Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. marz 1947 D A G U R 5 Hafnarframkvæmdir á Akureyri Leiðir og horfur ¥ MÁLEFNASAMNINGI þeim, er gerður var milli flokkanna í bæjarstjórn Akureyrar, eru ráð- gerðar allmiklar framkvæmdir á hafnarmannvirkjum í bænum. Má þetta teljast eðlilegt, þar sem kyrrstaða hefir ríkt í hafnarmál- um að ýmsum ástæðum, svo sem lágum tekjum hafnarinnar, efni til viðhalds hefir verið ófáanlegt yfir stríðsárin, og útgerð héðan hefir minnkað á undanförnum árum. Þar sem framkvæmdir þessar hljóta að kosta mjög mikið fé og á miklu veltur, að þær fari vel úr hendi, þykir mér hlýða að gera grein fyrir, hvaða tillögur hafa komið fram af halfu hafnar- nefndar og bæjarstjórnar um þessi mál, ef það mætti verða til þess að glöggva skilning og á- liuga bæjarmanna fyrir byggingu fyrirhugaðra hafnarmannvirkja, og einnig athuga, hvaða leiðir séu helzt færar til að koma þeim í framkvæmd. Samkvæmd landslögum heyra liafnarmálin undirvitamálastjóra- og eru ekki veitt fjárframlög úr ríkissjóði til annarra hafnar- mannvirkja en þeirra, sem vita- málaskrifstofan hefir samþykkt áætlun um, og sér hún þá um verkfræðilega aðstoð við undir- búning þeirra og leggur til verk- stjórn, þar sem um meiri háttar framkvæmdir er að ræða. Af þessum ástæðum leitaði hafnarnefnd þegar í júní 1944 samþykkis vitamálaskrifstofunn- ar á gerð hafnarmannvirkjanna á Oddeyri, samkvæmt þeim upp- dráttum, er gerðir höfðu verið fyrir forgöngu bæjarstjórnar. Það dróst, að samþykki skrifstof- unnar fengist, eins og bókanir hafnarnefndar 26. janúar 1944 og 27. nóvember 1944 og 8. marz 1945 bera með sér, og fékkst þetta samþykki ekki fyrr en í bréfi vitamálastjórnarinnar, dags. 22. jan. 1946. Hinn 17 .apríl 1946 samþykkti hafnarnefnd eftirfarandi: „Nefndin fer fram á við vita- málastjóra, að hann taki að sér að sjá um áætlun og framkvæmd á þeim hafnarmannvirkjum og breytingum á gömlum hafnar- mannvirkjum, sem gera þarf hér á næstu árum, svo sem stækkun á innri Torfunefsbryggjunni, að- gerð á ytri Torfunefsbryggjunni, umsjón með framkvæmdum við undirbúning dráttarbrautarinn- ar á Oddeyrartanga, útvegun á uppmoksturstækjum og öðrum áhöldum, sem nota þarf við þær, enn fremur að gera tillögur um aðgerð á bryggjunni í innbæn- um. Jafnframt fer nefndin fram á, að vitamálaskrifstofan geri, í samráði við skipulagsnefnd bæja, tillögur um skipulag hafnarinn- ar sunnan Oddeyrar." Axel Sveinsson, vitamálastjóri, var mættur á þessum fundi, og tók hann vel í þessar málaleitanir nefndarinnar og lofaði atS, verða við þeim, að svo mi'klu ley-ti, sem við yrði komið. Eg vil nú f stuttu máli gera grein fyrir mínu áliti á því, hvernig vinna beri að fram- kvæmdum á hafnarmannvirkj- um hér í bænum og leitast við að upplýsa hvernig nú horfir með framkvæmd þeirra. Það sem óhjákvæmilegt er að gera á næsta sumri er þetta: •^yg§ja granda norður af syðri Torfunefsbryggjunni í stað þess, er eyðilagðist í ofviðrinu aðfara- nótt 3. jan. sl., og verður hann að vera vel og traustlega gerður og lengri en sá, er áður var þar, svo að hann skýli betur skipakvínni. Gera verður við skemmdir á ytri Torfunefsbryggjunni, sem brezka skipið Lochnagar gerði á henni 15. okt. 1943. Skemmdir þessar voru metnar af dóm- kvöddum mönnum, en skaðabæt- urnar fengust ekki greiddar fyrr en á sl. ári og ekki nema hluti kostnaðarins, vemlegur þó. Á fjárhagsátælun hafnarinnar fyrir árið 1947 er áætlað til við- halds og framkvæmda við höfn- ina 180 þús. kr., og verður það ekki nægilegt fé' til þess að ljúka þessum framkvæmdum, er áður voru taldar, og verður því að fá lán til viðbótar og þá einnig til sjóvarnargarðsins á Oddeyrar- tanga, ef þar á að verða af fram- kvæmdum á þessu ári. Samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar eftir áramótin síðustu, að fela bæjarstjóra að útvega 300 þús. kr. lán til skipakvíargrand- ans. Starfræksla dráttarbrautar á Akureyri er hin mesta nauðsyn fyrir útgerðina hér í bænum og allan norðlenzkan útveg, auk þess sem slík starfsemi getur orð- ið veigamikill þáttur í atvinnu- lífi bæjarins. Vegna fyrirhugaðr- ar stækkunar á Torfunefsbryggj- unni og vegna nauðsynjar á auknu upplagsplássi við höfnina, verður dráttarbraut sú,t sem nú er rekin, að flytja mjög bráðlega. Eg tel því hina mestu nauðsyn, að hægt verði að koma hafnar- mannvirkjunum á Oddeyri það langt áleiðis, að aðstaða skapist til byggingar góðrar dráttar- brautar norðan á eyrinni. Að- staða öll er þar talin mjög góð, og framkvæmdir þegar það á veg komnar, að ekki virðist langt í land að slík aðstaða sé fyrir hendi, en þegar svo er komið, ætti bæjarstjórn, útgerðarmenn og útgerðarfélög bæjarins að taka höndum saman og reisa myndarlega dráttarbraut fyrir út- veginn á Norðurlandi. Stækkun syðri Torfunefs- bryggjunnar er orðið mjög að- kallandi verkefni, svo að stór vöruflutningaskip, 3—4 þús. smá- lesta, geti lagzt að henni og feng- ið afgreiðslu þar. Auk þess er bryggjan orðin gömul og þarf af þeim ástæðum endurbóta við. í sambandi við þessi mál vil ég birta hér 3. lið fundargerðar hafnarnefndar frá 21. febrúar sl. „Út af áskorun um vinnufram- k.væmdir við hafnarmannvirkin á Oddeyrartanga tekur nefndin eftirfarandi fram: Umsjón og yfirstjórn þessara mannvirkja er í höndum vita- málaskrifstofunnar, og enn ligg- ur ekki fyrir áætlun eða fyrir- sögn um, hversu verklnu skuli hagað í einstökum atriðum. Lán hefir heldur. ekki'fengizt enn vegna þessara framkvæmda. Nefndin leggur hins vegar á- herzlu á, að hægt verði að koma þessum mannvirkjum það langt á þessu ári, að aðstaða skapist tii byggingar á dráttarbraut og í- trekar því enn fyrri áskorun sína til vitamálastjóra að fá verkfræð- ing norður nú þegar, bæði vegna 'iramkvæmdánna á Tanganum og nauðsynlegra endurbóta á l’orf unefsbryggj unni.“ Til þess að hægt sé að ganga frá þessum mannvirkjum at for- sjálni og verkhyggni, er tvennt nauðsynlegt: 1. Verks- og kostnaðará'ætlanir þurfa að vera fyrir hendi, og á- kveða þarf, hvað skal vinna á þessu ári og hverju verður frest- að til næsta árs. 2. Lánsfé verður að tryggja fyrirfram, svo að framkvæmdir stöðvist ekki í miðjum klíðum vegna fjárskorts. Nú mun svo komið, að áætlan- ir og teikningar munu fullbúnar á vitamálaskrifstofunni, þótt þær liafi ekki borizt norður enn þá. Þá er öflun lánsfjár. Hafnar- sjóður Akureyrar er algerlega skuldlaus nú, þótt ekki hafi hann getað safnað í sjóð svo að teljandi sé, sem naumast er von, þegar þess er gætt, að gjaldskrá hafnar- innar stóð óbreytt (fékkst ekki hækkuð) frá því fyrir stríð og fram til 1. febrúar 1946, og liækkun sú, 100%, er þá var gerð, nær ekki nema að litlu leyti til þeirrar gífurlegu liækkunar, er orðið hefir á viðhaldi og endur- bótum á, hafnarmannvirkjum. Akureyíarbær virðist því eiga sanngirniskröfu á hendur bönk- um og fjárfestingaryfirvöldum, að litið verði með skilningi og velvild á nauðsyn bæjarins til að fá lánsfé til þesara mála. Þá virð ist eðlilegt, að vitamálastjóri leggi liðsinni sitt til með því að sýna fjárveitingavaldinu fram á, að frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það ekki hyggilegt, að láta hafnarmannvirki í næststærsta bæ landsins, við ein beztu hafn arskiíyrði á landinu, grotna nið- ur á þessum „nýsköpunar“-tím- um, vegna fjárleysis. Þegar þess er gætt, að mörg fiskiskip af Norðurlandi hafa hér vetrarlagi, og aðgerðir og endur- bætur á þessum skipum geta far- ið fram hér, að rnjög miklir vöru- flutningar eru hingað til Akur- eyrar og útgerð nú að eflast í bænum, má öllum vera ljóst, hve mikil nauðsyn er að bæta og áuka hafnarskilyrðin hér. Verður því að sameina alla krafta til þess að hrinda þessum málum áleiðis hið fyrsta. 8. marz 1947. Marteinn Sigurðsson. r Þökkum innilega auðsýnda s'amúð við fráfall og jarðarför föður okkar, EGGERTS STEFÁNSSONAR, heildsala. Börn hins látna. w Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, BJARNA JÓNSSONAR, og heiðruðu minningu hans á annan hátt. Guð blessi ykkur öll! Fyrir mína hönd og annarra vandamanmt, Svanfríður Hrólfsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum, er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, Stefáns. Sigurlína Pálsdóttir. Einar Magnússon. Maðurinn minn og faðir okkar, BESSI EINARSSON, andaðist að heimili sínu, Spítalastíg 1, aðfaranótt mánudags- ins 10. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Eiginkona og böm. KAUPUM: Saltaðar húðir °g Kálfskinn hæsta verði. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Atvinna Frá 1. maí n. k. vantar oss mann til að gegna starfi sem efnisvörður hjá Rafveitunni. Nánari upplýsingar gefur* rafveitustjórinn. Rafveita Akureyrar. AualÝsið í „DEGI" Þriggja dagsláttu tún í bænum, til sölu. Afgr. ,vísar á. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). SVO MÖRG eru þessi orð „leik- mannsins“ um þetta efni. Að lok- um biður hann þes sgetið, að pistill þessi hafi verið skrifaður, áður en greinin um flugvöll við Akureyri birt- ist í „Alþýðumanninum" 25. f. m. — Auðvitað er það ekki rétt, að engin önnur bæjarblöð hafi rætt þessi mál áður. Þau hafa meira að segja alloft borið á góma hér í blaðinu, síðast í ýt- arlegu viðtali við flugmálastjóra á sl. ári. Mun vikið að því hér í blaðinu bráðlega. En látum svo vera. Það er ekki nema gott, að þau séu enn á ný tekin til meðferðar og bent á nýjar leiðir — ný tengsl milli himins og jarðar, einnig hér á norðurhjaranum. Nú hefir nýskeð verið skipt um yfir- stjórn allra þessara mála, og við skul- um vona, að það þýði aukinn skilning og auknar umbætur. A þvi er vissu- i lega full þörf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.