Dagur


Dagur - 22.09.1948, Qupperneq 1

Dagur - 22.09.1948, Qupperneq 1
Forustugreinin: Sýning kommúnista á starfsaðferðum og sannleiksást. Dagur Fimmta síðan: Sagt frá merkilegri nýj - ung: fiskirækt með til- búnum áburði. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. september 1948 37. tbl. Akureyringur ferst í sprengingu Á föstudagskvöldið varð hörmulegt slys í Hvalfirði. Varð sprenging í olíugeymi olíuflutn- ingaskipsins Þyrils við bryggju þar, er verið var að undirbúa móttöku hvallýsis í einn olíu- geyminn. Við sprenginguna biðu þrír menn bana, tveir skips- menn, úr Reykjavík, og einn Akureyringur, sem var staddur um borð í skipinu, var það Sig- þór~ Ingimarsson, bifreiðarstjóri, 23 ára gamall, sonur Ingimars Sigurjónssonar verkamanns í Aðalstræti 12 hér í bæ og Rósu Kristjánsdóttur konu hans. Lík Sigþórs mun verða flutt hingað til greftrunar. Reykvíkingarnir sem fórust, hétu Jón Bjarnason, hóseti og Skarph. F. Jónsson. Kristján Karlsson bóka- vörður við Fiske-safnið Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur frá Húsavík, er nýlega farinn vestur um haf, ásamt frú sinni, þar sem hann mun taka við bókavarðarstarfinu við Fiske- safnið í Cornellháskóla af Hall- dóri Hermannssyni prófessor, ■' 1 .............. ........ Önniun kafnir við undirbúning allsherjarþings Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í París í gær. Voru þá komnir þang að 58 þjóða. Miirg eru á þingsins, mun standa a. m. k. vikur, m. nýlendur í tala, P a 1 e stínumálin, kjarnorkumálin og e. t. v. Berlínardeilan. Tryggvi Lie (áð ofan) og starfslið hans er f y r i r all- löngu kom- inn til Par- ísar til þess að undirbúa þingið. Ör- yggisráð S. Þ. s i t u r e i n n i g í P a r í s u m þessar mundir. — Núverandi formaður ráðsins, Sir Alex- ander Cadogan (að neöan) boðaði ráðið til fundar í gær vegna morðsins á Bernadotte greifa í Jerúsalem í sl. viku. Mun ráðið ræða hin nýju við- horí í Palesíínumálinu eftir morð greifans. Líklegt að Fisksölusamlag Eyfirðinga hefji ísfiskúfflutning á ný Hefur þegar ákveðið að greiða Kommúnisíar föpuðu 40% þing- sæfa í kosningunum í S#jél Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn Þjóðflokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt litgerðarmommm 95% af ábyrgðar- verði fiskútflutningsins í vor Þingkosningunum í Svíþjóð cr lokið og er stjórnarflokkurinn, Jafnaðarmenn, ennþá stærsti flokkurinn, þótt hann hafi tapað þrem þingsætum. Kommúnistar töpuðu 6 þingsætum af 15. Frjálslyndi þjóðflokkurinn hef- ir unnið mest á og meir en tvö- faldað þingmannatölu sína á kostnað íhaldsmanna og bænda- flokksins. Staða flokkanna. Jafnaðmenn eru ennþá fjöl- mennastir í þinginu og hafa nú 112 þingsæti og hafa því tapað 3. Frjálslyndi þjóðflokkurinn fékk 57 þingmenn kjörna og hefir unnið 31 þingsæti. Hægrimenn fengu 22 þingmenn og töpuðu 17. Bændaflokkurinn 30 þingsæti, tapaði 5 þingsætum. í þinginu verða því 112 Jafnaðarmenn gegn 109 þingmönnum annarra flokka auk 9 kommúnista. Fylgishrun kommúnista. Sá flokkurinn, er mest afhroð Hin nýja klnkka í Akureyrar- kirkju, sem Kristján Halldórsson úrsmíðameistari hefur útvegað frá firmanu Westerstrand & Son í Toreboda í Svíþjóð, kom hing- að til bæjarins með Reykjafossi í sl. viku, og er nú unnið að því að setja klukltuna upp í kirkjuna. Erfiðlega gekk að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir gripn- um, en það mál leystist þó í sum- ar, og nú geta Akureyringar vænzt þess að heyra fagra hljóma frá kirkjunni fjórum sinnum á hverjum klukkutíma innan skamms. Klukka þessi er hinn vandað- asti gripur og niun endast í hundruð ára, að því er Ki'istján Halldórsson sagði í viðtali við blaðið í gær. Klukkuskífan er að- eins ein, og mun verða fyrir komið í gati á stafni kirkjunnar. Klukkulagið er eftir Bjöi'g- vin Guðmundsson tónskáld, og leikur klukkan fyrstu hending- una á fyrsta kortér-slagi, tvær hendingar á hálftíma-slagi, þrjár hendingar á þi'iggja kortéra- slagi og allt lagið á klukkutíma- hefir beðið í kosningunum að til- tölu við þingmannafjölda sinn eru kommúnistar. Þeir höfðu áð- ur 15 þingsæti, en fengu nú að- eins 9 þingmenn. Flokkur þeirra er í mikilli hnignun í Svíþjóð, ekkert líklegra en að hann verði með öllu þurrkaður út við næstu þingkosningar þar. Ekki samsteypustjórn. Það er skoðun stjónrmála- manna, að Erlander muni ekki kæra sig um að mynda stjórn á breiðari grundvelli, þótt Jafnað- armenn hafi tapað þrem þingsæt- um og hafi tæpan meirihluta þing'sins. Talið er að Erlander forsætisi'áðherra og sljárn hans sitji áfram við völd um sinn. Kjörfylgi flokkanna varð sem hér segir: Jafnaðarmenn 1.749.672, Þjóðflokkurinn (frjáls- lyndir) 846.335, Bændaflokkur- inn 474.075, íhaldsmenn 448.308, kommúnistar 241.178 og vinstri jafnaðarmenn 2924 atkvæði. slaginu. Klukkuslátturinn mun heyrast um allan bæinn, að því talið er, eða í eins kílómetra fjarlægð frá kirkjunni a. m. k. Nokkurn tíma mun taka að koma klukkunni fyrir. Mun því verki vart verða lokið fyrr en seint í næsta mánuði. Norðmenn selja íiraðfrysian fisk til USA Um mánaðarmótin síðustu sendu Norðmenn 200 smálestii' af hraðfrystum íiskflökum til New York, að því er segir í noi'sku fiskveiðablaði. Þetta er fyrsta sendingin af slíkum fiski til Bandaríkjanna og gera Norð- menn sér miklar vonir um sölu- möguleika þar. Norðmenn hafa hafið mikla auglýsinga- og áróð- ursherferð í New York til þess að kynna þessa norsku fram- leiðslu og telja norsk blöð væn- legar hoi'fur um aukinn markað í Bandaríkjunum fyrir þessa vöru. Stjórn Fisksölusamlags Eyfirð- inga, sem stofnað var hér á sl. vori til þess að ananst fisksölu og fiskútflutning á samvinnugrund- velli hér við Eyljafjörð, ákvað nýlega á fundi sínum að athuga möguleika á því að hefja á ný ísfiskútflutning í haust. Hefir Samlagið snúið sér til útvegs- manna og fiskimanna hér við fjörðinn og spurzt fyrir um þátt- töku þeirra. Ennþá er of snemmt að full- yrða, hvort úr þessari starfsemi getur orðið að sinni, en miklar líkur eru þó til þess. Góður afli. Um þessar mundir er góður afli á línubáta hér og' veiðist mikið af ýsu. Flest hraðfrystihúsanna eru full og geta ekki veitt fiski mót- töku. Einnig skortir geymslu- pláss yfrir saltfisk. Augljóst er að róðrar hefjast ekki almennt hér við fjörðinn nema tryggt sé að hægt sé að koma fiskinum í verð. Líklegasta leiðin til þess, eins og á stendur, er að flytja hann ís- varinn á markað erlendis. Eftir- grennslanir Fisksölusamlagsins miða að því. 95% af ábyrgðarverði •verður greitt. Ennþá er ekki að fullu lokið fjárhagsuppgjöri á fiskflutning- unum í fyrra, þar sem Fisksölu- samlagið á ennþá nokkuð af salt- fiski, sem er óútfluttur. Verður ekki hægt að ljúka uppgjörinu fyrr en þessi fiskur er seldur. Hins vegar eru ekki horfur á að fullt ábyrgðarverð náist fyrii' fiskinn, enda þótt ríkissjóður hafi IMaður stórslasast við bifreiðar- árekstur Laust eftir kl. 8 sl. laugardags- kvöld varð árekstur milli manns á reiðhjóli og fólksbifreiðarinnar A-266 norðan við gatnamót Odd- eyrargötu og Brekkugötu. Kast- aðist maðurinn af hjólinu í göt- una og slasaðist. Maðurinn, sem vai' á reiðhjólinu var Jón Jósefs- son vélsmiður hér í bæ. Var hon- um ekið í sjúkrahúsið, en síðan heim til sín. Á sunnudaginn var hann aftur fluttur í sjúkrahúsið og hefur legið þar síðan, þungt haldinn. Engir sjónarvottar munu hafa verið að slysi þessu. Málið ei' í rannsókn. greitt uppbót á hvert útflutt fisk- kíló. Samlagið hefir þegar greitt 85% af ábyrgðarverðinu og stjórn þess ákvað á fundi nú fyr- ir skemmstu að gi'eiða 10% til viðbótar. Eru þá greidd 95% af ábyrgðarverði, en ákvörðun um frekari greiðslu mun bíða unz saltfiskurinn er farinn. Samvimiuleiðin bezt. Ósennilegt er að fiskútflutn- ingur héðan hefði hafizt á sl. vori ef ekki hefði verið hafizt handa um að leysa málið á samvinnu- grundvelli með stofnun Fisksölu- samlagsins. Svipaðar aðstæður eru nú fyrir hendi. Áframhald- andi framleiðsla og gjaldeyrisöfl- un er nauðsyn fyrir þjóðarbú- skapinn. Með því að skapa mark- aðsmöguleika fyrir bátaflotann hér og koma framleiðslu hans á erlendan max'kað, vinnur Sam- lagið þjóðnýtt starf. Fiskimenn og flutningaskipaeigendui' bera það úr býtum, sem framleiðslan þolir. Starf Fisksölusamlagsins er ábending um starfshætti við framleiðsluna, sem landsmenn þurfa að gefa meiri gaum hér eftir en hingað til. r Anægjulegir tónleikar frk. Ruth Hermanns Það hefði mátt vera fjölmenn- ara á tónleikum frk. Ruth Her- manns í Nýja Bíó á mánudags- kvöldið. Frökenin flutti þar á- gæta tónlist, með aðstoð Wilhelm Lanzky-Otto og vakti leikur hennar óskipta hrifningu áheyr- enda. Á efnisskránni voru tvö stór verk, Sónata í d-moll, óp. 108 eftir Brahms og fiðlukonsert í g- moll op. 26 eftir Max Bruch. Ungfrú Hermanns flutti bæði þessi verk af mikilli kunnáttu og smekkvísi, hið sama má og raun- ar segja um undirleikarann Lanzky-Otto. Auk þessara aðal- verka lék ungfrúin tvo spánska dansa og hið undui'fagra La Fo- lia eftir Coi'elli. Að lokum tvö aukalög. Það dylst engum, sem hlýðir á leik frk. Hermanns, að hún er mikilhæfur fiðluleikari, ræður yfir mjög mikilli tækni og' fögrum tón. Það er óefað mikill fengur fyrir tónlistai'líf bæjarins að hún skuli dvelja hér og gefa bæjai búum kost á slíkum hljóm- leikum annað slagið. Er vissulega miður farið að hún skuli þurfa að leika fyrir hálfu húsi. Klukkan í Ákureyrarkirkju komin íílukkuslátturiim mmi heyrast um allau bæinn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.