Dagur - 13.01.1944, Blaðsíða 8
8
DAGUR
ÚRBÆOGBYGGÐ
□ RÚN 59441197 - 1 Atkv.:
I. O. O. F. = 12511481/2 =
KIRKJAN: Messað í Aktir-
eyrakirkju næstk. sunnudag kl.
2 e. h.
Fermingarbörn eru beðin að mseta
við messu næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Áheit á Akureyrarkirkju: kr. 50.00
fró ónefndum. Þakkir. — Á. R.
Næturvörður í Akureyrar-Apóteki
til n.k. mánudaéskvölds. Eitir það í
Stjömu-Apóteki.
Næturlæknar: í nótt, föstudaésnótt,
Victor Gestsson. Lauéardags og
surmudaésnótt: Jón Geirsson. Mánu-
daésnótt: Pétur Jónsson. Þriðjudaés-
nótt: Victor Gestsson. Miðvikudaés-
nótt: Jón Geirsson.
•
Sjúkrasamlaésskriistoían: Opin 10
—12 f. h. og 3—6 e. h., nema á laug-
ardögum, aðeins kl. 10 f. h. til 1 e. h.
Berklavarnastöð Rauða-Krossins í
Nýja sjúkrahúsinu, opin á þriðjudög-
um og föstudögum kl. 2—4 e. h.
Trúloiun sína opinberuðu sl. gaml-
ársdag ungfrú Kristín Jensdóttir og
Arnaldur J. Þór garðyrkjumaður á
Reykjum.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Málfríður Tuli-
nius (Hallgríms Tulinius) og Hektor
Sigurðsson, Flóventssonar, lyfjafræð-
ings, Akureyri.
Slysavarnaíélaé karla heldur fund
í húsi Verzlunarmannafélagsins kl. 2
e. h. á sunnudaginn kemur.
Gjafir til væntanlegrar vinnustofu
blindra, Akureyri: Ónefnd kona kr.
25. — Frú Dómhildur Jóhannesdóttir
kr. 300. — Áheit kr. 25. — Áheit frá
N. N. kr. 15. — Með þökkum móttek-
ið, f. h. Blindravinafélags íslands. —
Skarphéðinn Ásgeirsson.
St. Brynja nr. 99 heldur fund í
Skjaldborg þriðjud. 18. þ. m. kl. 8.30
e. h. stundvíslega. — Dagskrá: Inn-
taka nýliða. Upplestur, gamanleikur
og dans. Félagar fjölmennið og komið
með nýja innsækjendur. Fundarinn
bjTjar stundvíslega kl. 8.30 e. h.
Barnastúkan Bernskan heldur fund
í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e.
h. B-flokkur skemmtir og fræðir. —
Foreldrar! Hvetjið börnin til þess að
sækja stúkufundina og greiða gjöld
sín. — Gæzlumaður.
Aðalfundur kveniélaésins „Hííf“
verður haldinn í Skjaldborg næstk.
mánudag og hefst kl. 8.30 e. h. —
Kaffidrykkja.
Barnastúkan Samúð heldur fund n.
k. sunnudag kl. 10 f. h. í Bindindis-
heimilinu Skjaldborg. Mjög áriðandi
að félagar mæti.
I Frá Kristneshæli.
i í tilefni af 50 ára afmæli hefir
j kvenfélagið „Framtíðin“, Ak-
j ureyri, gefið Vinnustofusjóði
I Kristneshælis 500 krónur.
! Þakka ég félaginu þessa rausn-
I arlegu gjöf og óska því gæfu
I og gengis í framtíðinni.
JÓNAS RAFNAR.
Hús til sölu
Tilboð óskast í hæð í
nýju húsi. Laus til íbúðar 14.
maí n. k. Réttur áskilinn til
þess að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
RJÖRN HALLDÓRSSON.
— Kvenfélagið Framtíðin
Framhald af 1. síðu.)
þpim tíma. Aldamótaárið stofn-
aði félagið „aldamótasjóð" er
geyma skal til ársins 2001, en eft-
ir það má verja 4/5 vaxta sjóðs-
ins í sama augnamiði. Af öðrum
menningarmálum er „Framtíð-
in“ hefir ýmist stutt eða haft for-
göngu um, má nefna:
Kvennaskólamálið. Þegar 1915
skoraði félagið á bæjarstjórn, að
láta reisa kvennaskóla á Akur-
eyri.
Sumardvöl bama. Félagið
beitti sér fyrir því fyrr á árum,
að kaupstaðabörnin fengju vist
á góðum heimilum í sveit.
Elliheimili á Akureyri. Árið
1921 hóf félagið að safna fé til
byggingar elliheimilis á Akur-
eyri. Er sá sjóður nú orðinn
55.725 krónur og auk þess á sjóð-
urinn 1/3 af Hótel Akureyri
(eldra), gjöf frá Friðjóni Jens-
syni lækni. Bæjarstjórn Akureyr-
ar hefir veitt félaginu lóð fyrir
elliheimilið á Eyrarlandstúni og
þar hyggst það reisa heimilið
strax og tímar leyfa. Hefir félag-
ið hér stutt vel merkilegt nauð-
synja- og menningarmál fyrir
bæinn, þótt í kyrrþey hafi verið,
og er nú komið vel a veg með að
hrinda því í framkvæmd.
Árið 1913 hafði „Framtíðin“
forgöngu að stofnun Sjúkrasam-
lags Akureyrar. Var hér mjög
merkilegt nýmæli á ferð, því að
slík samlög voru mjög fátíð þá.
Samlagið starfaði til ársins 1936
er núverandi sjúkrasamlag var
stofnað samkvæmt lögum.
Sjúkrahússmálið. Árið 1937
hét „Framtíðin" sjúkrahússmáli
bæjarins stuðningi sínum í 10 ár
og hefir síðan safnað fé til bygg-
ingar sjúkrahúss hér og stutt
málið á annan hátt, svo sem með
láni úr elliheimilissjóði félags-
ins, o. fl. Sjúkrahússöfnun félags-
ins nemur nú 57.600 kr. Þegar
þess er minnzt, að auk þess að
vinna svo myndarlega að þess-
um stórmálum, hefir félagið haft
margvísleg önnur störf með
höndum og hefir haldið uppi
fjölbreyttu félags- og skemmt-
analífi, — þá verður ljóst, að þau
störf er þessi fámenni hópur
kvenna hefir unnið í frístundum
sínum, er mjög mikill og eftir-
tektaverður.
Félagið hefir gefið út stórkost-
lega vandað minningarrit, prent-
að á úrvals myndapappír og
myndum prýtt, og kemur það út
í dag. Steindór Steindórsson fiá
Hlöðum hefir skráð.
Þá efnir „Framtíðin" til veg-
legs hófs að Hótel Norðurland í
kvöld.
Þá hefir félagið minnzt þess-
ara tímamóta á þann veglega
hátt að afhenda eftirtaldar gjaf-
ir: Til vinnustofusjóðs Kristnes-
hælis kr. 500.00. Til sjóðs
blindraheimilis kr. 500.00. Hús-
gögn i setustofu handa sjúkling-
um í Akureyrarspítala.
Núverandi stjórn félagsins er
þannig skipuð: Formaður frú
Gunnhildur Ryel, ritari frú
Anna Kvaran, gjaldkeri frú
Soffía Thorarensen.
Nautgripastofn eyfirzkra bænda
(Framhald af 1. síðu.)
426.90 kr. rneiri afurðir heldur
en meðalkýrin 1930, með sama
verði bæði árin.
Gleggra yfirlit um það hvað á-
unnizt hefir í sambandinu, og
hver munur er á arðsemi kúa,
fæst ef til vill með því að flokka
kýrnar eftir því hve mörgum
fitueiningum þær skila á ári.
Mætti þá setja í 1. flokk þær
kýr, sem skila 14000 fitueiniilg-
um og þar yfir á ári. Fyrstu árin,
1930-36, eru í 1. fl. 10-20 kýr á
ári eða til jafnaðar um 2% af
fullmjólka kúm, en eftir 1936 fer
1. fl. að vaxa og 1942 eru 1. fl.
kýrnar orðnar 76 eða 7.2% af
fullmjólka kúm.
Aftur hefir lélegustu kúnum
fækkað verulega. Árin 1930—36
eru þær kýr, sem ekki skila 8000
fitueiningum á ári 120—200 pr.
ár, eða um 20% af fullmjólka
kúm, en 1942 er sá flokkur 68
kýr, eða 6.4%.
Eðlilega hefir fóðurneyzla
aukizt nokkuð. Fyrstu árin telja
bændur sig gefa 16—1700 fóður-
einingar kúnni á ári að meðal-
tali, en 1942 verður meðal fóðnr-
eyðsla á kú 1950 fóðureiningar.
En það þarf heldur enginn að
búast við miklum afurðum af
kúm, nema farið sé vel með þær.
Ef athuguð er fóðureyðslan hjá
þeim 76 kúm, sem skila yfir
14000 fitueiningum árið 1942,
þá er hún til jafnaðar 2102 fóð-
ureiningar á kú, en þær kýr
hafa skilað til jafnaðar 3835 kg.
mjólk með 3.97% meðal fitu,
sem gerir 15234 fitueiningar eða
7,25 fitueiningár fyrir hverjst
fóðureiningu, en hinar 68 kýr,
er ekki ná 8000 fitueiningum ár-
ið 1942, fá aðeins 1708 fóðurein-
ingar hver og skila í staðinn til
jafnaðar 2181 kg. mjólk með
3.34% meðal fitu, sem gerir
7278 fitueiningar eða 4.30 fitu-
eingar fyrir hverja fóðureiningu.
Fyrrtöldu kýrnar skila 2.95
fitueiningum meira fyrir hverja
fóðureiningu og sé fitueiningin
virt á 30 aura verður munurnn
89 aurar á fóðureiningu. Eða
með öðrum orðum: góðu kýrnar
borga 44.50 krónum hærra verð
fyrir hestburð af töðu, heldur en
lélegu kýrnar.
Óvarlegt mun þó að segja, að
eigendur góðu kúnna græði svo
mikið á hverjum töðuhestburði,
>em kýrnar fá, hitt mun sanni
nær, að eigendur lélegu kúnna
tapa ekki svo lítilli upphæð á
ári á {reim.
Þá má geta þess, að á skýrslu
yfir ófullmjólka kýr 1942 voru
margar kvígur, sem að fyrsta
kálfi reyndust mjög vel, þó
nokkrar er skiluðu um og yfir
3000 1. með góðri meðal fitu.
Kvígur er þannig fara af stað,
gefa vonir um, að ekki þurfi að
verða afturför með afurðir
kúnna á næstu árum, ef lag verð-
ur á heilsufari kúnna, en á því
vill nú víða vera misbrestur.
Kalkskortur í kúm gerir nú víða
vart við sig og er illt til að vita,
ef héraðið þarf lengi að vera án
dýralæknis.
Síðast, en ekki sízt, má geta
þess, að á sl. vori voru haldnar
nautgripasýningar hér 1 hérað-
inw, oft fengu 94 Výr i *amb*nd»'
Fimmtudaginn 13. janúar 1944
Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar
heldur fund í Verklýðshúsinu föstudaginn 14. þ. m.. kl. 8.30 e. hád.
D a g s k r á :
1. Inntaka nýrra fólaga.
2. Atvinnuleysið og tillaga um atvinnubætur.
3. Kosin afmælisnefnd.
4. Onnur mál.
F. h. félagsstjómarinnar,
Marteinn Sigurðsson.
SILKISOKKAR ••
á aðeins kr. 5.50 pr. parið
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
V ef naðarvörudeild
NYUNG!
Hefi fengið örfá stykki af
stóláklæðum og púðum i klassiskum stil.
Munstrin handsaumuð, óuppfyllt.
Hannyrðaverzlun Ragnh. G. Björnsson
svæðinu 1. verðlaun og er það
há tala, ekki sízt, ef tekið er tillit
til þess, að sýningarnar voru illa
sóttar, vegna þess hve tíðarfar
var óhagstætt.
Ekkert naut á sambandssvæð-
inu var svo gamalt, að það gæti
fengið 1. verðlaun, en öll, sem
aldur höfðu til að fá 2. verðlaun
fengu 2. verðlaun, hin loforð um
fóðurstyrk síðar.
Á fundinum var samþykkt í
einu hljóði, að félögin skuli
leggja fram mikið meira fé en
verið hefir, til starfseminnar. Er
óhætt að segja, að á fundinum
hafi ríkt mikill áhugi fyrir fram-
tíðarstarfinu. Og er það góður
árangur af 13 ára starfi naut-
griparæktarfélaganna hér, að
geta sýnt á skýrslum mikið aukn-
ar afurðir kúnna og ekki síður
má þakka það undangengnu
starfi að nú skuli vera fyrir
hendi hjá bændum almennt, sá
áhugi og skilningur, sem ekki
horfir í fjárútlát fyrir þá starf-
semi, er ekki skilar árangri
nema á mjög löngum tíma og
vel getur orðið þeim til gagns
sem utan við starfið standa, en á
þó að koma að mestum notum
fyrir eftirkomendurna. Slikan
áhuga er gleðilegt að finna nú,
á þeim tíma þegar mest er talað
um, að stéttir og einstaklingar
þessa þjóðfélags hugsi ekki um
annað, en að skara eld að sinni
köku, hvað sem öllum öðrum
líði og hvað sem morgundagur-
inn kunna að bera f skauti sínu.
Eyvindur Jónsson.
FÉLAGSRÁÐSFUNDUR
K. E. A.
(Framhald af 1. síðu).
talsvert minni sl. ár en árið áð-
ur. — Þorskafli var tregur yfir
vertíðina og bátum hefir heldur
fækkað frá fyrra ári. — Lang-
mestur hluti fiskjarins var flutt-
ur út f ís, aðallega með færeysk-
úm skipum, Veyptn fijKínn
Arshátíð Karlakórs Akureyrar verð-
ur haldin að Hotel Norðurland laug-
ardaginn 29. þ. m. Styrktarfélagar
gefi sig fram við formann félagsins
fyrir 20. þ. m.
af útgerðarmönnum við fjörð-
inn fyrir milligöngu Kaupfélags-
ins. Þessi flutningur nam alls um
3820 tonnum, sem er um 25%
minni en árið 1942. Hraðfrysti-
hús félagsins unnu alls um 356
þús. kg. af hraðfrystum fiski til
útflutnings og er það um 50%
meira magn en árið áður.
Otflutningsvörur landbúnað-
arins 1943, svo sem kjöt, ull og
gærur eru enn óseldar og ekki
mögulegt að spá neinu ennþá
um hvérnig takast muni um sölu.
Otlánsdeild sú, sem sett var á
laggirnar f ársbyrjun 1943 starf-
aði allt árið og voru veitt úr
henni samtals tæplega 550 þús.
kr. lán, sem öll voru greidd upp
fyrir áramót.
Hagur félagsmanna gagnvart
félaginu hefir enn batnað tals-
vert á árinu. Innstæður aukizt í
reikningum og innlánsdeild, en
engar skuldir myndast. —
Mjög lítið er vafalaust um
aukningu á fasteignum eða
lausafé öðru en peningum og
jafnvel má gera ráð fyrir að bú-
stofn hafi víða verið skertur sl.
haust eins og fyrr getur. Veltur
því á miklu fyrir framtíðaraf-
komu manna, að takast megi að
varðveita þær innstæð.ur, sem
þegar eru fengnar og geyma þær
til þess tíma, þegar ráðlegt þykir
að verja þeim í arðbærar fram-
kvæmdir og endurbætur, sem
orðið hefir að leggja á hilluna
undanfarin ár. —
1 þeirri von óska eg öllum fé-
lagsmönnum Kaupfélags Eyfirð-
inga farsæls komandi árs um leið
og eg þakka þeim gott og
ánægjulegt samstarf i liðna ár-
inw". ^