Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. marz 1947 DAGUR 3 Bréf úr höfuðstaðnum Almannatryggingar. - Opinberir starfs- menn. - Byggðasöfn. - Skattamál. Þegar lög um almannatrygg- vinna ingarnar voru sett í fyrra, benti Framsóknarflokkurinn á ýmsa galla á löggjöfinni og beittu sér fyrir því að fá breytt sumum ákvæðum laganna. En það tókst ekki, þar sem þáverandi stjórn- arflokkar sátu fastir við sinn keip. í greinargerð frumvarpsins um almannatryggingarnar stóðu þessi orð:„ Frumvarpið gerir ráð fyrir að rétturinn til bótar sé jafn fyrir alla án tillits til stétta eða efnahags, sbr. bréf ráðherrans og þá stefnu, sem mjög ryður sér nú til rúms, að komast hjá vanda- sómu og hvimleiðu mati á ástæð- um einstaklinganna, enda ávallt tiltölulega lítill hluti þjóðarinn- ar, sem hefir svo miklar tekjur, að ekki sé þörf fyrir bæturnar, ef eitthyað verulega bjátar á.“ Samt sem áður er löggjöfin þannig úr garði gerð, að bætur til mæðra eru misjafnar eftir því, hvort þær á heimilum eða utan jeirra, biðtími sjúkrabóta mis- jafn eftir, hvort menn starfa sjálf- stætt eða eru í annarra þjónustu og aðeins launþegar slysatryggð- ir, en ekki framleiðendur. Á þennan hátt er skapað misrétti á milli hinna tryggðu. Á þessu þingi hefir Skúli Guðmundsson flutt frv. um breytingar á trygg- ingarlögunum. Helztu breyting- arnar samkvæmt frumvarpinu eru þær, að sýslunefndir skuli kjósa tryggingarnefndir umdæm- anna í stað þess að stefna saman öllum hreppsnefndum í hverri sýslu til þess; að allar mæður fái jafnar bætur við barnsfæðingu, hvort sem þær starfa á heimili um sínu eða utan þess; að biðtími til sjúkrabóta sé jafn fyrir alla og að slysatryggingin nái jafnt til allra, hvort sent þeir eru launþegar eða starfa sjálfstætt. Opnuiii nýja sölubúð fyrir alls konar byggingarvörur og málningu fimmtudaginn 13. inarz í timburhúsi voru, Hafnarstræti 82 Þar munu verða á boðstólum: Málningarvörur, allsk. Lökk, glær og lituð Veggfóður Terpentína Þurrkefni Blásaumur Saumur, 7/8, dúkkaður Saumur, 1”, galv. og ógalv. Saumur, 2” og 8” Pólítúr, glær og brúnn Bylgjusaumur, V4”, 3/8” Málningarpenslar Kalkkústar Tjörukústar Krít Kítti Kalt tréiím Perlulím Skrúfur, úr kopar og járni Hurðahengsli og lamir alls konar Hurðahúnar (útidyra) Hurðaskrár Vl\ 5/8”, ] Þakpappi, 2 tegundir M illi vegg j apappi Eldfastur steinn Eldfastur leir Koltjara Blakkfernis Hrátjara Karbolin Gler, 6 mm. Kalk Gólfdúkalím Loftventlar Skúffuhandföng, fl. teg. Maskínupappír Skápahúnar, fl. teg. Smekklásar, fl. teg. Héngilásar Hurðahespur Koffortaskrár Loftkrókar Hurðakrókar , Hliðlamir og læsingar Hurðagormar Pappasaumur Vírnet Asbestplötur, innanhúss Hverfisteinar Hrífuhausaefni Sandsigtibotnar Silfurberg Kvarz Húsgagnaspónn Birki, væntanfegt með næstu .skipsferð Iíaupfélag Eyfirðinga Aldurshámark opinberra staifsmanna. Snemma á þinginu fluttu þeir Sig .Kristjánsson og Bjarni Ás- geirsson frumvarp til laga um breyting á lögum um aldurshá- rnark opinberra starfsmanna. Hefir það nú verið afgreitt frá þinginu. Samkvæmt því skal ald- urshámarkið miðað við 70 ára aidur í stað 65 ára, sem áður var. Heimilt er þó embættis- og starfs- mönnum að láta af störfum, þeg- ar þeir eru orðnir fullra 65 ára eða livenær sem er eftir þann tíma með fullum eftirlaunárétti. Viðhald fornra mannvirkja og byggðasöín. Á öndverðu þingi fluttu fimm þingmenn, J. Sig., Sig. Bj., Hall- dór Ásg., I. J. og J. J., frumvarp viðhald fornra mannvirkja og býggðasöfn, sem nú er afgreitt sem lög. Þar er svo .fyrir mælt, að fornleifum þeim, er þjóðminja- vörður tefur ástæðu til að varð- veita, skuli skylt að viðhalda á kostnað ríkissjóðs. Ef hérað eða héruð í sameiningu ákveða að koma upp byggðasafni, en ekki eru á þeim slóðum varðveittar fornar byggingar, sem hæfar eru taldar til slíkrar safngeymslu að dómi þjóðminjavarðar, þá á að- ili eða aðilar rétt á styrk úr ríkis- sjóði til þess að reisa safnhús, allt af 1 /4 kostnaðar. Byggðasöfn er fullnægja ákvæðum laganna njóta styrks úr ríkissjóði þannig, að árlegur kostnaður af viðhaldi og umsjón þeirra greiðist að 2/3 úr ríkissjóði og i/3 af þeim, er að byggðasafninu stendur. * Breyting á skattalögunum. Gylfi Þ. Gíslason hefir lagt fyr- ir jringið frumvarp um breyting- ar á lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Er þar um fjórar breytingar að ræða. Fyrsta breyt- ingin er sú, að heimild fyrir- tækja til þess að draga gfeidd laun frá tekjum, er takmörkuð á svipaðan hátt og nú á sér stað um afskriftir. Önnur breytingin er um jjað, að kostnaður við rekstur einkabifreiða, sem og risna, skuli ekki frádráttarhæf. Þriðja breytingin, sem í frum- varpinu felst, er’sú, að ekki skuli leggja tekjur giftrar konu við tekjur rnanns hennar við skatt- framtal, heldur leggja skatt á tekjur hvors hjónanna um sig. Loks er fjórða breytingin í Jrví fólgin að herða á ákvæðum lag- anna um, að það skuli skylt að geta þess við skattframtal, hver hafi lánað fraijiteljanda það fé, sem hann skuldar eða hver hafi keypt liandhafaskuldabréf, sé um þau að ræða. Um svipað leyti flutti og Katrín Thorodd- sen frumvarp, þar sem lagt er til að giftum konum skuli heimilt að telja sárstaklega fram til skatts þær tekjur, sem þær afla. Háseta vantar á togbát. Síldarpláss fylgir. . HREINN PÁLSSON. Sími 534. Dánanninnlng: Eggert Stefánsson Síðastliðinn laugardag var til moldar borinn Eggert Stefánsson heildsali á Akureyri. Hann and- aðist aðfaranótt hins 26. f. m., á 62. aldursári, f. 21. des. 1885. Eggert var af merkri ætt, voru foreldrar hans síra Stefán Jóns- son, prestur á Þóroddsstað í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og kona hans, Anna Kristjánsdóttir frá Laxa- mýri, en séra Jón, afi Eggerts, var sonarsonur Sveins Pálssonar, hins unna læknis og náttúrufræð- ings. Eggert missti föður sinn barn að aldri og ólzt eftir það upp með móður sinni. Innan við tvít- ugt fluttist hann til Akureyrar og fékkst við verzlunarstörf í nokk- ur ár. Þegar landssíntinn tók til starfa. fyrir rúmum 40 árum, lærði Egg- ert símritun og var eftir það í mörg ár símritari og fulltfúa sím- stjórans á Akureyri. Eftir að hann lét af jreim störfum gerðist hann heildsali á Akureyri og rak þá atvinnu til dauðadags. Kona Eggerts var Yrza, f. Nielssen .Meðal barna þeirra eru sr. Stefán á Staðar-Hrauni og Lárus, er lært hefir björgunar- störf í Ameríku og fæst nú við þau störf hér. Enginn stormur stóð um Egg- ert sál. í lífinu og ekki tók hann mikinn þátt í opinberum mál- um, þó hann hefði áhuga á þeim. En hann var bezti drengur og vinsæll, ástríkur sonur móður sinnar, góður bróðir og um- hyggjusamur og kærleiksríkur laðir barna sinna. Veit eg að sár harmur er að jreim kveðinn við fráfall hans. B. St. BRIDGEKEPPNIN: Sveit Þórðar Sveinssonar hæst eftir 4 umferðir Eftir 4 umferðir í meistara- flokki í bridgekeppni Bridgefé- lags Akureyrar standa leikar Jjannig: Sveit Þórðar Sveinssonar 3JA vinning, Svavars Zóphonías- sonar 3 v., Þorsteins Stefánssonar 21/2 v., Halldórs Ásgeirssonar 2 v., Jóhanns Snorrasonar 1 v. og Vilhj. Aðalsteinssonar 0. Fimmta og síðasta umferð verður spiluð ■næstkomandi sunnudag. Mannslát í Húsavík Húsavík á mánudag: — í gær lézt hér í sjúkrahúsinu Bjami Benediktsson, fyrrum bóndi á Hellnaseli í Aðaldal, 84 ára að aldri. Hann hafði dvalið í 8 ár í sjúkrahúsinu. Nýkomið Hafragrjón í pk., 2 stærðir, Hindberjasulta, Eplasulta, Stikkilberjasulta, Blönduð sulta, Kirsiberjasaft, Ávaxtasaft, Appelsínu marmelaði, Grape Fmit marmel., Beans with Pork. Karamellur, Riisínudrages, Konfekt í pokum, 2 stærðir, Dolletto súkkulaði, Amaro súkkulaði Hnetustengur, Risstengur, Kraftasúkkulaði, ískex í pk., Mariekex. KEA Nýlenduvömdeild og útibú. Framreiðslustúlku vantar á Hótel KEA strax. Upplýsingar gefur Hótelstjórinn. NÝKOMIÐ: Nuggef skóáburður svartur, brúnn, Ijósbrúnn, dökkbrúnn. Hafnarbúðin Skipagötu 4 — Sími 94 Páll A. Pálsson Danskir kvenskór með korksólum, nýkomnir Nýjasta tízka! SKÓBÚÐ KEA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.