Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. febrúar 1947 D A G U R 5 er meira en Dágur og Tfminn hafa blaða mest og bezt varað við þeirri liættu, sem áf því leiðir fyrir ger- valla þjóðina, hversu Reykjavík ei orðin Voldugt „ríki í ríkinu". Hún er „höfuðbólið", allir aðrir staðir á Jandinu eru „hjáleigur“ — eða „útskækla", eins og mig minnir að Morgunblaðið kæmist að orði hérna um árið á sinn smekklega hátt — og sýndi þá hug sinn allan. Senn býr helmingur íslendinga á Seltjámamesi. Fólkið flytur í stríðum straum- um til Reykjavíkur. Hún vex sjálfri sér yfir höfuð og allri þjóðinni. Þess virðist skammt að bíða, að helmingur íslendinga sitji á Seltjarnarnesi. Hinir raða sér kringum Faxaflóa — og hafa ef til vill í seli á Siglufirði sum- armánuðina tvo eða þrjá. Úti um landið, hér og þar á „útkjál'kun- um", hírast svo örfáar eftirlegú- kindur og stunda „sport fyrir idióta", sjálfum sér til dóms- áfellis og góðum mönnum til gremju. Ketið verður keypt frá Ameríku, því að ekki mun gjald- eyri skorta, — þetta líka inndælis : ket og hræ-ódýrt, og heldur betra en dilkaketið íslenzka, sem naumast er mannamatur, að sögn Kiljans. En mjólkin? Jú — hún verður framleidd á einu heljar- miklu samyrkjubúi austur í Flóa. Og kúnum verður vita- skuld 'kennt að haga sér í fullu samræmi við „Reglugerð um vinnutíma starfsmanna ríkis og ríkisfyrirtækja", útgefna af fjár- máfaráðherra hins M. lýðveldis 11. dag marzmánaðar 1946, og fólki og fénaði gefin fyrirmæli um að halda tvíheilagt um allar helgar. En Korpúlfsstaðatúnið verður notað til hestabeitar sem áður, og mega hestarnir naga þar nótt og dag, meðan eitthvað er til að naga. Þetta kann nú að þykja æði öfgakennt. En athugi menn vandlega stefnu og feril stjórn- málaflokkanna þriggja, þeirra, er styrk sinn eiga mestan í höfuð- stað landsins og mestu hafa ráð- ið um skeið, leggi síðan höndina á hjartað og spyrji sjálfa sig í allri einlægni hvert stefni. Get- ur nokkrum heiilskyggnum manni dulizt, að sjónarmið Reykjavíkur ræður, að hagsmun- ir höfuðstaðarins sitja í fyrir- rúmi? Hvér þáttúrinn s'kyldi t. d. hafa mátt sín mest í hinni þrí- einu persónu fyrr.verandi fjár- mála- og viðskiptamálaráðherra: yfirmaður ísl. fjárhagsmála og viðskipta, landbúnaðarráðherr- ann eða — 1. þingmaður Reyk- víkinga, þ. e. reykvískur íhalds- kjósandi? — Og hann er svo sem ekkert eins dæmi, sá góði maður. Þegaí allir flokkar elska alla þjóðina. Fjórða hvert ár kemur að vísu annað hljóð í strokkinn. Þá elska allir flokkar og allir fra.mbjóð endur allt landið og alla þjóð ina. Jafnvel reykvískir íhalds- menn og kommúnistar brenna þá í þcssari grein ræðir Gísli Magnússon, bóndi í Ey- hildarholti, um Reykjavík og þjóðina og hættuna, sem þvi er samfara, að þjappa saman öllu valdi á málefnum landsmanna á einum stað á landinu af óumræðilegri ást til sjálfra út- kjálkanna. Fallegar ræður eru fluttar, þrungnar hugsjónum og andagift. Gefin eru loforð um gull og græna skóga. En gallinn ei sá, að þessi „yfirskygging heil- ags anda“ verður að jafnaði að- eins fjórða hvert ár — og varir þá ekki nema mánaðar tíma í mesta lagi. Að því búnu nær hinn gamli Adam undirtökum á nýjan leik. Kosningaloforð er létt að marka. Þau eru gefin í góðri „stemningu". Eftir á líta menn á þau sem eins konuar skrítlur, ekki lausar við sjálfhæðni, líkt og málsgreinina í „íslendingi" um daginn: — „Meginstefna Sjálfstæðisflokksins og blaða hans, bæði fyrr og síðar, hefir verið sú, að efla atvinnuvegi þjóðarinnar og skapa ný þjóðfé- lagsverðmæti." Víst. má gamna sér að svona sögum og setning- um, lfkt og menn skemmtu sér hér áður við að fara með öfug- mælavísur. En' það haggar á eng- an hátt þeirri staðreynd, að Sel- tjarnarnesið er sjónhringur þeirra flokka og manna, er mestu hafa ráðið um málefni þjóðar- innar nú um hríð. Tvær fylkingar. Þjóðinni allri má með nokkr- um hætti skipta í tvær megin- fylkingar. Annars vegar eru þeir, sem eiga heima í Reykjavík og nágrenni hennar. Hins vegar þeir, sem búsettir eru annars staðar á landinu. Þessar tvær fylkingar þjóðarinnar standa mjög misjafnt að vígi í hugsjóna- og hagsmunabaráttu lífsins. — Fyrst og fremst hafa höfuðstaðar- búar ýmis hlunnindi fram yfir aðra landsmenn, hlunnindi, sem eðlileg verða að teljast að öllu leyti, af því að Reykjavík er nú einu sinni höfuðborg landsins og hefir, „sem slík“, ýmsar mikils- verðustu stofnanir þjóðarinnar innan sinna vébanda. Þar situr Alþingi og ríkisstjórn. Þar er hæstiréttur. Þar eru flestar menntastofnanir þjóðarinnar, mest bókaútgáfa og blaða, stærst bókasöfn, helzti vísir til lista Jinda og menningar. Þar'er bú settur meginþorri allra embættis- manna og sýslunar. Þar eru flest- ar iðnaðarstofnanir landsins, mest verzlun, stærstur skipastóll. Þar eru aðalpeningastofnanir landsins, og þar er meginfjár- magn þjóðarinnar saman safnað. Þar eru óteljandi nefndir og „ráð“, sem með aðgerðum sínum — eða aðgerðaleysi — geta haft, og hafa, meiri eða minni áhrif á líf og afkomu hvers einasta manns í Jandinu. Því er það bersýnilegt, að þeir, sem í Reykjavík búa, og þar í igrennd, hafa til þess miklum mun betri aðstoðu en aðrir ís- lendingar, að koma fram hags- munamálum sínum og hugsjóna. Þeir eiga hægara um vik með öfl- un fjármagns með ýmsum hætti. Og þeir eiga völ stórum meira mannfylgis á þeim vettvangi, þar sem málum er helzt til lykta ráð- ið. Reykjavík á ekki að sitja yfir hlut annarra. Og þó er sagan ekki öll. Nú er engan veginn svo að skilja, að eg unni ekki höfuðstað okkar alls hins bezta. Eg óska þess einmitt í fyllstu einlægni, að Reykjavík, sem, aðstöðu sinnar vegna, hlýtur að vera og á að vera fyrir öðrum landshlutum um marga hluti, megi ná því að verða sem prýðilegust höfuð- borg, og landi og þjóð til sóma á öllum sviðum andlegs og hag- ræns lífs. En þó að eg unni Reykjavík alls góðs, þá ann eg henni ekki þess, að sitja yfir annarra hlut. En það gerir hún í raun og veru á ýmsum sviðum. Reykjavíkur- valdið er ægilegt orðið, og teygir arma sína um allar jarðir. Og ef til vill eigurn þó við, sem dreifðir búurn úti um land, bæði í sveit og við sjó, eftir að finna ennþá betur til fangbragða Reykjavík- ur hér eftir en hingað til, ef svo heldur fram, sem nú horfir, — nema þá því aðeins, að við ber- um gaefu til aukins samstarfs á ýmsum1 sviðum og getum, með samstilltum átökum, ráðið úrslit- um þeirra mála ýmissa, er okkur varðar mest. Til eru þeir menn hér og þar úti um land, sem gera gys að því, þegar talað er um Reykjavíkur- vald. Þeir virðast halda, að það sé ekki til, þetta höfuðstaðarvald, nema í ímyndun hálf móður- sjúkra sálna, eða þá sem eins konar Grýla, er óhlutvandir menn noti af pólitískum ónátt- úruhvötum, til þess að þyrla upp blekkingum og slá ryki í augu al- mennings. En þetta er háskasamlegur mis- skiJningur. Reykjavíkurvaldið er til — í óteljandi myndum. Það er í höndum ýmiss konar hagsmuna- samtaka og stofnana. Það er í höndum margs konar, mjög öfl- ugra, stéttarsamtaka verkamanna og launamanna, í höndum heild- sala, hringa og hlutafélaga, nefnda og ráða. Það er í höndum hálf-opinberra og opinberra aofnana (Eimskip, Tryggingast. rfk., póstur og sími o. m. fl.). Og loks er Reykjavíkurvaldið, í höndum sjálfs löggjafarþings þjóðarinnar. Reykjavík hefir 8 þingmenn. Og nærri mun láta, að 2 af hverjum 3 þingmönnum, er nú eiga sæti á Alþingi, sé heimilisfastir Reykvíkingar. Má ætla, að höfuðborginni sé það enginn óhagur, án þess að nokk- ur hlutdrægni, bænum í vil, þurfi þar til að koma. — í þessu sambandi er ekki ófróðlegt að minnast þess, að höfuðborg Bandaríkja Norður-Ameríku, hefir, ef eg man rétt, engan þing- mann. Þeir líta svo á, Bandríkja- menn, að hagsmunum Washing- tonborgar sé að fullu borgið, þar sem hún hefir sambandsþingið og ríkisstjórnina innan sinna vé- banda. — En þetta er nú í Amer- íku. Og þar er svo margt skrítið. Hér hefir verið drepið á nokkra þáttu Reýkjavíkurvalds- ins. Margir eru þó ótaldir. Hall- oerði koma víða bitlingar. Og engan skyldi furða, þótt þeirri hugsun kunni að skjóta upp hjá ýmsum meiri háttar mönnum, og stofnunum í höfuðstaðnum, að Reykjavík sé landið, Reykvíking- ar þjóðin. Þar er yfirstjórn allra mála. Þangað verða menn að fara allra erinda. Og afgreiðslan gengur ekki ávallt með skjótum hætti. Allt er miðað við Reykja- vík. Meira að segja grundvöllur vísitölunnar, sem gildir þó um 'andið allt, er miðaður við Reykjavík eina. Að því hefir ver- ið stefnt um hríð, að draga þar saman allt vald á öllum sviðum þjóðlífsins, menningarlegt vald, fjárhagsvald og framkvæmda. Þetta kann að hafa sína kosti. En það hefir líka vissulega sína galla. Og eg held, að gallarnir verði þyngri á metum. Þetta or- sakar menningarlegt og efna- hagslegt misrétti, veldur ósjálf- stæði í hugsun og athöfri, dregur úr vilja og mætti hinna dreifðu byggða til mikilla átaka og fram- kvæmda, leiðir til múgmennsku að lokum. Lina þarf á tökunum. Ríkisvald og Reykjavíkur spenna arma sína um allt. Eg held að nauðsyn beri til, að nokkuð verði linað á þeim tök- um, og að ýmsir þættir þessa valds verði fengn'ir sýsTufélÖgurn í hendur, eða skmbandi þeirra — ljórðungunum gömlu. Mundi þá að sjálfsögðu þurfa að setja um það ál^væði í hina nýju stjórnar- skrá. Mætti gera ráð fyrir, að slí'ku fengist framgengt, ef ýtt væ’fi á eftir af einhug og,festu. 10. febrúar 1947. Gísli Magnússon. Nýkomið: Eldhúsborð og stólar Baðherbergjaskápar mcð spegli -X- Fægiskúffur Trektir -x- Kranaslöngur úr málmi, mjög góð tegund -x- Herðatré einjöld og tvöföld -X- Speglar með slípuðum köntum -X- Gólfmottur (C o c o s) stórar og góðar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- ög glervörudeild. Tapazt hefur Jeppahjól á leiðinni frá Laugalandi til Akureyrar. — Finnandi beðinn að gera aðvart á B. S. O. — Sími 260. Júlíus Pétursson. f H a 11 a r Fjölbreytt úrval nýkomið Kaupféiag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.