Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 2
D AG U R Miðvikudagur 19. febrúar 1947 Aðkoma nýju stjórnárinnar Síðan stjórnarskiptin urðip hafa sum blöð Sjálfstæðisflokks- ins og jafnvel kommúnistablöðin líka látið í það skína, að það sé hægur vandi fyrir nýju stjórnina að taka við stýrinu á þjóðarskút- unni, af því að fyrrverandi stjórn Ólafs Thors hafi búið svo íyrii^- taks vel í hendurnar á henni með nýsköpunarstarfi sínu. Fyrrver- andi forsætisráðherra gaf blöð- um sínum þenna tón í stuttri ræðu, er hann flutti á Alþingi við stjórnarskiptin. Ef nýsköpunarstarfið hefir gengið eins vel og af er látið, er það óskiljanlegt að Ólafur Thors skyldi biðjast ‘lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, hlaupast á brqjt frá öllum nýsköpunarahekunum með nægan þingmeirihluta að ba’ki sér og traustsyfirlýsingu meirihluta kjósenda frá síðustu kosningum til Alþingis. Sjálf- stæðisflokksforingjarnir höfðu á undanförnu stjórnartímabili tal- ið Framsóknarmenn „höfuð- fjanda“ allrar nýsköpunar, en enda svo með því að gera stjórn- arsamband við Framsóknarflokk- inn. Allt þetta ber þess glögg merki, að foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi iverið orðnir sér þess meðvit- andi, að stjórnin í nýsköpunar- 'starfinu hafi verið stórmislukk- uð í höndum fyrrverandi stjórn- ar, og að lýsingar þeirra á bar- áttu Framsóknarmanna gegn ný- sköpuninni hafi aðeins verið 'kosningaáróður í augum þeirra sjálfra. * En hvernig er þá gðkoman fyr- ii nýju stjórnina? Hvernig hefir stjórn Ólafs Thors búið henni í hendur? í fæstum orðum er ástandið m. a. við stjórnarskiptin á þessa leið í stórum dráttum: Sá 1200-1300 milj. kr. gjald- eyrir, sem fyrrv. stjórn hafði til ráðstöfunar á rúmlega tveggja ára valdatíð sinni, er allur til þurrðar genginn eða honum ráð- stafað. Aðeins 300 milj. kr. af þessari feikna upphæð hefir ver- ið varið til nýsköpunar, og enn vantar ógrynni af nýjum vélum og tækjum til framleiðslunnar. Ekkert fé er því fyrir hendi til framhaldandi jiýsköpunar at- vinnuveganna, og er því eitt af hinum erfiðu verkefnum nýju stjórnarinnar að afla fjár í þessu skyni. Nýsköpunin, þetta aðaláhuga- mál fyrrv. stjórnar, sem hún taldi vera, var því raunverulega komið í strand við stjórnarskiptin. Stjórn Ólafs Thors varð ráðalaus og gafst upp við að bjarga ný- sköpuninni af skerinu, er hún hafði siglt því upp á vegna ófor- sjálni og áttavillu. Þess vegna baðst hún lausnar. Þó að nýju stjórninni takist björgunarstarfið, sem allir nema fyriiliðar kommúnista vona, þá verður það afar örðugt eins og allt er í pottinn* búið af fyrrv. stjórn. Málefnasamningur henn- ar sýnir, að hún vill bæta íyrir syndir Ólafíu sálugu. Bátaútvegurinn, sem er einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinn- ar, er þannig á vegi staddur við stjórnarskiptin, að hann verður ekki rekinn nema með ríkis- ábyrgð, og getur sú ábyrgð kost- að ríkið tugi milj. kr. á þessu ári. Alveg sérstaklega þóttist fyrrv. stjórn ætla að nýskapa sjávarút- veginn, en sú nýsköpun hefir tek- izt hörmulega. Fjárlög þau, sem ligg'ja fyrir Alþingi frá hendi fyrrv. stjórnar, eru með 50—60 milj. kr. rekstrar- halla .Má fara nærri um að ekki verður auðhlaupið að því fyrir nýju stjórnina að afla tékna til að mæta hallanum, en samkvæmt málefnasamningnum setur stjórnin sér það mark að afgreiða rekstrarhallalaus fjárlög eins og sjálfsagt er. Hér við bætist að við stjórnar- skiptin höfðu engir samningar um fisksöluna á þessu ári verið gerðir, að dýrtíðarvísitalan hefir fárið síhækkandi undanfarna mánuði og margs konar brask- starfsemi og fjármálaspilling hef- ir jrróast í skjóli stjórnarstefn- unnar á sama tíma. * Það er því sannarlega ekki til fagnaðar að flasa fyrir nýju stjórnina að finna úrlausnir til bóta á hinum stórfelldu vanda- málum, sem hún tekur við af gömlu stjóminni. Það er ólík að- staða hinnar nýju stjórnar nú eða íiinnar gömlu haustið 1944. Þá voru mörg hundruð miljónir króna fyrir hendi til ráðstöfunar. Nú ekkert sambærilegt. Þá var dýrtíðin viðráðanleg í saman- burði við það, sem nú er. Aldrei hafa glæsileg tækifæri verið not- uð eins illa sem á undaníörnu stjórnartímabili Ólafs Thors og kommúnista. Þar hefir aldrei verið unnig markvisst að ákveðn- um stefnumiðum, heldur hefir funr og handahóf ráði, kryddað gleiðgosalegum skrumauglýsing- um. Það er nauðsynlegt að þjóðin átti sig sem bezt á þeim erfiðleik- um, sem nýja stjórnin hlýtur að eiga við að stríða, og sem er að mestu arfur frá óstjórn fyrirfar- andi ára. Enginn má gera sér í hugarlund, að uppbyggingar- sfarfið, sem bíður hennar, verði leikur einn. Standi stjórnin vel í stöðu sinni, sem sjálfsagt er að gera kröfur til, verður uppbygg- ingarstarfið þrotlaust erfiði og áhyggjur fyrir hana og flokka þá, sem að henni standa. Þá reynir ekki hvað sízt á þegnskap al- mennings um að skorast ekki undan að taka á sig skyldur og kvaðir, sem samfara verða til- raunum til endurreisnar, á með- an verið er að koma fjármálun- um o. fl. á réttan kjöl. * Það má nokkurn veginn sjá fyrir þær leikreglur, sem klíka Ólafs Thors innan Sjálfstæðisfl. og stjórnarandstæðingar (komm- únistar) munu temja sér fyrst um sinn. Verði stjórninni sæmilega ágegnt í endurreisnarstarfinu og hljóti almennar vinsældir fyrir, verður það þakkað nýsköpunar- afrekum fyrrverandi stjórnar. Vaxi liins vegar erfiðleikarnir stjórninni að einhverju leyti yfir Iröfuð, svo að viðreisnarstarfið gangi seinna en ætlað var, verða hafin óp um ónytjungshátt henn- ar, þar eð hún reynist þess ekki megnuð að halda áfram nýsköp- unarstarfi fyrrv. stjórnar, sem hún hafi þó verið búin að hrinda svo fallega af stað og leggja svo fjárhagslega traustan grundvöll undir! Á þenna hátt verður reynt að gylla Ólafíu sálugu. En í sambandi við þá lofgjörð er gott að minnast orða Snorra Sturlusonar, er standa í Prologus hans fyrir Heimskringu. Snorra farast svo orð: „Heð Haraldi váru skáld, ok kunna menn enn kvæði þeirra ok allra konunga kvæði, jreirra er síðan hafa verit at Noregi, ok töl- um vér þar mest dæmi af því, er sagt er í þeim kvæðum, er kveðin váru fyrir sjálfum höfðingjunum eða sonum þeirra. Tökum vér þat allt fyrir satt, er í þeim kvæð- um linnsk um ferðir þeirra eða orrustur. En þat er háttr skálda at lofa þann mest, e) þá eru þeir fyrir, en engi myndi þat þora at segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at hégómi væri ok skrök, ok svo sjálfr hann. Þat væri þá háð en eigi lof.“ 'Það væri hollt fyrir dýrkendur og hirðskáld Ólafs Thors og stjórnar hans að athuga grand- gæfilega þessi yiturlegu ummæli Snorra. Það gæti varnað því, að þeir færi með hégóma og skrök, er þeir segja frá verkurn hans. Það gæti ef til vill firrt þá þeirri smán að bera lof á stjórn Ólafs Thors, sem sjálfur hann og allir aðrir vita að er háð en ekki lof. Ölafi Thors er ekki treystandi til að biðja hirðskáld sín að hlífa sér við hégómanum og skrökun- um um stjórnmálaafrek hans. Til þess rpun hann of hégómlegur sjálfur. UM VIÐA VERÖLD Nýlega var hleypt at stokkunum í Hull nýjum togara, er Færeyingar eru að láta smíða, og verður það fyrsti nýji togarinn, sem til eyjanna þemur. Skipinu var geíið nafnið „Nolsoyar Páll“. Færeyingar eiga annan togara í smíðum í Hull. Samkvæmt frásögn brezka blaðsins, The Fishing News, er hér um að ræða stór og mjög vönd- uð skip, búin öllum nýjustu tækjum. Fyrirtæki í Kritianssand í Noregi er byrjað að smiða lifbáta fyrir skip úr alúm'míum, í allstórum stil. Vekur þessi nýjung athygli meðal norskra fiskimanna og farmanna: '—, Norska ríkið áætlar 364,000 kr. fjárveitingu á þessu ári til vísinda- rannsókna í norðurvegum. Svíar hafa skuldbundið sig til þess að selja Rússum á þessu ári ekki minna magn en 20 millj. kg. af þorski og síld. Arnulf Överland er kommúnistum þungur í skauti Ræðir um ástandið í Finnlandi í viðtali við sænskt blað. Noiska skaldið Arnulf Över- land var eitt sinn í miklu uppá- lialdi hjá kommúnistum. Hann \ar eitt af þeim fínu nöfnum, sem kommúnistablöðunum á N orðurlöndum þótti gott að ílagga með. Nú er orðin nokkur breyting á þessur Kommúnista- blöðin eru hætt að vitna í Över- land. Fyrir stríðið ságði liann sannleikann um Þýzkaland og nazismann. Þá voru orð hans í hávegum. Nú er hann tekinn upp á því að segja sannleikann um liina rússnesku yfirráða- stefnu og kommúnisma Stalins og þá hentar það ekki lengur, að birta ummaéli hans í trúboðsrit- um kommúni.stanna. Nýlega átti Överland langt viðtal við sænska blaðið Göte- borgs Handels- og Sjöfartstidn- ing. í því sagði hann m. a.: „Mér virtist rússnesku skýring- arnar á árásinni á Finnland árið 1939 í hæsta máta skamm^rlegar. Samkvæmt þeim á það að vera leyfilegt, að leggja sjálfstæði ann- arrar þjóðar í rústir til þess að tryggja sjálfstæði sinnar eigin þjóðar. Hvers konar siðfræði er ^lað? Sá, sem ver slíkar aðfarir ér ineðsekur í glæpnum. Stalin hafði alls ekki hugsað sér að heyja stríð við Þýzkaland árið 1939. Hann hafði þá gert griða- samning við Hitlfer og átti í samningum við hann um þátt- töku í bandalagi Öxulríkjanna, 'sem þá hefðu orðið Þýzkaland, Japan, Ítalía og Sovét-Rússland." Teljið þér friðarsamningana við Finnland óvæga? „Já, mér finnst ekkert undar legt við það þótt Finnar hyggðu á liefndir eftir að búið var að kuga þá til þess að láta af hendi mikil lönd." Överland tekur það fram, að hann hafi ekki trú á því, að nýr „skandinavismi" geti orðið Finn- um að neinu liði í leit að réttar- bótum, en hann hyggur að Finn- ar þori ekki að fara fram á væg- arrskilmála, af ótta við hefmjar- ráðstafanir. „Eg lít því svo á, að myrkt sé yfir framtíð Finnlands, því að kúgunaraðferðirnar í dag eru fullkomnari en á dögum zarsins.“ í lok viðtal'sins tekur Överland það fram, að hann sé sósíalisti, en ekki byltingamaður. „Það er lara slúður,“ svarar hann, þegar blaðamaðurinn spyr hann að því hvort satt sé, að liann hafi orðið kristinn á því tímabili er hann sat í fangabúð- um nazista. ;*HKW«HKHKHK««K««H>Oaa«aaaOOaaaaaaaaaoaaa«aaaaí«Krt««KW Strigaskór með gúmmíbotnum, fyrirliggjandi SK0BUÐ KEA úíHKHKrtHKiaaa^KHKHKWWHKKWrtrtrtHKrtHKKHKrtHKrtHKHKHKWHKKHaíÆ oaaaaaaaaiKKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKrtía Búnaðarsambönd Búnaðarfélög ATHUGIÐ! Höfum fyrirliggjandi allar tegundir af matjurta- fræi. Einnig blómafræ. Gerið pantanir yðar í tíma. Sendum gegn eftirkröfu hvert á land sem er. Blómabúð KEA i ^ 000000000000000000000000000000000000000000000000000« KKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHK Segldúkur 90 cm. breiður Kaupfélag Eyfirðinga V ef naðarvörudeild íhKhKhkhKhKhKhKhKhKhKhKHKhKkKhKhKhKHKhKhKhKhkHKhKKHWH /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.