Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12- marz 1947 D A G U R /r0b 1Z Er sparneytnasta og ódýrasta varzla fyrir stórgripi Ómissandi við alla beitirækt Viðurkennd að gerð og gæðum eftir 8 ára reynslu á tugum þúsunda bændabýla á Norðurlöndum 50 postulínseinangrarar 1 hliðargormur og 1 handfang fylgja tækinu Það sem þarf framyfir pantist sérstaklega BÆNDUR! Nú er tími til að ganga frá pöntunum á JfJMa ^ hjá kaupfélögunum fyrir sumarið! Samband ísl. Samvinnufélaga 11 UM VIÐA VEROLD Það er til marks um frosthörkurnar í Evrópu, að skip á siglingu um Norð- ursjó hafa séð þar ísjaka á reki, sem er alít að 7' metrar á hæð, yfir sjávar- flötinn. Ensk stjórnarvöld hafa rætt möguleikana á því, að sprengja ís- breiðurnar með sprengjuvarpi, en ekki hefir orðið úr þeim ráðagerðum. * _ Holmenkollenskíðabrautin — þar sem Istendingarnir kepptu á dögunum, er stórfyrirtæki, sem skilaði 2,27 millj. kr. ágóða á sl. ári. Skíðabrautin hafði 20,6 millj. kr. tekjur árið sem leið. * Norska vísitalan var 160 stig í janú- ar, miðað við 100 fyrir stríð, en var 161,3 í desember. ❖ Danska flugfélagið hefir nýlega vik- ið einum flugmanna sinna úr stöðu sinni vegna þess, að hann flaug til Bornholm með farþegana í stað þess að fara til Belgíu. Hann sagðist hafa verið annars hugar! * Sænska stríðsskaðabótanefndin hef- ir lokið störfum og greitt út samtals 800,000 kr. Af þessu fékk sænska rikið endurgreitt frá Bretum og Bandaríkjamönnum 600 þús. Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu Með tilvísun til laga nr. 13, 31. maí 1927, er hér með vakin athygli á því, að einstaklingum, félögum og stofnunum hér á landi er óheimilt að hafa erlenda ríkisborgara, konur jafnt og karla, í þjónustu sinni, um lengri eða skemmri tíma, nema að fengnu leyfi ráðherra. Nær þetta einnig til danskra ríkisborg- ara, er komið hafa hingað til landsins eftir 5. marz 1946. Eyðu- blöð fyrir atvinnuleyfisumsóknir liggja frammi hjá lögreglu- stjórnum úti á landi og útlendingaeftirlitinu í Reykjavík. Athygli skal vakin á því, að atvinnurekanda ber að sækja um atvinnuleyfi fyrir það érlent fólk, sem þeir ráða í þjónustu sína, þar sem útlendingum sjálfum er yfirleitt ekki veitt at- vinnuleyfi, en leyfið er veitt hinum íslenzka atvinnurekanda með þeim skilyrðum, sem sett eru af ráðuneytisins hálfu. Félagsmálaráðuneytið, 28. febrúar 1947. Karlmanna skautaskór f yrirliggjandi r r SKOBUÐ Akureyringar! Að gefnu tilefni er fastlega skorað á alla bæjarbúa, að fara sparlega með vatn frá Vatnsveitunni. Og stranglega bannað að láta vatn renna að óþörfu, t. d. við að útvatna fis'k, kjöt eða við að kæla mjólk. — Sannist hirðuleysi manna í þessum efnum, verður vatnið fyrirvaralaust tekið af þeim húsum yfir lengri tíma. VATNSVEITA AKUREYRAR. H •• usgogn til sölu SKRIFBORÐ SKRIFBORÐSSTÓLL SÓFI og STÓLAR SÓFABORÐ Allt vel með farið og sem nýtt. T’ilvalið í hdrraherbergi. Afgr. vísar á. Þáttur af Solveigu Eiríksdóttur nefnist nýútkominn bækling- ur, skrásettur af Jónasi Rafnar yfirlækni, eftir heimildum gam- alla manna í Eyjafirði, er mundu Solveigu. „Fimmmenningamir“ hafa gefið kverið út, en prentað ei það í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h. f. Ekki mun Solveigu þessa eða samtíðarmanna hennar hafa órað fyrir því, að minning hennar yrði heiðruð með útgáfu sérstakrar bókar um hana nær 80 árum eftir dauða hennar. Hún var fædd ár- ið 1780 og andaðist 1868. Hún var auðnuleysingi og mestan ; hluta sinnar löngu æfi hrepps- ! ómagi í Öngulsstaðahreppi og | I flæktist þar bæ frá bæ, því að hún gat ekki tollað lengi í stað og flestum mun hafa verið hvim- leið. Hún var erkisóði og al- mennt kölluð Lúsa-Solveig, en ! þó að hún fylgdi ekki heilbrigð- ! isreglum, hafði hún heiðinna manúa heilsu og komst hátt á ní- I ° ræðisaldur. í æsku heyrði eg oft minnst á Solveigu kerlingu og aldrei nema á eina lund. Gárungarnir hentu , þó gaman að henni og ertu hana stundum. Hún var einn af þess um kynlegu kvistum, sem vaxa á | mannlífsmeiðnum sjálfum sér og jöðrum til leiðinda, að því er virð- ist. I Kristján Benediktsson frá 'Tvassafelli mun vel hafa túlkað afstöðu almennings til Solveigar kerlingar með vísuhelming þess- um til hennar: | „. . . . ónýtt gauðið óðs á frú alla dauða lifir þú“. Framan á kápu kversins er mynd af Solveigu, sem „mállausi Fúsi“ á Munkaþverá teiknaði. Margt er spaugilegt í sagna- þætti þessum um háttu Solveigar , og orðfæri. 1 I.E. imiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimim Eru allar eigur yðar brunatryggðar! Hafið þér gert yður grein fyrir, hve mikið þér munduð missa, ef hús yðar brennur? Gleymið ekki, að verðlag hefir margfaldazt á stríðsárunum. Þér, sem ekki haf ið brunatryggt allar eigur yðat, látið það ekki dragast, þar til það er um seinan. Nú getið þér brunatryggt eigur yðar í yðar eigin vátryggingarf élagi. Aukið öryggi yðar með tryggingu hjá Sam- vinnutryggingum. V átryggingardeild^Þ’ Umboð fyrir Samvinnutryggingar. riiimiimmmm immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Söltunarstöð bæjarins Ungling eða eldri mann immmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiiimmmmmmmmmiik á Oddeyrartanga (Höepfnersbryggja með hús- um) er til leigu í því ástandi sem hún nú er. Til greina getur komið leiga á bryggju og húsi sitt í hvoru lagi. Tilboðum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir marzlok. Bæjarstjórinn á Akureyri, 8. marz 1947. Steinn Steinsen. vantar til að bera blaðið til kaupenda í innbæn- um. Gott kaup. — Talið við afgreiðsluna. Yikubl. Dagur. P í a n ó (rKums) rnjög vandað og vel meðfarfið, er til sölu vegna brottflutn- ings eigandans. Upplýsingar gefur Tómas Steingrímsson. Sími: 333 og 351 iheima. iimmimmimiiMiituiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiHimii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.