þessu sambandi,
— skilurðu það ekki.“
Þjónninn bölvaði. „Hvern fjandann varðar mig um Otto
Krupatschka," sagði hann. „Láttu mig fara, maðurl“
En Janoshik lét sem hann heyrði þetta ekki og hélt áfram með
sögu sína: „Krupatschka þessi átti unga og laglega konu. Hún var
auk þess fyrirtaks matreiðslukona og bjó til dýrindis kjötbollur
með sjaldgæfri sósu. Þvílík sósa, maður. Já, það hlýtur að hafa
verið eitthvað í sósunni, en hvað sem því líður þá réði Krupatschka
ekkert við hana, — skilurðu?”
Þjónninn var þarna á milli tveggja elda. Skyldan kallaði á efri
hæðinni, en forvitnin togaði í á neðri hæðinni. Hann langaði til
þess að vita hvað úr þessu yrði. — „ Eg má til að fara,“ sagði hann.
„Flýttu þér ( heirans nafnj, maður."
(Fr*mh*!d),
AÐALFIJNDUR
AKUREYRARDEILDAR KEA
verður haidinn ? Samkomuhúsi bæjarms, miðviku-
► • KL' 8.30 E. H.
Dagskrá samkvæmt samþykktum féla^sins.
DEILDARSTJÓRNIN
— Óábyrgi flokkurinn
(Framhald af 3. síðu).
eins sá, að á síðara prófinu var
rækilega flett ofan af forkólfúm
kommúnista, þar sem fyrir þá
var lögð af fulltrúum Fram-
sóknarflokksins ákveðin tillaga
að málefnasamningi fyrir um-
bótastjórn, sem kommúnistar
höfnuð ualgerlega. Þannig end-
uðu þeir samningar, en fulltrú-
ar kommúnista létu ekki skera
úr, fyrr en þeir voru til neyddir,
þeir reyndu að þvælast fyrir í
lengstu lög og hafa allt sem
óskýrast, en þeir voru króaðir af
og ofan af þeim flett og þeir
píndir til að taka hreina afstöðu.
Vafalaust hefðu kommúnistar
viljað mikið til vinna, að sú að-
ferð hefði verið viðhöfð eftir
kosningarnar að telja þá ekki
viðtalshæfa og þar við látið sitja.
Það hefði losað þá úr mikilli
liiípu, (W!B Mr komuit f, tr þeir
urðu nauðugir að taka hreina af-
stöðu til margra þeirra mála,
sem almenningur í landinu hefir
mestan áhuga fyrir. Þá hefði
þeim veizt léttara að viðhalda
þeirri blekkingu, að þeir væru
umbótamenn, sem enginri vildi
tala við, vegna þess að menn
vildu umfram allt vinna með
íhaldssömum öflum.
Til þess að knýja kommúnista
til að láta í ljós sitt sanna póli-
tíska innræti, var enginn annar
vegur en að ganga í návígi við
J^á á þann hátt, sem Framsóknar-
flokkurinn gerði. Við það návígi
liefir það orðið opinbert, sem
margir vissu áður, að umbóta-
skraf kommúnista fyrir síðustu
kosningar var ekki annað en
blekking til að afla sér kosninga-
fylgis.-sem hlýtur því að hrynja
af þeim við næstu kosningar.
Kommúnistar eru og verður
óáhvrgur flokkur.
Góður bridge-spilamaður þarf að vera
djarfur, þegar i bardagann er komið.
Sá, sem aldrei þorir að tefla á neina
haíttu, getur orðið sæmilegur mótspila-
maður, en varla stjarna i keppni. En
dirfskunni þarf að andæfa með góðri
dómgreind, því að „kapp er bezt með for-
sjá". A þetta forna orðtæki ekki sizt við
þegar sezt er að spilum.
Gott sýnishorn af dirfsku við spiláborð-
ið, er eftirfarandi leikur úr keppni i
Bandarikjunum:
S. -10Æ.7.2. -
H.-7.2.
T. -7.2.
L.-Á.K.D.G.10.
S, - -
H.-9.8.5.
T. —10.8.5.4.3
L.-8.7Æ.35.
N
S. -Á.9.3.
H.-Á.K.D.G.10J.
T. -D.G.9.
L.-9.
S. -K.D.G.6.5.4.
H.-6.4.
T. -Á.K.6.
L.-6.4.
S gaf og opnaði með einn spaða, V sagði
pass, N 2 lauf, A 4 hjörtu, S 4 spaða og A
„doblaði". V sló út hjartanfunni. Þegar
spil blinds voru lögð á borðið, fannst A,
að eini möguleikinn til þess að sigra sögn
S lsegi í laufinu. Hann tók því fyrsta slag-
inn með hjartatfunni og spilaði laufnf-
unni. S skildi, að hér var um „singleton"
að ræða og sá hætiuna. Eini vegurjnn til
þess, að koma V irin á laufi virtist liggja
um hjarta, og S taldi þvi bezt að losna við
síðasta hjarta blinds með því að tapa
sjálfur tigli, ef hann gæti með þvf móti
varnað V að komast að. Hann spilaði þvl
næst lágum tigli frá blindi, A lét gosann
og S tók með kóngi og spilaði ás út. A sá
hættuna, Scm fólst i þessu og gaf'drottn-
inguna í. Þegar þriðji tigullinn kom úb
spilaði V tíunni og N varð að trompa.
Spaði kom út og A tók með ásnum pg
spilaði hjarta þristinum næst! V tók
slaginn með áttunni og gaf síðan mót-
spilamanni sínum tækifæríð til að
trompalaufið, sem réði úrslitunum.
(Times).
iii
Skákþingi Norðlendinga lauk 6.
þ. m. Úrslit urðu þessi:
1. og meistaraflokkur:
1. Jón Þorsteinsson, Ak., 8 vinninga.
2. Hjólmar Theódórsson, Hv., 6l/i.
3. Jóhann Snorrason, Ak., 6.
4.—5. Júlíus Bogason, Ak., 5Vj.
4.—5. Steinþór Helgason, Ak., 51/2.
6. Steingr. Bernharðsson, Ak., 4l/á.
7.—8. Guðm. Eiðsson, Hörg., 3Vz.
7.—8. Margeir Steingrímss., Ak., 3Vi.
9. Jónas Stefánsson, Ak., 2.
10. Stefán Sveinsson, Ak., 0.
2. flokkur:
1.—3. Amk. Benediktss., M. A., 4l/a.
1.—3. Ragnar Emilss., M. A., 4Vi.
1.—3. Þorst. Kristjánss., M. A. 4’ú.
4. Magnús Stefánsson, Ak., 4.
5. Albert Sigurðsson, Ak., 2 >/2.
HtaSskák var tefld sl. sunnudag aö
Hótel Notöurland. Þáttakendur vóru
19. — Þessir hlutu flesta vinninýa:
Jóhann Snorrason 15 V2.
Jón Þorsteinsson 15.
Júlíus Bogason 15.
Margeir Steingrímsson 14Vi.
Jón Ingimarsson 13.
Finnbogi S. Jónasson 12 V2.
Hjólmar Theódórsson 10.
Jónas Stefánsson 10.
Skák tefld á Skákþ. NorSl. 1944.
Albins gambit
Hvítt: Margeir Steingrímsson
Svart: Júlíus Bogason.
1. d4—d5. 2. c4—e5. 3. dxe—d4.
4. Rf3—Rc6. 5. e4—Bg4. 6. Bf4—•
Bb4f. 7. Rbd2—Rge7. 8. h3—Bxf3.
9. Dxf3—Rgó. 10. Dg3—d3! 11.
0—0—0—Dd4. 12. Be3?—BxRf. 13.
HxB—Dxc4f. 14. Kbl—0—0—0!
■ 15. Bg5—Rb4. 16. b3—Dc3. 17. De3
—Rc2. 18. HxR—dxHf. 19, Ktl—