Dagur


Dagur - 14.04.1948, Qupperneq 1

Dagur - 14.04.1948, Qupperneq 1
Fiinmta síðan: Hi-einn Pálsson, útgerðar- maður, ræðir deiluna um kjör sjómanna og svarar kommúnistum. F or ustugrcinin: Samleikur rússneskra blaða og kommúnistamálgagna á Norðurlöndum um „fregnir" af „herstöðvum". XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. apríl 1948 15. tbl. lingur, cyíirzkur píanósnillingur Þessi mynd barst Degi nýlega frá hinu kunna fréttamyndafirma New York Times Photos í London. í skýringum með myndinni er sagt frá því, að Þórunn litla Jóhannsdúttir (Tryggvasonar frá Hvar.fi í Svarfaðardal) hafi verið einleikari með London Symphony hljóm- sveitinni og leikið Miniature Concerto eftir Rowley í Central Hall, Westminster, hinn 13. marz sl. Hlaut hún hina lofsamlegustu dóma. Myndin er tekin af myndasmið frá New York Times, af Þórunni litlu, er hún er að æfa sig fyrir hliómleikana. „GOÐAFOSSr' vel fagnað við komuna til Ákureyrar Þúsundir manna skoðuðu skipið s. L sunnudag Hinn nýi ,,Goðafoss“ Eimskipafélags íslands kom hingað í fyrsta sinn s. 1. laugardagskvöld og lagðist skipið há við akkeri fram á Polli, þar sem ákveðið var að skipinu skyldi fagnað með hátíðlegum hætti á sunnudagsmorguninn. Hófst móttakan á tilsettum tíma. Góð aflabrögð frá eyfirzkum verslöðvum En tækifærin iil gjaídeyrisöflunar ekki fullnýtt. Ennþá óvíst nra togbáta- veiðar og ísfiskflutninga Laust fyrir kl. 10 lagðist skip- ið að Torfunefsbryggju en þar hafði verið komið fyrir ræðu- palli og hátalara. Þúsundir manna voru saman komnir á bryggjunni og nágrenni hennar er skipið lagðist að. Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Áskels Jónssonai;, lék göngulög meðan skipið lagðist að bryggjunni og síðan söng Karlakórinn Geysir undir stjórn Ingim. Árnasonar, velkomandaminni er Friðgeir H. Berg skóld hafði ort í tilefni skipskomunnar. Að því búnu flutti forseti bæjarstjórnar, Þorst. M. Jónsson, snjalla ræðu og heils- aði skipi og skipshöfn. Ræddi hann þýðingu siglinga fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar og minntist stofnunar Eimskipafélagsins og þeirra vona, sem við það voru bundnar. Lét hann í ljósi þá von að hinn nýi „Goðafoss" mundi verða tíður gestur hér á Akur- eyrarhöfn. Pétur Björnsson, skip- stjóri, ávarpaði mannfjöldann af stjórnpalli, þakkaði viðtökurnar og bað menn hrópa húrra fyrir Akureyrarbæ. Eftir að Lúðrasveitin og Karla- kórinn höfðu leikið og sungið aftur, bauð skipstjórinn bæjarbú- um að skoða skipið. Gengu fyrst um borð bæjarstjórinn og forseti bæjarstjórnarinnar og frú hans, en síðan hundruð, bæjarmanna, og hélzt sá straumur fram á kvöld. Allir munu ljúka upp einum munni mn að þetta sé hið feg- usta og traustasta skip. Allur búnaður þess virðist vera mjög vandaður og smekklegur. í stuttu viðtali við blaðið, lét skipstjórinn, Pétur Björnsson, svo ummælt, að skipið virtist í alla staði svara til þeirra vona, sem við það voru bundnar. Hefði ekkert komið í ljós í þessari fyrstu. ferð, sem benti til neinna galJa. Þjóðverjar á liákaríaveiðum Héi- kom fyrir helgina þýzkur bátur, „Spongia“ og fór héðan aftur í gærmorgun. Bátur þessi er mannaður Þjóðverjum og hyggjast þeir sækja á hókarlamið fyrir Norðurlandi og hirða lifur ,og skráp hákarlsins. Um borð var vísindamaður, sem ætlar að at- huga um möguleika á því að vinna insúlín úr efnum í há- karlinum. Hvaler í kafbátagirðiiigii í fyrradag varð vart við stór- hveli á Seyðisfiðri. Sást til þess af bæ út með firðinum. Upp úr hadeginu þóttist fólk sjá og heyra, að eitthvað meira en lítið væiá að hvalnum og er að var gáð, sást, að hann var orðinn fast- ur í kafbátagirðingum, sem Bandamenn höfðu skilið eftir í firðinum. Drapst hvalurinn þar síðdegis. Er að var komið voru miklar víraflækjur um búk hans og um 20 flotholt áföst, hvert þeirra á stærð við olíutunnu. Þetta var 25 metra löng reyðuf og liggur hvalurinn nú við stjóra í Seyðisfjarðarhöfn og verður hann skorinn niður næstu daga. Framræslu fram- kvæmdir á Sval- barðsströnd og Höfðabverfi Með „Goðafossi" nú um helgina fékk Ræktunarsamband Sval- barðsstrandar og Grýtubakka- hrepps stóra skurðgröfu, sem sambandið hefir keypt og ætlar að nota við framræslu á ræktun- arsvæðinu. Skurðgrafan mun byrja framræsluna innarlega á Svalbarðsströnd, fyrst á Veiga- stöðum, og halda svo út eftir. — Formaður Ræktunarsambandsins er Sverrir Guðmundsson bóndi á Lómatjörn. Skipið flutti hingað sement og tilbúinn áburð frá Danmörku. Hinn nýi „Goðafoss" er stærsta, vandaðasta og hraðskreiðasta skipið, sem smíðað hefur verið fyrir íslendinga. Það er 2905 brúttósmálestir en 2700 d.w. smál. Lestarrúm eru 150 þús. tenings- fet. Skipið er 290 fet á lengd og 46 fet á breidd. Það er knúið 3700 hg. díeselvél og ganghraði þess um 15 mílur. Þegar blaðið var tilbúið í pressuna í gærkveldi, voru enn eklti koinnir á samningar milli sjómanna og útgerðarmanna hér um kaup og kjör á togveiðibátum og liggja allir togbátarnir í höfn. Hinsvegar berast nú fregnir um góðan afla á línu og færi frá ver- stöðvunum, hér út með firðinum. Eiga útgerðarmenn þar í erfið- leikum með að koma aflanum í verð þar sem ísflutningar eru ennþá óráðnir, bæði er ósamið um kaup og kjör á ísflutninga- skipum hér, þótt samningar séu komnir á víðast hvar annars stað- ar á landinu, og nokkrir erfið- leikar munu vera á því að fá ís- fiskflutningaskip hingað, þótt samningar um sömu kjör og gilda syðra takizt, vegna þess að uppbót sú, sem ríkið greiðir á út- fluttan bátafisk er miðuð við Suðurlandsvertíðina, þar sem afl- ast talsvert af kola og ýsu um þessar mundh' og gerir það sigl- ingar og sölur hagkvæmari en hér, þar sem aflinn er aðallega þorskur og hann frekar smár. — Utvegsmenn hér út með firðinum voru í nokkrum vanda staddir í fyrradag. er bátar komu með mikinn afla að landi, hvað gera ætti við fiskinn. Hraðfrystihúsin taka ekki við honum nema að litlu leyti, og saltfiskverkun er f t óhentug, þar sem aflinn er smár og vinnufrekur. En mál þessi stranda enn á kröfum kommúnista hér um hærra kaup en gildir í öðrum verstöðvum. Er það út af fyrir sig sérstakt umhugsunarefni fyrir Akureyringa og Eyfirðinga, í sambandi við áframhaldandi út- gerð héðan, að stefnt skuli að því að gera útgerðarrekstur hér dýr- astan á landinu. Kann það ekki góðri lukku að stýra. Þjóðarnauðsyn að siglingar hefjist. Gjaldeyrisástandið, atvinnu- möguleikar hér og afkoma út- gerðar og sjómanna krefjast þess, að bátaflotinn fari tafarlaust á veiðar og nýti bá aflamöguleika, sem taldir eru vera hér. Sömu- leiðis er nauðsynlegt að ísfisk- flutningar hefjist sem fyrst og að ríkisvaldið taki hæfilegt tillit til ■þeirra erfiðleika, sem hér eru á því að láta ísfiskflutninga bera sig, umfram þá erfiðleika, sem eru sunnanlands. Aflabresturinn, sem verið hefir til þessa á vetrar- vertíðinni sunnanlands, gerir það ennþá nauðsynlegra fyrir þjóð- arbúskapinn, að vorvertíðin hér verði stunduð af kappi. Samningaumleitanir í Ólafsfirði. Nokkrar horfur munu á því að samningar takizt í Olafsfirði um svipuð kjör og gilt hafa hér að undanförnu (sbr. grein Hreins Pálssonar á 5. bls.) þrátt fyrir óvild kommúnistískra forsprakka og tilraun kommúnistastjórnar- innar í Alþýðusambandinu, sem sendi erindreka sinn þegar á vettvang, til þess að spilla sam- komulagi Þá mun og ekki von- laust ,að samningar takizt hér nú á næstunni. Munu forvígismenn kommúnista gera sér ljóst, að þeim muni ekki takast að halda kröfum sínum til streitu og sjó- mannafélögin í verstöðvunum muni semja sjálf, ef framhald verðui' á hinum óbilgjörnu kröf- um hér. Ef deilan leysist nú á næstunni — og það mun von flestra — verður það vegna þess, að sjómenn sjálfir hafa gert sig líklega til þess að taka ráðin af kommúnistaforsprökkunum og láta skynsemina ráða. Ánægjulegt skemmti- kvöld Framsóknar- manna Framsóknarfélag Akureyrar hafði skemmtikvöld að Hótel KEA sl. laugardagskvöld. Var þar mikið fjölmenni samankom- ið. Var spiluð framsóknar-whist, sýnd kvikmynd, Jónas Jónsson frá Brekknakoti flutti ræðu og síðan var dansað. Skemmtikvöld Framsóknarmanna hafa verið fjölsótt í vetur. „Reykjafoss46 kom með korn- og fóð- nryörur frá U.S.A. E. s. Reykjafoss kom hér síð- degis sl. mánudag. Skipið flytur mikið af korn- og fóðurvörum beint frá Bandaríkjunum til Kaupfélags Eyfirðinga og SÍS. — Var vörum þessum ekki umhlað- ið í Reykjavík. Mun von manna, að þessi ferð sé upphaf nýrra háttu í siglingamálunum og framvegis verði slíkar vörur fluttai' hingað beint frá útlöndum, en hin dýra og óhentuga Reykja-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.