Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudagur 12. marz 1947 Frá herstöðvum til beggja handa. berjast gegn dýrtíðinni, svo að Framsóknarflokkurinn hefði tek- ið þátt í stjórn landsins á undan- förnum árum með hinum flokk- unum, þá liefði vandræðaástand- inu, sem lialm kveður nú ríkja, verið afstýrt. , Mont Blank. - Gamansamur náungi stakk upp á því eftir lestur næstsíðasta Al- þýðumanns, að kenna ritstjóra lians við hæsta fjall Norðurálf-1 unnar, er nefnist.Mont Blank. Tildrög þessarar uppástungu munu þau, að fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar og síðan fyr- ir alþingiskosningar í vor, sem leið, voru fulltrúar Alþýðu- llokksins hér í bæ rígmontnir yf- ir lögum um aðstoð við húsa- byggingar í kaupstöðum. Þeir höfðu það mjög á spöðunum, að nú yrði létt íyrir fátæka alþýðu- menn að fá þak yfir höfuð- ið, þvf að blessaðir þáverandi stjórnarflokkar hefðu með fyrr- greindum lögum gert ráðstafanir til að allt að 85% af kostnaðar- verði húsanna fengjust að láni með mjög hagstæðum kjörum. Það lyftist brúnin á mörgum bæjarbúum við þessar fréttir og túlkun Alþýðuflokksfulltrúanna, en því miður var Adam ekki lengi í Paradís. A síðasta sumri gerði bæjar- stjórnin út nefndir til Reykja- víkur í lánaleit í þessu skyni. Sér- staklega átti að leita aðstoðar þá- verandi félagsmálaráðherra, Finns Jónssonar. En þá brá svo við að afar örðugt reyndist að fá viðtal við ráðherrann. Loksins tókst það þó með harðfylgi. En svör hans voru að efni til á þessa leið: iÞið getið ekkert lán fengið hjá okkur, ekki einn einasta eyri, því að við erum skítblankir. Hann lét sendimennina synjandi frá sér fara. Reyndin varð því þessi: Á _ undan kosningum var hampað fallegum lögum til hjálpar fátækum mönnum. Þeg- ar til átti að taka eftir kosningar, var tómahljóð í skúffunni. Fall- egu, mannúðlegu lögin voru ekki framkvæmd. Dæmi þetta er táknrænt um stefnu fyrrverandi stjórnar. — Glæsileg loforð, engar efndir. Bragi Sigurjónsson skrifar í fyrrgreint blað sitt um þetta mál. Helzt er á hon'um að skilja, að byggingaframkvæmdir hér í bæ hafi strandað á illvilja Jakobs Frímannssonar í bæjarstjórn. — Hver trúir því, að hann hafi fengið Finn til að neita um bygg- ingalán? Á þeirri neitun hafa framkvæmdirnar strandað. Það er stundum kallað að fé- laus maður sé blankur. Þegar tillit er tekið til hrokans í grein Braga og féleysisins hjá flokksbróður lians, Finni, svo að liann gat ekki fullnægt lögboð- inni skyldu, virðist nafnið Mont Blank ekki vera illa til fundið. „Vísvitandi ósannindi“, draumar og regn af himni. Br. S. byrjar grein sína í Alþm. með því að bregða Jakob Frí- mannssyni um vísvitandi ósann- indi. ,,Jakob Frímannsson fer með vísvitandi (?) ósannindi á bæjarstjórnarfundi,“ segir Br. S. Og eftir þvi, sem honum segist frá, eru þessi vísvitandi ósann- ! ind. flutt í ákveðnum tilgangi. Seinna í sömu grein tekur þó Br. S. þenna þokkalega áburð sinn aftur, liefir líklega áttað sig á því að hann gæti ekki stáðið við hann, og rekur rætur „ósann- indanna" til drauma, er bæjar- stjórann hafi dreymt. Síðan far- ast greinarhöfundi svo orð: „Hitt er of illvfgt að álíta, að hér sé um vísvitandi málafölsun að ræða. Framsóknarflokkurinn liefir a. m. k. látist vera fylgjandi hafnargerðinni á Tangan'um, þótt erfitt fari að verða að trúa því úr þessu.“ Samsetningur þessi er í senn lítilmannlegur og' illgirnislegur. Lítilmennskan kemur fram í því að þora ekki að standa við sín eigin orð og taka afleiðingunum af þeim. Ulgirnin birtist í hálf- kveðnu orðalagi um, að fulltrúar Framsóknarfl. í bæjarstjórn lát- ist vera með málum, sem þeir í hjarta sínu séu á móti. Hér er m. ö. o. lúaleg aðdróttun á ferðinni. Að þessu loknu líkir Br. S. sér við hinn glæsilega kappa forn- aldarinnar, Gunnar á Hlíðar- enda. Hann segir sig taka það „sárt“ að vega að mönnum með orðum. Aumingja maðurinnl En hann er náttúrlega til neyddur sannleikans vegna og framfara- málanna í Akureyrarbæ, 'sem hann segir, að meirihluti bæjar- stjórnarinnar sé að gera að eyði- mörk. En bót í máli er, að Bragi lofar ærlegu regni af himni sín- um og Steindórs, svo að vér, Ak- ureyrarbúar, megum eiga von á frjósömum árstíðum senn hvað líður! Bara að úr þessu verði ekki Mont Blank hjá þeim. ,,íslendingur“ í ógöngum. Þetta háttvirta málgagn Sjálf- stæðisflokksins hefir raunar allt- af verið í ógöngum í skrifum sín- tim um dýrtíðina, en þó kastar fyrst tólfunum í síðasta tölubl. þess. Ritstjóri blaðsins hefur þar upp harmakvein út af því „vand- íæðaástandi", er dýrtíðin hafi skapað, en fullyrðir jafnframt, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það, „ef allir flokkar hefðu borið gæfu til að standa samein- aðir um stjórn landsins á undan- förnum árum.“ Það er öllum kunnugt, að þeg- ar Ólafur Thors myndaði stjórn með kommúnistum haustið 1944, tók Framsóknarflokkurinn ekki þátt í þeirri stjórn, af því að hinir flokkarnir voru ófáanlegir til að bindast samtökum um stöðvun dýrtíðarinnar og lækk- un hennar. Framsóknarflokkur- inn sá fyrir fram að hér var stefnt út í ófæru eins og nú er komið á daginn. Magnús Jónsson íslendingsrit- stjóri viðurkennir nú með fyrr- greindum ummælum, að hefði Ólafur Thors ásamt leiðtogum verklýðsflokkanna, gengið inn á þá stefnu Framsóknarmanna að Þar með er loks fengin viður- kenning ísl. á því, að dýrtíðin í þeirri mynd, sem hún nú er í, sé fyrrv. stjórnarflokkum að kenna. „Það er auðvelt að vera gáfað- j ur eftir á,“- segir ísl., og sannast ! þetta átakanlega á stjórn Ólafs i Thors. Verst er að seinfærni í I gáfum hennar bitnar harkalega á allri þjóðinni. Þrátt fyrir fyrrgreinda viður- kenningu Isl. rembist ritstjóri hans við að verja Ólaf Tihors og telur- hann eiga enga sök á dýr- tíðinni og öllu því böli, er hún veldur. Öll gagnrýni Framsókn- arblaðanna á hendur Ólafi sé bara „blekking" og „rógur", seg- ir M. J. Gagnrýnin hefir verið í því fólgin að birta ummæli Ól- afs Thors sjálfs orðrétt um bölv- un dýrtíðarinnar og sanna síðan, að orð og athafnir lians hafi stangast herfilega. Það er alltaf hægur vandi að hrópa upp orðin „blekking og rógur“, þegar rökin þrjóta, en þessar upphrópanir sanna ekkert og reynast því mátt- vana í augum allra skynsamra manna. Á Alþingi vorið 1942 sagði Ól- afur Thors: „Skattalögin eru samþykkt. Gerðardómslögin eru samþykkt. BÆÐI LÖGIN VERÐA FRAMKVÆMD." Hverjar urðu efndirnar á þessu hátíðlega loforði, Magnús minn? Og að lokum þetta: Hvernig stóð á því að stjórn Hermanns Jónassonar gat haldið vísitölunni niðri í 183 stigum frá því í október 1941 og þar til stjórn Ól. Th. tók við völdunum en þá hækkaði hún um 89 stig á nokkrum mánuðum, og eftir að hann myndaði stjórn 1944 hækkaði vísitalan raunverulega enn um 40—50 stig? Gettir ritstj. ísl. gefið skýringu á því, að í hvert sinn, sem Ól. Th. myndar stjórn, dafnar.dýr- tíðin svona ágætlega í höndum hans, án þess að stjórn hans eigi nokkra sök á því? En til hvers er að spyrja? Mun ekki ritstjóri „íslend- ings“ vera kominn hér í þá sjálf- heldu í vörn sinni fyrir Ólaf Thors, að hann geti ekki úr henni losast, komizt hvorki upp eða niður úr þeim ógöngum, er hann hefir hætt sér í. Y f i r I i t yfir fjársöfnun „Kvenfél. Fram- tíðin“ til hins nýja sjúkrahúss Akureyrar, árið 1946. Tekjur: 1. Innstæða frá f. ári kr. 152.773,21 2. Safnað á árinu — 15.781,37 3. Innk. á Jónsmessuhátíð — 33.284,76 4. Vextir á árinu — 2.045,30 Samtals kr. 203.884,64 Gjöld: 1. Afhent spitalanefnd kr. 50.000,00 2. Ýmis útgjöld á árinu — 1.134,97 3. Innstæða í bönkum — 152.749,67 Samtals kr. 203.884,64 Víkur úr varakonungs- embætti Sir Archibald Wavell, hinn jrægi hershöfðingi Breia, sem verið hefir varakonungur á Indlandi síðan Ghurchill setti hann i pað embcetti á striðsárunum, hefir nú orðið að láta af embcelli samkvæmt ósk brezku Verkamannastjórnarinnar, en Mountbatten lávarður, frændi Bretahonungs, tekur við embœtti. Búist er við því, að Wavell muni birta greinargerð um störf sín í Ind- landi og taka afstöðu til frávikning- arinnar. ■I-—..-.......- 1 ■ ---- Útgerðarfélag Höfðhverf- inga fær nýjan bát i Nýlega er hlaupinn af stokk- unum 11 j á Landsmiðjunni í Reykjavík 67 smálesta fiskibát- ur, eign hlutafélagsins Gjögur á Grenivík. Félag þetta var stofn- að á sl. hausti og eru hluthafar útgerðarmenn og sjómenn á Grenivík og bændur í Höfða- hverfi. Hlutverk félagsins er að auka og efla athafnalífið í Greni- vík með útgerð, fiskiðnaði og endurbótum á aðstöðu útgerðar- innar, eftir því sem fært þykir. Hinn nýji bátur félagsins nefnist „Vörður“ og verður hann gerður út á línuveiðar frá Hafnarfirði í vetur. Skipstjóri er Adolf Odd- geirsson frá Hlöðum. Gjögur h.f. á annan bát í smíðum í Land- smiðjunni. j Framkvæmdastjóri félagsins er Þórbjörn Áskelsson, útgerðar- ! rnaður í Grenivík. ALMBNNAR | TRYGGINGAR | I H. F. | i Hafnarstræti 100-Sími 600] rniiiiimiiiiiiiiiiimiumnmiiMniíiiiintiniiiiiiiiiiimiiiiiiii” Armstrong Siddeley 6 hestafla loftkældar dieselvélar Þetta eru lientugustu og ó- dýrustu aflstöðvarnar sem ís- lenzk sveitaheimili eiga völ á um þessar mundir. Vél, sem á sumrin knýr hey- þurrkunartæki, getur á vetrum knúið rafal, nægilega stóran til ljósa og suðu að verulegu leyti fyrir meðaliheimili. Getum útvegað rafala fyrir 220 volta riðstraum 5 Kwa„ sérstaklega byggða fyrir þessar vélar. Vegna þess, hve afgreiðslutími er langur, er nauðsynlegt, að þeir, sem ætla að fá þessar vélar og rafala tilheyrandi þeim, til afgreiðslu á næsta vori og næsta sumri, geri pantanir sínar sem allra fyrst. Uraboðs- og Raf tækjaverzl. íslands h/f Hafnarslrœti 17 — Simi 6439 — Reykjavík "1 Tilkynning Viðskiptaráð hefir ákveðið íhámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: í heildsölu ........... kr. 7.70 pr. kg. í smásölu ............. — 8.80 — — Sé kaffið selt ópakkað, skal það vera kr. 0.40 ódýrara. Reykjavík, 6. marz 1947. Verðlagsstjórinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.