Dagur - 14.12.1944, Blaðsíða 4
4
Fimmtudaginn 14. desember 1944
Hátíðleg afhending
norsku minningar-
töflunnar í gær
Það var Hjelvik höfuðs-
maður, sem kom því til
leiðar, að gjöfin var gefin
í gærkvöldi fór fram í Akur-
eýrarkirkju hátíðleg afhending
norsku minningartöflunnar, sem
norski herinn, er hér dvaldi, gef-
ur Akureyrarkaupstað, og frá var
oreint í síðasta blaði. Norski
o
vísikonsúllinn á Akureyri, J.
' Jentoít Indbjör framkvæmda-
stjóri, afhenti gjöfina, en bæjar-
stjórn Akureyrar og vígslu-
biskupinn, sr. Friðrik J. Rafnar,
veittu henni móttöku. Er svo ráð
fyrir gert, að taflan verði greypt
inn í vegg kirkjunnar, austan
kórsins.
í bréfi, sem norski konsúllinn
hér ritaði bæjarstjórninni, er
hann tilkynnti gjöfina, segir svo:
„Silfurplata þessi er gefin sem
tákn þakklætis fyrir samúð, hjálp
og stuðning, sem veittur var
norsku hersveitunum, þegar þær
dvöldu hér, bæði af Akureyrar-
kaupstað og bæjarbúum og sér-
staklega af Akureyrarkirkju.
Hjelvik höfuðsmaður, sem var
foringi hersveitanna hér, og sem
kom því til leiðar, að gjöf þessi
var gefin, átti sjáffur að koma
til Akureyrar og vera viðstaddur
afhendinguna, en varð því mið-
ur að hætta við það vegna þýð-
ingarmikilla skyldustarfa, sem
hann ekki mátti fresta. Hann
biður mig að bera Akureyrar-
kaupstað sínar beztu kveðjur og
biður einnig, að silfurplatan
megi tileinkast kirkjunni, sem sé
í samræmi við ósk yfirstjórnar
hersins."
Söfnun skólabarna.
(Framhald af 1. síðu).
um og afhent sérstaklega í því
skyni.
Mánudaginn 11. þ. m. var
norska konsúlnum á Akureyri
og norsku leikkonunni frú Gerd
Grieg boðið upp í barnaskóla kl.
11 árd. og afhentu börnin þeim
kr. 10.000, er skyldi vera jóla-
gjöf frá skölabörnum á Akureyri
til norskra barna.
Var samkomusalur skólans
fánum skreyttur. Settur skóla-
stjóri, Hannes J. Magnússon,
setti samkomuna og stjórnaði
henni, en Snorri Sigfússon,
námsstjóri flutti ávarp á norsku
til gestanna, og tvær litlar stúlk-
ur lásu upp ljóð á norsku eftir
Nordahl Grieg og Arne Garborg.
Frú Grieg ávarpaði börnin, las
upp norska þjóðsönginn og
þakkaði gjöfina. Konsúlllndbjör
flutti einnig stutt þakkarávarp.
Að lokum voru sungnir þjóð-
.söngvar Noregs og íslands. Var
athöfn þessi öll hin hátíðlegasta.
Menntaskólinn á Akureyri aÞ
henti nýlega sömu aðilum kr.
4000.00 til Noregshjálparinnar.
Var fé þessu safnað af nemend-
um og kennurum skólans.
DAGUR
r -
Frá för forseta Islands vestur um haf
Forseti íslands og La Guardia, borgarstjqri í New York á leið til
ráðhúss New York borgar. Þar var forsetanum mjög vel fagnað.
Lokið við umbætur
á húsi h.f. Nýja Bíó
Nýlega er lokið við allmiklar
umbætur á húsi h.f. Nýja-Bíó
hér í bænum. Reist hefir verið
viðbótarbygging austan við hús-
ið og komið fyrir vistlegum
sn-yrtiherbergjum kvenna og
karla. Jafnframt stækkar gólf-
pláss í afgreiðslumiðasölunni til
muna. Eru þessar umbætur til
mikilla þæginda fyrir bíógesti.
Samtal við frú Gerd Grieg.
(Framhald af 1. síðu).
sambandi við líknar- og hjálpar-
starfsemi til handa norskum sjó-
mönnum þar. Það var fyrir til-
mæli héðan frá íslandi, að
norska stjórnin leyfði mér að
fara hingað og starfa hér, enda
dvaldi maðurinn minn hér á
landi þá. Eg starfaði síðan á veg-
um Tónlistarfélagsins, Norræna
félagsins og Leikfélags Reykja-
víkur. — í Reykjávík var komið
upp fjórum norskum leikritum
og lék eg sjálf í tveim þeirra, en
hafði leikstjórn á hendi í öllum.
Þessi verk voru: Hedda Gabler,
Veizlan á Sólhaugum, Pétur
Gautur og Paul Lange og Thora
Parsberg. Hið fimmta norska
leikrit, sem eg hefi sett á svið
hér er svo „Brúðuheimilið", sem
sýnt var hér á Akureyri nú í vet-
ur. — Það eru því fimm norsk
leikrit, sem sýnd hafa verið hér
á tveimur árum, en í hléum
þeim, sem orðið hafa á milli sýn-
inga þeirra, hefi eg dvalizt í Eng-
landi“.
— Og hvernig hefir yður fallið
að starfa með íslenzkum leikur-
um, og þá sérstaklega með
okkar norðlenzku leikurum?
„Mjög vel, æfinlega. Og um
ykkar norðlenzku leikara vil eg
segja, að þeir búa yfir mjög
miklum hæfileikum. Frammi-
staða þeirra í „Brúðuheimilinu"
var aðdáunarverð, þegar tekið er
tillit til hins stutta æfingatíma.
— Það vill svo vel til, að hér eru
ýmsir, sem hafa séð „Brúðuheim-
ilið“ á leiksviði erlendis, og þeir
hafa lokið upp einum rómi um
það, að sýningarnar hér standist
á margan hátt samjöfnuðinn. Eg
er sannfærð um, að með þeim
leikurum, sem völ er á hér í bæn-
M.s. Snæfell nýkom-
ið úr Englandsferð
M/S SNÆFELL, skip Útgerðar-
félags KEA, kom hingað úr
Englandsför sl. mánudagsmorg-
un. Skipstjóri var Gísli Eyland.
Dagur kom að máli við skipstjór-
ann skömmu eftir hingaðkom-
una. — „Hvað er að frétta úr
ferðinni?
„Ekkert. Tíðindalaust," svarar
Gísli.
— Þið höfðuð stranga útivist?
„Nokkuð svo. Fengum vond
veður á báðum leiðum, en skipið
reyndist traust og gott og allt
gekk að öðru leyti að óskum.“
— Hvað segja Bretar?
„Bretarnir? — Þeir segja svo
sem ekkert, nema að þeir séu að
'vinna stríðið."
— Hvernig er að verzla við þá
núna?
„Minnstu ekki á það. — Þarf
leyfismiða fyrir hvern smáhlut,
og nú er af sem áður var, þegar
búðirnar voru fullar af fjöl-
breyttum varningi. Fæst bókstaf-
lega ekkert af nýtilegum hlut-
um.“
Snæfell flútti fisk til Fleet-
wood úr Eyjafirði og nærliggj-
andi verstöðvum, en sement
hingað heim aftur.
um mætti fá glæsilegan árangur
í leikstarfsemi og vonandi verð-
ur sú raunin á komandi árum.“
— Svo að þér kveðjið okkur þá
hér nyrðra og landið allt með
hlýjum hug. —
„Já, það getið þér verið vissir
um. Eg hefi eignast „nýtt fóstur-
land“, — ef kveða má að því á
þann veg, — og eg kveð la'nd og
þjóð með söknuði. — En nú líð-
ur e. t. v. að stríðslokum og þá
er fyrsta hugsun allra Norð-
manna: að koma heim/ Þangað
er förinni heitið. — Til Englands
fyrst, — hvað biðin verður löng
veit eg ekki, — veit enginn."
„Dagur" vill nota tækifærið til
þess að þakka frú Grieg fyrir
störf hennar og áhuga í þágu
íeiklistarmála Akureyrar. Hún
hefir verið hér kærkominn og
góður gestur. Virðing okkar fyr-
ir hinum mikla listaarfi Noregs
hefir vaxið af störfum hennar
hér. Allir íslendingar munu
óska henni góðrar og skjótrar
hcimkomu,
Jarðarför HRAFNHILDAR SVÖVU PÁLMADÓTTUR,
sem andaðist þann 10. þ. m., er ákveðin þriðjudaginn 19. des.
með bæn frá heimili okkar, Munkarþverárstræti 22, kl. 1 e. h.
Fyrir hönd fjarstadds eiginmanns og barna.
Pálmi H. Jónsson. Þórunn Antoníusardóttir.
Konan mín, STEFANÍA JÓNSDÓTTIR, sem andaðist
11. þ. m., verður jarðsungin að Ytri-Bægisá 20. desember. —
Athöfnin hefst kl. 1 é. h.
Friðbjörn Björnsson.
Jarðarför ÞÓRÐAR ÞÓRDARSON AR firá Hvammi í Arn-
arneshreppi fer fram frá Möðruvallakirkju 21. (les. kl. 1 e. h.
F. h. ættingja og skyldmenna.
Dómliildur Arnaldsdóttir.
Nýjustu bækurnar!
Glitra daggir, grær fold, fræg sænsk skáldsaga
Ofan jarðar og neðan, eftir Theodór Friðriksson
Byggð og saga, eftir Ólaf Lárusson prófessor
Minningar Sigurðar Briem
Ritsafn Einars H. Kvaran, I,—VI.
Heimskringla Snorra Sturlusonar, í skinnbandi
Áfangar, eftir Sigurð Nordal, II. bindi
Útlaginn og Móðirin, eftir Pearl S. Buck
Katrín, saga frá Álandseyjum
Bandaríkin, eftir Stephen Vincent Benét
Saga Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna
Ramona, saga frá Ameríku
Dáðir voru drýgðar
Nikulás' Nickleby, eftir Charles Dickens
Á brotnandi bárum, ljóðmæli Gísla á Eiríksstöðum
Enn fremur: Mikið af barna- og unglingabókum
Góð bók er bezta jólagjöfin. —
I Bókaverzlun Gunnlaugs Tr. Jónssonar I
Fjárhagsáætlun Akureyrar.
(Framhald af 1. síðu).
000. — Lýðtrygging og lýðh jálp
(sjúkra-, elli- og örorkulaun)
532.000. — Menntamál 440.500.
— Ýms útgjöld 517.800, — þar af
til sjúkrahússins 100.000, —
Gagnfræðaskólans 100.000, —
Kvennaskólans 50.000 og
íþróttahússins 25.000. — Til
Matthíasarbókhlöðu 50.000. —
Tekjumegin eru útsvörin vita-
skuld meginuppistaðan, kr.
2.094.700.00. Aðrir "helztu tekju-
liðir eru: Skattar af fasteignum
kr. 199.000. — Tekjur af fast-
eignum 97.600. — Endurgr. fá-
tækrastyrkir kr. 80.000. — Fram-
lag tryggingarstofnunar ríkisins
kr. 236.000. — Hluti bæjarsjóðs
af stríðsgróðaskatti 70.000. Ým-
isl. kr. 183.200, — þar á meðal
tekjur af grjótmulningi 50.000
og þátttaka ýmsra stofnana, svo
sem hafnar og rafveitu, í stjórn
kaupstðarins,
HROSSAKET
nýtt, saltað og reykt,
mör og flot.
REYKHÚSIÐ
Norðurgötu 2.
Sími 297.
Fjármark mitt er:
miðhlutað, biti framan hæ<3ia'
og stíft vinstra.
BRENNIMARK: SJV.
JÓN VALDEMARSSON.
Hrísey.
Fatnaðarsöfnun handa
Norðmönnum.
(Framhald af 1. síðu).
söfnunarmennirnir koma, svo að
starfið gangi greiðlega. Vér
væntum hinna beztu undirtekta
og þökkum liðsinni yðar fyrir-
fram. —
Er ekki að efa, að bæjarbúar
muni bregðast drengilega við og
gefa af góðum hug og örlátum.