Dagur - 24.09.1947, Page 3
Miðvikudagur 24. september 1947
D AGUR
3
Rússland: ,,Nýja hreinsunin”
Brezkur blaðamaður lýsir því, hvernig nú er
gengið á milli bols og höfuðs á erlendum „óþjóð-
legum“ listastefnum í Sovét-Rússlandi
„Klessumdlurunum”, sem erlendir kommúnistar
dá, hefir verið varpað fyrir borð
UTILIF OG
ÍÞRÖTTIR
Kunnur brezkur blaðamaður,
Edward Crankshaw, hefir nýlega
birt fróðlega grein í Observer
um hina nýju „hreinsun" í Rúss-
landi. Samkvæmt frá sögn hans
er nú, samkvæmt opinberu vald-
boði, unnið að því að útrýma er-
lendum og „óþjóðlegum“ lista-
stefnum í andlegu ilífi Sovét-
Rússlands. Listamenn á borð við
Picasso og Matisse, aðalspámenn
abstrakt listarinnar, eru taldir
vottur um úrkynjun og spillingu
hinna kapítalisku þjóðfélaga.
Raunhæfur sósíalismi geti ekki
samrýmst slíkri „lisit“. Þessi frá-
sögn hins brezka blaðamanns
mun vekja athygli hér á landi.
Allir vita hvaða listastefnur
kommúnistar hér dá mest. Eftir
er hins vegar að vita, hvort þeir
söðla nú snögglega um, eftir upp-
haf hinnar nýju „líriu“ í Rúss-
landi. Til fróðleiks skulu tilfærð
hér nokkur atriði úr grein hins
brezka blaðamanns.
„Hreinsun“ í andlegu lífi
Sovét-þegnanna.
Nú um margra mánaða skeið,
segir hinn brezki blaðamaður,
hefir það verið aðalatriðið í
áróðri Sovétstjórnafinnar heima
fyrir, að dýrka og dá Sovét-föður-
landsásitina annars vegar og
hreinsa Sovét-hugsjónir og kenn-
ingar af öllum erlendum áhrif-
um hins vegar. Nú þessar síð-
ustu vikur hefir þessi tvöfalda
herferð verið sameinuð í eina
allsherjar 'herleiðingu í hlöðum
og útvarpi til þess að leggja
áherzlu á hversu sovét-maðurinn
standi öðrum mönnum framar
og pfar að allri menningu og til
þess að kveða niður erlend áhrif
á líf þjóðarinnar, hverju nafni
sem nefnast. Ef einhver er í vafa
um þessa nýju innilokun Rúss-
lands frá vestrænum áhrifum eða
hinn sérstæða Spvét-marxisma
nútímans, þá þarf hann ekki að
kynna sér það, sem nú er ritað í
Moskvublöðin, til þess að skilja
hvað er að gerazt.
„Pravda“ og hið „hreina
andrúmslft.“
Fyrstur og frægastur af út'lend-
ingum, sem hafa fallið í þessari
herferð, er málarinn Picasso, sem
þaranig hefir þann tvöfalda heið-
!ur að hafa verið bannfærður af
Til sölu
Hluti af húsi, sem er í bygg-
ingu, til sölu. 3 herbergi og
eldhús auk þvottahúss og kjall-
arageymslu.
Sverrir Árnason.
Brekkugötu 29.
báðum, brúna Göbbels og rauða
Alexandrov. „Hið hreina and-
rúmsloft Sovétlistarinnar", segir
Pravda, aðalmálgagn kommún-
istaflokksins, „er í hætbu fyrir
óhreinindum og spillingu frá far-
sótt hinnar rotnandi, borgara-
legu, formalístisku listar Vestur-
landa. Það er ekki hægt að þola
það, að til sé í landinu flokkur
manna, sem dáir hina borgara-
legu, úrkynjuðu listastefnu., og
taka leiðsögu frönsku formalist-
anna Picasso og Matisse og kú-
bistanna frá fyrirbyltingar-
tímamum. Þessir menn eiga ekki
samileið með hinum sósíalíska
raunveruleika. .. .“
Það er því ljóst, að málverki
Picasisos af Guernica og annarri
list af því tagi, hefir verið varpað
fyrir borð. Sovét-listamenn eiga
framvegis að starfa í anda þeirra
listamanna — sem enginn man
hvað heita — er framleiða í
fjöldaútgáfum myndir af Lenin
og Stalin.
Hinn berzki blaðamaður Týsir
því hvernig þessi sama „hreins-
un“ frá spillingu hinna borgara-
legu þjóðfélaga, nái einnig til
bókmennta, byggingalistar og
annarra lista. Hinn „sósíalíski
raunvérul'eiki", eins og það er
kallað, á að gegrasýra alft listalíf
sovétþjóðanna. Engin erlend,
borgaraleg og „úrkynjuð" áhrif
verða þoliuð í framtíðinni.
Hver er tilgangurinn?
Hinn brezki blaðamaður ræðir
nokkuð um hver sé tilgangur
þessarar nýju baráttu, nýju línu,
og segir m. a.:
Ástæðurnar geta verið margar.
í fvrsta lagi, að réttlæta í augum
þjóðarinnar, að stjórnin er að
kippa að sér hendinni um al-
þjóðiegt samstarf í heild, í öðru
lagi, að skerpa áhugann fyrir
kenningum sovét-marxismans, í
þriðja lagi, að undirbúa næsta
allsherjar þing kommúnista-
flokksins, sem orðið er langt á
eftir áætlun, og síðast, en ekki
sízt, að virana gegn áhrifum her-
mannanna, sem komnir eru heim
frá vígvöllum Evrópulandanna.
Það er augljóst, að þeir hafa eitt-
hvað látið til sín taka, því að
rússnesku hlöðin eru sífellt að
geta um þá Rússa, „sem ennþá
gera sér ekki ljóst, að Sovétþjóð-
irnar eru boðendur hinna hæstu
hugsjóna og mestu menningar“.
Þau halda því fram, að þá skorti
vilja „til þess að auka dýrð sins
eigin föðurlands" og þeir eru
ásakaðir um að skilja ekki hið
þjóðlega stolt sovétþegnanna,
„sem lyftir sovétmanninum hátt
upp yfir þegna hinna borgara-
legu þjóðfélaga.“
Erfitt að vera kommúnisti
á stundum.
Kommúnistar eru venjulega
ekki í neinum vanda staddir, er
þeir þurfa að mynda sér skoðun
um hlutina. Þeir fá hæfilega
leiðbeiningu að ofan og þá er
þrautin leyst. Bn það getur samt
verið erfitt að vera kommúnisti
á stundum. Um það hefir hiran
brezki blaðamaður þetta að
segja:
„Glundroðinn um Listastefn-
urnar er nú algjör og furðulegur
í heimi kommúnistanna. í París
og öðrum höfuðborgum Vestur-
lainda hafa kommúnistar verið
dýrkendur „abstrakt“ listar (sbr.
septembersýninguna hér) og
súrrealismans. Þessar stefnur eru,
segja þeir, heilsusamlegar og
leiða í Ijós öngþveiti og spill-
ingu hins borgaraelga þjóðfé-
lags. 1 Moskvu berjast kommún-
istarnir hatramt gegn þessum
stefnum, sem þeir segja að
dýrki borgaralega úrkynjun. Ráð
væri, að flokkurinn gæfi út til-
sikipun um þessi málefni, og setti
stimpilinn á Picasso og samferða-
menn hans í eitt skipti fyrir öll,
svo að enginn rétttrúaður þurfi
að vera í vafa.“
Þannig segist þessum brezka
blaðamanni frá. Um Vesturlönd
hafa menn gaman af þessum at-
burðum og þeim vanda, sem
kommúnistarnir utan Rússlands
eru nú staddir í. Verða klessu-
málararnir túlkendur „sósíaliísks
raunveruleika" eða „borgaralegr-
ar spil'lingar" í framtíðinni? Hin-
ir kommúnistísku littúlkendur
stnda á vegamótum.
í. R.-ingar í lieimsókn.
Eins og áður hafði verið getið
komu handknattlieiksflokkar í.
R. hingað sl. föstudagskvöld og
dvöldu hér yfir helgina.
Kepptu þeir við félögin hér á
laugardag og sunnudag. Kom
það í ljós, að þeir sunnanmenn
voru nokkuð öðrum leikreglum
vanir, en hér hafa gilt til þessa.
Það var reyndar fyrr vitað hér,
að liðsmenn mættu vera 10; 7 að
leik en 3 sem koma inn í stað
þeirra, er þrevtast. En hitt — t. d.
— að leikmaður er missti af
knetti eða slagi, hann mætti elta
hann völlinn á enda og taka aft-
ur, eða þá að bakhandarköst
væru óleyfileg, það kom leik-
mönnum hér á óvart.
Á meðan'í. S. í. hefir ekki sam-
þykkt og sent íþróttafélögum
breytingar á Leikreglum sem
þessum, ætti ekki að keppa eftir
þeim. En nóg úm það nú.
í. R.-ingar fóru þess á leit að
þjálfari þeirra, Henning ísaksen,
fengi að leika með þeim, og var
því vel tekið. Með K. A. lék svo
þjálífari þess, Har. Sigurðsson.
1. Leikur K. A.-í. R. 13 : 9
mörk.
K. A. valdi um mark og lék
undan sunnan kalda — og gerði
líka fyrsta markið. Virtist það
koma flatt upp á áhorfendur og
voru undrun blandin gleðióp
Norðlendinganna. En í. R. kvitt-
aði innan skamms. Leikurinn var
rólegur framan af — og í. R.
megin virtist hreint ekki mikill
hraði, en allt áferðarfallegt. Sam-
leikur góður hjá báðum — og
•léikur K. A. betri en hér hefir áð-
ur sést í þeim hóp. Ragnar mark-
maður alveg í „essinu sínu“. Við
hálfleik stóðu leikar 9 : 8 K. A. í
vil.
Spáðu nú margir umskiptum
og mörkum raðað á K. A. En svo
fór ekki. í. R. átti reyndar góð
'upphlaup, en markskot voru
óviss. K. A. átti alltaf meira í
leiknum — og lauk svo sem fyrr
segir með 13:9 mörkum. —
Dómari var Sverrir Magnússon —
og gerði í. R.-ingunum stundum
heitt 'í hamsi með dómum sínum,
þar sem hann dæmdi samvizku-
samlega eftir þeim íæglum, sem
hér hafa gilt. Vafallaust er, að í.
R.-ingar nutu sín ekki til fulls í
leiknum af þessum ástæðum. En
að honum loknum var liðið ekki
talið sterkt, og Þórsarar kviðu
víst ekki komandi degi — nema
þá stúlkurnar!
2. leikur: Þór—í. R. 7 : 0 mörk.
Nú voru stúlkurnar komnar á
stúfana — kl. 2 á sunnudag í
ljómandi sólskini. — Og áhorf-
endur voru óvenju margir — og
vfst þenkjandi um það og ekki
áhyggjulaust, hvernig nú myndi
fara.
Stúklurnar byrjuðu ekkert
ákaflega og virtist hvorugt liðið
kunna við að gera fyrsta markið.
En lið Þórs hafði yfirburði í sókn
og markskotum. í. R.istúlkurnar
og markskotum í. R.-stúlknanna
tók Lína með venjulegri fimi,
svo að áður en langt leið fór
nokkuð að halla á í. R.
Leikurinn varð reyndar ekki
merkilegur á neinn hátt, hvor-
ugu megin sérstök leikni eða
hraði, en margt sæmilegt. Nokk-
uð bar á leiðinlegum athuga-
semdum og gremjutón hjá leik-
mönnum. Eitthvað var talað um
frekju og jafnvel „hártogun" —
en leikurinn sýndist þó ekki Ijót-
ur. Fararstjóri í. R.-inga, Sig.
Magnússon, dæmdi vel, eftir hin-
um nýrri reglum. •
3. leikur, karlar: í. R,.—Þór
19:4 mörk.
„Nú er að duga eða drepast,“
hugsuðu þeir víst, í. R.-ingar,
þegar þeirstóðu andspænis Þórs-
piltunum og eftir tapaða leiki. —
Leikur þeirra mótaðist og af
þeirri hugsun. Nú var liðið gjör-
breytt frá því áður, hraði mikill,
skil ágæt og hreyfanleiki og
markskot bæði föst og örugg, svo
að jafnvel Baldur vissi ekki sitt
rjúkandi ráð. Knötturinn
klemmdist í netið lrvað eftir ann-
að. Leikur Þórsara fór í mola —
varð allur lélegur, meðfram
vegnq óvana að fylgja nýjum
reglum og svo vegna þess, að
þarna mættu þeir mótstöðu-
mönnum, sem léku harðar en hér
hefir áður sést og með átökum,
sem hér hafa aldrei liðist áður.
B-liður 6. gr. Irandknattleikslag-
anna virtist oft ekki gilda. En
vissulega vantar Þórsliga hreyf-
anleik. Geri mótherji illmögu-
legt að komaífá sér knetti er ráð-
ið — sem svo oft gleymist — að
nota sér 3 skrefin, til hliðar, eða
annað — og skila svo eða skjóta.
Mætti leikur H. ísaksens í þessu
vera öllum til fyrirmyndar — og
í þessum leik oftast, svo að unun
var á að sjá, mýk't og fimi, snar-
leika og köst ásamt drengilegri
framkomu. Hans var og sigurinn
mestur. Markmaður í. R.-inga,
Gunnar,' sýndist nú líka allur
annar en á laugardaginn, og
varði oft mjög vel. — Dómari var
Sig. Magnússon.
Og úrslitin með ósköpum! —
sögðu Akureyringar. — Jæja, —
en allir höfðu þó einhverjum
sigri að fagna og um kvöldið var
'safnast að kaffiborði í Gildaskála
KEA í boði handknattleiksráðs
Akureyrar, sem sá um viðtökur
og leiki. Þar voru ræður fluttar,
þakkað, sungið og skiptzt á góð-
um gjöfum. Að lokum var dans-
að á „Landinu" fram eftir nóttu,
en á mánudagsmorgun héldu í.
R.-ingarnir heimleiðis.
Lýkur svo þessari sögu — að
sinni.
*
Frá Austfirðingum.
Um fyrri helgi kom hingað
hópur knattspymumanna austan
af landi og keppti hér við K. A.
Átta piltar voru félagar úr
,,Austra“ á Eskifirði, en hinir
sinn úr hverri áttinni. Höfðu
þeir litla samæfingu fengið og
flestir í lítilli þjáLfun eftir margs
konar sumarstörf. En þeir sýndu
(Framhald á 5. síðu).
Bannvara
í Rússlandi
„Sósíaliskur raimveruleiki“
eða „borgaraleg úrkynjun",
allt eitir því hversu austarlega
kommúnistar búa. Mynd ai
„bláklæddri irú“ eitir Pablo
Picasso, sem nú er bannjærð-
ur í Rússlandi. Sjá grein hér
á síSunni.