Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 1
Mikil eftirspurn eftir fiski á heimsmarkaðnum - segir deild Sameinuðu þjóðanna En ryðja þarf úr vegi viðskipta- og fjárhags- : hindrunum Það er mikil eftirspurn eftir ; fiski á heimsmiirkaðnum, en hún kemur ekki að notum fyr- ir fiskframleiðendur, fyiT en fjárhags- og viðskiptahömluin hefir verið rutt úr vegi. Þetta er niðurstaða Matvæla- og landbúnaðarráðs UNO, í ; bæklingi, sem stofnunin hefir ; nýlega gefið út. Ræðar þar um matvæl'aframleiðsluna á þessu ái i og horfur í þeim efnum. Skýrsla þessi segir Ifiskfram- leiðsluna óðum nálgast það magn, sem framleitt var fyrir stríð í öllum helztu fram- leiðslulöndum, t. d. Belgíu, Bretlandi og Danmörku, en mikið skortir á að Þýzkaland, Japan og Frakkland hafi end- urreist fiskiðnað og fiskveiðar að því marki ,er var fyrir stríð. Ú tflutningsmagn saltfiskjar á þessu ári er áætllað 136,000 tonn, miðað við 75,000 tonn á sl. ári. Niðursoðið fiskmeti er áætlað 204,000 tonn og er það ;|svipað magn og sl. ár, en nokkru minna en Var 1939. L DAGUR XXX. árg. Akureyri, miðvikudagifm 12. marz 1947. 10. tbl. K. E. A. tekur við umboði fyrir Samvinnutryggingar Frá 1. marz næstk. hefir vá- tryggingadeild KEA umboð fyrir Samvinnutryggingar og tekur að sér bruna-, sjó- og bílatryggingar með beztu fáanlegum kjörum. Er ástæða til þess að hvetja fé- lagsmenn KEA til þess að skipta við Samvinnutryggingarnar. Þær eru reknar á samvinnugrundvelli eins og sarns konar trygginga- stofnanir á Norðurlöndum og í Bretlandi. 1 þessurn löndum hafa samvinnutryggingarnar haft mikil og víðtæk áhrif á alla tryggingastarfsemi í þjóðfélaginu til hags fyrir almenning, t. d. hef- ir nýlega orðið allsherjar lækk- un á brunatryggingagjöldum í Svíþjóð fyrir forgöngu sam- vinnumanna. Til þess að ís- lenzku Samvinnutryggingarnar Vifamálastjórnin lá á hafnarmálinu í Ivö ár Allir kommúnistarnir vildu samþykkja her- stöðvar handa Rússum! Lærdómsrík atkvæða- greiðsla í norska Stórþinginu 1 síðastl. viku hafnaði norska stórþingið kröfum Rússa um her- stöðvar á Svalbarða. Höfðu Rúss- ar nefnt málaleitan sína tillögur um sameiginlegar hervarnir Norðmanna og Rússa á eyjun- ium. Það hefir vakið sérstaka at- liygli um Norðurlönd og víðar, að norski kommúnistaflokkur- inn var eini flokkurinn, sem fylgdi kröfu Rússa að málum og greiddu allir þingmenn hans, 11 talsins, atkvæði með því, að Rússar fengju að víggirða norskt land. Þessi atkvæðagreiðsla er lær- dómsrík í samanburði við leik þann, er kommúnistar hér á la.ndi hafa sýnt í sambandi við Keflavíkurflugvöllinn. Samning- urinn um viðkomurétt amerískra. flugvéla á Keflavíkurflugvellin- um hefir verið nefndur landaaf- sal og fullveldisskerðing í mál- gögnum kommúnista hér og þeir hafa blásið sig út af föðurlands- ást og sjálfstæðisáhuga. Atkvæða- greiðslan í norska Stórþinginu sýnir hina raunverulegu afstöðu kommúnista. Ef Rússar eiga í hlut, er allt öðru máli að gegna. Kommúnistablöðunum íslenzku hefir heldur ekki fundist neitt- athugavert við framkomu flokks- bræðranna í Noregi. taka um að láta þær njóta við- skipta sinna. Brunar þeir, sem orðið hafa í sveitum landsins að undan- förnu, hafa leitt í ljós, að menn vanrækja að brunatryggja eigur sínar og fela vátryggingadeild- inni að taka út tryggingaskír- teini, sem veita þeim raunveru- legt öryggi, ef eldsvoða ber að höndum. „Hvassafell“ væntanlegt með kolafarm M/s. Hvassafell er nú á leið til landsins með kolafarm frá Balti- more í Bandaríkjunum. Skipið flytur einnig eitthvað af vörubif- reiðum, sem fara í land í Reykja- vík, en kolin mun það losa á Ak- ureyri, ísafirði og e. t. v. fleiri höfnum. Bætir þetta úr brýnni þörf, því að kolaskortur er mikill hvarvetna hér norðanlands, en kol þau, sem fengist hafa frá síld- arverksmiðjunum og notuð hafa verið að undanför.nu, eru léleg. Aðalfundur Félags ungra nái þessum árangri, þurfa sam- Fl amsóknarmanna vinnumenn landsins að vera sam- ITngir Framsóknarmenn héldu fyrir nokkru aðalfund í félagi sínu og var þar kosin ný stjórn fyrir félagið. Skipa hana: Hall- dór Helgason, form., Þórður Arn aldsson, varaform., Valgarður Frímann, ritari, Sveinn Skorri, gjaldkeri og Valdemar Baldvins- son og Níels Halldórsson. Félag ið heldur blaðakvöld og umræðu fund í Rotarysal Hótel KEA nk. mánudagskvöld. Síldin var norðaustur í hafi slsumar Árni Friðriksson svarar fyrirspurn Sigurðar skipstjóra Sumarliðasonar Lærdómsríkar bókanir hafnarnefndar í hinni frægu illyrðagrein, sem birtist í Alþýðumanninum fyna þriðjudag, fullyrti Biúgi Sigurjónsson að Jakob Frímannsson hefði farið með ósannindi á bæjarstjórnarfundi, er hann hélt því fram, að vitamálaskrifstöfan hefði tafið framgang halfnarmálsins. Fullyrð- ingu sinni' til sönnuriar, birtd ritstj. viðtal við Emil Jónsson ráð- herra, um undirbúning þann er fram fór, ÁÐUR en bæjarstjórnin samþykkti gerð hafnargarðsins eftir teikningu Finnboga Rúts Valdemarssonar. Viðtallið var því algjörlega út í hött og segir ekkert um viðskipti bæjarins og vitamálastjórnarinnar síðustu tvö árin. ur Snemma í vetur ritaði Sigurð- Sumarliðason grein í Sjó- mannablaðið Víking um síldar- vertíðina síðustu og var greinin endurprentuð hér í blaðinu. f grein þessari ræddi Sigurðúr um síldarleysið og benti á nokkrar líkur fyrir því, að síldin hefði að þessu sinni leitað norður og aust- ur í haf, í stað þess að sækja hin venjulegu mið hér fyrir norðan. Jafriframt varpaði hann fram þeirri spurningu til Árna Frið- rikssonar, fiskifræðings, hvort hann hefði gert sér ljóst, að síld- in hefði aðallega haldið sig á óvenjúlegum slóðum. í síðasta hefti Ægis ræðir Árni þessi mál og svarar fyrirspurn Sigurðar. Segir hann, að ekki sé hallað á neinn, er ræddu og rit- uðu um síldveiðarnar sl. sumar, þótt sagt sé, að langmerkasti skerfurinn sé grein Sigurðar Sumarliðasonar í Víkingnum og Degi. í grein sinn.i segir fiski- fræðingurinn m. a. að hann hafi ekki gengið þess dulinn, að meg- inmagn síldarinnar hafi að þessu sinni verið norður og austur í hafi. „Eg taldi það því skyldu mína,“ segir hann, ,,að benda á þetta. Fór eg því á fundi bæði formanns verksmiðjustjórnar og Eramkvæmdastjóra síldarverk- smiðjanna og lagði spilin á borð- ið. Hvatti eg til þess að flogið yrði austur um haf út frá Langa- nesi, eins langt og komizt yrði, og að leitað væri síldar djúpt norður af landi, einkum austan til. Þessu var þó ekki sinnt." Árni segir skýringuna á hinni óvenjulegu göngu síldarinnar vera þá, að Golfstraumúrinn hafi verið mjög sterkur að þessu sinni og norðanstraumarnir, sem færa síldina upp að landinu, komust ekki á áfangastað. Síldin fór því með straumnum norður og aust- ur í haf. Þessi frásögn fiskifræðingsins sýnir, hversu þýðingarmikið síld- arflugið er, sé það stundað með langfleygum flugvélum. Væri vissulega athugandi fyrir síldar- útveginn að hafa Catalina-flug- bát til leitarinnar í sumar. Litlu flugvélarnar, sem notaðar hafa verið, eru þess ekki megnugar að Stjórnar fyrsta fundinum Molotov, utanrikisráðherra Sovét- Rússlands, stjórnaði fyrsta fundin- um n ráðstefnu utanrikisráðherra fjórveldanna, sem hófst i Moskvu s/. mánudag. — Á dagskrá eru frið- arsamningar við Þýzkaland og Aust- urriki og skipan málefnaÞýzkalands i framtiðinni. Ný myndasaga hefst innan skamms „Ódauðleg eiginkona“ eftir Irving Stone Með þessu blaði lýkur mynda- sögunni „Hershöfðingi konungs- ins", eftir skáldkonuna Daphne du Maurier. Hefir hún, eins og fyrri my.ndasagan, náð miklum vinsældum lesenda. Nokkurt hlé mun nú verða á birtingu mynda- saga, en þó er næsta saga þegar ákveðin, og heitir hún „Ódauð- leg eiginkona“, eftir ameríska skáldið Irving Stone. Þessi saga er mjög fræg vestan hafs. Hún gerist í þrælastríðinu í Banda- ríkjunum og er sannsöguleg að verulegu leyti. Nýjir áskrifendur geta ennþá fengið báðar fyrri myndasögurnar í kaupbæti, enn- fremur jólablöðin 1945 og 1946. Nú er því sérstaklega hagkvæmt að gerast kaupandi að Degi. — fylgja síldinni eftir, við svipaðar Sendið áskrift. í Hafnarstræti 87, kringumstæður og sl. sumar. sími 166. Um þau eru fundargerðir hafnarnefndar bezta heimildin, og fer hér á eftir útdráttur úr þeim. Geta menn þá séð, hversu vandur Bragi Sigurjónsson er að heimildum og hversu honum er tamt að skýra rétt frá málefnum. Hinn 26. janúar 1944 bóka hafnarnefnd og dráttarbrautar- nefnd (hin síðari stofnuð í sam- bandi við hafnarmannvirkin): „Nefndirnar fallast á þessar áætlanir verkfræðingsins (þ. e. F. R. Valdemarsson) og leggja til að bæjarstjóm samþykld þetta fyrirkomulag og leitað verði samþykkis skipulags- nefndar og vitamálastjóra.“ Þessi samþykkt bæjarstjórnar fékkst skömmu síðar og þá er jafnframt formlega farið fram á samþykki nefndra aðila. En svar kemur ekki. Hinn 27. nóv. 1944 bókar hafnarnefnd því eftirfar- andi: „Þar sem gerð hafnargarðs- ins hefir ekki enn verið sam- þykkt af hlutaðeigandi ráðu- neyti, ÞRÁTT FYRIR ÍTREKAÐA BEIÐNI þar um, getur nefndin eigi að svo stöddu ákveðið frekari fram- kvæmdir við garðinn. Hafnarnefnd vill því enn ítreka beiðni sína um að ráðu- neytið samþykki gerð hafnar- garðsíns, eins og farið hefir verið fram á, ennfremur áð það staðfesti breytingu þá á gjaldskrá hafnarinnar, sem bæjarstjórn og hafnamefnd hafa samþykkt fyrir sitt leyti.“ (Leturbr. Dags). Nú er senn liðið ár frá því að hin fyrsta beiðni fór suður, en ekki kemur svar. Fullt ár er gengið í tímans haf þegar hafn- arnefnd bókar, hinn 8. marz 1945:: „Tillögur þær, sem vísað var til hafnarnefndar frá síð- asta fundi bæjarstjórnar, við- koirtandi hafnarmannvirkjun- um norðan á Oddeyrartanga, voru teknar til umi-æðu. Nefndin felur bæjarstjóra að ganga ríkt dftir svari stjórnarráðsins um staðfest- ingu á breytingu á gjaldskrá hafnarinnár og ennfremur að það samþykki gerð og bygg- (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.