Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 10. febrúar 1944 DAQUR SVTPIR SAMTlÐARMANNA, 2: ANDSTÆÐINGUR EISENHOWERS - VON RUNDSTEDT HERSHÖFÐINGI í tuttgu og fimm ár hefir „herforingjaklíkan" þýzka verið undrunar- og áhyggjuefni innan Þýzkalands og utan. Hershöfð- ingjarnir voru hið leyndardóms- fulla afl á bak við tjöldin i stjórnarkreppunni þýzku, á ár- unum 1932—33, og þeir stóðu álengdar þegar Hitler hrifsaði völdin í sínar hendur. Margir litu svo á, að þeir mundu verða mótvægi gegn ofsa Hitlers og of- stæki Gestapo. En þeir hafa orð- ið fyrir vonbrigðum. Þeir hafa reynst auðsveip verkfæri í hendi nazistaforingjanna. Hverjir eru í hinni fyrr vold- ugu herforingjaklíku nú á þessu fimmta og örlagaríkasta styrjald- arári? Ef vel er að gáð, aðeins einn maður. Gert von Rund- stedt marskálkur, stjómandi vesturherja Þjóðverja, maðurinn sem stendur andspænis Eisen- hower hershöfðingja og innrás- arsveitum hans. Harín er einn eftir af hinni voldugu stétt, sem í raun og veru hélt um stjórnar- völinn í Þýzkalandi vikuna löngu, - árin 1918-1939. Þessi stétt átti aðeins eitt áhugamál, — eitt takmark: hefnd fyrir ósigur- inn 1918. Þeir hófu að skapa hinn nýja þýzka her, fyrst með leynd en síðan opinskátt unz hann var orðinn ægilegasta eyði- leggingartæki veraldar. Það voru þessir menn, sem gengu af þýzka lýðveldinu dauðu, undir því yf- irskyni, að þeir væru að vinna fyrir það, — þeir settu stjórnir á laggirnar og steyptu þeim af stóli, — í sífelldri leit að ein- hverjum, sem gæti dáleitt þýzku þjóðina og fylkt henni undir merki hefndarhugans. Þeir stuðl- uðu að valdatöku Hitlers. Hann skyldi verða-hið þæga verkfæri. Hann varð þeim ofjarl og þeir urðu þjónar hans. Og nú eru þeir allir horfnir af sjónarsviðinu þessir voldugu menn, — ýmist dauðir eða á eft- irlaunum, — allir nema einn, — von Rundstedt marskálkur. Hann gekk í þýzka herinni 1892 og hann hefir aldrei síðan skilið við hann, nema nokkra mánuði veturinn 1938-39. - Hann er aldursforseti þýzka for- ingjaliðsins og hann mætir sem fulltrúi hersins við ríkiskostaðar jarðarfarir félaga sinna, sem sumir hafa látist á dularfullan hátt. Hann hefir unnið mestu sigra þýzkra vopna í þessari styrjöld: Við Sedan 1940 og Kiev 1941. Hann er nú stjórnandi allra vesturherja Þjóðverja og að auki fulltrúi Hitlers í samning- um við Petain. Honum tinum hinna þýzku herforingja hefir verið falið pólitískt vald. Hann er nú í senn landstjóri og hers- höfðingi í Frakklandi. Von Rundstedt er ennþá voldugur maður. Vald hans er mikið, miklu meira en starfsbræðra hans á öðrum vígstöðvum. Það er því ef til vill ekki að ósekju, að menn bollaleggja um vald „herforingjaklíkunnar" þýzku og áhrif hennar á sögu Evrópu. Lítum þá nánar á þennan full- trúa hinnar eitt sinn voldugu junkara- og herforingjastéttar: harðgert andlit, hvasst yfirbragð, minnir mjög mikið á Luden- dorff. Hátt, hvelft enni, þunnar, samanbitnar varir, stór, blá augu, sem virðast dylja efa og sorg bak við reiðilegt tillit. Lít- ið, grátt Hitlers-yfirskegg. Alít yfirbragð mannsins virðist við fyrstu sýn bera vott um ein- beittni, starfsorku og viljaþrek. En eru þetta raunverulega ein- kenni mannsins? Um það er létt að efast, eftir nánari athugun. Það er auðvelt að misskilja beiskju- og vonbrigðasvip fyrir einbeittni og viljaþrek. En í einu hefir von Rundstedt tví- mælalaust sýnt mikla einbeittni og mikið viljaþrek: að sýnast stór, og sterkur á svelli. En hann er hér engin undantekning. Beiskja, vonbrigði og þung ör- lög eru óafmáanlega greypt í , ,standardiseraða" andlitsdrætti hinna prússnesku stríðsfursta allra. Þeir eru ekki óálitlegir menn, — en þó fljúga manni í hug fordæmdar sálir. Ferill von Rundstedts hefir verið merkilegastur síðan 1918. Beiskja og hatur voru ríkust i huga hans eftir ósigurinn. Hann var staðráðinn í því, að láta ekki stjórnast af anda friðarsáttmál- ans. Einn af þeim, er þekktu hann á þessum árum, hefir látið svo ummælt, að hann hafi „hat- að allt, sem var til vinstri við Krupp". Það er engu líkara en þessar neikvæðu tilfinningar haii leyst úr'læðingi gáfur hans allar og þrótt. í styrjöldinni hafði hann verið talinn miðl- ungsforingi, — hafði ekki getið sér neitt sérstakt frægðarorð. En nú varð hann brátt leiðandi stjarna innan rikishersins. Hann komst fljótt upp metorðastig- ann. Hann var majór að tign 1919 en yfirhershöfðingi Austur- Þýzkalands, ásamt Berlín, þegár Hitler kom til valda 1933. Á þessu tímabili hafði hann komið mjög við sögu tvisvar sinnum. Arið 1923 hafði hann bælt riið- ur með hervaldi smáuppreist kommúnista í Thúringen. Hann stjórnaði þar með herlögum í þrjá mánuði og eyddi óróaseggj- unum með óbilgirni og grimmd. Árið 1932 hafði hann staðið með herinn á bak við valdabrölt von Papens, sem gerði lýðræðið útlægt úr Prússlandi. Það hafði ekki komið til blóðsúthellinga þá, en nærri lá. Leiðin var nú greiðfær fyrir Hitler. Var Rundstedt ánægður yfir þessum skiptum? Um það veit enginn. Hann sagði ekkert. Hann var ekki í hópi þeirra hershöfðingja, sem steyptu sér út í flaum hinna pólitísku dægur- mála. Hann helgaði hernum alla krafta sína. Hann sökkti sér niður í undirbúning þess, er koma skyldi, — undirbjó her- ferðirnar 1940 og 1941. Hann hafði leikið áhrifamikið hlut- verk í þýzkum stjórnmálum fyr- ir daga Hitlers. F.n nú var hann ánægður með að vera bara „her- maður og ekkert nema hermað- ur." j\rið 1938, þegar ekki var lengur blöðum um það að fletta hvert Hitler stefndi, sögðu ýmsir af starfsbræðrum von Rund- stedts'af sér. Hann sat kyrr. Eftir Miinchen-samningana dró hann sig í hlé, en aðeins skamma hríð. Vorið 1939 var hann enn með hernum. Það sumar ávarpaði hann herdeild þá er hann hafði stjórnað í jyrra stríði. Hann sagði: „Við sem í hernum erum, verðum ævinlega að minnazt þess, að við eigum „foringjan- um" blátt áfram allt að þakka. Það er þess vegna heilög og ófrá- víkjanleg skylda okkar, að fylgja honum ef hann neyðist til þess að grípa til vopna". Þessi orð segja sína sögu. Þau opinbera ekki neinn eldmóð eða sigurvissu. Af þeim leggur daun efasemda og beiskju. Efasemd- irnar hafa ekki yfirgefið von Rundstedt. Hann hefir snið- gengið þær. Það var ekki sann- færing, — ekki föðurlandsást, sem varð þess valdandi, að þessi maður studdi þá ákvörðun Hitl- ers, að steypa veröldinni út í blóðuga styrjöld. Þar réð það eitt, „að við sem í hernum erum verður ævinlega að minnazt þess, að við eigum foringjanum allt að þakka". Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvellan málróm og harðgerðan svip hers- höfðingjans, þegar hann þrum- aði þessi orð yfir skipulegum röðum hermanna sinna. Og þó eru þau ekki töluð af „sterkum" manni. Miklu fremur bera þau keim af veiklyndum manni, sem hefir skapað kafla í sögu Evrópu, án þess að taka á sig ábyrgðina af verkum sínum. Ókominn das^ir - ókomin ár Ár koma og hverfa. Þau knýt- ast saman í langar keðjur tuga og hundraða. Hvert eitt þeirra hefir sinn sérstaka svip, á sína eigin sögu. Sum eru mikilsverð og minnileg, önnur skilja eftir grynnri spor, eru gleymanlegri. Náttúrufarið og mennirnir skapa árunum örlög, ráða því, hvaða grafskrift þau fá í annál- um ókomna tímans. Ekki alls fyrir löngu gat „Dag- ur" þess, sem raunar öllum sam- vinnumönnum mun ljóst vera, að á þessu ári á samvinnuhreyf- ingin 100 ára afmæli. Hann lét þess getið, að Englendingar hefðu þegar hafið undirbúning að hátíðahöldum í því tilefni og hvatti íslenzka samvinnumenn til slíks hins sama. Vissulega hafði blaðið þar lög að mæla. Einn samvinnudagur fyrir gjör- vallt ísland í sagnaljóma og sumaryndi, þar sem „fortíð og framtíð fléttast saman", ætti að geta orðið öllum til mikilla heilla. Árið 1844 er eitt þeirra ára, sem mennirnir muna lengst vegna viðburða þess. Þá var það, sem tinna og stál hugsjóna og vilja kveiktu neista þess atgjörf- is, sem lét alþýðumanninn rísa gegn ánauð og yfirdrottnun, ekki með báli og brandi, blöskran og blóði, heldur með rólegri, sjálfstæðri, skapandi starfsemi. Það ár fann alþýðumaðurinn sjálfan sig í samfélagi við aðra. Fann sjálfan sig í öðrum og með öðrum, fann aðra í sér. Fæðing samvinnuhreyfingarinnar er morgunn nýrrar þjóðmenning- ar, bæði í siðrænum og hagræn- um skilningi. Öll alþýða íslands, sú, sem nú lifir, og þá ekki sízt íslenzkt bændafólk, á samvinnu- stefnunni og þeim mönnum, bæði erlendum og herlendum, er gerðust í upphafi ötulastir boðberar hennar, og svo feðrum sínum og mæðrum, sem gengu í þjónustu hennar og tóku hana í þjónustu sína, stórar gjafir að gjalda. Þær gjafir verða reyndar ekki nema á einn veg goldnar: Með því að reynast samvinnu- stefnunni og allri mannlegri samvinnu ekki síðri liðsmenn en þeir, sem á undan fóru. Sigrar þess liðna skulu krýna samvinnudaginn sumarið 1944, þó verður stærsta þýðing þess dags ekki í því fólgin að horfa til baka, heldur áfram móti óleystum verkefnum á torsótt- um leiðum. Á helfararleiðum styrjaldanna dyljast margar óvættir, er ræna menn andlegum eigindum sem veraldarlegum verðmætum. — Þessa gætir ekki síður nú en fyrr. í hugleiðingum manna og um- ræðum um ríkjaskipun og skipu- lag að þessum styrjaldarlokum, hefir þess verið getið, að saman yrði að fara í hinum nýja heimi austræn samfélagshyggja og vest- ræn einstaklingsrækt. Það skipt- ir minnstu, hvað er austrænt og hvað vestrænt. Kjarni málsins er sá, að í uppbyggingarstarfi því, sem fyrir liggur, sé það grundvallaratriði að þroska hvern mann sem sjálfstæðan ein- stakling, en þó hollan þjóðfé- lagsþegn. M. ö. o. samvinnu- stefnan er skýstólpinn og eld- stólpinn, sem leiða á menn úr hinum gamla heimi drottnunar og undirgefni í nýján heim og betri. Þetta þýðir, að það skuli vera hlutverk samvinnumanna. að taka að sér forystu málanna, þeirra andi skuli gegnsýra öll samskipti manna, heimila, staða, stétta og þjóða í milli. Óvættir ófriðarins hafa að þessu sinni fremur rænt íslend- inga eigindum en eignum. Þeir hafa glatað skilningnum á sálubót líkamlegs erfiðis og um leið virðingunni fyrir verð mætum þeim, sem hugur og (Framhald á 8. síðu, Milli f jalls og f jöru Framsóknarflokkurinn ráðgerir flokks- þingum miðjan apríl í Rvík, ef unnt er að fá þar húsnæði. Annars á Laugarvatni. Maður, sem vinnur í þágu kommúnista, hefir dreift út fregnum í einstökum hér- uðum í þá átt, að ég vildi á þessu flokks- þingi lcggja til að flokkurinn yrði lagður niður. Sá skáldskapur mun þykja ósenni- legur, að mig muni fýsa að eyða verki, sem ég hefi lagt í mikla vinnu um aldar- fjórðungs skeið. Fyrir mér vakir, þvert á móti, að þetta flokksþing taki margar ákvarðanir, sem efla flokkinn og bæta úr mörgum meinsemdum þjóðlífsins. Vafalaust verður rætt á þessu flokks- þingi, hvort tikækilegt þyki að breyta um stefnu frá lýðræði til einræðis, og þjóð- nýtingar frá séreign. Þa Hggja fyrir tvö stórmál varðandi framtíðina. Annað er stjórnarskrá þjóðveldisins, hvort tiltæki- legt þykir að efla vald væntanlegs forseta, eða hafa forsetann valdalítinn. Stærst af öllum fjárhagslegum málum er skipulag atvinnunnar eftir hrun það, sem nú vofir yfir og mun ná til alls atvinnulífs í land- inu. Hefi ég lagt til í greinum mínum i Degi, að þar skyldi hvorki stefna að þjóð- nýtingu eða stórrekstri ríkra manna eða hlutafélaga, heldur að samstarfi allra, er að framleiðslunni standa, með því að gera verkamenn að þátttakendum í arði allrar atvinnu, með skipulegu hlutafyrirkomu- lagi, þar sem allt reikningshald væri fyrir opnum tjöldum. Þá hefi ég í huga, að leggja fyrir nasta flokksþing nokkrar brcytingar á flokks- skipulaginu, til að tryggja betur en nú er völd og áhrif kjósenda í flokknum. Nú er skipulaginu þannig háttað, að stjórn flokksins í Reykjavik getur svo að segja slitnað frá Iandsflokknum. Nefndir á flokksþinginu fá óeðlilegt vald, er þær svo að segja útnefna miðstjórn flokksins til 3—4 ára, án þess að þeir, sem við eiga að búa, fjalli um málin. Þannig strikaði slík nefnd tiltölulega ókunnugra manna * nafn Vilhjálms Þór út af lista væntanlegra miðstjórnarmanna 1941 og var það ekki happaráð. Tillögur mínar gengu í þá átt, að flokkur manna í hverju kjördæmi kjósi heima fyrir sinn miðstjórnarmann, en flokksráð í hverju kjördæmi vara- mann, búsettan í Reykjavík. Með þvi skipulagi er engin hætta á að Akureyr- ingar eða Eyfirðingar gleymi Vilhjálmi Þór sem hæfum miðstjórnarmanni. Á sama hátt verður lagt Ul að stjórnar- nefnd flokksins verði kosin óbundinni, skriflegri kosningu flokksmanna um allt land, eins og tíðkast um stjórn Bók- menntafélagsins. Ef ta vill verður það þýðingarmesta tillagan, að flokkur Fram- soknarmanna megi ekki ganga i sam- stjórn með öðrum landsmálaflokki, nema að sú tillaga hafi áður verið samþykkt af kjósendu'm flokksins með leynilegri atkvæðagreiðslu. Ef þessi skipun er höfð á málum, geta kjósendur jafnan verið óhultir um að flokkurinn hefji aldrei stjórnarsamvinnu með öðrum flokkum, nema með því að hafa áður fengið sam- þykki sinna kjósenda. Eg mun að öllum líkindum skýra þessar tillögur nokkru nánar áður en flokksþingmenn koma til Reykjav/kur. Eins og þessi greinargerð ber með sér, stefna allar tillögurnar í þá átt, að tryggja áhrif flokksmanna i dreif- býlinu á stjórn og úrræði flokksins. Ef þá fer verr en skyldi, mega kjósendur kenna sjálfum sér um óhöppin, • Þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum réð- ust nýlega mjög ómaklega á Vilhjálm Þór, út af því, að hann hafi haldið leyndri skýrslu sjódómsins um Þormóðsslysið. En hér átti að hengja bakara fyrir smið. Mál- ið heyrir undir dómsmálaráðherrann, Einar Arnórsson. Hann mun hafa fengið skjölin á miðju sumri og ekki birt þau, enn siður afhent þau atvinnumálaráð- herra. Mbl. héit áfram að ásaka Vilhj. Þór fyrir að liggja á skjölum, eftir að öll- um mönnum, sem fylgjast með stjórnmál- um í Reykjavík er ljóst, að hann hafði aldrei fengið þessi skjöl og átti aldrei að fá þau. Vilhjálmur Þór er ekki dóms- májaráðhem. j, j.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.