Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 12. marz 1947 Sætur er hann, þefurinn að austan! PLLEFU VORU ÞEIR, norsku kommúnistarn- ir, sem greiddu atkvæði með því fyrra þriðju- dag í Stórþinginu norska, að semja við Sovétríkin 'um „sameiginlegar hervarnir“ Rússa og Norð- manna á Svalbarða. — Ekki ýkja há tala að vísu, þegar þess er gætt, að hinir voru 101, sem ekki vildu semja við Rússa um þetta efni. En það er vissulega mikil bót í máli, að félagarnir 11 voru þó allir norsku kommúnistarnir í Stórþinginu — enginn einasti fulltrúi þessa einhuga og sámstæða flokks skarst þó úr leik, þegar um það var að ræða að styðja „föðurlandið mikla“ í austri til valda og aukinnar yfirdrottnunar á Norðurhöfum, og það jafnt fyrir því, þótt sú valdaaðstaða skyldi veitt á kostnað umkomulítillar smáþjóðar, sem fætt hafði þennan hóp til lífsins og fóstrað hann til þess manndóms og þegnskapar, sem þeir nú voru að sýna, er þeir risu einir gegn múgnum og heimt- uðu rétt og ráð Rússa yfir norsku landi. Betur gátu þeir vissulega ekki gert! Og ekki var það þeirra sök, þótt þetta smáríki búi ennþá við svo úrelt og „vestrænt“ lýðræði, að meirihlutinn fær þar enn að ráða — og þorir að ráða, hvort sem stórveldinu austræna líkar betur eða ver. þAÐ ER KUNNUGT, að hin rússneska her- stöðvakrafa á hendur Norðmönnum er miklu eldri í hettunni en látið hefir verið uppi opinber- lega. Víst er, að þeir báru þessa kröfu sína fram eftir „diplomatiskum leiðum", þ. e. a. s. bak við tjöldin, að minnsta kosti ári áður en Bandaríkja- menn hreyfðu fyrst tilmælum sínum um her- stöðvar hér á landi, haustið 1945. Þeim tilmælum var, svo sem alkunnugt er, gersamlega hafnað, bæði fyrr og síðar. Stórblöð á Norðurlöndum, svo sem „Göteborgs Handels og Sjöfartstidning", hafa dáðst að hinni einbeitlegu og röggsömu afstöðu íslendinga til þessa máls og talið, að herstöðva- hugur stórveldanna hafi beðið mikla hnekki hér á norðurslóðum af þeim ástæðum, að íslendingar vildu ekki semja um afsal landréttinda til hern- aðarþarfa í neinni mynd, þótt vinsamlegt stór- veldi leitaði eftir slíku. riNS OG ALKUNNUGT er voru íslenzku kommúnistarnir svo miklir og vígreifir föð- urlandsvinir, þegar þetta mál var hér á döfinni* að þeir létu sér ekki nægja það, að allir stjórn- málaflokkar voru einhuga um að neita tilmælum Bandaríkjamanna um herstöðvar á Islandi. Þeir vildu nota tækifærið til þess að spilla vihsamlegri sambúð okkar við Bandaríkin og svara skeytum þeirra í sem fjandsamlegustum tón. Þegar aðrir flokkar höfðu vit fyrir þeim í þessum efnum, ætl- uðu þeir af göflum að ganga og jusu yfir þá land- ráðabrigzlum og livers konar svívirðingum. Þjóð- in og heimurinn allur átti svo sem að sjá það svart á hvítu, að þeir væru hinir einu sönnu föður- landsvinir og landvarnarmenn hér á landi! En nú bregður svo undarlega við, að aðalmálgagn Kommúnistaflokksins íslenzka, „Þjóðviljinn", tekur upp skjöldinn fyrir „landsölumennina" norsku og ver athæfi þeirra í hvívetna með oddi og egg. Og sjálfsagt verður þess ekki langt að bíða, að hið skrautritaða afþrykk „Þjóðviljans" norður hér renni óðfúst út á sömu slysaslóðina. F'URÐULEGA hljóta þeir menn að vera and- * lega náttblindir, sem meinað er að sjá glögg- Á himni og jörðu. ¥jÓTT ÞRÖNGT gerist nú á þjóð- *■ vegum dauðlegra manna hér nyrðra — og það vissulega af ýmsum og harla ólíkum ástæðum ■ er þó enn sæmilega rúmt uppi í háloftunum og því óþarft, að menn núi sér þar ákaflega hver utan í ann- an. En ekki virðast þó allir alls kostar ánægðir með ástandið þar uppi held- ur, eða þó öllu fremur raunar misjafn- lega hrifnir af sambandinu við jörð- ina, sem þeir verða þó allir að hafa öðru hverju, ennþá sem komið er, nema þá helzt þeir, sem fluttir eru alfamir suður og upp, eða kannske norður og niður, þeir sem verr fara — en þeir eru vafalaust ekki dæmalaus- ir, ef af líkum má ráða. — „Leikmað- ur“ skrifar mér pistil um Jlughöín á Akureyri" og er þéttingsreiður út í blöðin og valdhafana, eins og geng- ur. Það er ekki nema gott að menn skipti skapi öðru hvoru, þegar á- stæða er til. Það gengur þá kannske eitthvað undan þeim, fremur en ella myndi. — Og hér er pistill leik- mannsins: Flughöfn á Akureyri. ¥vVÍ RITA eg þessar línur, að eg er orðinn þreyttur á að leita án þess að finna. Eg hefi lengi leitað í blöðum þeim, sem gefin eru út í þessum bæ, að einhverjum vo.tti af áhuga fyrir flugsamgöngum milli Akureyrar og annara landshluta. Eg hefi verið að vona, að einhver máls- metandi maður í bænum léti til sín heyra um þessi mál og vekti, með því umræður og áhuga hjá almenningi. En sú von min hefir orðið sér til skammar. Allir hafa þeir þagað sem lega gegnum þennan blekkinga- sorta, sem kommúnistar allra landa reyna að hylja með nekt sálar sinnar og pólitískt innræti. Alls staðar og æfinlega þykjast þeir miða baráttu sína við hags- muni alþýðustéttanna og rétt smáþjóðanna til sjálfstæðis og jafnréttis. En alls staðar og æfin- lega reynast þeir jafn smásmugu- lega trúir og dyggir þjónar og málsvarar einræðisstefnunnar og einræðisríkisins, sem ■þeir hafa svarið trú og hollustu. í hvaða átt sem þeim húsbændum þókn- ast að lyfta stéli sínu í það og það skipti, skulu þeir ætíð reiðu- búnir að skjóta næturgagni sálar sinnar þar undir til áfyllingar og aftöppunar. Það er sízt hætta á því, að þessir menn viðri ekki nösurn jafn fagnandi í austurátt þessa dagana sem endranær, þótt reykinn af bókabrennunum í Finnlandi leggi út á hafið — reykinn af Herlæknissögunum, ljóðunum um Fanrik Stál og öðrum þjóðarbókmenntum Finna, sem valdhafarnir þar hafa nú bannað og dæmt á bálið til jress að þóknast hinum „frjáls- lyndu og víðsýnu bókmenntavin- um og verndurum smáþjóð- anna“, sem sitja nú yfir hlut þeirra og annarra nágrannaþjóða sinna í krafti hervalds og ofríkis, er teygir hrammana með reykn- um af bókabrennunum æ lengra norður yfir höfin. Þessum mönn- um er hann vissulega jafn sætur og ætíð áður þefurinn, sem að austan leggur, þótt hann sé nokkuð blandinn finnskri papp- írslykt og norskum Stórþingsreyk þessa dagana! bezt og með því gefið til kynna, að þeir séu gjörsamlega áhugalausir um þessi mál, eða þá að þeim finnst flug- málum okkar harla vel fyrir komið, svo vel, að engra endurbóta sé þar þörf. Þetta tómlæti er óþolandi, því að flugmál okkar eru í hinum mesta ólestri á sumum sviðum, og við svo búið má ekki standa. Það er brýn nauðsyn til úrbóta og það strax. Flug- félag Islands heldur uppi flugferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur, en hvað viðkemur flughöfn hér á Akur- eyri er aðbúnaðurinn fyrir neðan allar hellur, því að ekki er hægt að hafa hér flugvél yfir nótt nokkurn veginn áhættulaust, nema í logni og blíð- viðri, hvorki á „flugvellinum“, sem er langt frammi í firði, eða hér á Pollin- um. En vegna þessa aðbúnaðar eru engar beinar flugsamgöngur milli Ak- ureyrar og annarra staða en Reykja- víkur. Slíkt „gat“ í samgöngukerfi Ak- ureyrar hlýtur að vera bænum til stór- tjóns, og þar að auki er óeðlilegt, að ekki séu a. m. k. jafn góðar samgöng- ur milli Akureyrar og Austfjarða eins og Austfjarða og Reykjavíkur. En hvemig á að kippa þessu í lag? Með því að byggja hér á Akureyri flughöfn sem yrði auðalflughöfn fyrir Norður- og Austurlandið." Reylcjavík ein í tengslum við himininn! AÐ ER ÓHÆFA,“ heldur leik- Þ skuli vera eini staðurinn á landinu, sem veitt getur farþegaflugvélum flugfélaganna húsaskjól og sæmilegar aðstæður til farþegaflugs. Flughöfn Akureyrar fyrir landvélar er 20—30 km. frá bænum, ein braut og nokkrir braggar, enginn fastur starfsmaður og litið eftirlit af hendi þess opinbera. Þetta er ekki gott, en þó er annað ennþá verra. Stundum verða flugvél- arnar að snúa við hjá Hrafnagili, eða þar um bil, og fljúga suður aftur, því að ólendandi getur verið á Melgerðis- melum sakir dimmviðris, þótt á Akur- eyri séu hin ákjósanlegustu lendingar- skilyrði. Einhver mun nú ef til vill spyrja: „Hvað höfum við að gera með flugvöll? Við sem eigum þennan ágæta Poll. Notið aðeins sjóflugvélar, og þá er allt í lagi.“ Jú, slíkt hefir heyrzt F'N SANNLEIKURINN er sá, að ■“-^ Polluripn ér ónothæfur, sem að- alflughöfn fyrir Akureyri. Hvers vegna? Vegna þess að þá tíma árs, sem mest þörf er fyrir fullkomna og örugga flughöfn í næsta nágrenni bæj- arins, þegar vegirnir frá bænum eru ófærir bilum af völdum snjóa, þá er Pollurinn ísi lagður og einskis virði sem lendingarstaður fyrir flugvélar. Það er því full ástæða til að vinda bráðan bug að því að finna hentugt flugvallarstæði, sem næst bænum og byggja þar síðan góðan flugvöll. Akur- eyri er og verður mikilvæg samgöngu- miðstöð fyrir Norður og Austurlandið, og á því að vera forustubær í sam- göngumálum fjórðunganna. Gefum góðan gaum að þessum málum, það má ekki taka fullnaðarákvörðun um staðsetningu flughafnar hér, að Akur- eyringum forspurðum. Það getur ekki verið, að við séum svo aumir að nauð- synlegt sé, að Reykxíkingar taki allar meiri háttar ákvarðanir í fjórðungs- málum okkar hér norðanlands og austan. Vonandi er, að forráðanfenn þessa bæjar taki flugvallarmál okkar myndarlegum tökum og fái leyst þau þannig, að til sóma verði fyrir þá og bæinn, en til hagsældar fyrir alla, sem um flugvöllinn fara.“ . (Framhald á 5. blaðsíðu). Fyrsta flokks trommusett er til sölu. Afgr. visax á. Það, sem koma skal? Það er oft sagt, ið hárið sé mesta prýði konunnar. Stundum er það svo, og víst er um það, að fall- ^egt og vel hirt hár, er hin mesta prýði. Það getur ver- ið býsna mikill vandi að finna hina réttu hár- /greiðslu fyrir andlitsfall sitt — þá klæðilegustu — en tiltölulega auðvelt ætti að vera að þreifa sig áfram sjálf, með því að reyna ýmsar greiðslur. — Mörgum stúlkum þykir gaman og gott að skipta oft um hárgreiðslu, og sannarlega er í því tilbreyting, engu síður en í því, að skipta um kjól eða kápu. — í spánýjum kvennblöðum frá Ameríku er sagt, að nýjasta tízka á sviði hár- greiðslunnar sé sú, að hárið er greitt upp og aftur frá enninu, án nokkurrar skiptingar, en síðan fram með vöngunum og látið hylja eyrun. — Þá eru einnig aðrar greiðslur með ýmis konar „krús- indúllum" í hnakka og vöngum og, af myndum að dæma, eru margar þeirra skringilegar og sum- ar Ijótar. — Eg hugsa að okkur myndi finnast þær gamaldags(l) ef ekki væri greinilega tekið fram, að þetta væri nýjasta tízkal En það er ekki bara hártízkan, sem kemur okk- ur einkennilega fyrir sjónir á þessum tímum. — Kjólar og annar klæðnaður kvenna hefir síkkað, svo að töluverðu nemur og „forpokast" allur að því er virðist í fljótu bragði. Eg fletti í gegnum tízkublaðið „Vogue“ (marz- hefti 1947), sem eg komst yfir nú á dögunum, og annað eins samsafn af ljótum tízkumyndum, hefi eg aldrei augum litið! Þá sá'eg í öðru blaði frásögn af því allra nýjasta á sviði sokkatízkunnar. Tar var fyrirsögnin: „Tattúeraðir leggir“. — Sokkarnir eru unnir þannig, að ýmsar myndir koma fram í prjóninu og lítur þá út, eins og leggirnir sjálfir séu „tattú- eraðir", þegar verið er í sokkunum. Innan skamms mun því verða hægt að sjá litla „amora“ á öklum ungu stúlknanna, blæðandi hjörtu, sem ör stendur í gegnum á leggjum þeirra og fleira því líkt! Hvernig lízt ykkur á? Það væri synd að segja, að þá skorti hugmyndaflug, tízkusérfræðingana, né áræði. En hvernig tekur kvenþjóðin þessu? Það er eft- ir að vita. Og þótt það sé margsannað, að tízkan sé ótrú- lega slyng að koma sínu fram, getum við ekki annað en undrast og spurt: Er það þetta, sem koma skal? V * „Puella“. Veiztu það, að eg hefi ekki fengið vott af kvefi, síðan eg byrjaði að taka lýsi. — Einn eggja- bikar á hverjum morgni er öruggasta vörnin gegn kvefi. * Biblían er mest selda bókin, sem nokkurn tíma hefir verið prentuð. Allt að 11.000.000 eintök eru gefin út árlega og prentuð á næstum öllum tungumálum heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.