Dagur - 11.06.1947, Side 4
4
DAGUR
Miðvikudagur 11. júní 1947
r, — — — --— ...-
DAGUR
Ritstióri: Haukur Saorrason
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skriistofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Bjömssonar
Bjargræðistímanum breytt í stríðstíina
^LDREI MUN íslenzkum verkalýð liafa verið
att út í hæpnara né óheillavænlegra verkfall
en það, sem kommúnista-forsprakkarnir á Dags-
brún liafa nú leitt yfir verkamenn í Reýkjavík.
Fyrsta og helzta skilyrðið fyrir því að svo stórfelld
vinnudeila, sem sú, er nú er ha'fin, verði unnin, er
auðvitað það, að verkfallsmenn sjálfir séu ein-
huga í baráttunni og þeirn sé ljós þýðing og nauð-
syn deilunnar og sá siðferðilegi grundvöllur, sem
hún er reist á. Ekkert af þessu er fyrir hendi að
þessu sinni. Það er þegar orðið svo ljóst. sem
verða má, að verkalýðsfélögin úti um land óska
alls ekki eftir kaupstreitu né verkfallsbrölti, og
mun því allur þorri þeirra alls ekki standa nreð
Dagsbrúnar-forkólfunum í þessu máli. íslenzkir
verkamenn búa nú við betri kjör og hafa hlotið
meiri réttarbætur en stéttarbræður þeirra njóta
víðast hvar — ef ekki alls staðar — annars staðar í
heiminum. Þetta er þjóðfélagi okkar til sórna, og
nú reið á mestu, að allir þegnarnir stæðu einhuga
um að tryggja það sem bezt, að þessum tiltölulega
góðu kjörum og miklu réttarbótum yrði haldið
uppi í framtíðinni með blómlegu atvinnulífi og
tryggri fjárhagsafkomu ríkisins og allra þegn-
anna. Tiil þess að svo mætti takast, var vinnufrið-
ur og sameiginlegt og öflugt viðnám gegn dýrtíð
og vaxandi fjárhagsöngþveiti fyrsta og helzta skil-
yrðið. Öllum hugsandi og heiLskyggnum mönn-
um — og þá ekki síður verkamönnum en öðrum
— er hins vegar fullljóst, að í þessu tilfelli er bein-
línis og af ráðnum hug að því stefnt að brjóta nið-
ur allar varnir gegn dýrtíðarbölinu og magna
fjárhagsöngþveitið að því marki, að ríkisstjórnin
fái þar við ekkert ráðið framar, og verði hún því
að hrökklast frá af þeim ástæðum. Til þess eru
refirnir auðvitað fyrst og fremst skornir, og allt er
þetta gert í þeirri von, að neyðin og vandræðin,
er af þessu leiðir, muni skola forkólfum kommún-
ista aftur upp í ráðlierrastólana, sem þeir flæmd-
ust úr sl. vetur fyrir eigin aðgerðir og misheppn-
aða pólitíska spákaupmennsku.
¥ RÆÐU þeirri, er Emil Jónsson viðskiptamála-
i ráðherra hélt á aðalfundi Verzlunarráðs íslands
nú á dögunum, upplýsti hann það — sem raunar
var áður vitað — að gjaldeyrissjóður þjóðarinnar
er nú að fullu uppetinn, og verði því tekjur og
gjöld — innflutningur og útflutningur — að
standastá hér eftir, ef allt á ek'ki að keyra um
þvert bak í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þó kvað
ráðherrann ÍVamtíðarhorfur allar mjög í óvissu
og raunar mjög ískyggilegar. Sala afurða gengi
mjög erfiðlega vegna hins .geysiháa verðs, er við
krefðumst og þyrftum að fá vegna hins gífurlega
framleiðslukostnaðar. Eina vonin væri sú, að við
gætum flotið eitthvað á hinu háa lýsisverði, sem
héldist enn og hefði raunar farið hækkandi fram
að þessu, sökum feitmetisskortsins í heiminum.
Fisksala okkar bæði til Breta og Rússa byggðist
eingöngu á því, að þessar þjóðir fengju hið eftir-
sótta síldarlýsi með því einu móti að kaupa jafn-
framt talsvert magn af fiski. Sakirstandaþvíþann-
ig, að al.lir undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar
eru réknir með beinu tapi og á ábyrgð ríkissjóðs.
svo að þeir stöðvist ckki til fulls. Allar vonir um
það, að fjárhagshruni verði afstýrt, eru því
bundnar við síldarútveginn einan, svo ótryggur
og stopull sem hann hefir þó ávallt reynzt. Ekki
leikur nokkur vafi á því, að kommúnistar munu
leggja á það höfuðkapp næstu vikurnar að sk.era
Daprir dagar.
Á ERU þeir liðnir hinir döpru dag-
ar, sem yfir okkur gengu í vikunni
sem leið. Aftur ganga menn að störf-
um sínum eftir að hafa .staldrad við
um sinn til þess að votta þeim, er
burtu voru kallaðir, virðingu og að-
standendum samúð. Þessi samúð. var
sterk og áhrifamikil. Hún kom frá
dýpstu hjartarótum og snart allt það,
sem gert var, hvort heldur það var á
óryggjum eða í kirkju. Þess vegna
skilja þessir dagar \ftir bæði íagra- og
harmsárar minningar.
frá Reykjavík og var stíluð „til þeirra,
er sungu og léku við minningarathöfn-
ina á Akureyri“. Og kveðjan er á
þessa leið: „Hugheilar þakkir fyrir
undurfagran og helgandi söng og
hljóðfæraleik. Sigurveig og Rósa Vig-
fúsdætur.“ — Kveðjan ber það með
sér, að þessar góðu konur hafa ekki
vitað, hverjir önnuðust þennan söng
og hljóðfæraleik, en þær hafa hrifist
af fegurð og helgi athafnarinnar og
þess vegna senda þær kveðjuna.
Þannig munu fleiri hafa hugsað þenn-
an aag.
Pappírsskorturinn
í síðasta tbl. Dags birtist auglýsing frá KEA,
þar sem viðskiptavinunum er tilkynnt, að vegna
mikils pappírsskorts í landinu muni ekki veiða
hægt að láta bréfpoka og aðrar umbúðir utan um
allar vörur, sem afgreiddar verða í verzlunum. —
Eru þar vinsamleg tilmæli til félagsmanna að
halda til haga umbúðum hvers konar, og fara
ekki fram á að fá meiri umbúðir um vörur en
brýnasta nauðsyn krefur.
Þegar eg las þessa auglýsingu, riíjaðist ujsp fyr-
ir mér ástandið í þessum málum í Englandi á sl.
ári.
Við getum verið samhentir.
ÞAÐ ER oft um það talað, að við sé-
um ósamlyndir og ósamtaka Is-
lendingar og satt er það, að oftar ber
á þeim eiginleikum okkar en æskilegt
væri. En á þessum sorgardögum kom
það eftirminnilega í ljós, að við getum
lika verið samhentir og samtaka.
Framkoma bæjarbúa allra við sorgar-
athafnirnar var í senn virðuleg og fög-
ur og allt, sem gert var til þess að láta
í Ijósi virðingu og þakklæti samfélags-
ins til hinna látnu, var sérstaklega
smekklegt og ástúðlegt. Allt frá því,
að hinir látnu voru fluttir hér á, land
unz þeir voru lagðir til hinztu hvíldar
eða fluttir til sinna heimkynna, hvíldi
blær virðuleika og sorgar yfir þessum
bæ. Þar eiga allir óskilið mál, lærðir
og leikir, yfirmenn og undirgefnir. En
sérstaka þökk ber að gjalda þeim,
sem með hógværð og smekkvísi
skipulögðu þær opinberu athafnir,
sem hér fóru fram. I látleysi sinu og
fegurð voru þær tjáning þess, sem
þúsundir manna í þessum bæ og um
landið allt, hugsuðu og fundu. Þann-
ig geta Islendingar starfað og staoið
saman á örlögþrungnum augnablik-
um.
Fögnr kveðja að sannan.
EG GET ekki stillt mig um að segja
hér frá kveðju, sem barst hingað
norður daginn eftir að jarðsett var hér
frá kirkjunni, en þeirri athöfn var út-
varpað, sem kunnugt er. Hún sýnir, að
fylgst var með því um landið, sem hér
gerðist, og að hinn fagri blær athafn-
arinnar hefir náð út fyrir veggi kirkj-
unnar. Þessi kveðja kom í símskeyti
éinnig á þessa lífæð þjóðarlíkam-
ans. svo að lionum megi blæða
fjáihagslega út til fullsl
T ÍKIÆGT er, að vinnudeila sú,
sem nú er hafin, verði bæði
löng og hörð. Atvinnurekendur
munu ekki láta undan fyrr en í
fulla hnefana, og rí'kisstjórnin
mun telja sig tilneydda, svo að
dýrtíðinni verði ekki sleppt í
skefjalausan algleyming, þegar
verst gegnir, að standa fast gegn
frekari launahækkunum nú um
stund. Enginn fær séð það fyrir,
hvað herkostnaðurinn kann að
verða mikill og örlagaríkur fyrir
þjóðarheildina. Ef til vill kunna
þau ósköj), að verkalýðshreyting
ökkar hefir lent í lröndum
ábyrgðarlausra pólitískra sjaá-
kaupmanna og glæfralýðs, að
leiða hrun og gereyðileggingu
yfir atvinnuvegi okkar og fjár-
hag og þar með yfir sjálfstæði
þjóðarinnar og framtíð og til-
veru hins unga, íslenzka lýðveld-
is. Næstu vikur og mánuðir
munu leiða það í ljós, hversu
margir landsmenn vilja gerast
böðlar á þeim blóðvelli, þar sem
„íslands ógæfu verður allt að
vopni.“
Því ekki „Útvarp Akureyri?“
UTVARPIÐ gerði vel og myndar-
lega að útvarpa athöfninni héð-
an. Útvarpið mun hafa tekist ágæt-
lega og hafa heyrzt vel hvarvetna á
landinu. Þetta sýnir, að það er hægt
að útvarpa héðan ,ef viljinn er með
hjá forráðamönnum stofnunarinnar
og er þess að vænta, að
þetta verði upphaf þess, að héðan
hefjist reglulegt útvarp. Því ekki að
útvarpa messum úr Akureyrarkirkju
annað slagið?
Um víða veröld
Bvezka hvalveiðafélagið Vnited
Whalers hefir þegar selt 'alla hvalolíu-
framfeiðslu sína fyrir næsta veiði-
tímabil og er verðið 90 sterlingspxmd
smálestin.
*
Nýlega er lokið þjóðaatkvæða-
greiðslu í Sviss um það, hvort stefna
beri að því að þjóðnýta helztu at-
vinnugreinar landsins eða ekki. Sviss-
ar höfnuðu þjóðnýtingunni með yfir-
gnæfandi atkvæðameirihluta.
*
Nú hefir verið upplýst, samkvæmt
þýzkum skjölum, hvar norska skáldið
Nordahl Grieg er grafinn, en hann
týndist, sem kunnugt er með flugvél
yfir Berlín í desember 1943. Norsk
nefnd er farin til Þýzkalands til þess
að hafa upp á líki skáldsins. Mun það
vetða flutt heim til Noregs.
*
Hvalveiðiskipið Balaena, sem var á
leið heim til Englands frá Suðuríshaf-
inu fyrir nokkru, kom þar að fyru ut-
an vesturströnd Afríku, sem hvalur og
heljarstór kolkrabbi börðust upp á líf
og dauða. Þessi bardagi skýrir stór og
mikil ör, sem stundum er að finna á
hvölum og þykir nú upplýst, að helj-
arstórir kolkrabbar dvelji í hafinu
undan strönd Afríku og eru armar
þeirra taldir vera allt að 70 feta lang-
ir.
Þar var pappírsskorturinn svo mikill, að engar
umbúðir voru látnar í té utan um svo að segja.
hvaða varning sem var. — Meira að segja brauðin
voru send heim í kössum, án nokkurra umbúða.
— Þótt slíkt sé á engan hátt æskilegt, þá töldu þeir
meiri nauðsyn að framleiða og fá brauð, heldur
en pappír og tóku þeinr með fegins hendi þótt
allsber væru!
Hver einasta húsmóðir hafði meðferðis stóra
innkaupstösku eða rájr, eins og við köllum þær,
þegar hún fór að verzla og stakk þar f varningi
sínum. — Sumar höfðu með sér umbúðir til þess
að búa urn það nauðsynlegasta. Aldrei heyrði eg
nokkurn mögla vegna þess arna, enda hefði slíkt
til lítils reynzt.
Nú er röðin komin að okkur. Hlutur hinnar
íslenzku húsmóður hefir verið góður undanfarin
ár, og hún hefir ekki haft yfir miklum örðugleik-
um að k varta, — Nú reynir á hana að sýna þegn-
skajD í þessu atriði, því að Jrað er einkanlega á
hennar valdi og verkahring að bregðast vel við.
Hér er gott tækifæri til að temja sér nýtni og
sýna um leið Jaegnskap, og við ættum að vera
þakklátar fyrir að fá slíkt tækifæri. — Við skulum
því allar, ungar sem gamlar, vopnast ráptöskunni
og varðveita hvern poka og j)aj:>pírssnepil, senr við
komuifis yfir. „Puella“.
*
Varðveittu vöxt þinn
Fæstum konum stendur á sama um vöxt sinn,
en þeim hættir aftur á móti til að gleyma þeiiTÍ
staðreynd, að ef ekkert er gert til þess að halda
honum í góðu lagi, er rnikil hætta á ferðum.
Hættast er Jreim konum, sem stunda enga
íþrótt og vinna litla eða enga líkamlega vinnu,
svo og þeim, sem fást við mjög einhæf störf,
standa t. d. eða sitja í sömu stöðu mestan hluta
dags eða vinna þannig verk, að mest eða aðallega
reynir á einhvern einn hluta líkamans.
Húsmæður standa hér vel að vígi, því að störf
þeirra eru svo margvísleg og krefjast svo fjöl-
breyttra hreyfinga, að þau ættu að geta verið
þeim góð og nægileg leikfimi. En til Jaess þarf
luismóðirin að liafa hugfast við hvert verk, að
hrey.fingin reyni rétt á hana, hvort heldur hún er
áð klemma upja þvott, bóna gólf, bursta skó eða
hvað annars það kann að vera.
En oft vill þetta gleymast og er Jrví gott að
kunná nokkrar líkamsæfingar og iðka þær eins
oft og við verður komið.
Hér skal að sinni aðeins bent á eina æfingu,
sem auðvelt er fyrir hverja konu að gera. Æfingin
er létt, en ávöxturinn gæti orðið Jiyngri á meta-
skálunum, heldur en þig rennir grun í. —
1. ÆFING.
Þú liggur endilöng
á gólfinu með hendur
niður með síðunum
en fæturna úppi á litl-
um bekk eða skemli.
Öðrum fæti er lyft
upp með beinu hné
(eins og myndin sýnir)
—og hendurnar samtím-
is teygðar upj) með höfðinu. Brjóstkassinn er þaninn og gættu vel að maginn sé eins lítill og
unnt er. Fóturinn er settur liægt niður, hendur samtímis og slakað á brjóstjjennslunni. — Síðan
er hinum fætinum lyft eins o. s. frv. Endurtakist 8 sinnum, síðar 12 sinnum. — Hvíldu þig svo
með því að kreppa þig saman og setja hnén upp undir brjóst.