Dagur - 26.03.1947, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudagur 26. marz 1947
DAGUR
Ritstjórl: Hcrukur Snorrason
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar
Þjóðin þarf að þekkja staðreyndirnar
l/HÐ FYRSTU umræðu um fjárhagsráðsfrum-
* varpið, er fram fór á Alþingi um fyrri helgi,
gerði Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra
grein fyrir afstöðu Framsóknarmanna til frum-
varps þessa í merkri ræðu. Lagði ráðherrann á það
megináherzlu, að fyrr hefði það verið þörf, en nú
brýn nauðsyn, að þjóðinni væri refjalaust og ein-
arðlega skýrt frá því, hvernig komið er í fjárhags-
málum íslendinga, innanlands og utan. Það væri
ekki hægt að samræma nýsköpun atvinnuveganna
og óhófseyðslu, svo sem reynt hefði verið að gera
að undanförnu.
OÁÐHERRANN BENTI á þá staðreynd, að
strax haustið 1942 hefðu Framsóknarmenn
flutt þingsályktunartillögu, þar sem lagt var til,
að komið yrði fastri skipan á framkvæmdastarf-
semina í landinu, svo að tryggður væri forgangs-
réttur framleiðslunnar og nauðsynlegra fram-
kvæmda. Það væri því ánægjuefni fyrir Fram-
sóknarmenn að fylgja þessu frumvarpi, þar sem
þeir hefðu fyrstir orðið til þess að benda á nauð-
syn þeirra ráðstafana, sem hér væru fyrirhugaðar.
Löggjöf þessi yrði því full viðurkenning þess, að
þeir hefðu barizt hér fyrir réttu máli.
jT’RAMKVÆMDIR LANDSMANNA hvíla aðal-
1 lega á þremur megin stoðum: Erlenda gjald-
eyrinum, vinnuaflinu og fjármagninu innan-
lands. Lítið eða ekkert getur orðið úr fram-
kvæmdum, sé þetta þrennt ekki fyrir hendi. Um
fyrsta atriðið er það hins vegar að segja, að það er
nú upplýst og fyllilega viðurkennt orðið, sem áð-
ur lék sterkur grunur á, að viðskilnaður fráfar-
andi ríkisstjórnar er á þá lund, að þessu leyti, að
öllum hinum geipilegu gjaldeyristekjum undan-
farinna stórgróðaára og öllum hinum tiltölulega
stórfelldu gjaldeyrisinnstæðum þjóðarinnar er-
lendis hefir verið gersamlega eytt og stórum fjár-
fúlgum framyfir það. Ennfremur verður því ekki
mótmælt með rökum, að aðeins tiltölulega litlum
hluta þessarar geysilegu fjárhæðar hefir verið var-
ið til hinnar svokölluðu nýsköpunar, eða annara
þarflegra eða aðkallandi hluta. Nú á það að vera
hlutverk fjárhagsráðs að tryggja það, að snúið
verði aftur á þessari slysaslóð, áður en það verður
um seinan. Það er ekki hægt að halda uppi öðrum
eins fjáraustri á öllum sviðum og gert hefir verið
undanfarin ár og standa samtímis straum af að-
kallandi og bráðnauðsynlegum framkvæmdum
og „nýsköpun".
ITM HIN TVÖ atriðin er svipaða sögu að segja,
^ hvað snertir viðskilnað fyrri ríkisstjórnar.
Vinnuaflið er enn algerlega óskipulagt. Menn
vantar á skip og báta í allstórum stíl og ýmsar
nauðsynlegar byggingaframkvæmdir hafa stöðv-
ast vegna skorts á vinnuafli. Ástandið í sveitunum
er alþekkt. í ráði er að auka skipastólinn enn
verulega og ýmsi konar iðnað í þágu nauðsynlegr-
ar framleiðslu. Þessar framkvæmdir hljóta að
stöðvast, nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar til
þess að skipuleggja hagnýting vinnuaflsins og
draga úr ónauðsynlegum og truflandi fram-
kvæmdum. Af fjármagninu innanlands er það
skemmst að segja, að ríkisskuldabréf hafa mátt
kallast óseljanleg nú um langt skeið. Fjármagnið
hefir sogazt inn í ýmis konar braskstarfsemi og
lúxusbyggingar. Fjárhagsráði er ætlað að létta
larsótt í bænum.
INFLÚENZAN breiðist enn allört út
hér í bænum, en vonandi líður nú
senn að því, að hún hafi náð hámarki
sínu og taki aftur að réna. Nokkrar
truflanir hafa þegar orðið af hennar
völdum í starfsemi skólanna í bænum,
og kennsla jafnvel alveg fallið niður.í
sumum þeirra um nokkurt skeið,
vegna veikindaforfalla nemenda og
kennara. Mikil brögð munu þó ekki
hafa orðið að þessu enn sem komið er
að minnsta kosti, og yfirleitt hefir far-
aldur þessi reynzt fremur vægur að
þessu sinni, og ekki hefir heyrzt, að
fylgikvilla þeirra, sem oft eru í för
með inflúenzunni, hafi orðið verulega
vart að þessu sinni. Algengast er, að
fólk liggi með nokkum sótthita —
stundum allháan — frá tveimur upp í
fjóra daga.
/
Óbrigðult lyf til — en ekki
íáanlegt?
SJÁLFSAGT HEFIR faraldur þessi
valdið ýmsum bagalegum truflun-
um á atvinnulífi bæjarmanna, þótt
ekki sé þess mikið getið, enda víst, að
slíkar truflanir hafa ekki komið að
jafnmikilli sök hér eins og víða annars
staðar, t. d. þar, sem vertíð er í fullum
gangi og miklar annir af þeim ástæð-
um bæði á sjó og landi. Það hefir vak-
ið athygli í þessu sambandi, að á sama
tíma og róðrar féllu niður og land-
vinna truflaðist vegna inflúenzunnar í
verstöðvum eins og t. d. Keflavík, þá
veiktist ekki nokkur maður í hinu
fjölmenna starfsliði Keflavíkur-flug-
vallarins. Skýringin reyndist vera sú,
að allir starfsmenn flugvallarins höfðu
verið „innsprautaðir" með nýju lyfi,
sem sagt er vera óbrigðul vörn gegn
veikinni. — Mönnum verður
að leggja þá spumingu fyrir sig, hvort
heilbrigðisyfirvöld okkar muni vera
nægilega vakandi á verðinum að fylgj-
ast sem allra bezt með merkum nýj-
ungum á sviði heilsugæzlunnar, enda
sé ávallt séð fyrir því með fullum
dugnaði og framsýni, að öll fáanleg
lyf og tæki til heilsuverndar séu jafn-
an fyrir hendi hér á landi, þegar til
þeirra þarf að grípa. Vel má vera í
þessu tilfelli, að umrætt lyf sé svo
nýtt af nálinni og enn aðeins framleitt
í svo smáum stíl, að það hafi alls ekki
verið fáanlegt til notkunar vegna ís-
íenzks almennings. En ekki mun slík-
um afsökunum alltaf til að dreifa,
þegar lyfjaskortur verður, þegar sízt
skyldi, og heyrzt hefir, að fleiri nauð-
synleg vamarlyf hafi verið ófáanleg,
þegar til þeirra þurfti að taka, þar
sem engar slíkar afsakanir voru fyrir
hendi.
„Habeas corpus.“
ÞJÓÐVILJINN" var svo óheppinn
að skýra frá því með miklum
fjálgleik nú á dögunum, að nú muni
sovétborgarar fá „habeas corpus,“ og
var frá þessu sagt í þeim dúr, eins og
hér væri um einhverja stórfurðulega
nýlundu að ræða og fáheyrða réttar-
undir með ríkisvaldinu að beina
hinu innlenda fjármagni, sem
enn er verulegt, að þjóðnýtum og
skipulögðum framkvæmdum.
Auðvitað veltur hér — eins og
ávallt endranær — mest á því,
hvernig tiltekst um framkvæmd
hinna nýju ákvæða. En heimild
og atbeini löggjafarvaldsins til
slíkra ráðstafana og heildarskip-
unar er þó fyrsta skrefið í rétta
átt að þessu leyti. Hjá einhverri
löggjöf á þessa leið er ekki hægt
að komast, ef allt á ekki að reka
viðnámslaust og stefnulaust und-
an straumi dusilmennskunnar og
ráðleysisins, eins og farið hefir
fram nú um langa hríð.
bót, sem sovétborgarar einir hefðu af
að segja, og glöggt mætti af marka,
hversu fullkomins lýðræðis og réttar-
öryggis hinum sælu þegnum þessa
mikla fyrirmyndarríkis væri hér eftir
ætlað að njóta umfram alla aðra
; dauðlega menn! Nú er það upplýst í
sömu andránni í ,Þjóðviljanum“ sjálf-
jum, að þetta réttarákvæði með fína
nafninu þýði raunar ekkert annað en
það, að hér eftir er svo til ætlazt, að
jrússneskt réttarfars- og sakamálalög-
! gjöf tryggi borgarana gegn ólöglegum
handtökum, enda verði þeim að jafn-
' aði ekki haldið í fangelsi eða varð-
j haldi, án þess að mál þeirra komi fyrir
! rétt. Ennfremur eiga sakborningar að
fá tryggingu fyrir réttarvörn, þegar
j þeir eru ákærðir. — Hér er þó enn
' sem komið er — aðeins um frumvarp
til laga að ræða, en væntanlega verð-
ur það þó samþykkt af viðkomandi
stjórnarherrum.
HVÍLÍKUR FÖGNUÐUR! Það er
sem sagt í ráði, að veita sovét-
borgurunum eftirleiðis sama rétt og
mannhelgi eins og löggjöf og réttar-
reglur allra vestrænna þjóða hafa
tryggt borgurum þeirra um margar
aldir — rétt, sem í meðvitund okkar
íslendinga og annara þjóða á svipuðu
i menningarstigi, er álíka sjálfsagður
eins og rétturinn til þess að krjúpa
niður að fjallalæk og slökkva þorsta
sinn, án þess að sækja fyrst um leyfi
til stjórnarvalda ríkisins eða einhvers
„nýsköpunarráðs," að mega bergja
tollfrjálst á uppsprettum ríkisins! En
kommúnistablöðunum þykja það mik-
il tíðindi, að þess skuli fyrst nú ein-
hvers von, að rússneskt réttarfar,
mannréttindi og lýðfrelsi komist á
þetta fullkomna stig, áður en mjög
langt um líður!
urmn:
Flórmjöl
Ger, danskt, ágæt vara
Natron
Hjartarsalt
Súkkat, dökkt
Eggjalíki, í baukum
Sætar möndlur
Síróp, í baukum
Appelsínumarmelade
Grape Fruit marmelade
Sveskjusulta, ágæt
Kardemommur
Vanilleextrakt
Kúmen
Kanel, steyttur og heill
Vanilletöflur
Rommdropar
Citrondropar
Suðusúkkulaði, ósætt
Kókosmjöl
Nýlenduvörud. og útibú.
Stuttir náttkjólar
svipaðir því, er þessi
mynd sýnir, eru mik-
ið notaðir nú á tím-
um. Þessi náttkjóll
er góður að því leyti,
1 að hann er hlýlegur,
þótt stuttur sé, þar
sem ermarnar eru
langar og hálsmálið
þröngt.
j Við náttkjól þenn-
: an má nota náttbux-
! ur, þegar kalt er, og
er kjóllinn þá orðinn
að náttjakka.
Þetta þykir hent-
ugt og er mikið not-
að handa ungling-
um.
í náttkjólinn er
notað flónel eða lér-
eft.
Brúðkaups-afmæli.
Oft halda hjón hátíðleg giftingarafmæli sín, en
oftast eru þetta „eina-dagar“ þeirra og fæstir vita
um þessi afmæli, nema silfur- og gullbrúðkaup,
því að þá er venjulega mikið um veizluhöld.
Á silfurbrúðkaupsdeginum á bóndi að gefa
konu sinni einhvern mun úr silfri og úr gulli á
gullbrúðkaupinu. Þetta vita og kunna flestir, en
svo eru það allir hinir dagarnir — öll hin afmælin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
12.
15.
20.
25.
30.
35.
40.
45.
50.
55.
60-
•75.
afmælið er kennt við pappír
baðmull
leður
silki
tré
járn
kopar
brons
leir
tin
lín
Krystal
postulín
silfur
perlu
kóral
rúbín-stein
safír-stein
gull
smaragð
gimstein
Á hverju afmæli á gjöfin því að vera úr því efni,
sem hér segir.
Hætt er nú samt við að margir muni ruglast í
röðinni og líklega muni fáir geyma gimsteininn
þangað til í ellinni!
Hafið þið athugað?
Ekkert knýr betur fram hræðslu og neikvæð
hreyfibrögð barnsins en bann foreldranna, þegar-
þau kalla í höstum rómi: „Ekki þetta!“
Hafið þér nokkru sinni leitt getum að því, hve
oft á dag þér og maður yðar notið orðið „ekki“ við
börn yðar? Er y$ur Ijóst, að með þessu hamrið þér
inn í barnið ótta og önnur neikvæð hreyfibrögð?
(„Fyrstu árin“).
Fróðleiks-molar.
Undraefnið „nylon“, sem við heyrum oftast
nefnt í sambandi við sokkagerð, er til margra
hluta nytsamlegt.
Það hefir verið notað með góðum árangri í
bursta, ólar, armbönd og einangrunarþræði og
einnig sem eftirlíking af leðri, svömpum og korki.
Hæstu byggingar heims eru: Sovéthöllin í
Moskvu, 1365 fet, Empire State-byggingin í New
York, 1250 fet, Efelturninn í París, 985 fet.