Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1947 D A G U R 3 Hagfræðingarnir lýsa undirstöðum n/sköpunarinnar: Gkkert skipulag á fjárfestingunni - engar hömlur á neyzlu Stefna fráfarandi stjórnar hafði stöðvað alla raunhæfa nýsköpun Hér í blaðinu var fyrir nokkru rakinn sá hluti greinargerðar hagfræðinganelndarinnar, er fjallar um gjaldeyrismálin og hina hóflausu gjaldeyriseyðslu, er tíðkaðist í tíð fyrrv. stjórnar. Þegar hagfræðingdrnjr hafa rætt um gjaldeyrismálin, víkja þeir að fjárfestingunni. Einnig þar héfir handahófið og ráðleysið eiríkennt feril stjórnarinnar og bendir nefndin á, að hinar svo- kölluðu nýsköpunarframkvæmd- ir í þágu atvinnuveganna hafi verið um það bil að stöðvast „og því lengur, sem núverandi ástand ríkir, því meiri brögð munu þó verða á þessu, og er al- ger stöðvun yfirvöfandi í þessum £ramkvæmdum.“ í framhaldi álitsins segir síðan um þessi mál: „Orsakir þessa ástands, sem þannig hefir skapazt, má í stuttu máli segja, að séu þær helztar, að ekkert skipulag hefir verið á fjár- festingu og engar hömlur á neyzlu. A sama tíma og hrinda hefir átt í framkvæmd nýsköpun- inni, hafa ríki, sveitaafélög og ýmsar opinberar stofnanir etfnt til gífurlegra framkvæmda, sem sumar hafa staðið í nánu sam- bandi við hina eigilegu nýsköp- un en aðrar ekki. .... Eingstakl- ingar hafa einnig stofnað til fjár- festingar í miklu stórkostlegri mæli erí nokkm sinni fyrr, og er þar fyrst og fremst um að ræða íbúðarbyggingar og þá langmest í Reykjavík...... Allar þessar framkvæmdir hafa dregið fjár- magnið' til sín, og hinar eigiri- legu nýsköpunarframkvæmdir orðið afskiptar. Alfleiðingar þess- arar gífurlegu fjárfestingar hafa orðið hariislaust kapphlaup um vinnuafl og efni, stöðugar kaup- gjaldshækkanir upp fyrir lág- markstaxta verklýðsfélaganna, sérstaMega í vissum greinum, keðjuverzlun með byggingarvör- ur og hröð eyðsla hinna erlendu innstæðna. Samfara þessari geysilégu þennslu má telja, að all mikil afkastarýrnun hafi átt sér stað, einmitt vegna ofþennslunn- ar. Þessi mikla þennsla, sem fyrst og ■ fremst Reykjavík, hækkanir, sem af henni haifa leitt, hafa sogað fólk og fjár- magn til Reykjavíkur í stórum stíl. Þetta fólk hefir um leið horf- ið frá sjávarútvegi og landbún- aði, flest fyrir fullt og allt. Þessir atvinnuvegir geta ekki tekið þátt í kapphlaupinu um vinnuaflið, nema að takmörkuðu leyti, og geta þár að auki ekki boðið þau þægindi, sem til eru annars stað- ar. Á sama tíma og átt hefir að framkvæma stórfellda uppbygg- hefir átt sér stað í og þær kaupgjaflds- íngu sjávarútvegsins, hefir fólk dregizt Ifrá þessum atvinnuvegi með meiri hraða en nokkru sinni fyrr.“ Þessar handahófs framkvæmd- ir, sem fæstar eru í sambandi við nýbyggingu atvinnulífsins, hafa m. a. leitt til þess, að ríkisskulda- bréf seljast e'kki. Hagfræðingarn- ir telja telja „að svo að segja sé loku skotið fyrir söfu ríkis- skuld'abréfa og skuldabréfa með ííkisábyrgð, þar eð bankarnir hafa ekki getað tekið við þeim og þau hafi ekki getað keppt við eftirspurn einstaklinga og stofn- ana vegna vaxtahækkuríar.“ Fjár til nýsköpunar er því ekki hægt að afla með þessum hætti. Nýsköpunin hefir orðið að „rýma sess“. Þegar hagfræðingarnir þafa þannig lýst ástandinu í fjárfest- ingarmálunum, verður niður- staða þeirra á þessa feið: „Ef íhugað er, hver sé líkleg- ust þróun þessara máfa á næst- unni, ef engar sérstakar ráðstaf- anir verða gerðar, þá er það fyrst og fremst fyrirsjáanlegt, að marg- ar éða flestar hinna eiginlegu ný- sköpunarframkvæmda og sömu- leiðis flestar hinna opinberu eða hálfopinberu fríamkvæmda, sem þarfnast lánsfjár, munu stöðvast eða ekki verða hafnar. Sama máli gegnir um byggingu verkamannabústaða og sam- vinnufélag'abústaða. Að því leyti, sem éinhverjar af þessum fram- kvæmdum komast af stað með lánsfé frá bönkunum, mun það verða að meira eða minna leyti handahófskennt, hverjar verða fyrir valinu, eins og reynsl- an hefir verið fram að þessu. Á þessu sviði er því fyrirsjáanlegur mikill samdráttur." Hagfræðingarnir telja þö’, að samdráttur þessi rtiuni ekk'i f-yrst um sinn ná til byggingafram- kvæmda í Reylkjavík, og, muni leita þangað rnikið af lausu fjár- magni. Hagfræðingarnir telja því líklegt, að þar verði næg at- vinna fyrst um sinn, en „hins vegar má tdlja það fullvíst,“ segja þeir, „að stöðvun nýsköpunar- framkvæmda og byggingar verka- mannabústaða myndi skapa at- vinnulleysi úti á landiogviðhalda meir eða minná stöðugu atvinnu- leysi, sem er einkennandi fyrir ís- lenzk sjávarþorp.“ Svo gæti Hka farið, að röðin kæmi að Reykja- vík fyrr en varði og atvinnuleysið héldi þar einnig innreið sína. Þá gera hagfræðingarnir nokk- urt yfirlit um fjárfestinguna á undanförnum árum og fyrirætl- anir í þessum efnum. Síðan segja þeir: „Þær aðalniðurstoður, sem fást úr þessum upplýsingum,. eru annars vegar þær, hve geysilega mikil og vaxandi fjárfestingin héfir verið á árunum 1945 og 1946, þótt fjárfestingaráíormin fyrir árið 1947 séu þó enn meiri, en hins vegar, hve mjög hinar eiginlegu nýsköpunarfram- kvæmdir innanlands hafa orðið að rýma sess fyrir ýmsum opin- berum framkvæmdum og bygg- ingarframkvæmdum einstakl- inga, en mestur hluti fjárfesting- arinnar er fólginn í þeim.“ Álit og niðurstöður hagfræð- ganna um fjárfestingarmálin staðfestir þa-nnig í öllum aðal- atriðum gagnrýni þá á stjórnar- stefnu undanfarinna ára, sem. Framsóknarmenn hafa haldið uppi. í stað þess, að liér hafi ver- ið unnið markvisst og skipulega að nýsköpun atvinnulífsins, hefir braskið og iskipuilagsleysið setið í öndvegi, og niðurstaðan orðið sú, að nýsköpuríarframkvæmd- irnar hafa orðið að rýma sess fyr- ir öðrum ónauðsynlegri og mega í heita svo til stöðvaðar og munu alveg stöðvast, ef slíku heldur áfram. Ekkert er því fjarri lagi en 'að slík stjómar- stefna kénni sig við nýsköpun. Stórhríðarmótið Stórhríðarmót 1947, Sunnudaginn 9. febr. fór fram svigkeppni Stórhríð- armóts 1947. Var keppnin haldin í Snæhólum. Urslit urðu sem hér segir: A- og B-fl. kvenna: 1. Helga R. Júníusdóttir K. A. 53.6 2. Björg Friðbjarnard. K. A. . . 58.6 3. Erla Jónsdóttir M. A....... 61.5 C-fl. kvenna: 1. Ólöf Stefánsdóttir M. A. . . 62.7 2. Hólmfríður Gestsdóttir M. A. 82.9 A-fl. karla: 1. Mikael Jóhannessón M. A. 107.1 þær'2. Sigurður Þórðarson K. A. .. 114.7 3. Júlíus B. Jóhannesson Þór 121.9 B-fl. karla: 1. Jón Vilhjálmsson Þór .... 109.0 2. Sigurður Samúelsson Þór . . 110.7 3. Hreinn Óskarsson Þór .... 114.7 C-fl. karla: 1. Magnús Ágústsson M. A. . . 72.5 2. Pálmi Pálmason Þór........ 74.2 3. Björn Halldórsson Þór .... 77.6 Fall brautanna 100;—145 metrar. Veður og færi ákjósanlegt. Áhorfend- ur margir. — Sunnudaginn 16. þ. m. fór svo stökkkeppnin fram, við Mið- húsaklappir, x dásamlegu veðri. Kepp- éndur voru frá sömu félögum og í sviginu, en auk þess tveir frá Samein- íngunni í Ólafsfirði. — Keppendur í A- og B-fl. — aldur 20—32 ára — voru alls 7. 1. Gunnl. Magnússon, Samein., stökk 29 og 27 m. — hlaut 139,1 stig. 2. Stefán Ólafsson, Samein., stökk, 28 og 27,5 m. — hlaut 138,2 stig. 3. Sig. Þórðarson, K^. A„ stökk 30 og 30 m. (fall') — hlaut 111,5 stig. Keppendur í II. fl. — 17—20 ára — alls 6. 1. Magnús Ágústsson, M. A., stökk 24 og 28,5 m. — hlaut 141,4 stig. 2. BaldV. Haraldsson, Þór, stökk 26 og 26,5 m. — hlaut 139,3 stig. 3. Jón Vilhjálmsson, Þór, stökk 23 og 25,5 m. — hlaut 128,2 stig. Færi var ágætt, áhorf endur á annað hundrað. SKIÐABUXUR, kvenna og karla STAKKAR, með og án liettu SKINNHÚFUR ULLARVETTLINGAR Kaupfélag Eyfirðinga V ef naðarvörudeild. *ríríBKBKBKHKBKHKHKHKHKBKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH> Húseiqendur! Látið ekki storma og regn eyðileggja þök húsa ykkar. Gerið við skemmdirnar jafnharðan og þeirra verður vart. Við höfum fyrirliggjandi ÞAKPAPPA, fleiri tegundir. Kaupfélag Eyfirðinga Byggingavörudeild. ^KHKHKHKHKHKBKHKBKHKHKHKKHKHKHKKBKBKHKHKHKHKHKHKHKH^ 3***<HKBKBKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK Fnndarboð. Aðalfundur Iðnaðamrannafélags Akureyrar verður hald- inn í Gagnfræðaskólailiúsinu, sunnudaginn 23. n. k. Fundurinn hefst kl. 4 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 1 JKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHWHKHKHKHKHKHKHKíÚtttKHKH:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.