Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 1
Vígslubiskup á batavegi Aðstoðarprestur settur hér bráðlega. Síra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup, veiktist skyndilega í byrj- un sl. viku og hefir legið rúmfast- ur síðan. Hann er nú á batavegi, en mun samt ekki geta sinnt prestverkunr fyrst um sinn. Ná- grannaprestarfiir síra Sigurður Stefánsson og síra Benjamín Kristjánsson, liafa tekið að sér að þjóna hér, þar til aðstoðarprest- ur verður settur, sem búizt er við að verði alveg á nasstunni. Heyrzt hefir að aðstoðarprest- urinn verði Pétur Sigurgeirsson, Sigurðssonar biskups. Flugmálaráðherra í heim- sókn hér í boði Flug- félagsins Síðastliðinn sunnudag kom Eysteinn Jónsson, flugmálaráð- lierra í stutta heimsókn hingað, í boði Flugfélags íslands h.f. í för- inni voru einnig nokkrir úr stjórn félagsins og framkvæmda- stjóri þess. Gestirnir höfðu stutta viðdvöl hér i bænum. — Þenna dag var veður fagurt og fjöldi Reykvíkinga í „háfjalla- flugi“ yfár landinu, með hinum nýju Douglas Dakotaflugvélum Flugfélagsins. Sendinefndir til Bret- lands og Russlands Um miðjan mánuðinn lögðu tvær sendinefndir héðan af stað til Bretlands og Sovét-Rússlands, í erindum ríkisstjórnarinnar, til þess að leita fyrir sér um verzlun- arsamninga, einkum þó fisksölu, til þessara ríkja. Sex rnenn eru í förinni til hvors ríkisins um sig. Nýja stjórnin hefir sýnt rögg- semi í því, að leita samninga við þessi lönd strax eftir valdatöku sína, en vafasamt virðist að halda jteirri stefnu gömlu stjórnarinn- ar, að gera út fjölmenna og dýra leiðangra í hvert sinn sem ríkið þarf að reka erindi erlendis. Árangurinn af svona sendiferð- um fer alls ekki eftir því hversu mannmargar og dýrar nefndirn- ar eru. Kosið í nefndir í bæjarstjórn Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór fram kosning í nefndir, sem kosið er í árlega. Þá var og kosið bæjarráð og forseti bæjarstjórn- ar. Engar verulegar mannabreyt- ingar urðu að þessu sinni í meiriháttar nefndum. Forseti var kjörinn Þorsteinn M. Jónsson, en varaforseti Indriði Helgason. í bæjarráði eiga þessir menn sæti: Jakob Frímannsson, Friðjón Skarphéðinsson, Indriði Helga- son og Tryggvi Helgason. Varra- menn eru Þorsteinn M. Jónsson, Steindór Steindórsson, Jón G. Sólnes og Steingrímur Aðal- steinsson. LL AGIJR XXX. árg. \kureyri, miðvikudaginn 19. febrúar 1947 7. tbl. Búnaðarfélagið elnir lil landbúnaðarsýningar nú í sumar Hin fyrirhugaða fljótandi síldarverk- smiðja Norðmanna hér við land boðar aukna áhættu fyrir ísL síldarútveg Engri þjóð má leyfa afnot af íslenzkri landhelgi fyrir slíkt fyrirtæki Ríkisútvarpið og sunnanblöð- in hafa birt athugasemdalaust norska fxegn þess efnis, að út- gerðarmenn í Álasundi hafi j áhuga fyrir því, að senda fljót-. andi síldarverksmiðju á síldar- miðin hér við land á sumri kom-1 anda. Undirbúningur er sagður 1 halfinn, en útgerðarmennirnir telja, að mikið sé undir því kom- ið, að góðir samningar takist við íslenzk stjómarvöld um mál þetta. í Ef fregn þessi er ekki grípin úr lausu lofti, má ætla, að umleitan- ir norskra stjómarvalda í þessa átt muni hefjastbráðlega.Hvern- ig hyggjast íslendingar að taka málinu? Engar opinberar yfirlýs- ingar liggja fyrir um það, en ætla 1 má, að þau svör verði í samræmi við hag útgerðarinnar hér og skoðun útgerðarmanna. Dagur hefir rætt þetta mál við nokkra síldarútgerðarmenn hér og beðið þá að láta uppi álit sitt á þessari málaleitun norslcra síldarútvegs- manna. Þeim mönnum, er mesta reynslu hafa í síldarútgerð hér, ber Saman um, að fljótandi norsk síldarverksmiðja hér á miðun- um, er hefði samninga um að geta leitað landvars, er þurfa þætti, væri hinn versti vágestur fyrir íslenzku síldarútgerðina. Slík verksmiðja mundi að sumu leyti hafa betri aðstöðu en verk- smiðjurnar í landi og hún mundi auðvelda og bæta mjög aðstöðu norsku síldveiðiskipanna frá því ■em verið hefir og þar með gera norska samkeppni á síldarmark- 'aðnum hættulegri fyrir okkur en nú er. I annan stað benda sumir útgerðarmenn á, að vinnsla síftl- ar í slíkri verksmiðju á sjálfum miðunum, geti halft áhrif á veið- ina, vegna úrgangs, er frá henni fellur, og olíu- og lýsisbrákar, er mundi leggja yfir stóra hluta veiðisvæðisins. Það virðist liggja í augum uppi, að beiðni Norðmanna um sérstök réttindi til handa fljót- andi síldarverksmiðju af þessu tagi, fylgir mikil áliætta fyrir ís- lenzkan síldarútveg, fíklega meiri en svo, að forsvaranlegt sé að verða við henni. Þá er þess og að gæta, að ef einni erlendri þjóð yrðu veitt slík forréttindi, er hætt við að fleiri vildu koma í kjölfarið og yrði þá erfitt að standa á móti. Yfirleitt mun það skoðun útvegsmanna, að vinna beri að því, að bægja erlendri ásælni frá fiskimiðum okkar, vinna að stækkun landhelginnar og friðun einstakra uppeldis- svæða við strendur landsins, en ekki að veita nokkurri þjóð til- slökun á þeim ákvæðum, er nú gild'a, einkum þar sem viður- kennt er, að nauðungarsamning- ar þeir um landhelgina, er nú gilda, veiti erlendum Ifiskimönn- um meiri réttindi hér við land, en unnt er að una tiil lengdar, séistaklega þar sem augljóst er, að efnahagsleg og pólitísk fram- tíð landsins er nátengd hagsæld sjávarútvegsins og . þeirri upp- byggingu, er þar þarf að fara fram Að öllu þessu athuguðu, er þess að vænta, að öllum málaleit- unum erlendra þjóða um aukin fríðindi á fiskimiðum landsins, verði skilyrðislaust hafnað af ís- lenzkri hálfu. Aðalfundur Framsóknar- félagsins næstkomandi mánudagskvöld Fyrsti Nýbyggingar- togarinn kominn Fyrsti Nýbyggingartogarinn, Ingólfur Arnarson, kom til Reykjavíkur sl. mánudag. Er hann eign Reykjavíkurbæjar. — Togaranum var fagnað með há- tíðlegri athöfn. Eins og auglýst er annars stað- ar í blaðinu, verður aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar haldinn í Gildaskála KEA n.k. mánudagskvöld. Dagskrá samkv. félagslögum, en auk þess mun dr. Kristinn Guðmundsson hafa framsögu í umræðum um hag- fræðinganefndarálitið, ef tími vinnst til. Félagsmenn eru áminntir um að mæta stundvísl. Forsetaefni 1948? Nýlega hafa forystumenn Demo- krataflokksins í Bandaríkjunum til- kynnt, að Harry S. Truman núv. forseti, muni gefa kost á sér sem forsetaefni flokksins í kosningun- um, sem íram eiga að fara í nóv- ember 1948. Repúblikanar hafa ekkert tilkynnt um forsetaefni enn- þá, en mestar líkur eru til þess að fyrir valinu verði Thomas E. De- wey, fylkisstjóri í New York. — Mytidin hér að ofan er af honum. Frá Bridgefél. Akureyrar Sýningarnefnd hyggst að skipuleggja hópferðir til Reykjavíkur í samvinnu við kaupfélögin og bún- aðarfélögin Hinn 16. þ. m. hófst bridge- keppni í meistaraflokki B. A. á Gildaskála KEA. Sex sveitir keppa. Sveitirnar eru: Sveit no. 1 Þórður Sveinsson, Vernharður Sveinsson, Sigtr. Júlíusson, Tóm- as Steingrímsson. Sveit no. 2 Halldór Asgeirsson, Snorri Guð- mundsson, Árni Sigurðsson, Ein- ar Sigurðsson. Sveit no. 3 Jóhann Snorrason, Ármann Helgason, Indriði Pálmason, Jónas Stefáns- son. Sveit no. 4 Þorsteinn Stef- ánsson, Þorlákur Jónsson, Jón G. Sólnes, Friðrik Hjaltalín. Sveit no. 5 Svafar Zophóníasson, Jón Steingrímsson, Björn Einars- son, Axel Jóhannsson. Sveit no. G Vilhjálmur Aðalsteinsson, Ágúst Berg, Ragnar Skjóldal, Þórir Guðjónsson .Hver sveit er kennd við fyrsttalda mann. Sveit Þorsteins Stefánssonar vann síð- astliðinn vetur Morgunblaðs- skjöldinn, er þá var keppt um í fyrsta sinn. Sveitir þeirra Svafars Zophóní- 'sonar og Vilhjálms Aðalsteins- sonar urðu efstar í 1. flokks- keppni, er fram fór fyrri hluta þessa vetrar, og fengu þar með rétt til þess að keppa í meistara- flokki. Þær 4 sveitir, er flesta fá vinninga, skipa áfram meistara- flokk en 2 fara niður í fyrsta flokk. í fyrstu umferð unnu þess- ar sveitir: Sveit Þorsteins Stefáns- onar, sveit Þórðar Sveinssonar og sveit Svafars Zophóníassonar. Búnaðarfélag íslands hefir ákveðið að hallda landbúnaðar- sýningu í Reykjavík í sumar. Er ætlunin, að sýningin verði opnuð í lok júnímánaðar og standi yfir í 10—15 daga. Sýning- unni verður skipt í 10—12 deildir og í sambandi við hana verða flutt erindi og sýndar kvikmynd- ir um búnaðarhætti landsmúnna. Reynt verður, í samvinnu við kaupfélög og búnaðarfélög, að skipuleggja hópferðir fólks utan af landi til Reykjavíkur, meðan á sýningunni stendur. U ndirbúningur. Oft hefur verið rætt um land- búnaðarsýningu bg var undir- búningur slíkrar sýningar, þótt í minni mæli væri, hafinn sumar- ið 1940, er hernámið gerði þær fyrirætlanir að engu. Sú sýning átti að verða hér á Akureyri. Málinu var næst hreyft haustið 1945 og ákvað Búnaðarfélag ís- lands þá að gangast fyrir sýningu árið 1947. Félagið ritaði 20 fé- lögum og stofnunum, er annast mál landbúnaðarins, og æskti þátttöku þeirra í sýningarundir- búningnum og urðu allir við þeim tilmælum og var stofnsett 24 manna sýningarráð. Fyrsti fundur þessa ráðs var haldinn í Reykjavík um miðjan október sl. og var þá kjörin fimm manna sýningarnefnd og skipa hana þessir menn: Steingrímur Stein- þórsson, búnaðarmálastj., Árni G. Eyiands, stjórnarráðsfulltrúi, Einar Ólafsson, bóndi, Guðm. Jónsson, sandgræðslustjóri og Ragna Sigurðard., kaupkona. Framkvæmdastjóri var ráðinn Kristjón Kristjónsson, fulltrúi hjá SlS. Sýningarsvæðið. Sýningunni hefur verið valinn staður í nánd við flugvöllinn í Reykjavík. Er l^ndrými þar nóg og sýningin fær auk þess afnot af stórri flugvélaskemmu. Deild'askipting. 10—12 deildir eru fyrirhugaf ar á sýningunni og á hver þeirr að fjalla um sérstakan þátt 1 lenzks landbúnaðar. — Helzt deildir verða: Búfé, garðyrkj: heimilisiðnaður, bygginga: mjólkuriðnaður, kjötafurði jarðrækt, skógrækt og sam (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.