Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 10. febrúar 1944 DAGUR Enn um Eimskipafélag íslands og umhleðslurnar í greininni Eimskipafélagið og umhleðslurnar í Reykjavík var sýnt fram á; að ummæli „Dags" 11 .nóv. sl. voru ekki verðskuld- uð, né á rökum reist. Þar var skýrt frá því við hvaða erfiðleika er að etja á þessu sviði, og að það er ekki skuld Eimskipafélags ís- lands, að vörumagn það, sem flutt er vestan um haf, verður að umhlaðast í Reykjavík og verða síðar flutt á hafnir víðs vegar krignum landið. Ennfremur var sýnt fram á, að umhleðslukostn- aður væri tilfinnanlegastur fyrir Eimskipafélagið en ekki vöru- eigendur. í athugasemd „Dags" við um- rædda grein er heldur ekki gerð nein tilraun til að hnekkja rök- um þeim, er að þessu máli voru leidd, en gripið til þess að tala um Öryggisleysi Norðlendinga- fjórðungs, ef ís yrði landfastur, eða ef til hernaðarráðstafana skyldi koma. Virðist það vera skoðun „Dags", að umtalað ör- yggisleysi sé eingöngu Eimskipa- félagi Islands að kenna. Þetta er fullkominn misskilningur, Eim- skipafélag íslands getur ekki tal- ið sig bera ábyrgð á því öryggis- leysi, eins og staðháttum um vörukavfp og flutninga er nú háttað í Ameríku. Skipakostur félagsins nægir ekki til að flytja á eina höfn, — þ. e. Reykjavík, — það vörumagn, er jafnan Hggur fyrir vestra, og á yfirstandandi tíma verður fyrst og fremst að leggja megináherzluna á flutn- ingana frá Ameríku til Reykja- víkur. Ætti þetta að vera svo auðskilið mál, að ekki orki tví- mælis eða tortryggni um, að Eimskipafélag íslands sé ekki lengur „fyrirtæki þjóðarinnar". Þá er sagt í áðurnefndri athuga- semd, að það komi þráfaldlega fyrir, að þá sjaldan millilanda- skip komi hér í höfnina — þ. e. Heimilið í TÚstum Akureyri — þá neiti það flutn- ingi frá fyrirtækjum hér, suður um land. Sem rök fyrir þessari fullyrðingu er það fært fram, að eitt af skipum félagsins, er verið hafi á ferð hér fyrir jólin, hafi neitað öllum flutningi héðan til Reykjavíkur. • Við þessu er því að svara, að skipið tók ekki á móti vörum á Akureyri vegna þess, að það var ákvarðað til að taka fullfermi af síld á Akureyri og Siglufirði. Það.er heldur ekki kunnugt, að neinar vörur hafi orðið að bíða flutnings fyrir jól frá þessum höfnum og suður til Reykja- víkur. J. Karlsson. Önnur athugasemd „Dags" við varnarskrif Eimskipafélagsins íbróttahúsið ítölsk húsmóðir kemur heim aftur, eftir að orustum er lokið um heimabæ hennar, Benevento á Suður-ftalíu. Rjúkandi rústir blöstu við í stað friðsaels heimllis. Þjóð- verjar höfðu eytt bæinn, áður en þelr vfiipifu liaim. Svar bygginganefndar. í „Degi" 3. þ. m. eru nokkrar fyrirspurnir viðvíkjandi íþrótta- húsinu, og vísar blaðið til íþróttahússnefndar um svör við þeim. , Vér viljum verða við.tilmæl- um blaðsins og fara svör vor hér á eftir. Annar íþróttasalur hússins er nú nær fullgerður, ásamt böð- um og búningsklefum og tilbú- inn til notkunar, en það mun ekki geta orðið fyrr en hinar nýju vélar Laxárvirkjunarinnar taka til starfa. Þennan sal hefði mátt taka í notkun um áramót- in, ef ekki hefði skort rafmagn. Hinn salurinn, með tilheyr- andi bað- og búningsklefum, mun verða tilbúinn seinna í vetur, eða vor. Um það, hvenær húsið átti að vera tilbúið, getum vér það eitt sagt, að sjálfsagt hefir svo verið til ætlast, að húsið yrði tilbúið til notkunar, eins fljótt og ástæð- ur leyfðu. Bygging hússins var hafin haustið 1941 og haldið áfram smíði þess. svo lengi sem efni og fé var fyrir hendi. Verk var svo hafið aftur á ný, er efni og fé var aftur fyrir hendi, á sl. sumri, en nokkru seinna en vér höfðum til ætlast, sökum erfiðleika á því, að fá færa menn til að vinna verkið. Síðan hefir verið unnið slitalaust að smíði hússins, en ýmsar ófyrirsjáanlegar tafir hafa þó orðið, eins og búast má við, á slíkum tímum og nú eru. Vér höfum og lagt meira kapp á að verk þetta verði unnið full- komið og vel og þó á sem hag- kvæmastan og ódýrastan hátt, en að hraða því meira en efni stóðu til. Spurningunum um áhöld (hesta og dýnur) og framtíðar- rekstur hússins, teljum vér oss ekki skylt að svara, þar eð hlut- verk vort er að sjá um byggingu hússins (þar í talið grindur, jafn- vægisslár og kaðlar), fyrir það fé, sem oss er» fengið í hendur, en ekki sjá fyrir rekstri þess í fram- ti'Sinni. Fyrir því sér sennilega bæjarstjórn og e. t. v. ríkisstjórn. Akureyri, 4. febrúar 1944. Bygginganefnd íþróttahúss Akureyrar. „Dagur" hefir enga löngun til þess að hnotabitast við Jakob Karlsson, afgreiðslumann Eim- skipafélagsins hér um umhleðslu- málin og Reykjavíkursjónarmið forráðamanna félagsins. Hins vegar verður ekki hjá komizt, að benda á, að allmikils misskiln- ings virðist gæta í athugasemd hans. Hann telur að Guðm. Vil- hjálmsson hafi sýnt fram á það með óhrekjandi rökum, að það væri ekki sök Eimskipafélags- ins, að vörumagn það, sem flutt er vestan um haf, sé nær allt um- hlaðið í Reykjavík. Vér teljum það aftur á móti algjörlega ósannað mál, — og hitt miklu líklegra, að skipin gætu annað slagið losað t. d. hér, —ef nokkur vilji væri til þess hjá þeim er stjórna þessum málum. Eða hvernig stóð á því, að þetta tókst í éin tvö skipti á árinu 1942? Um kostnaðinn af umhleðsl- unum er það að segja, að Dagur heldur fast við það,, að hann komi á bak neytendanna. Jakob Karlsson segir að hann sé tilfinn- anlegri fyrir Eimskip en vöru- eigendur og mun sú staðhæfing orka nokkurs tvímælis, en hvað sem því kann að líða verður því ekki í móti mælt, að kostnaður- inn er tilfinnanlegastur fyrir neytendur. Eða hvar skyldi hann koma endanlega niður, nema í hækkuðu vöruverði? Aukakostn- aðurinn í Reykjavík kemur all- ur á bak neytenda úti um land óg gerir aðstöðu þeirra og iðn- aðarmanna þar þeim mun erfið- ari. Um þetta þarf ekki að deila, svo augljóst sem það er. Það er langt síðan þeim, sem fást við verzlun og framleiðslu hér varð það ljóst. að allur iðn- aður hér um slóðir er dauða- dæmdur í samkeppninni við Reykjavík, nema breyting verði gerð á því samgöngu- og sigl- ingafyrirkomulagi, sem hér hefir ríkt undanfarin ár. Þessu sjónar- miði verður ekki breytt þótt for- ráðamenn Eimskipafélagsins fái svo ágætan mann sem Jakob Karlsson er, til þess að liðsinna þeim í þessari deilu. í þvíefnieru það verkin en ekki orðin, sem úr skera. Það má vera að Eimskipa- félagið eigi eftir að snúa við blaðinu og minnast þess, að „víð- ar er Guð en í Görðum" og víðar fólk og framtíðarmöguleikar en í Reykjavík. Hins vegar mundi það þó ekki þurfa að koma nein- um á óvart, þótt Norðlendingar hefðu hug á því að losna að ein- hverju leyti undan því taki sem Eimskipafélagið hefir á afkomu og framtíð byggðarinnar hér. Það verður ekki gert nema með skipakaupum. Það er af þessum ástæðum sem samvinnumenn hér styðja Skipakaupasjóð Sís af alhug. Ekkert byggðarlag þarf að hugsa sér að lifa fjölbreyttu atvinnu- og menningarlífi, með samgöngur og siglingar í því ófremdarástandi sem hér hefir ríkt undanfarin ár. Hér er því ekki um að ræða neitt dægur- mál, sem gleymist. Hér er um að ræða eitt mesta velferðarmál dreifbýlisins. Héðan af má ekki láta baráttuna fyrir bættum sigl- ingum niður falla fyrr en viðun- andi lausn er fengin. Dagur telur það mjög hæpna ályktun, að það verði að leggja megináherzlu á að flytja vörur til Reykjavíkur vegna skipa- skorts. í athugasemdinni við grein G. V. var á það bent að Eimskip hefði þótt það hag- kvæmara meðan mest var að gera við höfnina í Reykjavík að láta skipin liggja þar aðgerðar- laus og bíða eftir afgreiðslu svo vikum skipti, heldur en nota höfn og geymsluhús hér. Það er engan veginn sjálfsagt mál, að losun hér eða á öðrum stærri höfnum, þurfi að tefja af- greiðslu skipanna. Það er eðli- legt, að fyrirtæki Reykvíkinga álykti svo, en „fyrirtæki þjóðar- innar", sem það nafn bæri með réttu, mundi aldrei gera það. — Vörueigendum hér og almenn- ingi öllum er vel kunnugt um erfiðleikana sem eru á því, að koma flutningi héðan suður um land. Um þátt Eimskipafélagsins í því, þarf heldur ekki að deila. Það vita þeir bezt sem reynt hafa, og þeir eru margir. Byggingarfram- kvæmdir fyrir 4 millj. kr. hér í bænum s.l. ár Samkvæmt upplýsingum bygg- ingafulltrúans, Halldórs Hall- dórssonar, voru eftirtalin hús byggð hér á sl. ári: íbúðarhús. hótel. verkstæði. póst- og símahús. skólahús. verzlunarhús. geymsluhús. 8 Viðbótarbyggingar og breyt- ingar. í húsum þesssum eru 25 nýjar íbúðir. Byggingarkostnaður er áætl- aður um kr. 4.000.000.00. 15 1 2 1 1 1 7 Konan mín, Halldóra Jósefsdóttir, andaðist 2. íebrúar s.l. að heimili sínu, Kambi í Eyjafirði. — Jarðarförin fer fram að Munkaþverá laugardaginn 12. febrúar næstk., kl. 3 eftír hádegi. Guðni Sigurjónsson. Hin fyrsta prófraun. Deilan milli Póllands og Sov- ét-Rússlands getur ekki lengur talizt vera landamæraþræta, í öllum mikilsverðum atriðum. Hún er orðin hin fyrsta próf- raun á orustuvelli hins „stóra bandalags", þar sem teflt er um vonir þjóðanna um frið og hag- sæld. Meðan deilan var einvörð- ungu um landamærin má segja, að málstaður Rússa væri góður og tillögur þeirra um lausn sann- gjarnar. j En með hinni hvat- víslegu orðsendingu 'í tilefni af hógværum boðskap Pólverja, og miður hógværri túlkun hans, hafa þeir hrundið aftur dyrun- um, sem þeir sjálfir höfðu opn- að, — í hálfa gátt a. m. k. Þeir láta þess getið, að „pólska stjórnin í London virðist ekki vilja viðhalda góðu samkomu- lagi við Sovét-Rússland". Fer ekki hjá því, að margir taki þetta á þann veg, að Sovét- stjórnin kæri sig ekki um góða sambúð við pólsku stjórnina í London. Hugleiðingar um fyrir- ætlanir Rússa verða getgátur einar. Það væri vanhugsað að leggja dóm á þessi mál að svo komnu. Reynslan á eftir að skéra úr hvernig sá dómur verður. Slagbrandur hefir enn ekki ver- ið settur fyrir dyrnar, og sam- komulag er ennþá mögulegt. En grunsemdir verða ekki bældar. í bezta falli virðist það vilji Rússa, að koma af stað endur- skipulagningu á pólsku stjórn- inni í London. í versta falli ætla þeir að stofnsetja einhverja lepp- stjórn, sem mundi verða miklu sneiddari því, að vera fulltrúi pólsku þjóðarinnar, en sú stjórn, sem nú starfar í London, sem þrátt fyrir alla galla er sam- steypustjórn allra flokka. Það verður ekki hjá því kom- izt, að menn taki eftir skyldleika þessara atburða við þá, er gerð- ust í Tékkó-Slóvakíu 1938. Þar var og farið fram á landamæra- breytingar, sem í sjálfu sér voru e. t. v. ekki ósanngjarnar. Þar var heldur ekki mögulegt, að sporna við því að kröfuhafinn fengi sínu framgengt, og þar var líka landamæraþræta, sem náði út fyrir landamærin, — hún var alþjóðlegt vandamál sem snerti trúnaðartraust og öryggi þjóð- anna. Það sem gert var 1938 var, að „hórfast í augu við það óhjá- kvæmilega" og „veruleikann" og allir vita, að það var rangt. Og hér er vert að menn staldri við og íhugi þau sannindi, að „diplomati" er annað og meira en það, að breyta skynsamlega. Það verður líka að breyta rétt. Kröfur Rússlands um lönd af Pólverjum er hægt að viður- kenna. Það má líka viðurkenna það, að Rússar geti farið sínu fram í þeim málum, ef þeim sýn- ist svo. Vér getum ekki, og meg- um ekki, gefa út neinar skuld- bindingar, sem vér höfum hvorki mátt til að standa við eða getum ekki réttlætt gagnvart (Framhald á 8. sfðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.