Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. apríl 1948. D AGUR 7 r r ötum í Eftir ÓLAF — Fyrri +.---------—j. Vegna þrengsla í blaðinu j að undanförnu liefur birt-1 I ing þessar'ar greinar dregizt j í nokkrar vikur. • ! INNGANGUR. Það *mun hafa verið um eða upp úr aldamótunum síðustu, að skólaskylda var í lög tekin hér á landi, og fyrst í stað var hún víst aðeins átta mánuðir, eða þar um bil. Nú er hún orðin 7—8 mánuð- ir árlega í 8 eða 9 ár. Þegar.hér við bætist svo fjöldi af ýmiss konar framhaldsskólum, bæði þeim, er veita almenna * fræðslu, og sérskólum, er orðið hafa til að mestu leyti á þessu sama tímabili, þá er engin fjar- stæða að spyrja: Hefir raunhæf- menntun og menning þjóðarinn- ar, siðferði hennar, starfshæfni, víðsýni og afköst vaxið í réttum hlutföllum við aukna fræðslu? Þeim virðist fara hraðfjölgandi, sem efa að öllum þeim tíma og fjármunum, sem varið er til að mennta þjóðina, sé vel varið, og á meðal þessara efasemdarmanna má finna ágæta menntamenn, kunna, þaulreynda skólamenn, þjóðkunna, dáða rithöfunda og fjölmarga minna áberandi menn úr ýmsum stéttum þjóðfélags- ins. Svo virðist sem enginn vilji verða til þess ,enn sem komið er, að andmæla þessum röddum, eða eru þær enn eigi. nógu háværar til þess að hrófla við venjunum, værðinni og trúnni á ríkjandi til- högun fræðslumálanna. Vera má, að enn hafi þeir, sem efast, eigi gefið skoðunum sínum á fræðslumálunum nógu ákveðið form eða bent á nýjar leiðir, en sú skjjjdi jafnan reglan að rífa eigi niður án þess aítgera nokkra tilraun til að byggja upp aftur. Þótt eg leggi nú hér orð í belg, er það eigi vegna þess, að eg sé í hópi þeirra manna, er mesta hafa þekkingu og reynslu í þess- um málum, en þau Jhafa oft upp á síðkastið hvarflað mér í hug, og eg er einn þeirra mörgu, sem er, ef svo má segja, fæddur og upp- alinn í algerðum skorti skóla og menntunar og hefi því séð skóla- skipulág vort vaxa úr nær engu upp í það, sem það nú er. Eg hefi því nokkura aðstöðu til að gera samanburð á menntunarskilyrð- um og viðhorfum mínum og minna jafnaldra í uppvextinum, og þeirra æskumanna, er nú vaxa upp, og draga ályktanir af þeim samanburði. SAMANBURÐUR. í fáum orðum verður þessi samanburður þannig: Á mínum uppvaxtarárum voru fróðleiksfúsir unglingar, að minnsta kosti í sveitunum, van- fóðraðir hvað alla uppfræðslu áhrærði. Það þótti því ætíð hin mesta hátíð ef einhver var feng- inn til að annast uppfræðslu JÓNSSON grein — barna, 'en fáir nutu slíkra lysti- semda meira en 2—3 vikur á vetri. Allflest börn, sem eitthvað gátu lært, sóttu námið af kappi þennan stutta tíma og náðu oft furðulegum árangri. Þó voru sveitakennarar á þessum árum venjulega lítt lærðir en börnin voru fá, sem kennarinn þurfti að annast í einu, svo að hann gat sinnt hverju einstöku eftir þörf- um og viðfangsefnin voru ekki mörg. Onnur kennsla, ef einhver var, fór fram á heimilunum án nokk- urs sérstaks skólahalds og var venjulega aðeins fólgin í nokkuð óreglulegum lestrar- og skriftar- æfingum og yfirheyrslum í kristnum fræðum. Nú ganga börnin víða í skóla allan veturinn og hluta af sumr- inu í sex eða átt ár fyrir ferm- ingu. Kennararnir eru sérmennt- aðir til starfans. Námsefnið er bæði meira og miklu fjölbreytt- ara heldur en áður var, en áhugi nemendanna og tilhlökkun virð- ist minni og það, sem numið er, setur einkennilega laust. Það er nokkurs konar andlegt lystar- leysi, sem þjáir fjöldann af ungl- ingum, eins og þessar mörgu námsgreinar ruglist saman og þvælist hver fyrir annarri. Fyrir og fyrst eftir aldamótin, áttu nýfermdir' unglingar lítinn kost á framhaldsnámi. Olli þessu bæði skortur skóla og efna, miklu fremur heldur en skortur á löng- un og áhuga. Sumir gripu þá til þess úrræðis að afla sér fræðslu af eigin ramleik og náðu stundum furðu miklum árangri í þeim greinum, er hugurinn helzt girnt- ist, þrátt fyrir mikið líkamlegt erfiði, er litlum tíma leifði til sjálfsnáms. Auðvitað urðu skilin mjög skörp og augljós milli þeirra unglinga, er þráðu aukna fræðslu og létu ekkert tækifæri ónotað til að afla hennar og hinna, er ann- að tveggja skorti hæfni eða stað- festu til að stunda sjálfsnám mitt í önn dagsins. Nú er enginn hörgull á fram- haldsskólum, er ýmist veita al- menna fræðslu eða einhvers kon- ar sérmenntun. Fjárráðin eru rúm og unglingarnir fara í stríð- um straumum í framhaldsskól- ana. Sumir af sjálfsdáðum, en ef til vill fleiri eftir ákvörðun að- standenda, sem endilega vilja láta unglingana verða þeirra dásemda aðnjótandi, er enginn kostur var á í þeirra ungdæmi. Vera má að vegna ónógs kunn- ugleika felli eg of þungan dóm um viðhorf nemendanna til þess-. ara skóla, en mér virðist það þannig, að þeir námfúsustu og samvizkusömustu vilji gera það skammlaust, sem af þeim er krafist, en mikill meiri hlutinn reynir að krafsa sig í gegnum prófin með lágmarks-áreynslu og kunnáttu, og það hvarflar varla að þeim, að þeir séu að læra sjálfs sín vegna. Sjálfsnám gerist mjög fátítt meðal unglinga — hrein undantekning — og er þó frítími þeirra flestra ólíkt meiri en áður vai'. Hér er eitthvað öðruvísi heldur en vera á. Upplag og eðli þjóðar- innar hefir trauðla breytzt á svo skömmum tíma, sem hér um ræð- ir, en uppeldi og aðstæður hafa tekið ótrúlegum stakkaskiptum. Hin almenna uppfræðsla hefir breytzt úr vanfóðrun, er hjá mörgum hélt við sífeldum áhuga og hungri eftir aukinni þekkingu, í ofeldi, sem veldur leiða og lyst- % arleysi, jafnvel hjá þeim, er mesta hafa hæfileikana. ANDLEG OG LÍKAMLEG ÞÖRF. Hvert þjóðfélag stendur og fell- ur með þeim störfum, er þar eru innt af höndum og í litlu þjóðfé- lagi eins og voru, er áríðandi að starfsorka hvers einstklings not- ist sem bezt og sé lögð fram und- andráttarlaust. Oll störf má flokka í tvo stóra flokka, líkamleg og andleg störf. Þessi aðgreining er þó bæði óvís- indaleg og ónákvæm, þótt hún sé almennt viðhöfð. Þannig reyna mörg þau störf, sem teljast til þeirra andlegu, lítið á hyggjuvit- ið, en ýmis líkamleg störf krefj- ast mikillar, andlegrar áreynslu. Vafalaust komumst vér næst því rétta ef vér gerum flokkana fjóra. Þeir yrðu þá þessir: 1. Störf, er reyna aðallega á líkamann eða vöðvaorkuna. 2. Störf, ei' reyna bæði mikið á líkama og anda. 3. Ymiss konar dútl, sem hvorki reýnir á líkama né anda. 4. Störf, er krefjast aðallega andlegrar áreynslu. Þótt vér aðhyllumst þessa flokkun, verður það samt óhrekj- anleg staðreynd, að mörkin milli flokkanna verða engan veginn skýr, og að öll störf krefjast meiri eða minni andlegrar áreynslu. í sambandi við það mál, sem hér er til umræðu, skiptir flokk- unin ekki miklu máli, aðalatriðið er, að í hverju þjóðfélagi verður að inna af hendi margháttuð, líkamleg og andleg störf og við það vei'ður uppeldi æskulýðsins að miðast. Sú skoðun virðist harla al- menn, að andlegu störfin svo- nefndu séu æðri og þýðingarmeiri heldur en hin líkamlegu. Þetta er í raun og sannleika mjög fárán- legur og hættulegur hupgsunar- háttur og auk þess alrangur. Að vísu þarf andlega yfirburði til þess að valda straumhvörfum, en það þarf líka líkamlega atorku og afköst, oft og tíðum, til þess að gera stórar hugmyndii' að stað- reyndum og því má aldrei gleyma, að undir öllu andlegu starfi stendur-líkamleg vinna, eða afrakstur hennar — framleiðslan. Segja mætti, að líkamlega vinn- an geri oss kleift að menntast og lifa menningarlífi, en tilverurétt- ur vor sem sjálfstæð þjóð byggist á andlegum störfum, en það er háskaleg villa að telja andlegu störfin æðri en þau líkamlegu og getur auðveldlega leict til þess, að sá flokkur, er stundar andlega vinnu, verði ofskipaður, en hinn vanskipaður. Það er því engum vafa undirorpið, að uppeldi kyn- slóðanna verður í hverju þjóð- félagi að vera jöfnum höndum líkamlegt og andlegt Er nú þessa gætt í fræðslukerfi voru? Það fer fjarri því að svo, sé. Höfuðálierzlan er lögð á andlegu uppfræðsluna, én hin hliðin van- ra;kt að mestu eða öllu. Þetta er mjög varhugavert, einkum þegar börn og vaxaiidi unglingar eiga í hlut því að af mörgum ástæðum er það bráðnauðsynlegt, að líkamleg störf séu lærð og æfð þegar í barnæsku, meðal annars vegna þess, að vaxandi ungviði er hófleg, líkamleg áreynsla nauðsynlegt þroskaskilyrði, og flest líkamleg störf krefjast þroska ákveðinna vöðva. Sé þroskun þeirra vanrækt í upp- vextinum er það óbætanlegt síð- ar. ’ . . . . En er þá ekki skólaganga á þessu æfiskeiði nauðsyn andleg- um þroska? Það er fjarri mér að vilja hamla á móti því, er verið gæti andan- um þroskavænlegt, en þegar frá er talið fræðsla og æfingar í und- irstöðuatriðum allrar menntun- ar, lestri, ritleikni og tölvísi, þá mun ekkert andanum þroska- vænlegra heldur en fjölbreytt, líkamleg vinna, svo sem sveitar- vinna í nánum tengslum við nátt- úru landsins, uppeldi og ræktun lifandi jurta og dýra. Hér skilur á milli andlegra og líkamlegra starfa, að andlegu störfin eru sjaldan líkamanum þroskavæn- leg, en líkamleg áreynsla er and- legum þroska nauðsynleg. Því er það, þegar unglingarnir eru reirðir á skólabekk mestan hluta þess tíma, sem þeir eiga að þrosk- ast líkamlega og andlega, þá tapa þeir ekki aðeins getunni til að læra að vinna og þroskast með vinnunni heldur kyrkir þessi skólaþrælkun einnig andlega hæfileika þeirra. AÐFLUTT KERFI OG INNLEND REYNSLA. Ástandið í fræðslumálum vor- um er eigifSæga' furðulegt, þegar þess er gætt, að vér höfum á að skipa mjög vel menntri og áhuga- samri kennarastétt, sem nú orðið mun búa við tiltölulega betri kjör heldur en nokkur, álíka fjölmenn stétt þjóðfélagsins. Það verður víst líka varla sagt með sanni, að íslenzk kennara- stétt hafi eigi reynt að láta þess- ar fáu hræðúi’ hér á norðurhjara fylgjást' með öllum nýjungum í fræðslumálum, því nærri mun láta, að árleg'a hafi nokkrir skóla- stjórar og allmargir kennarar verið á þönum erlendis, hálf og heil árin, í leit að nýjum kennslu- aðferðum og uppeldiskunstum. Síðan, þegar heim kom, hafa svo þessir vísu menn látið ljós sitt skína og reynt margháttaðar, innfluttar nýungar á börnum og unglingum þeim, ei' þeir hafa átt að uppfræða og auðvitað ávallt með mjög góðum árangri. Mér virðist þó, að eitt hafi þess- um áhugasömu mönnum láðst hrapallega og það er að byggja upp íslenzkt fræðslukerfi á alda- gamalli, innlendri reynslu, sér- stöðu og séreinkennum vorunm. Vafalaust hefði það verið bæði miklu frumlegra og líka frjórra starf, heldur en að elta út um hvippinn og hvappinn, erlendar aðferðir, sniðnar fyrir börn, er alast upp við allt aðra staðhætti heldur en íslenzk börn og eru þeim gerólík að allri skapgerð. Um langt skeið hvíldi upp- fræðsla barna hér nær einvörð- ungu á heimilunum og var þá eðlilega af skornum skammti og litlum tíma varið til hennar. Þó varð reynslan sú, að nær öll and- lega heilbrigð börn urðu vel les- andi og sæmilega skrifandi og námu eigi minna í kristnum fræðum, undir fermingu, en þau nú gera. Fjöldi af íslenzkum ung- lingum þyrsti þá í fróðleik, drakk í sig allt af því tagi, er þeir gátu komist yfir og mundu vafalaust hafa náð afbragðs árangri á skömmum tíma ef frekari skóla- göngu hefði verið völ. Er hægt að segja þetta sama um skólaæskuna nú? Ég held varla. Að vísu munu í flestum framhaldsskólum ágætir nemendur innanum, en það verð- ur sjaldgæfara með hverju ári, að nemendur ljúki námi fyrr en skólaskipanir geri ráð fyrir, eða sæki fræðslu út fyrir það náms- efni, sem krafist er, og sé próf- svipan eigi sífellt reidd yfir höfð- um þeirra, slær allur fjöldinn a£ nemendunum slöku við námið. Eðli vort er að vera .tiltölulega sprétthörð en þollítil. Vér erum ágæt til áhlaupa og afköstum oft miklu á skömmum tíma, en þreytumst fljótt, tínum áhugan- um, slórum og slæpumst. Eðlilega gætir þessa lundarfars eigi sízt hjá börnunum, auk þess, sem börnum yfirleitt mun óljúft að vera síháð reglum og störfum. Það er þó einmitt þetta sem fræðslukerfi vort krefst af þeim, en af því leiðir oft leiða, áhuga- leysi, námstregðu, þrjózku og andúð á náminu. Af þessu má álykta, að hvíld- arlítil skólaganga, hálft árið eða meira, sé íslenzkum börnum mjög óeðlileg, og að betri árangur mundi nást, á miklu skemmri tíma, ef kennt væri aðeins 3—4 vikur í einu með löngum hvíld- um á milli. Eg þykist hafa veitt því athygli, að börn, sem eru að hefja skólagöngu á haustin, hlakka til að koma í skólann og sækja námið af kappi og áhuga fyrst í stað. Eftir nokkrar vikur fer þeim svo að leiðast. Þau fara að líta á skólagönguna sem óþægilega kvöð, verða áhuga- lausir aklaskrifarar, eða blátt áfram kærulaus. Á slíkum grund- velli næst eigi tilgangurinn með kennslunni eða hagkvæm áhrif á lundarfar barnanna og náms- hæfni. ÓÞARFAR ENDURTEKNING- AR OG STAGL. Utþennsla alls konar milliliða- þjónustu er tákn tímanna. Þrátt fyrir vöruþurrð, sem mjög er lát- ið af, fjölgarverzlunarfólki,skrif- stofur spretta eins og gorkúlur (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.