Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 12.03.1947, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudagur 12. marz 1947 CLAUDlA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN 38. dagur (Framhald). „Vitleysa. Það fylgja engin óþrif hundunum." „Það er naumast að þú ert skemmtilegur í kvöld.“ „Nú, er það ekki von, að manni renni í skap, þegar maður fær ekki einu sinni frið til þess að lesa kvöldblaðið í næði.“ „Jæja, jæja, góði. Eg held eg sleppi því þá, að biðja þig að hjálpa imér í annað sinn með bankareikninginn minn.Eg skrifa þeim bara og segi niðurstöður þeirra, séu ekki réttar." „Þú gerir ekkert slíkt. Láttu mig sjá reikninginn.“ Hann settist við skrifborðið og opnaði ávísanaheftið hennar. Auðséð var á svipnum, að honum líkaði ekki aðkoman. „Tdl hvers notar þú ávísanahefti?“ spurði hann. „Til þess að halda dagbók á því? Hér stendur.: „Síma í mömmu út af koddaver- um. Bobby: 2 b.lsk.“ Hvað merkir þetta eiginlega?" „Æi, eg veit það ekki,“ játaði Claudía, eftir að hafa grandskoðað það, sem hún hafði ritað. Eg hefi bara párað þetta þarna mér til iminnis." „Því færðu þér ekki minnisbók?" spurði Davíð. „Hvaða tala er þetta, eru það þrír eða fimm?“ „Þrír, auðvitað. Ertu blindur?“ „En góða, hvers vegna skrifarðu ekki þrjá þannig að það líti út eins og þrír. Hvar eru tékkarnir, sem bankinn hefir endursent?“ „Nei, hættu nú. Þú þarft ekki að kenna mér skrift. Þeir eru þarna við nefið á þér.“ „Datt mér eklý í hug. Þarna er tékkur, gefinn út til Eastman Co. og hljóðar á 35 dali. Það voru þá fimm, en ekki þrír eftir allt sam- an. Þarna er ein af vitleysunum. Þú hefir tekið töluna upp sem 33.“ „Þú ert svei mér vel að þér í bókhaldinu,“ sagði Claudía, og var hálf skömmustuleg. „En þetta bætir lítið úr skák, þvíaðreikningur- inn er ennþá vitlaus um meira en 100 dali.“ Davíð svaraði engu, en hélt áfram að bera saman tölurnar. Claudía reyndi að draga að landi. „Já, en það var ekki reiknings- skekkja hjá mér, heldur bara mislestur. Það getur svo sem komið fyrir alla. En mér skjátlast aldrei í samlagningu og frádrætti." „Jæja,‘ ‘sagði Davíð og leit upp úr blöðunum. „Komdu hérna! Hvað eru níu frá þrettán?" „Hvar er það?“ „Þama, sem eg bendi.“ Claudía beit á vörina. Héðan af var ekki um annað að gera, en standa fast á gerðum hlut. „Sex,“ sagði hún og var hnakka'kert. „Teldu það á fingrunum, níu, tíu----“ „Jæja, kannske það séu fjórir." „Kannske? Væri ekki réttara að sleppa því?“ (Framhald). Laus staða Vélavarðarstaða við orkuverið við Laxá er laus 1. maí næstkomandi. Vélstjóri með prófi frá rafmagnsdeild vélstjóraskólans situr fyrir. Umsóknarfrestur til 1. apríl n, k. Upplýsingar um kaup, húsnæði og þess háttar gefur raf- veitustjórinn á Akureyri. Rafveita Akureyrar. Laus staða Þvottaráðskonu vantar að Heilsuhælinu í Kristncsi 1. eða 14. mai nk. Góð íbúð. Mjög hátt kaup. — Nýtt þvottahús, með nýtízku vélum verður væntanlega tckið í notkun á árinu. Upplýsingar geíur skrifstoía hælisins, sími 292. Olíuvélarnar eins, tveggja og þriggja hólfa, fást ennþá með gamla verðinu hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. Emailleraðir sænskir potfar 13, 16 og 20 lítra, fást hjá Verzl. Eyjafjörður h.f. -S\ Kaffistell 6 manna Ennfr. mjög falleg, amerísk Matarstell, er seld verða mjög ó- dýrt, þar sem þau ekki eru heil. Verzl. Eyjafjörður h/f Þakpappi No. 1 og 2 ply Milli veggj apappi Hessian í rúllum Verzl. Eyjaijörður h.f. Haglaskot Old Colony No. 16 Eley No. 12, haglastærð B.B., 1 og 3 Canuck No. 12, hagl. 4. Peters No. 12, haglastærð B.B. og 2 Remington short I.G.I. Long rifle. Verzl. Eyjafjörður h.f. Kvenarmbandsúr fundið. — Vitjist í Hafnar- stræti 15. Kvenkápur Mikið úrval nýkomið. Verð frá kr, 163.00. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Borðstofuhorð og sfólar úr eik — fyrirliggjandi á * r r Húsgagnavinnustofu Olafs Agústssonar & Co. ! -------------------....------------------------------ Ágæt þurrkuð epli ný sending — kr. 9.25 kílóið Pönnukökuhveiti í pökkum Rúsínubran Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. ATVINNA Stúlka með gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun getur fengið atvinnu við skrifstofustörf frá 1. maí n. k.' Einnig vantar innheimtumann frá sama tíma. Laun samkvæmt launasamþykkt bæjarins. Eiginhandar umsóknum sé skilað á skrifstofu vora fyrir 25. marz n. k. Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn. Rafveita Akureyrar. 1 iMunið útsöluna í Kaupvangsstræti 3 ! VERZLUNIN „H0Fu Meiraprófs-bílstjóri óskar eftir einhvers konar atvinnu hálfsmánaðar til mánaðar tíma. Afgr. vísar á. Steinlausar Rúsínur o. fl. þurrkaðir ávextir Allskonar ávaxtamauk Bökunardropar: Vanille, Citron o. fl, Sölutuminn við Hamarstia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.