Dagur - 11.06.1947, Page 3

Dagur - 11.06.1947, Page 3
Miðvikudagur 11. júní 1947 D AGUR 3 hann rækti með stakri samvizku- semi og afburða dugnaði. Lagði liann við það mikla rækt og við- aði að sér miklum fróðleik, er að því laut. Fann eg oft, hversu ör- uggur hann var um allt og bar glöggt s'kyn á það er aflaga fór og betur mátti fara. Hann naut ekki æðri menntunar, en hann var greindur vel og sjálfmenntaðri ungan mann í þessum bæ hefi eg ekki fyrir hitt. Starfsmannafélag- ið átti jafnan hauk í horni, þar sem hann var. Gerði hann sér einkar annt um Bjarkarlund og hvíldi umsjón hans að miklu leyti á Stefáni, frá því að eg þekkti til. Hafði hann sérstakt yndi af íþróttum, og lékum við tennis saman nokkur sumur. Öll hans íþrótt mahkaðist af ,,fair play“, og þannig var persóna hans öll, þannig stendur hann mér bezt fyrir hugskotssjónum. Menn skilja stundum ekki líf- ið né tilgang þess. Þeir skilja ekki, hvers vegna Stefáni var kippt burtu í blóma lífsins með bjarta framtíð fyrir höndum. — Mér gengur líka erfiðlega að skilja, að eg eigi ekki oftar að þrvsta hönd hans hér á þessari jörð. F. S. J. Menn vekja á sér eftirtekt með harla misjöfnu móti. Margir þó nú til dags með fyrirgangi og há- vaða, frekjylegu framtrani og mælgi. Hinir eru langtum færri, sem, vegna gagnstæðrar fram- komu, verða samferðamönnun- um ógleymanlegir. Stefán Sig- urðsson var vissulega einn þeirra sjaldgæfu manna. Fríður sýnum. óvenju bjartur yfirlitum og óvenjulega háttprúður, vakti hann við fyrstu sýn traust og vel- vild hjá öllum þeim mörgu, er við hann skiptu. Hann var ekki niargmáll, en menn fundu það strax, að óhætt var að treysta því er hann sagði jafnvel, eða betur, en löngum orðræðum Hann kunni sín störf flestum betur, og rækti þau fjaslaust og af framúrskarandi lipurð svo að unun var að veita því eftirtekt. Öllum gerði hann jafnt undir höfði, og aldrei kom það fyrir að hann tæki einn fram yfir annan. Hann unni bersýnilega starfi sínu, enda mun það allra mál að það léki í höndum hans. Trúr var Stefán og áreiðanlegur. svo að af bar, og lagði engum manni nrisjafnt til. Þó hann virtist dulur og fá- skiptinn var hann fastur á sínu máli og lét ekki hlut sinn. Svo sem bros hans og bjatrur svipur benti til var hann ljúfur í lund, glaður og notalegur í hópi félaga sinna og góðvina. Að slfkum manni, sem Stefán Sigurðsson var, er hinn mesti sjónarsviptir, ekki einasta ástvin- um hans, þó þar sé að vonum söknuðurinn sárastur, heldur og stofnun þeirri, er hann sta-faði við svo og öllum þeim, sem af honum höfðu kynni. Þessi hijóð- láti, prúði og Ijúflyndi maður var merkilegt og sjaldgæft fvrir- brigði á þessum tímum hávaða, skvaldurs og hégóma. Garðar Þorsteinsson alþingismaður Eins og öllum er kunnugt, var Garðar Þorsteinsson, 2. þing- maður Eyfirðinga, einn þeirra, er fórust í hinu ægilega flugslysi 29. f. m. Margar minningar um Garðar Þorsteinsson hafa komið í hug minn, síðan eg frétti lát hans. Við vorum, sem kunnugt er, andstæðingar í stjórnmálum og atvikin höguðu því svo, að við þurftum oft að eiga í all hörðum sennum hvor við annan síðastlið- in 16 ár. Eg veit ýms dæmi þess, að slík barátta milli tveggja manna og við Garðar höfum háð, hefir gert þá að persónuleg- um óvinum. En svo varð ekki um okkur, heldur þvert á móti. Við börðumst oft hart, hvor fyrir sinn málstað, en með vaxandi kynningu urðum við vinir, góðir vinir. Garðar Þorsteinsson var fædd- ur 29. okt. 1898 og því aðeins 48 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason fyrrv. fiskimatsmaður og kona hans María Guðjónsdóttir. Ungur gekk Garðar í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri og eftir það í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent 1920, lagði síðan stund á lögfræði og tók próf í þeirri grein 1925. Hann hóf síð- an málfærslumannsstörf og varð fljótlega hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður og gengdi því starfi til dauðadags. Jafnhliða málaflutningi fór Garðar fljótlega að fást við ýms önnur fésýslustörf og heppnaðist það vel. Var hann hin síðari ár aðaleigandi og forstjóri ýmsra fyrirtækja, svo sem tveggja kvik- myndahúsa, skipaútgerðar o. fl. Var hann orðinn mjög vel f jáður og þess fjár alls hafði hann aflað sjálfur með dugnaði og hyggind- um, því að hann byrjaði með tvær hendur tómar. Vorið 1931 bauð Garðar sig fram til þings í Eyjafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan við hverjar ‘kosningar til æfiloka. I kosningunum 1934 varð Garðar landkjörinn þingmaður og aftur 1937. Þeg'ar svo hlut- fallskosningar í tvímennings- kjördæmum voru teknar upp 1942,- varð hann 2. þingmaður Eyfirðinga og endurkosinn í fyrravor. Þegar vorið 1931, er Garðar var fyrst í kjöri, háði hann kosn- ingabaráttuna af hinu mesta kappi og dugnaði og svo gerði hann jafnan síðan. Er það sann- færing mín, að aðrir hefðu ekki haldið betur á málstað Sjálfstæð- isflokksins né aflað honum meira fylgis í Eyjafjarðarsýslu heldur en hann. Eftir að Garðar kom á þing, tók hann í fyrstu allmikinn þátt í átökum þeim, er urðu milli flokka og talaði hann þá stund- um, er útvarpsumræður voru á Alþingi. Var hann ágætlega til þess fallinn, því að hann var vel máli farinn, einarður og gat ver- ið mikill málafylgjumaður. F.n æinni þingárin dró hann sig meira og meira í hlé frá flokka- erjum á þingi, en vann þá frekai að einstökum málum, ev hann lafði áhuga fyrir. Skal her ekki lagður neinn dómur á það, hvað þessari breytingu olli. Eftir að hann varð þingmaður Evfirð- inga haustið 1942, hófst þegar með okkur hin bezta samvinna um. þau mál, er kjördæmið vörð uðu. Er mér málið of skylt, til að eg megi dæma um árangur þess amstarfs. Þó hygg eg að ekki byki ofmælt, að héraðið hafi not- 'ð góðs af því að ýmsu leyti. Árið 1922 giftist Garðar eftir- lifandi konu sinni, Önnu Páls- dótiur frá Möðrufelli í Eyjafirði, hinni beztu konu. Þau eignuðust 1 börn, 2 syni og 2 dætur, er vngri dóttirin enn á barnsaldri, en liin börnin uppkomin. Iíldri sonurinn, Hilmar, er kvongaður maður og á barn. Heimili þeirra hjóna var hið piýðilegasta í alla staði. Þar ríkti rausn og gestrisni. Var næsta ánægjulegt að vera gestur þeirr.; Rausnarlegar veitingarvorujafn- an á boðstólnum, en alúð þeirra hjóna beggja, barna þeirra og foreldra Garðars, varð þó gestin um ógleymanlegast. Bæði voru þau hjón hjálpsöm við þá, er áttu við örðugleika að ttríða. Vissi eg til að þau studdu t. d. fjárhagslega ýmsa fatæka rámsmenn. Garðar vissi líka af eigin reynslu hvað það er, að •æra fátækur námsmaður. Foreldrar Garðars dvöldu lengi i he.imili þeirra og nutu í hví- vetna hinnar beztu aðbúðar og umönnunar. Garðar var áreiðan- 'ega góður sonur og Anna kona hans góð tengdadóttir. Móðir Garðars andaðist um það bil 3 vikum á undan honum, en faðir- 'nn varð að lifa þennan þung- bæra missi. Eg fylgdi líki Garðars Þor- ueinssonar að s'kipsfjöl, er það var flutt á braut úr þessu héraði og eg horfði hljóður á eftir skip- inu, og sendi honum hinztu kveðju mína og þökk. Eg þakka drengilegan vopna- burð, er við hlutum að eiga póli- tísk vopnaviðskipti saman. F.g þakka ágæta samvinnu, er við unnum að málum héraðs okkar á Alþingi. Fyrst og síðast þakka eg hon- um þó góða viðkynningu og sí- vaxandi vináttu. Ástvinum Garðars: Önnu konu hans, börnum þeirra, öldr- uðum föður, tengdadóttur og barnabarni, svo og öðrum vanda- mönnum, votta eg mína innileg- ustu samhryggð og undir það taka allir Eyfirðingar, já, öll þjóðin. Bemh. Stefánsson. Gunnar Haligrímsson tannlæknir Fæddur 4. ágúst 1909. Dáinn 29. maí 1947. NÓKKUR MINNINGARORD Hann fórst í flugslysinu mikla hinn 29. maí, og eru öll atvik þess hönnulega atburðar mönn- um ennþá í fersku minni. Gunnar Hallgrímssön var Svarfdælingur að uppruna, kom- inn af góðu bændafólki í báðar ættir. Fæddur var hann að Hrafnstöðum í Svarfaðardal, og voru foreldrar hans Hallgrímur Sigurðsson bóndi þar og kona hans Þorláksína Sigurðardóttir. Er faðir hans dáinn fyrir all- mörgum árum, en móðir hans hefir dvalið síðari árin hér í bæn- um, á heimili hins nýlátna sonar íns. — Stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri lauk hann sumarið 1931, og nokkru ;íðar fór hann utan til tannlækn- 'snáms. Útskrifaðist frá tann- 'æknaskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1936, og vann eftir það um hríð á tannlæknastofum í Danmörku. Settist að sem tann- 'æknir hér í bæ árið 1938. — Fór utan til frekara framhaldsnáms í árslo'k 1945 og var allt að því ár t þeirri för. Gunnar Hallgrímsson reyiídist prýðilega starfi sínu vaxinn, og naut frá byrjun mikils álits sem tannlæknir. Urðu honum }>ví brátt tannlæknisstörfin tímafrek í meira lagi, enda kvartaði hann ósjaldan yfir því hve lítið tóm honum gæfist til að sinna öðrum áhugamálum sínum. En áhugamálin voru mörg, því ið hann var óvenjulega fé'ags- lyndur maður, og lét vfirreitt mikið til sín taka í þeim félags- skap, sem hann á annað borð kom nærri. Að sjálfsögðu v.ir hann áhugasamur meðlimur í Tannlæknafélagi Islands, en auk þess er mér kunnugt um, að hann tók virkan þátt í starfi Oddfellowstúkunnar, Stúdenta- félagsins, Rotaryklúbbsins og Golfklúbbsins hér í bæ. Og hvar- vetna þótti rúm hans vel skipað. Hann var venjulega fastur á ikoðunum sínum og lét þá ógjarna sinn hlut, en þrátt fyrir það hinn ákjósanlegasti sam- starfsmaður, enda ósérhlífinn í bezta lagi, og jafnan boðinn og búirm til aðstoðar og liðsinnis, þar sem á þurfti að halda. — Sjálfur hefi eg um alllangt sktið siaifað nieð honum í nokkrum lúnna ofangreindu félaga. og mun eg jafnan minnast þess sam- starfs með einlægriogóblandinni ánægju, þó ekki ættu skoðanir okkar alltaf samleið í smærri at- riðum. Gunnar Hallgrímsson var hlynntur allri íþróttastarfsemi, enda sjálfur vel íþróttum búinn. Þannig var hann einn af fremstu golfleikurum landsins, en auk þess góður tennisleikari, skíða maður, laxveiðimaður og skytta. — Golfið mat hann allra íþrótta mest, og var honum vel ljóst hið mikla íþróttagildi þess fyiir menn 'komna af unglingsárunum og hætta að þola áreynslumiklar íþróttir. Var alla tíð einn af öfl- ugustu styrktarmönnum Golf- klúbbs Akureyrar, og bíður klúbburinn óbætanlegt tjón við f'.áfall hans. Kvæntur var Gunnar Hall- grímsson ágætri danskri konu, Miriam fædd Vestergaard, og var sambúð þeirra hin bezta. Son eiga þau einan barna, 8 ára gaml- an. Fáir minna látnu vina held eg að verði mér minnisstæðari en Gunnar heitinn Hallgrímsson. Svo margt fannst mér vel um þann mann. Honum var í blóð borin óvenjulega aðlaðandi framkoma samfara öruggri hátt- vísi, algerlega lausri við allt tild- ur og tilgerð. I vinahóp var hann glaðastur hinna glöðu, enda hvarvetna aufúsugestur. Eg hygg að einmitt þessir augljósu skap- gerðarkostir hans hafi átt drýgst- an þátt í því hve fágætum vin- sældum hann átti að fagna hjá flestum þeim, er hann átti eitt- hvað saman við að sælda. En hitt duldist engum, er nánari kynni höfðu af honum, að bak við hina viðfelldnu og alúðlegu ytri Eram- komu, stóð heilsteyptur mann- kostamaður, sem ek'ki mátti vamm sitt vita í neinu — hjálp- ' i'ús, drenglyndur og tryggur svo betur varð ekki á kosið. Og nú er hann horfinn á braut ; — á hádegi æfinnar og að heita má nýbyrjuðum starfsdeginum. . Við hið sviplega og óvænta frá- . fall hans er þungur harmur . kveðinn eftirlifandi eiginkonu ' hans og ungum syni, aldurhnig- inni móður, systkinum og frænd- i um og fjölda vina nær og fjær. í ; þennan hóp er nú rofið skarð sem seint mun fyllast. Helgi Skúlason. 2 nýjar bækur eftir Ólaf Jónsson, framkvæmdastjóra. FJÖLLIN BLÁ Ljóðabók. Verð ób. kr. 20.00, íb. kr. 30.00. ÖRÆFAGLETTUR Skáldsaga um ástir og öræfi. — Verð ób. kr. 25.00, íb. kr. 35.00. Norðri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.