Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.1947, Blaðsíða 6
DAGUR Miðvikudagur 19. febrúar 1947 6 CLAUDÍA 1 SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN ^......... 1 1 —— 35. dagur .......~!~— (Framhald). og allt í einu Cleygði Friu skóflunni og hljóp sem fætur toguðu að eldhúsdyrunum. Claudía sneri aftur að skúffunum sínum. Hún heyrði að bílhurð var skelit og ekið var á brott. Hvað skyldu þeir hafa viljað og hvers vegna lá Fritz svo mikið á? Hún heyrði fótatak hans í stiganum. Rétt á eftir birtist hann í dyrunum og Berta gægðist yfir öxl hans. „Frú Naughton---“ Nú þurfti hún ekki að líta á liann, til þess að skilja hvað á seyði var. Hún heyrði það í rödd hans. Hún hljómaði eins og líkaböng og hljómnum þeim mundi hún aldrei gleyma. Hann mundi endur- óma í huga hennar á einmanalegum augnablikum og hún mundi standast áhrif hans, eða láta bugast. Varir hennar bærðust. „Hvað er það, Fritz?“ „Það hefur eitthvað komið fyrir bíl húsbóndans. Eg er að leggja af stað í vörubflnum---“ Berta greip hana í fang sér og Berta var sterk. Fritz og Berta voru ibæði strekbyggð, en þau vissu ekki sannleikann í málin'u. Claudíu hafði fundist kveðjustundin í morgun svo erfið, eitthvað bjó í loft- inu þá, sem gerði hana áhyggjufulla. En hún náði sér furðu fljótt. „Eg kem með þér, Fritz,“ sagði hún ákveðið. „Nei, nei,“ hrópaði Berta. „Það er miklu betra að þú verðir kyrr hér hjá mér.“ „Það er ekkert að mér,“ sagði Glaudía. „Þá förum ivið,“ sagði Fritz og sveipaði kápunni um axlir henn- ar. * Vörubíllinn var alveg nýr, en þó var mykjulykt inni í honum. „Vörubílar í sveit eiga að anga af mykju,“ hafði Davíð sagt einu sinni. Claudía hnipraði sig saman í framsætinu og hún saknaði hans svo innilega. Hann hafði alltaf verið hjá henni, þegar mikið lá við. Nú vissi hún naumast af því, er bíllinn rann af stað og hún hafði ekki sinnu á því að litast um á veginum. Bíllinn hægði á sér og stöðvaðist. 1 „Er þér illt,“ spurði Fritz, þegar hann leit á hana og sá að hún var náhvít. „Já,“ sagði hún og hallaði sér aftur á bak, eins og væri að líða yfir hana. „Svona, svona," sagði Fritz og tók sterklegum hand- leggnum utan um axlirnar á henni. Hún beit á jaxlinn. ,,Eg verð að herða mig upp,“ sagði hún. „Hann mundi vilja það.“ „Eg er viss um að hann vill ekki að þú grátir. En þó er það ekki nema von, að þú gerir það, því að það er skelfilegt, ef eitthvað hef- ur komið fyrir húsbóndann." Náungi nokkur úr þorpinu ók fram hjá. „Árekstur þarna,“ kall- aðf hann um leið og hann ók fram hjá, og benti aftur fyrir sig. „Ljót aðkoma,“ bætti hann við. „Haltu þér saman,“ kallaði Fritz á eftir honum. Hann setti vél- ina í ganga aftur og ók af stað. „Þú hjálpar mér til þess að standa mig vel, Fritz,“ hvíslaði Claudía. „Hann vill að eg beri mig vel.“ „Eg skil þetta ekki, Fritz,“ sagði hún eftir dálitla þögn. „Davíð ók alltaf svo gætilega. Eg trúi því ekki að hann hafi farið óvarlega í morgun.“ , Fritz var þungur á svipinn. „Það var ekki Davíð að kenna,“ sagði hann. „Maðurinn í hinum bílnum var drukkinn, sögðu þeir. Whisky-lyktina lagði langar leiðir, þegar þeir tóku hann upp úr götunni.“ „Auðvitað hefur það ekki verið Davíð að kenna,“ sagði Claudía hressari í bragði. iÞau beygðu inn í þorpið. Nokkrir menn stóðu úti fyrir dyrum læknisins. Lögreglumenn voru á tröppunum. Þögn sló á hópinn þegar Fritz og Claudía komu að hliðinu. Læknisfrúin opnaði dyrnar. Claudía hafði kynnst henni á kirkjubazarnum. Þá hafði frúin kynnt sig: „Eg er kona læknisins,“ hafði hún sagt. „Kona læknisins er lifandi eftirmynd frú Roosevelt,“ hafði Claudía sagt við Davíð nokkru seinna. Og nú stóð hún þarna í dyrunum og tók á móti henni opnum örmum. „Komdu inn, vesalings barn,“ sagði hún. „Þetta er voða- legt.“ Frúin vildi endilega færa henni heitan tesopa, en Claudía af- þakkaði. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hún. Biðstofan var und- arlega auð og hljóð, fannst Glaudíu, en þarna inni, á bak við lokað- ar dyr, var Davíð. Hún mátti taka á öllu, sem hún átti til, svo að hún henti ekki hurðinni up'p á gátt og hlypi inn til hans. Rétt í þessu klingdi dyrabjallan. Frúin hljóp til dyranna og kven- (Framhald). ÞAKKIR Hugheiiar þakkir votta ég öllum þeim, sem héldu mér samsœti, mér til ógleymanlegrar ánœgju á sjötugsajmali minu 7. þ. m. og með heillaóskum og á annan hátt sýndu mér vinarhug. Sérstaklega þakka ég einnig Alþýðufiokksfélagi Akur- eyrar, stjórn Kaupfélags Verkamanna Ákureyrar og fleirum, sem gáfu mér rausnarlegar gjafir á þessum afmœlisdegi mmum. Akueyri, 10. febrúar 1947. ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. CHKHOHOHOKKHCHOHOHOHQHKHSOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOfl Hjartans þakkir lil ykkar, sem glödduð mig á 60 ára af- § mceli minu þann 8. febrúar siðastliðinn, með heimsóknum skeytum og stórgjöfum. * Guð blessi ykkur öll. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Miklagarði. ooóooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn að Hótel KEA (Gildaskálanum) mánudaginn 24. þ. m. og hefst kl. 8,30 e. h. DAGSKRÁ: Venj u leg aðal fundarstörf. i Ef tími vinnst til verður rætt um nefndarálit hagfræðinganna. Dr. Kristinn Guðmundsson hefur fra,msögu. Stjómin. Nokkra vana menn vantar til togveiða á m.s. Snæfelli. Útgerðaríélag K.E.A. HKHOH9HKHCHKHCHKHKHKHOKKHJOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Tilboð óskast í imjólkurflutninga úr suðurhluta Öngulsstaðahrepps frá 1. maí n. k. til 30. apríl 1948. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. marz n. k., er gefur allar nánari upplýsingar. Laugalandi, 18. febrúar 1947. BJÖRN JÓHANNESSON. lAoAddWdddfVVWWMVWVVxdddddfWVWWWWVVVVVWyvVvvvVVVWi Jörðin HlaÖir í Gkesibæjanhreppi er laus til ábúðar í næstu far- dögum. Semja iber við undirritaðan, er gefur nán- ari upplýsingar. Steindór Steindórsson, Munkaþverárstræti 40. — Sími 27. Takið eftir! Hestamannafélagið ,,LÉTTIR“ ihefur ákveðið að slá „köttinn úr tunnunni“, sunnudaginn 2. marz n. k. Þátttakednr gefí sig fram, eigi síðar en 28. þ. m., við Magnús Jónasson eða Þorleif Þorleifsson. Nánar síðar í götuauglýsingum og blöðum. Skemmtinefndin. Auahsið l „DEGI" Móðir, kona, meyja. (Framhald af 4. síðu). Forstjóri blómabúðar KEA, sagði mér nú á dögunum, er eg gekk við í verzluninni, að 60% af öllum blómum, sem hann seldi, væri til jarðarfara. Gefið ástvinum ykkar blóm! Prýðið heimili ykkar og gleðjið vini ykkar meðan þeir lifa. Bilómin gleðja og fegra. Puella. Stúlka getur fengið atvinnu á myndastofu okkar nú þegar eða um mánaðarmót. Jón & Vigfús. Kolaofn til sölu. Afgr. vísar á. Býlið Byrgi í Glerárþorpi við Akureyri er til sölu.og laust til ábúðar á komandi vori. Miðstöð, rafmagn, vatnsleiðsla og frá- rennsli er í thúsinu. Allar upplýsingar varðandi söluna gefur undirritaður. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Árni Jónsson, Byrgi. 3 einstakings fierbergi í sænsku húsi til leigu innan skamms. Bragi Eiríksson, Brekkugötu 7. Karlmannsarmbandsúr (Eterna), með svörtu „plas- tic“-armbandi tapaðist 9. þ. m. á Strandgötu, Glerárgötu eða Gránufélagsgötu. Fund- arlaun. Afgr. vísar á. Fundist hefir merktur . LINDARPENNI. Vitjist á Eyrarveg 9. UPPBOÐ Opinbert uppboð fer frarn við Slökkvistöðina á Akur- eyri miðvikudaginn 19. þ.m. og ihefst kl. 1.15 síðdegis.' Seldir verða ýmsir innan- stokksmunir, eldhúsáhöld o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Brejarfógetinn á Akureyri, 13. febrúar 1947. F. Skarphéðinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.