Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 8
□ RÚN.: 59473127 - Frl.: I. O. O. F. - 12831481/2. - Akureyrarkirkja. Messað næstk. sunnudag. kl. 2 e. h. Frá staríinu í Zíon. — Ólafur Ólafs- son kristniboði starfar hér um tíma og verður samkomukvöldum hagað sem hér segir: 1. Almennar samkomur ó miðviku- dögum, föstudögum og sunnudögum kl. 8.30 síðdegis. 2. Á laugardagskvöldum kl. 8.30 verða sýndar kvikmyndir frá Indlandi og Kína. Allir velkomnir. 3. Sunnudagaskóli kl. 10 árdegis, — Barnasýningar á laugardögum kl. 5.30 síðdegis. — Öll börn velkomin. Síra Jóhann Hannesson tekur þátt í samkomunum fyrst um sinn. Sjötugur verður næstk. föstudag, þ. 14. þ. m., Jón Baldvinsson, fyrrv. skip- stjóri, Munkaþverárstræti 17. Bazarnefnd Kvenfélags Akureyrar- kirkju þakkar bæjarbúum góðan stuðning, og biður þess getið, að út var dregið happdrættisnúmer 162. — Vitja má vinningsins til frú Guðrúnar Ragúels. v Virmufund heldur Kvenfélagið Hlíf að Hótel Norðurland fimmtu- dagskvöld (annað kvöld) kl .9. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Anna María Valde- marsdóttir, Landamóti, Köldukinn, og Bragi Benediktsson, Landamótaseli, sömu sveit. Til nýja spítalans., Gjöf frá G. F. kr. 20.00. Afhent af Hreini Jónassyni frá nokkrunv drengjum, sem „slógu köttinn úr tunnunni", kr. 41.00. Frá A. G. kr. 300.00. Með þökkum mót- tekið. G. Karl Pétursson. Heilsuvernd, tímarit Náttúrulækn- ingafélags íslands, 3. hefti 1. árgangs (1946), er nýkomið út. Efni heftisins er þetta: Náttúrulækningahæli og Sví- þjóðarför vorið 1946, eftir ritstjórann, Jónas lækni Kristjánsson. — Heil- brigð þjóð, eftir Snorra P. Snorrason, stud. med. — Auðveld fæðing (frá- sögn). — „Ólæknandi“ skjaldkirtil- bólga. læknast með mataræði. — Náttúrulækningafélag Islands kaupir jörð fyrir heilsuhæli. — Uppskriftir o. fl. — Nokkrar myndir prýða heftið, sem er vandað að öllum frágangi. Stúkan Bryuja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 17. þ. m. kl. 8.3 Oe. h. stundvíslega. — Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. — Upplestur. — Erindi o. fl. Barnastúkan Berpskan heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 16. þ. m. kl. 1 e. h. Allir eitt". Munið dansleikinn að Hótel KEA næstk. laugardagskvöld kl. 8.30 e. h. Félag ungra Framsóknarmanna heldur fund næstk. mánudag kl. 8.30 e. h. að Hótel KEA (Rotarysal). — Dagskrá: Blaðakvöld og umræður. — Stjórnin. Enn snjóaði í gær og versnaði færi á vegum. Ekki er nú fært nema fyrir stóra bíla um þjóðveginn fram í fjörð og ófær alveg vegurinn út með firðin- um, báðum megin. Mjólk er nú að mestu flutt til bæjarins á sleðum og sjóveg. Enginn mjólkurskortur er þó og ekki yfirvofandi. Mikil snjóþyngsli eru um allt Norðausturland og Austur- land, sérstaklega á Fljótsdalshéraði. Engin inflúenza hér - segir héraðslæknir ■pNGRAR inflúenzu hefir orðið vart hér ennþá, sagði Stefán "Guðnason, héraðslæknir, er blað- ið átti tal við hann í gær, en hins vegar má búast við að hún berist hingað. Inflúenzufaraldur geng- ur í Reykjavík og fer ört yfir. Veikin er talin væg; þó fá menn háan hita, en ná sér venjulega skjótt. L AGUR Þýddar skáldsögur eftirsótfasta lesefnið Starfsemi Amtsbókasafnsins á síðastliðnu ári Blaðinu hefir borizt eftiríarandi greinargerð um Amtsbókasafnið: Útlánsdeild safnsins var opin sem áður: þriðjud., fimmtud., og laugardaga, kl. 4—7 síðdegis, og lestrarsalur sömuleiðis frá hausti og fram til áramóta. En síðan var lestrarsalur opinn alla virka daga, nema mánudaga, fram til maíloka, á sama tíma dags. Yfir sumarmánuðina og fram til 1. október var safnið aðeins opið einn dag í viku, miðvikudaga, en að þessu sinni á sama tíma dags, frá kl. 4—7 síðd., áður venjulega aðeins tvær klukku- stundir, frá kl. 8—10 síðd. — Síð- an fram til áramóta hefir safnið og lestrarsalur verið opið á sama 'hátt og fyrra haustið, og er svo enn. Bókaútlán og aðsókn að lestr- arsal hefir verið, sem hér segir: I. Erlendar bækur, flestar danskar, allmargar enskar og fá- einar þýzkar, 685. II. íslenzkar bækur, alls konar, 3195. III. Þýðingar úr erl. málum, mestmegnis skáldsögur, 4175. Útlán alls: 8055. Lánþegar alls: 550. — Aðsókn að lestrarsal: um 650 alls. Bókavörður lætur þess getið, að meðferð bóka sé mjög ábóta- vant hjá allt of miklum hluta lánþega, og virðist þeir algerlega kæringarlausir um bækur safns- ins! Alltítt sé að fá aftur jafnvel nýjar bækur stórskemmdar, sér- staklega útkrassaðar af stálpuð- um börnum og óvitum, bæði með litkrít og blýöntum, rifnar til óbóta og blöðunum týnt o. s. frv. Á lestrarsal skortir því miður margt af því, sem nauðsynlegt mætti teljast: m. a. allflestar fræðibækur og handbækur á Norðurlandamálum, sem út- komnar eru eftir aldamót o. fl. af því tagi. Af utanbæjarblöðum er þar aðeins dagblaðið „Vísir“, en Akureyfarblöð eru þar öll, nema „Alþýðumaðurinn" .... Brunahætta safnsins er stöðugt yfirvofandi, og kvikni þar í, verð- ur engu bjargað! — „Matthíasar- bókhlaða“ virðist orðin að þjóð- sögu, og lóðin sennilega týnd, þegar til á að taka. — En meðal annarra orða: Eftir hverju er beðið? NÝKOMIÐ: Karlmanna-vetrarfrakkar Karlmanna-regnfrakkar Skíðastakkar Hattar Kaupfélag EyfirÖinga V ef naðarvörudeild. Hafnarmálin (Framhald af 1. síðu). , ingu hafnargarðsins norðan á Oddeyri.“ / Enn líður allt árið 1945 og ekkert svar kemur. Það kom loks með bréfi, dags. 22. jan. 1946, og voru þá full tvö ár liðin Síðan hin fyrsta samþykkt var gerð. En sagan er ekki öll sögð enn. Hinn 17. apríl 1946 tók vita- málaskrifstofan að sér yfirumsjón verksins, sbr. bókun hafnar- nefndar, sem birt er í grein Mart- Sigurðssonar hér í blaðinu í dag. Síðan hefir ekkert gerzt í málinu, fyrr en Alþýðuflokksfélag Akur- eyrar gengur fram fyrir skjöldu og álasar bæjarstjórninni fyrir að hafa ekki hrundið málinu í framkvæmd. Þegar á það er bent hér í blaðinu við liverja örðug- leika hefir verið að etja og að sæmra væri fyrir þennan félags- skap, að ýta við sínum mönnum syðra, en vera á sífelldum at- kvæðaveiðum hér með slíkum samþykktum, þá er mannsbrag- urinn ekki meiri en það á ritstj. Alþýðumannsins, að honum er meira í mun að hvítþvo háttsetta Alþýðuflokksforingja í Reykja- vík af allri synd við málið, en ýta á eftir því, að þeir tefji það ekki meira en orðið er. Þannig snúast litlir karlar stundum við miðl- ungsstórum verkefnum. Vísitalan í marzmánuði er 310 stig Vísitalan fyrir marzmánuð hef- ir nú verið reiknuð út, og er hún aftur komin niður í 310 sdg. Ríkisstjómin tilkynnti, þegar það kom í ljós, að vísitalan fyrir febrúar yrði 316 stig, að hún inundi í samræmi við málefna- samning þann, sem lagður var til grundvallar við stjórnarmyndun- ina, greiða niður vöruverð fyrir næstu mánaðamót, þannig, að vísitalan færðist aftur niður í 310 stig, eins og hún var í janúar. — Helir þetta nú verið gert með breytingunni á kjöt- og kartöflu- verði, sem auglýst var fyrir nokkru. Kaúpgjald fyrir niarzmánuð ber að sjálfsögðu að greiða eftir febrúarvísitölunni, 316 stig. DAGUR Vegna mikillar verðhækkunar á pappTr og aukinna erfiðleika við útvegun á nægu pappírs- magni í blaðið, mun sú regla verða upptekin að hættaaðsenda blaðið þeim áskrifendum um land allt, sem ekki hafa gert full skil fyrir áskriftarverði síðasta árgangs, frá næstk. mánaðamót- um að tel ja. 1 Flónelslök Ullarfeppi Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. —+ Jarðarför móður okkar, JÓHÖNNU ÁSGEIRSDÓTTUR, sem andaðist í Sjúkraliúsi Akureyrar þann 6. þ. m„ fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. þ.m. kl. 1.30. Kristjana Ólafsdóttir. Halldór Ólafsson. Mjaltavélar Getum útvegað nokkrar mjaltavélar, með stuttum fyrirvara. Höfum eina vél til sýnis í verzluninni. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Til sölu Borðstofuhúsgögn úr eik, betri-stofuhúsgögn úr mahogny, útvarpstæki, utanborðs-mótor, fatnaður o. fl. Tækifærisverð. Til sýnis í Brekkugötu 12, frá kl. 3—7, þrjá næstu daga. Nánari upplýsingar í síma 270. = ShjaldDorgar Bíd = Sýningar kl. 9: Miðviku- dag, fimmtudag, laugardag og sunnudag: Maðurinn f rá Marokkó (Bönnuð yngri en 12 ára.) Kl. 9 föstudag, kl. 5 laugar- dag og sunnudag: Verðlaun handa Benna Dorothy Lamour Arturo de Cordova Þeir, sem hafa undir höndum eitt- hvað af leikritum Pdls J. Árdals, eða kynnu að vita til þeirra einhvers staðar, eru vin- samlega beðnir að gera mér undirritaðri — eða Steinþór P. Árdal, Siglufirði — aðvart hið fyrsta. LA UFEY PÁLSDÓmR, Hamborg, Akureyri. =NÝJA BíÓ Miðvikud. og fimmtud. kl. 9: Tvífari bófans (Bönnuð börnum yngri en 16 ára.) Föstudagskvöld kl. 9: í víking (Síðasta sinn.) Laugardag kl. 6: Síðsumarsmótið Laugardagskvöld kl. 9: Töfratónar Sunnudag kl. 3: Óákveðið Sunnudag kl. 5: Töfratónar Sunnudagskvöld kl. 9: Tvífari bófans v*=

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.