Dagur


Dagur - 13.01.1944, Qupperneq 7

Dagur - 13.01.1944, Qupperneq 7
Fimmtudaginn 13. janúar 1944 DAGUR 1 Með síðustu ferð fengum við meðal annars: DÖMU-RYKFRAKKA úr alullarefni. Einnig: SKÍÐAHÚFUR og ENSKAR HÚFUR í fjölbreyttu úrvali. Verzlunin Vísir Skipagötu 12. Bændur Höfum til sölu nokkur bílhlöss af síldarúrgangi — innihald hverrar tunnu kr. 8.00. — Athugið, að þetta eru ódýrustu fóður- kaupin. Pr. pr. H/f. Síld. JÓN HALLUR. - Sími 242. ÓSKA ÖLLUM góðs og gæfuríks árs, og þakka við- skiptin á liðna árinu. Fisksala Vilhemls Hinrikssonar. Athugið Auglýsingar og tilkynningar, sem óskast birtar í blaðinu, þurfa að vera komnar á af- greiðslu þess eða í Prentverk Odds Bjömssonar FYRIR kl. 12 á miðvikudag. llligUI' laghentur, reglusamur mað- ur óskar eftir góðri atvinnu, um lengri eða skemmri tíma. Tilboð, merkt „H. 18“, sendist blaðinu fyrir 18. þ. m. Kjólföt og SMOKINGJAKKI til sölu. GUFUPRESSAN. ÓSKILAHESTUR, brúnn, ca. 3ja vetra, mark: stýft hægra, sneitt vaglskor- ið framan, biti aftan vinstra. Undirritaðan vantar brún- an hest, 5 vetra, mark: sneið- rifað framan hægra. Hreppstjóri Árskógshrepps, Hellu. — Sími um Krossa. ÞVOTTADUFT frá 0.80 pakkinn. PÖNTUNARFÉLAGIÐ NÝKOMIÐ Pottar (emailleraðir) Þvottaföt Sleifar o. m. fl. Vöruhús Akureyrar. r' Maðurinn minn, FRIÐÞÓR JAKOBSSON, andaðist í Sjúkra- húsi Akureyrar 10. þessa mánaðar. — Jarðarförin fer fram frá kirkj- unni á Akureyri þriðjudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 1.30 e. h. Fanney Jóhannsdóttir. Á SKÍÐI! Skíðoíþróttin er nú orðin vinsælasta vetraríþróttin hér á landi. Gefjunar skíðafataefni og garn í skíðapeysuna er einnig það vinsælasta, þegar velja á efni í skíðafötin. Ullarverksmiðjan Gefjun. NYKOMIÐ ★ Súrkál í dósum Sauerkraut Tómatsafi Tomalo Juice ★ Sveskj ur Nýlendu- vörudeild ★ sýnir í kvöld kl. 9: Storm skuluð þér uppskera (I allra síðasta sinn) Föstudag kl. 9: Brúðkaupsferðin Laugardaginn kl. 6 og 9: Skógarnir heilla Sunnudaginn kl. 3: Skógarnir heilla Sunnudag kl. 5 og 9: Brúðkaupsferðin LAUKUR Vöruhús Akureyrar Nýkomin BÚSÁHÖLD Vaskaföt, stór og lítil. Pottar, fleiri stærðir. Kaffikönnur. Skaftpottar. Hræriskálar o. m. fl. VERZLUMN L0ND0N Eyþór H. Tómasson. Á Arnarstöðum í Eyjaíirði bjó bóndi, Sigfús að nafni, lík- lega nálægt miðri 19. öld. Hann mun hafa verið náttúru- greindur og fékkst nokkuð við ljóðagerð, en heldur þótti kveð- skapur hans stirður og sérvizku- kenndur. Svofelld eítirmæli gerði hann um konu sína: Hér liggur nár nú, nakin, hulin serki, er um ár 33 þénti steilu berki. Hennar reyndist hönd trú hérvistar í verki, sem mörg sýna merki. Eitt sinn var Sigfús á ferð á skjóttri hryssu. Þá kvað harm: Eg var að rísla í keldu, ögn við sýsla stýri, eg var að kvíslast á Skjónu utan Gíslamýri. Eitt sinn var Sigfúsi borin kjötsúpa. Um það kvað hann: Nú er gott-að grípa í heitt, guði vottast þakkir títt, á hausi glottir hárið sveitt, hálsinn tottar kjötið nýtt. ★ De Gaulle, hershöfðingi, er talinn vera heldur stirðlyndur og ráðríkur. Eins og kunnugt er af fregnum, hefir samkomulag Girauds hershöfðingja og hans ekki ætíð verið upp á það ákjósanlegasta og eftirfarandi saga er sennilega tilorðin í sam- bandi við þær fregnir: Cordell Hull kom við í Algiers á leið sinni á utanríkisráðherra- fundinn í Moskvu á sl. hausti, til þess að ræða við frönsku stjórnarnefndina þar. Þegar bú- izt var við Hull til aðseturs de Gaulle, gekk hann að skrifborði sínu, settist, og sagði: „Eg tek á móti honum sitjandi.“ Sam- starfsmenn hershöfðingjans reyndu að fá hann ofan af þessu, bentu m. a. á, að þeim bæri að sýna utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem þar að auki væri hniginn á efri ár, tilhlýði- lega virðingu. En de Gaulle lét sig ekki. „Eg tek á móti honum sitjandi,“ sagði hann, og hreyfði sig hvergi. Utlitið var ískyggi- legt, en ungur sendiritari, sem þar var staddur, reyndist vand- anum vaxinn. Hann gekk út að glugganum og leit út. „Nei, — sko, — þarna kemur bíll brun- andi,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera bíll Hulls — já — það er hann, — eg sé það núna, — og þarna bíður Giraud hershöíð- ingi eftir honum á tröppunum.“ „Hvað segið þér, maður,“ hróp- aði de GauIIe um leið og hann hljóp til dyranna. De Gaulle tók á móti Hull í anddyrinu. ★ Þorkell Jónsson, er nefndur var Kvæða-Keli, var uppi á 18. öldinni. Dvaldist hann lengst í Múlasýslum, en var annars ætt- aður úr Skagafirði og hafði verið „bullari“ á Hólum, en svo nefndist sá, sem bar svertuna, eða dró hana yfir letrið í prent- smiðjunni. — Um Kvæða-Kela segir séra Jón Konráðsson: „Hann hafði ágæt hljóð. Man eg það einn jóladag í Vallanes- kirkju. Eg var þar með föður mínum, hér um bil 12 vetra. Faðir minn sat við altarishorn og var vanur að byrja, þegar hann var í kirkju. Nú kom Þor- kell og var leiddur í kór, því að hann var utansóknarmaður, og settist á bekk í kórnum. Eftir litla setu bendir faðir minn Þorkeli, og Þorkell upp með sama „í bassann“, sem það var kallað, og þótti öllum unun að heyra það.“ ★ Kvæða-Keli haíði lært söng hjá nafna sínum Þorkatli stiptsprófasti Olafssyni, en hann ar „talinn mesti söngmað- ur sirmar tíðar í Hólastipti, má- ské og þótt viðar væri leitað hér um land, bæði að raust og kunn- áttu“, eins og séra Jón Kon- ráðsson kemst að orði um þetta efni. Um séra Þorkel var þetta kveðið: „Þar söng hann út öll jól á ermabættum kjól. Heyrðist hans grenj og gól gegnum hann Tindastól. Hann söng introitum af öllum lífskröftunum, og endaði á exitum með útþöndum kjaftinum“. (En introitum þýðir inngang- ur, hér inngangsvers (eða stól- vers?), en exitum þýðir útgang- ur, hér útgönguvers). ★ ATVINNA Nokkrar stúlkur geta fengið vinnu á saumastofu okkar nú þegar. Ennfremur gæt- um við útvegað nokkrum stúlkum verkefni heim til sín, ef óskað er eftir. Klæðagerðin Amaro h/f BARNAFÖT • Jessi-föt. v Snjógallar. Priónabolir. fl. stærðir. Kot. Sportsokkar. Peysur, fl. gerðir. Húfur. Buxur. Skriðföt o. m. fl. VERZLUNIN LONDON Eyþór H. Tómasson. Sérstakar * KVENBUXUR fyrirliggjandi. Verzlunin London Eyþór H. Tómasson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.