Dagur - 08.09.1948, Page 5

Dagur - 08.09.1948, Page 5
Miðvikudaginn 8. september 1948 D AGUR 5 IÞROTTA Knattspyma. Knattspyrnumót íslands í II. flokki hófst fyrra sunnudag á Akureyri. Liðin voru aðeins 3, — frá íþróttabandalagi Akureyrar, íþi'óttabandalagi Rvíkur og Knattspy rnufélagi Sigluf j arðar. — Siglfirðingar komu hingað á laugardag. Veður var stillt og gott á sunnudaginn og um kl. 5 e. h. var býsna góður kögur af skvaldrandi og skrautbúnu fólki um Þórsvöllinn. En þá hófst fyrsti leikurinn, milli I. B. A. og K. S. „Eru þessir litlu drengir með,“ heyrðist einhver hrópa, þegar „rauðbuxarnir“ hlupu inn á völlinn. Já, víst voru þeir smá- ir vexti sumir, — „en oft er lang- ir-----“ o. s. frv. Við sjáum nú til. Fararstjóri Rvíkinga, Ingi Ey- vindsson, blés til leiks, K. S. hafði goluna með sér, Akureyringar hófu árásina og voru á fyrstu mínútu við mark andstæðinga. Ætla þeir virkilega að byrja strax að „marka?“ — Nei, en horn fá þeir á K. S. — vel tekið, en mark næst ekki. Og nú tekur K. S. völdin öllu meira um tíma, og þegar 15 mín. eru af leik, sýnist þei mmarkið alveg gefið,.— Her- mann hlaupinn burt, Sverrir utan við leikinn, en þrír K. S.-menn og knötturinn fyrir opnu marki! Það þarf ekki nema litlu tána á ein- um fæti til þess að velta knettin- um inn! En — eins og stundum vill verða — hann fór fram hjá! Þá heyrðist nú hljóð úr horni hjá áhorfendum! Við hálfleik stóð 0 : 0 mörk. „Þeír geta ekkert, okkar menn,“ sagði einhver við mig, „enginn þeirra, nema þá Sverrir, ætti að sjást á velli.“ „Öfgar og vitleysa," var svarið, „nú fá þeir goluna með sér og þá skaltu n úsjá!“ — Þegar 5 mín. voru af síðari hálfleit náði Tryggvi knetti á vítateigshorni og skaut, fast og prýðilega á ská í mark, svo að ekki varð bjargað. Tveim mín. seinna kom annað markið — eftir stuttan samleik — Hermann, Tryggvi og Haukur — minstur vexti allra í keppninni — gaf gott skot. Og þriðja markið var skorað skömmu síðar, einnig fallegt mark og skotið kom frá Kristjáni. — K. S.-menn „döl- uðu“ nokkuð, en gerðu þó harðar árásir öðru hvoru. En vörnin: Hermann, Sverrir og Þór, mátti heita mjög góð. Lauk svo þeim leik með sigri í. B. A. 3 : 0 marki. Reykvíkingar horfðu á — kampakátir: „Burstum þá á morgun með 15 : 0 og 10 : 0!“ Klukkan 10 á mánudagsmorgni næsti leikur! Ætli þeir séu nú all- ir vaknaðir? Það er K. S. og í. B. R„ sem mæta til leiks og svo ein- staka bæjarbúi utan við völlinn. Nú fáið þið að sjá! Reykvíkingar eru valdir úr 4 Reykjavíkurfélög- unum — eru 5 meistaraflokks- menn, 2—3 landsliðsmenn og allt valið lið móti einu fámennu fé- lagi, sem æfir sig helzt við síldar- tunnur. En þær eru flestar tómar i sumar og því þægilegri viðfangs! Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. En hver veit — það geta orðið 9 :0 — eða 4:2? — Sveinn Kristjáns- son kemur nú öllu á hreyfingu með dómaraflautunni. í. B. R. sýnir okkur prýðilegan samleik og hröð upphlaup, en K. S. virðist hafa sótt í sig veðrið og verst vel, kemst og til að sýna markverði þeirra sunnanmanna svona nærri því í „tvo heimana“. í 9 mín. er sótt og varist, en þá kemur skot frá Ríkarði meistara, svo að nærri sprengir K. S.-net- ið! Annað markið — slysalegt — kemur skömmu seinna, en svo er hlé. Það fer að nálgast hálfleik. „Haldi K. S. þessu og fái svo gol- una með sér, ja — þá. — En bíðið þið, — það er svo lítið eftir, — hraðinn vex, sóknin harðnar, skotum og sköllum fjölgar — hálfleikur 5:0! — í síðari hálf- leik er oft nokkuð jafnt. K. S. á marga efnilega menn, — en vant- ar þjálfara eins og fleiri. Mark- maðurinn sýndist óviss oft og tíð- um, enda ekki nein lömb við að eiga eða sápukúlur, sem þeir senda honum: Ríkarður, Lárus, Gunnar o. fl.! Niðurstaðan varð 7 : 0 mörk fyrir f. B. R. Þar með var K. S. úr sögunni í þetta sinn. Síðasti leikur mótsins: í. B. A. og í. B. R„ hófst svo kl. 6 sama dag. Norðangola var sterkari en áður, en veður þurrt og gott, — en vellinum hrósuðu fáir, lausum og steinóttum. Fólkið varð fleira og fleira. Edvard kom með myndavélina „smellti á“ báða hópana, fyrst á „þá stóru“ og svo hina. — „Bara að Einar og Bubbi, Aggi, Gappi og Haddi Kalli, væru nú komnir!“ andvörpuðu stúlk- urnar af Eyrinni. En þeir eru all- ir á þönum eftir gullfiskinum, — sem sjaldan sést! Hermann Stefánsson dæmdi leikinn. í. B. A. sótti móti golu og byrjuðu piltarnir með góðum upphlaupum, komust svo nærri marki sunnanmanna, að við sáum hilla undir 1. markið. En á ýmsu veltur. Flugvélin — með Siglu- fjarðarpiltana sveiflaði sér rétt yfir vellinum og umhverfis — sjáið bara! Og þá lá knötturinn í netinu aftan við Hermann litla — „eins og skot“! Og það 5 mín. frá leikbyrjun! Á 7. og 9. mín er það sama sagan — 3:0! „Nú er það svart, maður!“ — má nú varla á bæta, finnst sumum. „Okkar menn“ eru ekki eins góðir og í gær, eð a notast ekki eins vel, en þeir gefast nú samt ekki upp. Samleikur þeirra er ekki sterkur, markskot fá og fánýt í dag. Hin- rik er ekki eins góður og í vor, enda meiddur í gær. Þeir eru of viðbragðsseinir — þurfa að æfa „start“ og snögga spretti. Þór og Sverrir duglegir að vanda og Hermann mjög góður í markinu. SÍDAN Og svo standa þeir furðulega í þeim hinum, verjast (hefðu átt að hugsa um vörnina fyrr) öllum árásum og skotum að leikhlé. Og þá fá þeir gefins góð ráð og leið- beiningar frá tugum félaga og vina í veganesti til seinni skorp- unnar. —- „Það er furða hvað þeir geta,“ segir nú sá, er í gær taldi þá einskis megnuga. Sunnan- menn eru hættir að kalla — svona nærri því, — og oft mega þeir hafa sig alla við að verjast — og tekst það líka. Hermann fékk og tekið marga „fasta“ knetti og varist öllu, nema einu prýðis- skoti frá Ríkarði — upp úr horni. Þannig fór: f. B. A. — í. B. R. ,4:0. — Já, hvers var að vænta: 5 úr III. fl. hérna megin, 5 úr meistaraflokki að sunnan. — Eðlilega bar þeim sigurinn og bikarinn með, sem Ármann Dal- mannsson afhenti að leikslokum. Og fólkið hrópaði ferfalt húrra fyrir þessum snjöllu leikmönn- um (kallið bara svolítið minna næst, sunnanmenn!) — Dómar- arnir fengu yfirleitt gott orð og áhorfendur fóru aldrei mjög langt inn á völlinn! Þannig varð þá í. B. R. íslands- meistari í II. fl. 1948 — hlaut 4 stig, 11 : 0 mörk, í. B. A. hlaut 2 stig, 3 : 4 mörkum, K. S. hlaut 0 stig, 0 :10 mörkum. Kl. 9 um kvöldið var smá sam- kvæmi fyrir hlutaðeigandi að Hótel KEA. Var þar skipst á vin- ar- og viðurkenningarorðum, sungið ög sopið á mjólk og kaffi. Og kl. -7 að morgni skyldu sunn- anmenn fljúga heim. Baldur Jónsson skrifar um drengjamótið. Drengjameistaramót íslands 1948. Sumarið 1946 fór keppandi frá Akureyri í fyrsta sinn á Drengja- meistaramót íslands, það var Ófeigur Eiríksson, sem reið á vaðið. í'fyrra var engin þátttaka frá Akureyri, en nú í ár fóru 8 drengir héðan til keppni í þessu móti. Fararstjóri var Haraldur Sigurðsson stud. jur. Á mánudagskvöldið 30. ágúst átti keppnin að hefjast, en vegna mikillar þátttöku varð að fara fram undankeppni á sunnudag í 4 greinum: kúluvarpi, 100 m. hlaupi, langstökki og kringlu- kasti. Keppendur voru milli 20 og 30 í hverri grein. Kl. 2 á sunnudag hófst undan- keppnin, og vorum við komnir á völlinn kl. 1.30 til þess að mýkja okkur upp og búa okkur undir keppnina. Aðrir keppendur gerðu slíkt hið sama, og var allt á iði, strákar í gulum, rauðum, græn- um og bláum búningum. Enginn okkar hafði áður tekið þátt í svo stóru móti og var því „skrekkur“ í okkur í fyrstu, en þegar út í keppnina var komið var allt slíkt gleymt og keppnin leikur. í kúluvarpi og 100 m. hlaupi áttu Akureyringar tvo keppend- ur, í langstökki þrjá og einn í kringlukasti. Þegar undankeppni lauk voru 5 komnir í aðalkeppni, einn í kúluvarpi, einn í 100 m„ 2 í langstökki og einn í kringlu- kasti. Til þess að komast í aðal- keppnina í kringlukasti þurfti 38 m. kast, annars teknir 10 fyrstu menn. Hörður Jörundsson keppti óarna fyrir í. B. A. og náði í fyrstu tilraun fallegu kasti, sem var 38.01 m. og var því mikið fagnað af áhorfendum. í kúlu- varpinu urðum við hins vegar óheppir og náðum lýó m. lélegri árangri, en við höfðum búizt við eftir árangri okkar hér heima. Á mánudagskvöld kl. 7 hófst aðalkeppnin. Þá fengu Akureyr- ingar sín fyrstu verðlaun, það var í 1500 m. hlaupi. í. B. A. átti þar 2 keppendur. Hlaupið var mjög spennandi og skemmtilegt.. í fyrstu leit út fyrir, að Ingi Þor- steinsson K. R. yrði drengja- meistari, en Eggert Sigurlásson í. B. V. veitti honum harða keppni og rann fram úr honum á endasprettinum. — Áhugi okkar Akureyringanna beindist þó meir að 3. manni. Það var Stefán Finnbogason í. B. A„ sem geystist þarna áfram. Við höfð- um engan hemil á okkur, en æpt- um af hrifningu, þegar Stefán kom í markið í 3. sæti. Tími hans var 4 : 32,8 mín„ sem er nýtt Ak- ureyrarmet. Fyrra metið var 4 : 47,7 mín. Úrslitin í langstökk- inu fóru fram þetta sama kvöld. Geir Jónsson náði þar 5. sæti, en hefði eflaust komizt í úrslit, ef hann hefði ekki verið svo óhepp- inn að gera 2 stökk ógild af 3. Þetta eina gilda stökk var 6.18 m. Drengjameistari í langstökki varð Guðmundur Árnason frá Siglu- firði, stökk 6.41 m„ 2. varð iSg- urður Friðfinnsson frá Hafnar- firði, stökk 6.41 m„ 2. varð Sig- mundur átti annað lengsta stökk og vann á því. Sigurður Frið- finnsson stóð sig mjög vel, þar sem hann var nýbúinn að keppa í hástökki og varð þar drengja- meistari með 1.70 m„ en reyndi ekki við 1.75 m. vegna lang- stökksins. Guðmundur var einn- ig nýbúinn að hlaupa 100 m. tví- vegis og hefir það dregið af hon- um. í kúluvarpi sigraði Vilhjálm- ur Vilmundarson K. R. með miklum yfirburðum, kastaði 16,02 m„ en næsti maður var með rúma 14 m. Þetta kvöld gafst okkur kostur á að sjá 110 m. grinda- hlaup, sem aldrei hefir verið æft hér, því að gi'indur eru engar til. Öllum á óvart sigraði Ingi Þor- steinsson K. R. og var þó nýbúinn að keppa í 1500 m. hlaupinu. Drengjamethafinn, Sigurður Björnsson K. R. varð annar. (Framhald). 2 stúlkur óska eftir herbergi. Lítils- háttar húshjálp getur komið til greina. — Gerið svo vel að leggja nafn og heimili- fang inn á afgreiðslu Dags fyrir föstudagskvöld, merkt: „Húsnæði“. Til sölu ágæt cldavél og öskudúnk- ar, Hallgrimur jdrusmiður. Súkkulaði Romm Ananas Vanille Möndlu. ★ Clapp’s Barnafœða i dósum: Gulrætur BlandaS grænmeti Grænar baunir Grænmetissúpur Rauðrófur Fíkju-Rúsínubúðingur „Custard" Búðingur. ★ Bankabygg. heilt Sagógrjón, í pökkum. Sagómjöl, í pökkum Pönnukökuhveiti Hrísgrjón, með hýði Gular baunir Grænar baunir. ★ Bökunarduft m \’Á'Í i i pökkum. . ★ >l i Núralin litir: 2>1 Svartur r i ■ . **• 1 Ljósgrænn • j | ' • Dökkgrænn ■' • ! Fjólublár ' •' S l Dökkblár aÍ Ljósblár >•! Silfurgrár ' Í Stálgrár :■ •• ;f! Kaffibrúnn Dökkbrúnn ' Ti Demantsvartur. i Kauptélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin. Nokkrar stúlkur óskast til að taka upp kart- öflur. Unnið verður næstu þrjár vikur, þegar veður leyfir. KRISTINN SIGMUNDSSON, Arnarhóli (bæjarsími). Skólapilt vantar herbergi í vetur. Afgr. vísar á..

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.