Dagur - 03.02.1944, Síða 4
4
DAGUR
Ritstjóm: Ingimcxr EydaL
Jóhann Frímann,
Haukur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Sigurður Jóhannesson.
Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
„Útskæklai4-sjónarmið
Reykjavíkurvaldsins
pllHÖIUNDAR þeir, sem túlka sjónarmið
broddborgaraklíku þeirrar í Reykjavík, er
raunverulega myndar innsta kjarna og leyndar-
ráð Sjálfstæðisflokksins, eru hversdagslega ekki
yfrið hreinskilnir menn. Kjósendaveiðarnar úti
um sveitir og sjávarþorp — og jafnvel í höfuð-
staðnum sjálfum — myndu ganga stórum tregleg-
ar en ella, ef þeir flíkuðu mjög önglinum berum
og kynnu illa eða ekki þá góðu íþrótt slyngra
veiðimanna að dylja agnhaldið vendilega í ein-
hverri litfagurri og lostætri tálbeitu. Það er því
— frá þeirra sjónarmiði — fremur handvömm og
breyskleiki en lofsverð dyggð, er þeim verður það
á stöku sinnum að segja sannleikann um hugar-
far sitt, skoðanir og stefnti, afdráttar- og umsvifa-
laust.
Það hefir t. d. vafalaust verið á einu slíku
„veiku augnabliki“, að Sigurður Kristjánsson
glopraði út úr sér hinum landfleygu og „klass-
isku“ ummaalum, er hann kallaði bændur lands-
ins „mennina með mosann í skegginu". Foringja-
lið flokks hans vildi sjálfsagt nokkuð til þess
vinna, að þau orð væru ótöluð, á meðan flokkur-
inn verður þó enn að dálitlu leyti að sækja fylgi
sitt og umboð út í sveitirnar og treysta að nokkru
á vígsgengi sitt frá þeim rustafengna og ósnyrta
lýð, sem þar býr, að dómi þessa virðulega alþing-
ismanns höfuðstaðarins og skoðanabræðra hans.
Nú hefir aðalritstjóri „Morgunblaðsins" — höf-
uðmálgagns Reykjavíkurvaldsins — á öðru
„veiku augnabliki" gert nýja, opinskáa og harla
mikilsverða játningu um hugarfar sitt og sam-
herja sinna í garð „útskækla“ landsins, svo sem
Akureyrar og sveitanna hér nærlendis. Voru þau
ummæli orðrétt eftir honum höfð í síðasta tbl.
,,Dags“, og munu þau vafalaust eiga eftir að verða
álíka fræg og „klassisk" eins og einkunnarorð
„Mosaskeggs“. — Svo mikla athygli — og óþokka
— hafa ummæli Morgunblaðs-ritstjórans vakið
hér, að ritstj. „íslendings" hefir talið sig tilneydd-
an að veita „kollega" sínum og flokksbróður
hæfilega ofanígjöf — svona til málamynda a. m.
k. — Birtir hann í síðasta tbl. „ísl.“ ummæli
„Morgunblaðsins" um þetta mál. orðrétt að öðru
en því, að hann fellir niður klausuna um „út-
skæklana", og var þar þó mestur kraumurinn í.
Að svo búnu bætir ritstj. svohljóðandi athuga-
semd við frá eigin brjósti:
„Gefa þessi ummæli nokkra hugmynd um,
hvar greinarhöf. (þ. e. ritstj. Morgunbl.“) ætlast
til, að verksmiðja þessi verði'reist, og mun engum
á óvart koma. (Leturbr. hér). Öll fyrirtæki munu
eiga að rísa upp í Rvík. Þangað á að reyna að
safna öllu landsfólkinu..“, o. s. frv. í þessum
dúr. — Má um þetta segja, að bragð sé að, þá
barnið finnurl
En eftir á að hyggja: Ritstj. „ísl “ hefði heldur
ekki — fremur en öðrum — þurft að koma það á
óvart, hvað fyrir Reykjavíkurvaldinu og flokk
þess vakti í fyrra, þegar það leitaðist við að hrifsa
til sín síðustu leifar byggðavaldsins á þingi þjóð-
arinnar með vanhugsaðri stjórnarskrárbreytingu,
nýrri kjördæmaskipan, uppbótarþingsæta-fargan-
inu, og allri þeirri ringulreið og ólögum, sem af
því ráðleysi hafa flotið. En sá góði maður reynd-
ist þó ekki framsýnni né trúrri hagsmunum „út-
skæklanna" en svo í þann tíð, að hann lagðist þá
af allri orku sinni og viti á sveif með þeim mál-
staðnum, er síður skyldi,
DAGUR
r
Frá Italíuvígstöðvunum
Amerískai fluévélar varpa sprenéium á brýr yfir Tíber-fljót, 100 km. noröur
af Róm. — Bandamenn halda uppi loftsókn á saméönéuleiðir þýzka hersins
á Ítalíu daé oé nótt.
„Hlutleysi" og einokun.
pORRÁÐAMENN Ríkisútvarpsins
okkar virðast halda, að þeir séu
alveg sjálfkjörnir til þess að leggja
úrslitadóm á ýmsa menningarviðleitni
þjóðarinnar, svo sem bókmenntir, út-
gáfustarfsemi og fleira þess háttar.
Allir eiga þessir dómar raunar að
vera uppkveðnir í anda og krafti hins
marg-umtalaða og hálofaða „hlut-
leysis“ þessarar ríkisstofnunar, en
æði mörgum mun þó finnast sem
mönnum og stofnunum sé í fram-
kvæmdinni gert ærið mishátt undir
höfði á þeim stað og „réttlætið" og
„hlutleysið11 harla brestótt og stopult.
Útvarpið mun t. d. hafa sett sér fastar
reglur um efni og orðalag auglýsinga
þeirra, sem þar mega birtast, og verða
þær allar að ganga i gegnum ritskoð-
un þess, svo að tryggt sé, að þær full-
nægi þessum kröfum. Mun þar hvorki
mega gæta nokkurs áróðurs né
skrums af neinu tagi, enda mun ýms-
um slikum tilkynningum hafa verið
breytt mjög eða þær jafnvel alls ekki
birtar af þessum ástæðum. Væri að
vísu gott eitt um þetta að segja, ef
eitt væri látið þar yfir alla ganga, en
þvi fer raunar víðs fjarri. Ritskoðarar
Útvarpsins hafa t. d. fellt niður mjög
hógværlega orðaðar upplýsingar í
slíkum tilkynningum og í annan stað
neitað að birta auglýsingar um út-
komu blaða og rita, þótt þar hafi að-
eins verið getið höfunda og nafna á
greinum þeirra, en á sama tíma hefir
það birt á eiéin kostnað upptalningar
á slíkum hlutum viðvíkjandi útkomu
annarra blaða, bóka og rita og jafnvel
frá eigin brjósti lokið lofsorði á ein-
stakar greinar, bækur og rit, á sama
tíma og annars slíks lestrarefnis, sem
sent hefir verið Útvarpinu til um-
sagnar, hefir verið þar að litlu eða
engu getið. Og sumir menn og stofn-
anir hafa orðið að þola þá meðferð,
að almenn og hógværlega orðuð
þekkingaratriði hafa verið felld niður
úr útvarpstilkynningum þeirra sem
„ofyrði“, á sama tíma og Útvarpið
upplýsti það t. d. um miðlungsskáld-
sögu þýdda, að útkoma hennar hefði
þótt „stórkostlegur viðburður“ á
Norðurlöndum (!!)
Stofnunum, sem einstakir menn eða
félög ættu og rækju, myndi vart hald-
ast slík hlutdrægni uppi til lengdar,
en reynslan virðist sýna það fullljóst,
að þegnunum reynist erfitt og næst-
um því ókleift að spyrna við broddun-
um, þegar einokunarstofnanir rikis-
valdsins beita þá ójöfnuði og rang-
sleitni. Slík er ein blessun hins marg-
lofaða ríkisrekstrarskipulags.
Miðunarmaðurinn í Perluhöfn.
n MERÍSKT blað sagði eftirfarandi
sögu nú ekki alls fyrir löngu:
í ófriðarbyrjun hafði verið fundið
upp rafbylgju-miðunartæki, sem
Radar nefnist. Með því átti m. a. að
mega finna og miða fjarlægð og
stefnu óvinaflugvéla. — Þegar Japan-
ar gerðu hina alræmdu árás á Pearl
Harboi, eyddu fjölda herskipa og 250
flugvélum og drápu fólk í tugum þús-
unda fyrir Vestmönnum, var Radar-
miðari þar á staðnum. Hann miðaði
japönsku flugvélamar, þegar þær
voru í 220 km. fjarlægð, eða þremur
stundarfjórðungum áður en þær
komu. Hann tilkynnti liðsforingja
sínum þetta, en hann tók ekkert mark
á orðum hans. — Tvisvar kom miðar-
inn aftur og sagðist hafa talið um 50
flugvélar, sem óðum nálguðust og
ekki væri von á neinum slíkum hóp
þeirra eigin flugvéla úr þessari átt.
En enginn trúði vesalings miðaranum.
— Eftir árásina flugu Japanar til suð-
urs og voru herskip nú send í sömu
átt til árása á stöðva;skipin, en fundu
þau hvergi. — Miðarinn fylgdi þó
flugvélunum., einnig eftir að þær voru
úr augsýn, og fann, að þær höfðu
villt skipunum sýn. Þær beygðu til
norðuis þangað, sem stöðvarskip
þeirra voru. En í öllu þessu fáti tókst
miðaranum ekki að koma athugun
sinni á framfæri nógu fljótt, og stöðv-
arskip Japana komust undan.
„Máninn líður“.
J^ÝJA-BÍÓ hér sýnir um þessar
mundir stórmynd með þessu
nafni eftir hinni frægu skáldsögu
Steinbecks. Lýsir myndin innrás Þjóð-
verja í Noreg og æfi fólksins í litlum
námubæ þar undir hernaðaroki naz-
ista. Heyrzt hefir, að sumir menn hér
í bænum kalli myndina „hlutdrægan
stríðséróður", og mun það þó sannast
orða, að þótt kvikmynd þessi lýsi
ástandinu í Noregi ekki sérstaklega
fagurlega, séu lýsingar hennar þó til-
tölulega meinlausar og hófsamlegar
— aðeins svipur hjá sjón — í saman-
burði við hinn harmsögulega og
hrikalega veruleika sjálfan. Getur
skoðun þessara manna naumast verið
nema af tveim rótum runnin: Annað
tveggja er hún ávöxtur ótrúlegrar ein-
feldni, barnaskapar og þekkingarleys-
is um eðli og aðferðir hinnar nazis-
tisku stríðsvélar alls staðar í heimin-
um, eða þá að ekki þarf að fara í
neinar grafgötur um það, „hvorum
megin við götuvirkin" þessir menn
hefðu staðið, ef svo hefði farið, að
hlutur nazista hefði komið upp í styrj-
öldinni að lokum, eða þýzk innrás
verið gerð í þetta land — eins og vel
gat farið, ef önnur og sterkari öfl
hefðu ekki komið í veg fyrir það í
tæka tíð. Verða þau forlög eða for-
sjón, er bjargað hefir okkur íslending-
um frá þaim voða, aeint fullþökkuð.
Fimmtudaginn 3. febrúar 1944
,
MODIR, KONA, MEYJA
Blessuð börnin eru alltaf að meiða sig. Hver
móðir þekkir þessi orð af eigin reynslu. Sem bet-
ur fer er það sjaldnast, að meiðslin eru svo alvar-
leg, að leita þurfi læknis, en gott er að kunna á
því fljót skil í hvert sinn, hvað gera þarf og hafa
jafnan heima nauðsynlegustu sáraumbúðir o. s.
frv. Nýlega las eg grein í amerísku kvennablaði,
þar sem barnalæknir gefur mæðrunum ráð og
leiðbeiningar um það, hvernig þær eigi að haga
sér þegar slík smáslys ber að höndum. Þótt fæst af
því sé nýtt eða sérlega merkilegt í augum þeirra,
sem ærna hafa reynsluna í þessum efnum, þá má
um þetta segja, að sjaldan sé góð vísa of oft kveð-
in eða hoíl ráð of oft endurtekin. Eg réðist því í
að snara þessum leiðbeiningum á íslenzku og
birta þær hér. Hinn ameríski læknir segir svo
jn. a.:
★
Börnin gleypa oft
smáhluti án þess
komi að sök, en sé
það opin öryggis-
næla, er bezt að
kalla á lækninn i
flýti.
Litla vinnukonan
getur orðið fyrir
smáslysi í eldhús-
inu. Bezt er því, að
hafa jafnan bruna-
áburð í húsinu, til
að grípa til.
Enginn kemst svo á
fullorðinsár, að hann
skeri sig ekki í fing-
ur eða rífi sig á
nagla einhvern tíma.
Aðalatriðið er að
búa um sárið strax.
Þegar bömin gleypa hluti: Ef þér eruð hrædd-
ar um að barnið hafi gleypt eitthvað, þá varist að
láta það sjá hræðslumerki á yður. Gangið fyrst
úr skugga um að barnið hafi raunverulega gleypt
hlutinn. Ef svo er og um smáhlut er að ræða, sem
hefir gengið liðlega niður, er sjálfsagt að fylgjast
vel með því, hvort barnið skilar honum innan
fárra daga. Ef ekki, láta gegnumlýsa það. Sitji
hluturinn í hálsinum, þá er ekki rétt, að berja
barnið í bakið, eins og margir gera þó, eða vaða
með fingurinn ofan í hálsinn, heldur láta barnið
borða þykkan graut, eða mjúkt brauð eða eitt-
hvað þess háttar. Maturinn festist þá við hlutinn,
drífur hann niður í magann og varnar því oft að
oddur eða rönd særi innyflin. Síðan er sjálfsagt
að fylgjast með því hvort barnið skilar hlutunum
og gegnumlýsa það, ef móðirin verður ekki vör
við neitt.
★
Brunafleiður og sár: Þá kemur ekki ósjaldan
fyrir að barnið brennir sig á heitum ofni, heitu
vatni, gufu eða einhverju þvílíku. Bezt er að hafa
jafnan brunaáburð heima og grípa til hans strax.
Ef áburður er ekki við hendina er gamalt húsráð
að bera natron, leyst upp í teskeið af
vatni, á sárið. Annað ráð er að laga lútsterkt te
og bera það á sárið, kalt. Ef um lítils háttar fleið-
ur er að ræða, er gott að nota „koldkrem“.
Sprengið aldrei brunablöðrur, því að þær eru
vörn líkamans gegn því að óhreinindi komist í
sárið. Ef fleiður eða blaðra er stórt, er sjálfsagt
að vitja læknis. Ef brunablaðra springur, skal
gæta þess vandlega að engin óhreinindi komist
í sárið.
★
Rispur og fingursár: Að skera sig í fingur eða
rífa sig á nagla eru slys, sem henda allan uppvax-
andi lýð, einhverntíma, sé barnið hraust og fjör-
ugt. Venjulega er slíkt varla í frásögur færandi,
en vert er þó að minnast þess, að úr smáskeinu
getur orðið lífshættulegt mein, ef eitrun kemst
í sárið. Þess vegna er bezt að hreinsa slík sár taf-
arlaust, bera á þau þunna joðblöndu og vefja
síðan með venjulegu sárabindi.
(Framh.).
★
Eins og kol þarf til glóða og
við til elds, svo þarf þrætugjarn-
an mann til að kveikja deilur.
(Orðskviðir Salomons),