Dagur - 02.06.1948, Side 4

Dagur - 02.06.1948, Side 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 2. júní 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheirata: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87'— Sími 166 Blaðið keraur út á hvcrjum raiðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjaldtlagi er 1. júlí Drentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri Morgunblaðsmenn vilja takmarka rétt landsmanna til innsöngu í kaupfélögin MORGUNBLAÐIÐ hefir nú um nokkurt skeið gert félagsmannatölu kaupfélaganna að umtals- efni með ærið undarlegum hætti. Fyrir nokkru lét blaðið sér sæma, að drótta því að forráðamönn- um KEA að upplýsingar þær um meðlimi félags- ins, sem birtar eru í síðustu ársskýrslu, væru ekki réttar og lét liggja að því, að félagsmannatalan væri fengin svo há, með því að bæta „konum, börnum og gamalmennum“ við löglega tölu kaup- félagsmeðlima. Þessi frásögn blaðsins var tekin til meðferðar hér í blaðinu fyrir nokkru og þá birt sundurliðuð skýrsla um félagsmenn í KEAogbent á, að á félagaskrá væru engir skráðir nema þeir, sem væru löglegir félagsmenn með skyldum og réttindum samkvæmt samvinnulögunum. Að- dróttanir Morgunblaðsins væru tilefnislausar og ósmekklegar og myndi málstað kaupsýslumanna þeirra er að blaðinu standa sízt nokkur greiði gerður með slíkum málflutningi. EIGI AÐ SÍÐUR heldur Mbl. áfram uppteknum hætti, að dylgja um falsanir í sambandi við félags- mannaskrár kaupfélaganna og KEA sérstaklega. Segir blaðið, að eðlilegt sé að á félagaskrám kaup- félaganna „séu aðeins taldir framfærendur.... en ekki t. d. húsmæður, börn og gamalmenni, eða fólk, sem er á framfæri annarra.... “ Ennfremur telur blaðið skorta upplýsingar um það, hvernig félagsmannatalan „sé fengin", eins og það oi ðar það. Þessar spumingar blaðsins og ályktanir eru furðulega fávíslegar. Samkvæmt samvinnulögun- um er öllum mönnum frjáls aðgangur i kaupfélag samkvæmt nánari ákvæðum í samþykktum fé- laganna. í samþykktum KEA er þetta orðað svo, að „inngöngu í félagið fá karlar og konur, sem hafa deildasamþykki (þ. e. viðkomandi félagsdeild hefir fyrir sitt leyti samþykkt upptöku þeirra) og eru fjárráða...f sömu samþykktum segir enn- fremur, að nöfnum og heimilisfangi nýrra félaga skuli bæta á félagaskrá um leið og þeir gerist fé- lagsmenn og við nöfn þeirra, sem hætta að vera félagsmenn, skal skrá dag og ár, er þeir fara úr félaginu. Samvinnulögin og samþykktir kaupfé- laganna skýra því greinilega frá því, hvernig félagsmannatalan er fengin. Er óþarfi fyrir Mbl. að láta sem það sé einhver óttalegur leyndardóm- ur. Talan er fengin með þeim einfalda hætti, að telja þá einstaklinga, sem á hverjum tíma eru lög- legir félagsmenn samkvæmt samþykktum félag- anna. Allar hugleiðingar um, að við þá tölu sé bætt skylduliði og börnum o. s. frv., eru gjörsam- lega út í bláinn og algerlega tilefnislausar. Þá er það næsta furðuleg staðhæfing, að eðlilegast væri að kaupfélögin teldu ekki aðra félagsmenn en framfærendur. Samkvæmt lögunum er öllum fjárráða einstaklingum heimil innganga og þetta lagaákvæði tryggir beinlínis lýðræðisfyrirkomu- lag félaganna. Það er eitt af undirstöðuatriðunum, sem öll samvinnufélög byggja á. Með því að tak- marka frelsi manna til inngöngu í félögin, svo sem Mbl. virðist telja eðlilegt, væri grundvellinum raskað. Dagur hefir ekki upplýsingar um það, hve margir af félagsmönnum kaupfélaganna eru „framfærendur”, enda hefir því aldrei verið hald- ið fram af samvinnumönnum, að allir íélagsmenn væru það. Félögin setja engar slíkar skorður við umsóknum manna að ganga í félögin. Þar gilda einungis þau ákvæði, sem að framan getur. Líklegt má telja, að mikill meiri hluti þeirra séu heimilis- feður, en að sjálfsögðu eru þar líka einstaklingar, sem ekki eru heimilisfeður, t. d. margt ungra, ógiftra manna og kvenna. MBL. TELUR upplýsingar Dags benda til þess, að til séu menn, sem séu meðlimir í tveimur fé- lögum og taldir á báðum stöðun- um. Því hefir aldrei verið haldið fram af samvinnumönnum, að svo geti ekki verið þar sem eins hátt- ar til og t. d. hér í Eyjafirði og um vesturhluta Þingeyjarsýslu, að mörk milli kaupfélaganna eru óglögg .Á þessu svæði hafa starf- að þrjú kaupfélög, öll í meira en 60 ár. Engin ákvæði eru til, sem banna mönnum að vera í fleiru en einu félagi og eitthvað mun vera til af slíkum mönnum austan Eyjafjarðar. En á þessu hefir eng- in breyting orðið hin síðari ár nema þá til fækkunar, því að fólki hefir heldur fækkað en fjölgað á þessum slóðum. Fjölg- unin í KEA síðasta áratuginn er nær öll á Akureyri ogíþorpunum við Eyjafjörð. Bændurnir voru langflestir skráðir félagsmenn áður. í þessu liggur því ekki falin nein ástæða til þess að drótta, fölsunum að kaupfélögunum. — Hvert félag telur sína félagsmenn, samkvæmt samþykktum sínum. Það hefir alla tíð verið svo, að þeim, sem búa á landamerkjum félaganna hefir sumum hverjum þótt hagkvæmt að vera í fleiru en einu félagi, enda engin lög, sem slíkt banna. Hins vegar eru þær deildir, sem þarna er um að gera svo fámennar, og slík aðstaða svo óvíða til á landinu ,að þetta rask- ar ekki að neinu ráði heildarfé- lagsmannatölunni. Væri raunar sjálfsagt fyrir samvinnufélögin, að láta gera skýrslu um það, hve marga menn er þarna um að ræða á landinu og birta hana til þess að sýna, að þar er ekki að finna nein gögn er máli skipta fyrir þá, sem hafa það helzt áhugamál um þessar mundir, að troða skóinn ofan af kaupfélögunum og frjálsri og þvingarlausri verzlun landsmanna. FOKDREIFAR Deilt á heilbrigðis- og lögregluyfirvöld. Gunliar Jónsson spítalaráðsmað- ur hefir sent blaðinu allhvassa ádeilu á fyrirkomulag heilbrigð- is- og þrifnaðarmála í bænum og starfshætti lögreglunnar. Fer bréf hans hér á eftir. „SÁ VAR' HÁTTUR lögreglunn- ar og heilbrigðisfulltrúans á Akur- eyri fyrir 14 árum, að gæta þrifnað- ar' í bænuip .Það var ófrávíkjanleg regla, að lögregluþjónarnir gengu um bæinn og gáfu lögreglustjóra og heilbrigðisfuiltrúa skýrslur um þrifnaðarástand bæjarins Ef ský-'si- an bar jrað með sér aðeltthvað það var í hénni, sem lögreglan halði ekki vald til að framkvæma, ]>á gjiirði heilbiigðisfulltrúinn þær ráð- stafanir, sem vald hans levffii í sam- yinnu við lögrpgluna, en þau atrifii, sem cigi nrðu framkvæmd eftir boði heilbrigðisfulltrúa og lögregluþjón- anna, voru lögð u'idir ú.'skuið lög- reglustjóra samkvæmt 98. grein lög- reglusamþykktar bæjarins, en sú grein mælir svo fyrir, að fram- kvæma megi nauðsynlegar ráðsfaf- anir á kostnað þess, er eigi hlyðir settum ákvæðum lögreglusamþykkt- arinnar. EG GEKIC UM B/F.INN síðast- liðinn hvítasunnudag. í bau 25 ár, sem eg liefi verið hér á Akureyri, ltcfi eg aldrei séð bæinn jatu óþrifa- legan. Til að sanna mál mitt, vil eg benda húsbændum lögreglunnar og heilbrigðísfulltrúans á eftirfarandi staði, þar sent þeir geta séð stað- reyndir: 1. í Gudmannsgarði efu saman- komnar 23 tegundir af alls ko't.ir rusli. 2. Á milli Samkomuhúss bæjar- ins ,og gamla barnaskólans er alls konar rusl. 3. Sunnan við húseign bæjarins á Höepfnersslóðinni, er saman kom- inn margs konar óþverri. 4. Þegar litið er úr Hafnarstræti austur á niilli Hótel Gullfoss og Hótel Akureyrar, gefur að líta ó- fagra sjón. 5. Við Útvegsbankann var fyrir hátíðina tyllt upp 40 ára gömlum grindarstúf og þar girt inni ýmis- legt rusl. 6. Jafnan eru opnir dunkar með mannshári og öðrum úrgang frá rakarastofum sunnan við rakara- stofurnar í Skipagötu og fýkur það framan í veglarendur. 7. Á óbyggðum lóðum gengt lög- reglustöðinni getur að líta margt, sem þar á ekki að vera. 8. Fjaran öll var látin vera ó- hreinsuð fyrir hvítasunnuna. Svona mætti raun'ar lengi telja. Þá skal þess getið, að Jón Sigurðs- son ,sem vinnur sitt starf af mikilli trúmennsku, telur það frágangssök að lialda götum og gangstéttum hreinum þar sem alls konar óþverri fýkur og fellur frá þeim stöðum, sem ertt fyrir utan hans verkahring að hreinsa. ÞÁ ER ÞESS VERT að bera sam- an kostnaðarliði fyrr og nú í þessu sambandi. — Árið 1934 var kostn- aður við lögfeglu bæjarins kr. 12.680,00. Þá voru bæjarbúar 4374, eða kostnaðurinn um. kr. 3,00. á hvern bæjarbúa. Nú eru bæjarbúar 6516, en kostnaðurinn við lög- regluna um kr. 226,000,00 eða kr. 34,70 á hvern bæjarbúa ,cða sem næst 1100% liærri 1948 en 1934. Þcss skal getið, að þá hafði lögregl an með höndum margvísleg störl fyrir bæinn endurgialdslausy, svo sem innhcimtu útsvara, lögtök, lóða- og erfðafestumælingar. Þá var lögreglan einnig látin safna búnað- arskýrslum o. fl„ allt endurgjalds- laust. Nú liefi eg litið svo til að um nokkur ár hafi ríkt íurðu inikið framkvæmdaleysi hjá lögreghumi og skal í því sambandi nefna nokk- ur dæmi: 1. Mjög er það sjaldgæft að lög- reglan sjáist stjórna götuumferð. 2. Þrifnaðarmál bæjarins lælur lnin sig litlu eða engu skipt.a. 3. Um nætur er oft svo mikill há- vaði á götum úti, að bæjarmenn liafa ekki svefnfrið. 4. Mjög oft sést það, að ölvaöir menn íari um götur bæjarins og ó- náði vegfarendur, án þess að l;'.g- reglan fáist um það. 5. Það er daglegur viðburður, að bílar þjóta á ólöglegum hraða um bæinn og líka að þeim sé lagt ólög- lega við götur og þá sérstaklega við gangstétta- og götuhorn, án íhlut- unar lögreglunnar. EF ÞESSI MÁLI eru athuguð í réttu Ijósi fyrr og nú er niðurstað- an þessi: Meiri tilkostnaður, minni árangur. Það er því tímabært að at- liuga, hvað bæjarbúar fá fyrir að (Framhald á 5. síðu). Smábarna-leikfimiimi lokið Nú um mánaðamótin lauk smábarna-leikfimi, sem Fræðsludeild KEA hefir haft með höndum um þriggja mánaða skeið (marz, apríl og maí). Um 90 börn sóttu þessa tíma, og voru það börn á aldrinum 4, 5 og 6 ára, þar að auki nokkur 3 ára, sem fengu að vera með eldri systkinum og nokkur urðu 7 ára á þessu tímabili. < Eins og að líkum lætur er hér ekki um að ræða leikfimi í venjulegum skilningi þess orðs, en aftur á móti ætlað til þess að venja á að umgangast önn- ur börn, læra að hreyfa sig frjálsmannlega og ýmiss smá atriði í venjulegri tímgengni, þar að auki er reynt að þroska tilfinningu barnsins fyrir hljóðfalli og takt og reynt að hjálpa þeim til að fá nokkurt vald yfir hreyfingum sínum. Það er óhætt að segja, að þessi tilraun Fræðslu- deildar KEA, sem gerð var af veikum mætti, hafi tekizt mjög vel. Börnin sóttu tímana vel, voru hin ánægðustu og virtust mörg hver hafa mjög gott af þeim. Hinum feimnu og óframfærnu varð að hjálpa ótrúlega mik- ið, en þvílík gleði, þegar þau höfðu yfirunnið sjálf sig og gátu leikið með eins og hin börnin. Frömu og freku börnunum varð aftur á móti að halda aftur af og „bremsa“ svolítið á stundum. Að loknu þessu þriggja mánaða námskeiði var mæðrum boðið að horfa á síðasta æfingartíma hvers aldursflokks um sig. Þótti mörgum það góð skémmtun, og létu mæður í Ijós ánægju sína yfir þessum tímurn og fullyrtu að börn þeirra hefðu haft mikið gagn og gleði af. Ungfrú Rósa Gísladóttir annaðist píanóundirleik og aðstoðaði á annan hátt, en Anna S. Snorradóttir h'afði á hendi kennsluna. Milli 50 og 60 aðstanendur barnanna. horfðu á síðustu æfingar. HVAÐ VEIZTU UM DDT? Hreint DDT er hvítt, kristallað efni. Naín þess var tekið upp af herjum Bretlands óg -Báiidaríkjanna. Efni þetta var fundið upp árið 1874 af Othmar Zeid- Ter’ efnafræðingi við háskólann í Strassburg. Efni þessu var lítill gaumur gefinn, þangað til ár- ið 1939 að svissneskur vísindamaðui', Paul Muller að nafni, hóf rannsóknir með efnið að nýju. Hann er talinn fyrstur hafa gert sér grein fyrir nytsemi efnisins til eyðingar skordýrum. Árið 1942 tók herinn efnið í sína notkun til eyð- ingar á lús og flugum. Síðar reyndist það hæft til varnar gegn malaríu (mýrarköldu). Efnið má nota bæði sem duft, blandað öðrum föstu mefnum (til auðveldari dreifingar) og einnig sem upplausn (vökva). Vegna eitrunarhættu er ekki ráðlegt að nota DDT til eyðingar skordýra er ásækja kornbirgðir, er not- aðar eru til manna- eða dýraeldis. Blanda, sem inniheldur 5% af DDT er nægilega sterk til eyðingar flugum, sem hafast við í húsurn inni. NJÓLAJAFNINGUR MEÐ SALTFISKI. Áður en grænmetið kemur á markaðinn og lítið er komið upp í görðum okkar, er sjálfsagt að nota það sem villt vex, nóg er af, og hollt á við hvaða grænmeti sem er, að því er fróðir telja. Njóli er eitt þessara jurta. Hann er ágætur í hvers konar jafninga og sérstaklega góður í jafning með saltfiski. — Njólinn er soðinn, helzt í gufu, en sé hann soðinn í vatni, er soðið notað í jafninginn, sem er gei'ður á venjulegan hátt. Einnig má nota hann í súpur og grauta, og þá líkt farið með hann og rabarbara Gera má úr honum kraftsúpu, og er þá að sjálfsögðu enginn sykur notaður. HANDAVINNU- OG VEFNAÐARSÝNING. Sýning verðui' í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi 5. júní næstk. á handavinnu og vefnaði nem- enda. Sýningin er opin frá kl. 1 e. h. til 10 e. h.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.