Dagur - 09.03.1944, Side 2

Dagur - 09.03.1944, Side 2
2 DAGUR FRJÁLSLYNDUR MIÐFLOKKUR ER ÞJÓÐINNI MESTA NAUDSYN i. Maður er nefndur Jón Pálma- son og kenndur við Akur. Nú hefir Jón þessi yfirgefið Akur- inn að einhverju leyti og gerzt vinnumaður hjá auðkóngunum í Sjálfstæðisflokknum. Hann er með öðrum orðum stjórnmála- ritstjóri ísafoldar, sem send er út um sveitir landsins og ætluð hændum til lesturs. Aðalkjarninn í pólitískum kenningum J. P. í ísafold er á þá leið, að leggja skuli niður Fram- sóknarflokkinn, eða leysa hann upp í tvo parta, líklega nokkurn veginn jafnstóra, og falli annar hlutinn til Sjálfstæðisflokksins, en hinn hlutinn sameinist kommúnistum. Þegar þessi gjöreyðing Fram- sóknarflokksins væri um garð gengin á þenna hátt, telur J. P. að komin væri á eðlileg og heil- brigð flokkaskipun í landinu. Sennilega telur J. P. í ein- feldni sinni, að Framsóknar- og samvinnumenn muni ef til vill fallast á þessa uppástungu hans, annars væri þýðingarlaust fyrir hann að vera að hampa henni frammi fyrir bændum, sem að miklum meiri hluta tilheyra Framsóknarflokknum. Kunnugt er um einn áhrifa- mann í Framsóknarflokknum, sem snúizt hefir að einhverju leyti á sveif með J. P. í þessu máli. Það er Egill Thorarensen. Um fleiri er ekki vitað. En það er óhætt að segja Jóni Pálmasyni það strax, að engin von er fyrir hendi um það, að þessi hugsjón(!) hans rætist. Framsóknar- og samvinnumenn láta hann ekki vísa sér til húsa í pólitískri flokkaskipun. II. Það yrði þokkalegt ástand í landinu, eða hitt þó heldur, ef tveir öfgaflokkar berðust og bit- ust um hagsmunamál sín að stríðinu loknu, án þess nokkrar hömlur væru á það lagðar: Ann- ars vegar auðmannaflokkur, sem hefði það aðalsjónarmið að vernda stríðsgróða nokkurra burgeisa frá því að koma alþjóð að notum í nauðsynlegu upp- byggingarstarfi, en hins vegar æstur byltingaflokkur í bandi er- lendrar yfirdrottnunar, er berð- ist fyrir því ástandi, sem bylt- ingamenn nefna „alræði öreig- anna“. Sá hildarleikur, sem þá yrði háður, mundi útiloka öll friðsamleg störf í þágu velferðar- mála almennings. Hvor flokkur- inn, sem ofan á yrði í hinni grimmilegu baráttu, væri ófær til að taka sér stjórn í land- inu. Reynslan hefir sýnt, að kommúnistar kunna ekki að stjórna nokkru þjóðmálafyrir- tæki. Eftir heimsstyrjöldina fyn'i tókst kommúnistum í Noregi að ná á sitt vald meiri hluta í ýms- um bæjum þar í landi og tóku við stjórn þeirra. Sú stjóm var á þá leið, að þessir bæir fóru allir fjárhagslega á höfuðið. Þá opn- uCuit augu norsku þjóðarinnar fyrir því, að kommúnistar væra með öllu óhæfir til stjórnar- starfa. Sneri þjóðin þá svo greinilega baki við þeim eftir hina beisku reynslu, að komm- únistar áttu engan fulltrúa í þingi Noregs fyrir núverandi heimsstyrjöld. Svipuð er reynslan hér á landi. í bæjum austanlands náðu kommúnistar miklu áhrifavaldi. Eftir það skáru þessir bæir sig úr að eymd og volæði. Sjálfstæðisflokkurinn fór hér einn með völd í nokkra mánuði árið 1942, að vísu undir sterkum áhrifum frá kommúnistum. Það ástand, sem þá skapaðist, var á þann veg, að jafnvel sjálfir for- ingjar Sjálfstæðisfjokksins hafa gilda ástæðu til að hrylla við því. Allri þeirri upplausn, er þá myndaðist þarf ekki að lýsa. Hún er alþjóð nægilega kunn. III. Til þess að útiloka það ástand, sem Jón Pálmason leggur til að komið verði á, og í stóram drátt- um hefir verið lýst hér að fram- an, er þjóðinni brýn nauðsyn á að til sé í landinu öflugur, frjáls- lyndur miðflokkur, er neyti að- stöðu sinnar til þess að halda öfgunum til beggja hliða í skefj- um, lægi ofsa byltingamanna og spyrni á móti ásælni og eigin hagsmunastreitu auðvaldskóng- anna í þjóðfélaginu. Þetta er hlutverk miðflokks, og slíkur miðflokkur er fyrir hendi, þar sem Framsóknarflokkurinn er. Sá flokkur er aðallega skipaður bændum og öðram smáframleið- endum, svo og frjálslyndum um- bótamönnum í kaupstöðum og sjávarþorpum. Allir þessir menn eru mótsnúnir byltingum og þjóðnýtingu, nema þá í tak- mörkuðum stíl og undir sérstök- um kringumstæðum, og þeir eru einnig andstæðir þeirri þróun, er leiðir til mikillar auðsöfnun- ar í fárra manna hendur á kostn- að fjöldans. Þeir trúa á mátt fé- lagsbundinnar samvinnu í sam- bandi við framleiðslu til sjós og lands og í verzlun innanlands og utan og vilja láta þróun og um- bætur ganga eftir þeim leiðum. Þetta er í sem fæstum orðum sagt stefna og hlutverk Fram- sóknarflokksins sem miðflokks. Þjóðin á hér um tvo kosti að velja. Annars vegar getur hún gefið upplausnaröflunum til hægri og vinstri lausan tauminn, en þá logar landið allt í ófriði, hins vegar getur hún líka eflt miðflokkinn til friðsamlegra starfa undir merkjum samvinnu og samhjálpar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það þjóðin sjálf, sem er sinn- ar gæfu- eða ógæfusmiður. IV. Þess hefir nokkuð orðið vart, að ýmsir Framsóknarmenn eru að velta fyrir sér þeirri spurn- ingu, hvort Framsóknarflokkur- inn á Alþingi eigi að leita eftir -----------------------------------»-------------- SÖGN OG SAGA --------Þjóðfræíaþættir ,J)ags“------------------- SIGURÐUR BRENNIR (Framhald). Ýmsar sagnir og orðtæki Sigurðar. Sigurður Brennir var eitt sinn smali á ónafngreindum bæ. Ær nábúans gengu í túni og engjum húsbónda Brennis, og skipaðist ekki til batnaðar, þó vandað væri um. Eina nótt smalaði Brennir ánum og rekur til afréttar. Gætti bóndi fjárins betur næsta sumar. Sigurður sagði margar ótrúlegar sögur og bar fyrir þeim þá menn, er fólk vissi sannorðasta. „Hálfdan í Brenniási sagði mér það og Kobbi gat þess líka,“ sagði hann stundum, þegar sögumar vora sem allra lygilegastar. Halfdán var spakvitur maður og sann- orður. Sonur lians var Jakob, er átti upptök að kaupfélagshreyf- ingunni. Stundum var það Sigurður Ketilsson á Sigurðarstöðum, sem átti að hafa sagt Brenni sögurnar. Sigurður frétti þetta og sagði þá fastmæltur: „Því er stráksneipan að bera mig fyrir þessu.“ Sigurður var föðurbróðir Halfdánar og tengdafaðir. Sónur hans var Ketill í Miklagarði faðir Kristins föður Hallgríms kaupfélags- stjóra og þeirra bræðra. Þuríður hét kona Þorkels í Víðirkeri. Hún var mjóróma, Anna hét kona Hallgríms sonar Þorkels, hún var lág til hnésins, Jó- hanna hét kona Jóns Þorkelssonar, hún var ættuð úr Flóa og þótti vílsöm. Þessir feðgar bjuggu allir samtímis í Víðirkeri í Bárðar- dal. Konur þeirra feðga nefndi Brennir: Vælu, Skrækju og Lág- fótu. Hér á eftir fara nokkrar setningar eftir Brenni. Þuríður kona Þorkels var dóttir Hansar í Neslöndum við Mý- vatns. Hún var afburða nísk. „Baunirnar hjá henni Þuríði minni í Víðirkeri, þær springa nú á sundinu". „Hún Þuríður vill hafa slátursneiðamar svo þunnar, að hægt sé að lesa á bók í gegnum þaer. Hún segir að þær séu þá lystugri", Bærinn Vindbelgur stendur milli tveggja höfða er ganga fram í Fimmtudagur 9. marz 1944 samvinnu til ,,hægri“ eða „vinstri". Um þetta atriði virð- ast vera töluvert skiptar skoðan- ir. í raun og veru er spurningin óþörf, þegar menn hafa gert sér grein fyrir miðflokksaðstöðu Framsóknarflokksins. Samstarf flokksins við aðra flokka hlýtur að fara eftir málefnaaðstöðu í það og það skiptið. Við athugun hlýtur mönnum að verða Ijóst, að ekki er hægt að segja við mið- flokk: í framtíðinni skalt þú skilyrðislaust hafa samstarf til ,,hægri“, eða þá öfugt. Slíkt boð eða bann til handa Framsóknar- flokknum væri sama sem að ætla að svifta hann miðflokksaðstöðu sinni, láta liann hætta að vera miðflokk, en tjóðra hann í þess stað við ákveðinn flokk eða flokka. Það er stundum vitnað til samstarfs Framsóknarflokksins við sjálfstæðismenn nú fyrir skömmu, þegar þeir bundust samtökum um að hrinda árásum kommúnista á bændur og sam- vinnufélögin, og þetta samstarf talið vitni þess, að þessir tveir flokkar eigi að stofna til frekara samstarfs á nýjan leik. Hér við er þó að athuga, að það var ekki Sjálfstæðisfl., sem hér var að verki, heldur menn úr Sjálfstæð- isflokknum, Þeir unnu því þetta þarfaverk ekki í nafni eða urnboði flokks síns, enda talið að sumir þeirra hafi verið að hugsa um kjörfvlgi sitt í sveitunum. Hér við bætist og að vitanlegt er, að svörnustu óvinir samvinnu- stefnunnar eru einmitt í Sjálf- stæðisflokknum og hafa að þessu ráðið þar mestu. Það væri því ekki tómt fagnaðarefni fyrir Framsóknarmenn að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn, þó að sjálfsagt sé að taka fegins hendi fáanlegan stuðning manna úr þeim flokki til að koma í framkvæmd góðum mál- um og hindra framgang skað- legra mála. Kommúnistar eru sannarlega ekki líklegir til happasæls sam- starfs. Þó erekkihægtaðfullyrða um það fyrir fram í eitt skipti fyrir öll, að aldrei sé haégt að nota þá til neinna góðra hluta. Formanni Framsóknarflokksins verður varla brugðið um heita ást á kommúnistum. Þó datt honum eitt sinn í hug, að ef til vildi mætti í einstökum tilfell- um nota þá sem „eiturlyf" og gerði tilraun í þá átt. Kommún- istar stóðust að vísu ekki þetta próf Jónasar Jónssonar, þeir féllu á því eins og þeir féllu á hliðstæðu prófi, er allur Fram- sóknarflokkurinn á þingi lét þá ganga undir veturinn 1942—43, til þess að knýja fram játningu þeirra um það, hvort þeir væru umbótaflokkur eða ekki. En þrátt fyrir þetta allt á ekki að banna Framsóknarflokknum að leita samstarfs til „vinstri", ef svo ber undir, svo fremi sem hann á að vera miðflokkur áfram, og það verður hann að vera. Sem slíkur verður hann að hafa frjálsræði til beggja handa, þó að sjálfsögðu verði að leggja honum þá skyldu á herðar að nota það frjálsræði þjóðinni til farsældar. Mývatn. Brenni þótti bændur þar beita linlega og sagði: „Góð jörð væri Belgur, ef það væru beitarhús í Austurhöfðanum." Frá séra Jóni Austmann og andlát Sigurðar Brennis. Sigurður lá nokkra daga áður en hann dó. Vissi hann gjörla að hverju dró, en tók því með jafnaðargeði og var hress í máli. Heyrðu menn hann mæla Hkt og hann talaði við sjálfan sig: „Hver ætli verði nú til að ljúga upp á Bárðdælinga, þegar Sigurður er dauður?" Var sem hann hefði áhyggjur af, hversu sæti hans skipaðist. Séra Jón Austmann var þá prestur Bárðdæla. Kona hans var dóttir Jóns ríka Gunnlaugssonar í Böðvarsnesi, þess er átti 30 jarðir. Jón Austmann fór frá Halldórsstöðum í Saurbæ. Um hann kvað Sigluvíkur-Sveinn: Brjálar sátt en bruggar tjón, bætir fátt í landi, gamli átta jarða Jón jafnan flátt hugsandi. Jón þjónaði Mývatnsþingum um tíma en var þó prestur Bárð- dæla og bjó á Halldórsstöðum. I einni Mývatnsför sinni kom hann í Hörgsdal á Mývatnsheiði. Þar bjó Jónatan Jónsson, faðir Jóns „Hörgs“. Jónatans átti mörg börn. Jónatan segir við prest: „Hvernig lízt þér á bölvaða ormana, si svona?" „Ó, ljómandi vel,“ segir prestur.“ Jón var blíðmáll mjög. Þegar prestur er kominn spöl frá bænum, segir hann við fylgd- armann sinn: „Ljótt var j>etta hyski. Það hefði átt að brenna kot- ið með öllu saman.“ Séra Jón fermdi Sigríði dóttir Jóns Hinrikssonar. Var henni alltaf vel til Jóns eftir það, enda var hann vinur vina sinna. Sig- ríður flutti með Sigfúsi, rnanni sínum, og Jóni föður sínum að Hólum í Eyjafirði. Þar kynntist Sigríður að nýju Jóni presti, er þá var kominn í Saurbæ, og skírði hann fyrsta barn hennar. Jón þótti góður læknir. Eftirfarandi saga sýnir að prestur gat jafnvel læknað sjúka löngu eftir að hann var sjálfur kominn und- ir græna torfu. Dóttir Sigríðar, sem fyrr getur, hét Friðrika. Átti (Framhald).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.