Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 12

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 12
12 Miðvikudaginn 28. apríl 1948. Nývirkjun við Laxá íaiin kosta 20 milSjónir króna - Virkjunin áætluð 11.400 hestöfl Á sameiginlegum fundi bæjar- ráðs og rafveitunefndar Akureyr- ar nú fyrir skemmstu, var lagt fram yfirlit yfir rarmsóknir og áætlanir, sem gerðar hafa verið um virkjun neðra fallsins svo- kallaða í Laxá. Samkvæmt nið- urstöðum þessa yfirlits og tillög- um raforkumálastjóra, er gert ráð fyrir að virkjuð verði 29 metra fallhæð í neðra fossinum við Brúar, og er aflið áætlað 11.400 hestöfl, en heildarkostnað- ur um 20 milljónir króna, að meðtaldri spennistöð hér í bæn- um og háspennulínu frá Brúum íil Akureyrar. Á fundi þessum var þessi til- högun samþykkt af hálfu Akur- eyrarbæjar, enda haldi bærinn fullum rétti til þess að fuilvirkja efra fallið síðar ef henta þykir. Gengið fram hjá Akureyrarbæ? í bréfi, sem raforkumálastjóri ritaði ríkisstjórninni 19. þ. m., og lagt var fram á þessum fundi, fer hann fram á heimild til þess að mega fela Rafmagnsveitum ríkis- ins að hefja framkvæmd viðbót- arvirkjunai'innar við Laxá sam- kvæmt þessum tillögum, enda hafi Rafmagnsveiturnar samráð við raforkumálastjóra og ríkis- stjórnina um framkvæmdina. Með bréfi, dags. 20. apríl hefir ráðherra samþykkt þessar tillög- ur raforkumálastjóra og falið honum að athuga útvegun á föst- um lánum til greiðslu á innlend- um kostnaði við virkjunina. í þessum bréfaskiptum raforku- málastjóra og ráðherra virðist hvergi gert ráð fyrir hlutdeild Akureyrar í virkjuninni. Stingur þetta allmjög í stúf við það, sem áður var ráðgert. Hefir alla tið Revyan ,Taktu það rólega!' sýnd í næstu viku Gerist á Akureyri og í Vaglaskógi Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu æft nýja Akureyrar- revyu, sem nefnist „Taktu það rólega". Verður frumsýning að forfallalausu í næstu viku. Sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér er hér um revyu úr bæjarlífinu að ræða. Gerizt hún ýmist hér í bænum eða í Hrossalundi í Vaglaskógi, þar sem aðalpersónurnar, Kobbi Krús veitingamaður (Þórir Guðjóns- son) og Brasína kona hans (frú Svava Jónsdóttir), ráða ríkjum. Margir bragir eru í leiknum og mikið sungið. Leikendur eru margir, bæði gamalkunnir leik- endur Leikfélagsins og nýliðar. Höfundar leiksins láta ekki nafna sinna getið. veíið gert ráð fyrir því hér, að Akureyrarbær mundi hafa fram- kvæmd verksins með höndum, í samráði við raforkumálastjóra, enda hefir bærinn lagt fram fé til virkjunarinnar með það fyrir augum. Á fundi bæjarráðs og raf- veitúnefndar var samþykkt að óska þess við ráðherra, að bærinn ráði verkamenn og iðnaðarmenn til fyrirhugaðra framkvæmda á þessu sumri 'og' hafi hlutdeild í öðrum framkvæmdum meðan ekki. er tekin ákvörðun um hver yerði eigandivirkjunarinnar, en viðræðum og samningúm um það aíriði, í milli bæjarins og ríkisins, var frestað fyrii' nokkru 'að til- lögu ráðherra. Virðast síðustu ráðstafanir hans og raforkumálastjóra í fyrr- greindum bréfúm ekki í samræmi við það, sem áður hefir farið í milli ríkisvaldsins og bæjarins um' þessi mál. Engin svör munu ehn hafa borizt við þessari síð- ustu orðsendingu bæjaryfirvald- anna hér. Merk samvinnukona látin Nýlátin er í New York frú Emmy Freundlich forseti al- þjóðabandalags kvennagilda (Int- ernational Cooperative Womens Guild). — Frú Freundlich sem var austurrísk að þjóðerni, var mikil hugsjónakona og mjög þekkt og dáð af samvinnumönn- um og konum um víða veröid. — Hún var 72 ára er hún lézt. AUKIÐ FLUGORYGGI. Norðmenn eru nú að koma upp ,.radar-beacons" — litlum radar- vitum — meðfram norsku strönd- inni til afnota fyrir flugvélar á innanlandsleiðum. — Telja þeir stóraukið öryggi að þessu. „íðja" og bakarasveinar hafa sagt upp samningum frá 1. maí n. k. Bakarasveinafélag Reykjavík- ur sagði fyrir nokkru upp samn- ingum um kaup og kjör bakara- sveina í brauðgerðum þar. Gildir uppsögn þessi einnig fyrir brauð- gerðarhús hér, þar sem bakara- sveinar hér eru meðlimir í sunn- lenzka félaginu, en hafa ekki sér- stakt félag með sér hér. Viðræður hafa farið fram í Reykjavík, en sarnningar ekki tekizt enn. Krefjast bakasveinar nokkurrar kauphækkunar. — Þá hefir Iðja, félag verksmiðjufólks hér, einnig sagt upp samningum frá 1. maí. Hafa viðræður í milli samninganefndar félagsins og verksmiðjueigenda hér strandað, og málinu vísað til sáttasemjara. Iðja í Reykjavík framlengdi ný- lega samninga sína óbreytta frá 1. aþríl, að því undanskildu, að eins mánaðar uppsagnarfrestur er áskilinn nú, í stað þriggja mán- aðá uppsagnarfrests áður. Hér krefst félagið kjara, sem eru hærri en kjör iðnaðarverkafólks syðra. Sömu kjör hafa gilt hér og í Reykjavík, að undanskildu því, að vinnutími hér er hálfri klst. lengri en þar en í staðinn er sum- arfrí hér lengra og veikindafor- fallafríðindi meiri. Hefir þetta verið lagt að jöfnu hingað til. Nú er krafizt 30 kr. hærra grunn- kaups en grcitt er í Reykjavík, aukinna .veikindafríðinda, jafns vinnutíma og í Reykjavík. — Mundi þetta allt nema 10—20% hærra kaupi hér, en greitt er syðra. Verksmiðjueigendur hér, sem eiga við erfiðari aðstöðu að búa i um hráefnainnflutning og afsetn- ingu framleiðslunnar en reyk- vískir verksmiðjueigendur, munu telja framtíð iðnaðarins hér stefnt í hættu með kröfum þessum og eru ófúsir að ganga inn á hærri kjör en í Rvík. Er þessi afstaða þeirra eðlileg. Verður ekki séð, að iðnaðurinn hér hafi nokkra möguleika til þess að standa und- ir hærri tilkostnaði en iðnaður- inn í Reykjavík. Munu menn vænta þess, að Iðjufólk skilji nauðsyn þess að iðnaðurinn hér búi ekki við mun lakari aðstöðu en keppinautar hans í Rvík. „Hvassaf ell" á leið til Norðurlands með sementsfarm. M/s. Hvassafell er um þessar mundir í London og tekur se- mentsfarm, er það flytur til ýmsra hafna hér á Norðurlandi. Hvassafell kom til London 9. þ. m. og varð þá fyrir því óhappi í Thamesármynni, að árekstur varð í milli þess og brezks flutn- ingaskips í dimmviðri. Skemmd- ust þrjár plötur í Hvassafelli við áreksturinn og fór viðgerð skemmdanna fram í London. Aokin vörusala Kaupfélags Félagið Iiefur •með liöndum mer-kilegar fram- *& öl •kvæmdir - Frá aðalfundi lí. Þ. í tíúsavík Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var settur í samkomuhús- inu í Húsavík þriðjudaginn 20. þ. m. og stóð yfir í *vo daga. Fundinn sátu 80 fulltrúar, auk félagsstjórnar, framkvæmda- stjóra og endurskoðenda. Framkvæmdastjóri flutti þar sína venjulegu ársskýrslu yfir rekstur og hag félagsins á árinu, sem var þökkuð af fulltrúum og fundargestum með almennu lófa- taki. Vöi-usala félagsins var 7.358.- 034.29 og hafði hún aukist á árinu um 2.224.712.69. Samþykkt var að greiða til fé- lagsmanna 5% arð af ágóða- skyldri úttekt þeirra. Fyrir fundinum láu engin stór mál, 'því að í fyrra samþykkti að- alfundur miklar framkvæmdir, sem nú standa yfir. Nýtt brauð- gerðarhús tekur til starfa í vor. haldið verður áfram með verzl- unarhiisbyggingu, sem hafin var í fyrra og hafinn verður bygging í sumar á stóru hraðfrystihúsi, sem félagið á stóran hlut í. í mörg ár hefur Björn Sig- tryggsson bóndi á Brún verið fé- lagsstjórnarformaður, en á þess- um fundi mætti hann ekki, vegna langvarandi veikinda, og hafði hann lýst því yfir, að hann tæki ekki endurkosningu. í hans stað var kosinn í stjórnina Úlfur Ind- riðason bóndi á Héðinshöfða, sem búinn var að vera varamaður í allmörg ár. Karl Kristjánsson, oddviti Húsavík, var kjörinn íor- maður félagsins. Tveir nýir menn voru' kosnir í varastjórn, þeir Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi og Tryggvi Sigtryggsson bóndi á Laugabóli. Skemmtikvöld fyrir félagsmenn. Eins og að undanförnu hafði kaupfélagið tvö skemmtikvöld fyrir fulltrúa og gesti þeirra. Fyrra kvöldið var kvöldvaka, sem skemmtinefnd félagsins stóð fyrir. Hófst hún með því að kirkjukór Aðaldæla söng undir stjórn Jónasar Guðmundssonar bónda í Fagranesi. Þá komu fram 20 ungir menn úr Mývatnssveit , og sýndu ís- lenzka glímu. Mátti sjá, meðan á glímunni stóð, marga gamla glímukappa gráhærða, titrandi af glímuskjálfta, svo hreif þessi fagra og gamla íþrótt þá ennþá. Kjartan Bergmann glímukenn- ari sýndi íþróttakvikmyndir. Pét- ur Jónsson í Reynihlíð, formaður skemmtinefndar, las erindi eftir Jónas Baldursson. Jón Haralds- son bóndi á Einarsstöðum og Þór- ólfur Jónasson taóndi á Hraun- koti fluttu kvæði. Seinna kvöldið sýhdi leikflokk- ur í Húsavík sjónleikinn „Syndir annarra." Bæði kvöldin var húsfyllir. Handbók fyrir sveitar- stj ornir Félagsmálaráðuneytið hefur ^efið út kosningahandbók fyrir sveitarstjórnir. Flytur bókin lög um sveitarstjórnarkpsningar, lög um kosningar til Alþingis, skrá um bæjarstjórnir í kaupstÖðum og hreppsnefndir í sveitum og þorpum, skrá um sýslunefndir, heildaryfirlit kosninga í kaup- stöðum og kauptúnum og yfirlit Alþingiskosninga. Jónas Guðmundsson skrif- stofustjóri hefur tekið bókina saman. Mun hún fást í bóka- verzlunum um land allt. Fisksöiusamiag Eyfirðinga stofnað Togbátar hef ja veiðar nú í vikunni - Fiskflutn- ingar á Bretlandsmarkað væntanlega innan skamms Síðastl. mánudag var formlega gengið frá stofnun Fisksölusam- lags Eylfirðinga .Er þess vænzt að allir eyfirzkir útgerðarmenn verði þátttakendur í samlaginu, ásamt eigendum fiskflutninga- skipa og skipshöfnum á veiði- skipum. Ennþá hefir ekki borizt endan- leg svör frá Fiskábyrgðarnefnd um framkvæmd fislcábyrgðar- heimildarinnar gagnvart fisk- flutningaskipum héðan, en út- vegsmenn hér fóru fram á, að greidd yrði hámarksuppbót, 25 aurar á kg., svo sem greint var frá í síðasta blaði. Togbátar hefja veiðar. Togbátarnir héðan munu fara á veiðar nú í vikunni og má gera ráð fyrir að siglingar á Bret- landsmarkað hefjist innan skamms. Ekki er búið að ákveða, hvaða skip verða í förum, en lík- legt má telja, að það verði stærstu og hraðskreiðustu skip veiðiflot- ans hér. Stjórn hins nýstofnaða samlags skipa þeir Hreinn Pálsson, Gísli Konráðsson,, Tryggvi Helgason, Valtýr Þorsteinsson og Egill Júlíusson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.