Dagur - 10.11.1948, Síða 2
2
D AGUR
Miðvikudaginn 10. nóv. 1948
ainandi manni er kzt að lifa
Sjálístæðisflokkurinn rekst á skugga
eigin fortiðar . .
Fí'amsóknarmönnum var það
snemma Ijóst, að aukin ræktun
landsins er hyrningarsteinn und-
ir alhliða framförum landbúnað-
arins. Hitt var þeim jafnfrhmt
Ijóst, að stórfelld ræktun varð að
byggjast á véltækni og nægilega
miklum áburði. Þess vegna hófu
þeir baráttu fyrir öllu þessu, en
áttu þar við raman reip að draga
vegna þolmikillar tregðu Sjálf-
stæðisfloklisíns ' gegn framgangi-
þessara áhugamála Framsóknar-
manna.
Eitt dæmið um þessa tregðu
Sjálfstæðisflokksins er frá árinu
1943. Jarðræktarlögin höfðu þá i
aðalatriðum hlotið almennp við-
urkenningu, þó að Morgunblað-
ið kallaði jarðræktarstyrkinn í
fyrstu „ölmusu“ til bænda, og
einn af skriffinnum þessa aðal-
málgagns Sjálfstæðisflokksins
lýsti bændum sem óhrjálegum
mannræflum með „mosa í skegg-
:'qju“ og „fiður í tötrunum“.
Fyrrnefnt ár fluttu Framsókn-
armenn frumvarp að nýjum jarð-
ræktarlögum þess efnis, að
bændur yrðu sérstaklega studdir
til þess koma öllum heyskap sín-
um í nýtízkuhorf á næstu 10 ár-
um þannig, að hann yrði þá allur
tekinn á véltæku landi. Sjálf-
stæðisflokkurinn reis öndverður
gegn þessu frumvarpi og fékk
hina tvo flokkana í lið með sér
um að vísa því frá með þeim for-
sendum, að
„Bráðabirgðaákvæði þau, sem
nú eru í jarðræktarlögunum,
eru að svo komnu máli nægi-
leg 10 ára áætlun.“
Þessi bráðabirgðaákvæði fjöll-
uðu um það, að þúfnasléttun í
túni skyldi styrkt meira en áður
var. Þessi ákvæði nægðu „stór-.
hug“ Sjálfstæðisflokksins fram til
ársins 1954. Ekki kom hann auga
á neina þörf fyrir nýrækt á næstu
10 árum. Þarna lýsti sér vel
áhugi Sjálfstæðisflokksins fyrir
framförum í landbúnaði og hags-
munamálum bænda.
Ef að vandal ætur, mun „ís-
lendingur" hefja hróp mikið og
viðhafa venjulegt orðskrúð, svo
sem „ritsóðar", „rangfærslur“,
„blekkingar", „óheiðarlegur mál-
flutningur11, „helber ósannindi“,
„óvandaðar málpípur“, „ósann-
indavaðall“, „forhertir ósann-
indamenn", „tilhæfulaus ósann-
indi“, „rógburður" og önnur slík
málblóm, sem ritstjórinn piýðir
blað sitt með, þegar bent er á
þessa sögulegu staðreynd um
muninn á Framsóknarflokknum
og Sjálfstæðisflokknum, þegar
um frámfarir í landbúnaði og
hagsmunamál bænda er að ræða.
En slíkar upphrópanir hagga
ekki hót við staðreyndum. Og ó-
vefengjanleg staðreynd er það,
eins og sýnt hefir verið hér að
framan, að 1943 kvað Sjálfstæð-
isflokkurinn upp úr með það, að
styrkur til þúfnasléttunár í túni
væri nrégileg 10 ára áætlun til
handa landþúnaoinum. Annars
stuðnings væri honum ekki þörf.
1/20 gjaldeyriseyösluiinar.
í áætlun nýsköþunarstjórnar-
innáf 'sálúgú vörú 50 millj. kr.
ætlaðar til landbúnaðarfram-
kvæmda. Það var 1/26 af allri
gjaldeyriseyðslu fyrrverandi
stjófnáff Þelta ‘vai- ..að vísu há
upphæð, ef húp hefði öll komið til
skila, en þar er talijm hafa orðið
á allmikill misbrestur og veru-
legar ’Hálfdámn'heim.lui': — Á
stjórnartímabili Ólafs Thors og
kommúnista voru fluttir til
landsins 1220. . je.ppabílar, sem
ætlaðir voru bændum. En ráða-
menn þáverandi stjórnarflokka
neyttu valds síns til þess að taka
úthlutun þessara bændabíla úr
höndum Búnaðarfélags íslands
og úthluta þeim að eigin vild.
Fóru þá leikar svo, að flestir
þessara bíla lentu til kaupstaða-
búa, einkum í Reykjavík.
Eftir að Framsóknarflokkurinn
eignaðist fulltrúa í ríkisstjórn,
tók skjótt að kenna áhrifa frá
þeim gagnvárt. landbúnaðarmál-
unum, og hafa þau áhrif farið
vaxandi, því lengur sem liðið
hefir. Stra>c á árinu 1947 fékkst
því franigengt að varið skyldi 6
millj. kr. til innflutnings land-
búnaðarvéla, og jafnframt var
.......... ... t....
gerð rannsókn um þörf bænda
fyrir jarðyrkjutæki og aðrar vél-
ar á næstu árum. En mest var þó
um vert, að þrotlaus barátta
Framsóknarmanna fyrir fram-
förum í landbúnaðarmálum á
undanförnum árum virðist háfa
gegnsýrt eínhvern hluta Sjálf-
stæðisflokksins og þrýfet honum
til liðsinnis við málefni bænda.
Það var eins og ýmsir Sjálfstæð-
isflokksmenn hafi vaknað við
vondan draum um tregðu sína
og sinnuleysi og beina andspyrnu
gegn landbúriaðarmálunum og
hagsmunamálum dreifbýlisins og
orðið sér þess meðvitandi, að
þeir lægju undir þungum dómi
bænda og annarra landbúnaðar-
vina fyrir fortíð sína í þessum
málum.
Þessi ótti Sjálfstæðismanna um
framtíð sína -vegna skugga frá
fortíðinni gerði fyrst vart við sig
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
á síðastliönu sumri. Þar var gcrð
samþykkt um innflutning land-
búnaðarvéla á komandi árum.
Þar var því lýst yfir, að betur
þyrfti að búa að framleiðendum
en áður hefði tíðkast, svo fram-
arlega að fólkið ætti að haldast í
sveitunum. Þar var því og lýst
yfir, að dýrtiðarstefna fyrrver-
andi stjórnaf Ólafs Thors og
kommúnista hefði lamandi áhrif
á allt atvinnulíf í landinu og
kippti fótunum undan nýsköpun-
inni. Þessar tjáningar landsfund-
arins ruddu sér braut þrátt fyrir
yfirlýsingar. Ólafs Tliors um að
aldrei hefði verið eins bjart fram-
undan í atvinnulífi þjóðarinnar
sem nú. Ólafur Thors gat ekki
aftrað því, að landsfundur Sjálf-
stæðismanna snerist í aðalatrið-
um frá fortíð sinni og lagðist á
sveif með Framsóknarflokknum,
að minnsta kosti í orði kveðnu.
Fögur orð léttvæg.
Loks hefir hálfur þingflokkur
SjálfstæSismanna farið í slóð
landsfundarins og flutt þings-
ályktunartillögu. þar sem skorað
er á ríkisstjórnina að hlutast til
um að tryggja innflutning land-
búnaðarvéla á næsta ári.
Af þessu má marka, að miklum
stakkaskiptum hafa Sjálfstæðis-
menn tekið síðan 1943, er þeir
héldu því fram, að núgildandi
jarðræktarlög væru „nægileg 10
ára áætlun“, og engin þörf væri
á að auka aðstoðina við nýjar
ræktunarframkvæmdir á því
tímabili. Síðan hefir þeim snúizt
hugur til fylgis við stefnu Fram-
sóknarflokksins, og má þar um
segja: Batnandi er manni bezt að
lifa.
Enginn þarf um það að efast,
að þessi stefnuhvörf innan Sjálf—
stæðisflokksins eru framkomin
fyrir áhrif og baráttu Farmsókn-
armanna.
En í sambandi við þingsálykt-
unartillögu Sjálfstæðismanna
vakna þessar spuniingar: Hvei'n-
ig er afstaða hins helmings þirg-
manna Sjálfstæðisflokksins, setn
ekki hefir gerzt aðili að flutningi
tillögunnar? Hvernig er afstaða
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í
Fjárhagsráði og ríkisstjórn, þar
sem úrslit innflulningsmálanna
gerast?
Sjálfstæðismenn hafa talað
fallega. En fögur orð eru létt á
metum—- ef verkin fylgja ekki
á eftir. Olafur Thors talaði fall-
ega um þörf þess að sigrast á
dýrtíðinni, en verkin stefndu í
öfuga átt við orðin. Það er því
vissast fyi'ir bændur og lanabún-
aðarvini að hafa vakandi auga á
verkum Sjálfstæðismanna, því að
án þeirra eru fagurmælin ekki
annað en skrautfjöður á Sjálf-
stæðisflokkinn, til þess gerð að
fylla upp í eyður verðleikanna.
Við bíðum og sjáum hvað set-
ur.
Brezkur rithöfundur
ber Grímseyingum
vel sögima
í sept.—okt. hefti hins ágæta
brezka tímarits „The Norseman“,
birtist löng _grein eftir ungan
brezkan rithöfund, Alan Moray
Williams, um Grímsey. Segir
hann þar frá dvöl sinni á eynni á
sl. vori og bcr eyjarskeggjum
mjög vel söguna. Alan Moray
Williams er bróðir Barböru
Moray V/illiams listmálara, en
hún og Magnús Árnason listmál-
ari, maður hennar, dvöldu um
líkt leyti í Grímsey og máluðu
þar fjölda mynda. K'ifðu þau
hjónin sýningu á myndunum hér
í fcænum á sl. sumri og vakti hún
mikla athygli. í grein Alan Moray
Williams er skemmtilega sagt frá
lífi og háttum Grímseyinga, m. a.
lýst bjargsigi, messu í Grímseyj-
arkirkju, fiskveiðum og landbú-
skap og greint fra sérkénnilegum
mönnum á skemmtilegan og vin-
gjarnlegan hátt.
i.'iiniiiiilfíuímíTn H. S. ,Túi!il"i!l>ln7rmi7>lTl‘iiiiuiii!'iliíTn7MTTTTTTnTnTiííTniii1ii'il|,ill
i
mu,
'ifa ...
annarra or<
Óii,i,,iiiiiiiii|»iiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii|||iiimiii|||iiiiiiir/|||iiii(ii||||||jiiiii||tUlll|lii
Óánægjan með framkvæmd
vöruskömmtunarinnar og fyrir-
komulag verzlunarmálanna, hef-
ur nú náð því marki, að sjálfur
dómsmálaráðherrann fær ekki
orða bundizt. í ræðu, sem hann
flutti nýlega á Varðarfundi í
Reykjavík sagði hann m. a„ að
skömmtunin hefði farið verr úr
hendi en skyldi, bæði vegna mis-
taka og óviðráðanlegra orsaka.
Jafnframt taldi hann, að ýmis-
legt í fyrirkomulagi skömmtun-
arinnar sjáifra, svo sem skömmt-
un vefnaðarvöru og búsáhalda á
sömu miðum, mjög óheppilegt.
Fleira taldi hann upp til gagnrýni
á skömmtunarkerfinu, en lét þess
jafnframt getið, að úr þessu
mætti bæta og sagði ráðstafanir
í þá átt hafa verið gerðar. Það
er í sjálfu sér ekki nema gott um
það að segja, að ráðherrar við-
urkenni misfellur, sem orðið hafa
í þessum málum, og lofi bót og
betrun. Það vekur og allajafna
meiri athygli, er æðstu embættis
mer.n þjóðarinnar ræða slík mál
heldur en þegar svipuð sjónar-
mið komi fram í bréfum almenn-
ings til blaðanna eða í ábendingu
blaðanna sjálfra. En um þessa
ræðu dómsmálaráðherrans er það
að segja, að ekkert nýstárlegt
kom fram í henni um ágalla
skömmtunarkerfisins. Misfellurn
ar í framkvæmd skömmtunar-
innar, sem hann gerði að umtals-
efni, voru augljósar hverjum
borgara þegar á fyrstu mánuðum
skömmtunarinnar og var þá
rækilega á þær bent í flestum
blöðum landsins. Svör skömmt-
unaryfirvaldanna hafa jafnan
verið — þegar þau yfirleitt hafa
veitt nokkur svör — að skömmt-
unin væri ung hér í landi og
ekki óeðlilegt, að nokkrir bvrj-
unarerfiðleikar reyndust á leið
hennar. En sá galli hefur bara
verið á þessum yfirlýsingum, að
skömmtunin hefur nú æsku-
skeiðið að baki sér, og er vonandi
komin alllangt fram á elliárin, en
án þess þó, að vart hafi orðið við
að veruleg hragarbót væri gerð
á framkvæmdinni. Þannig hefur
þjóðin orðið að búa við stórgallað
skömmtunarkerfi mánuð eftir
mánuð án þess að fá leiðréttingar
sem sjálfsagt var að gera þegar
í upphafi. Er þetta raunar ófagur
vitnisburður um skilning skömmt
unaryfirvaldanna á skyldum sín-
um gagnvart almenningi. Nú hef-
ur ráðherra upplýst, að búið sé
að gera ráðstafanir til að laga
verstu ágallana. Mikið var. En
hverjar eru þær ráðstafanir?
Hvar verður þeirra vart í fram-
kvæmd skömmtunarinnar í dag?
Þær upplýsingar skorti alveg í
fregnir af þessari ræðu ráðherr-
ans, og vissulega hefur almenn-
ingur ékki orðið þeirra var enn-
þá. Hins vegar ganga heimskupör
skömmtunar- og innflutnings-
yfirvaldanna ljósum logum um
verzlanir landsins á degi hverj-
um. Nægir þar að nefna þá stefnu
þeirra, að neyða heimilin í land-
inu til þe$s að greiða saumalaun
og annan slíkan millilðakostnað á
nauðsynlegar vefnaðarvörur, í
stað þess að viðhalda þeirri venju
sem ríkti í landinu fram að
skömmtunartímabilinu, að þau
heimili, sem þess óskuðu, gátu
unnið úr efnunum heima. Ofan á
þetta er því svo bætt, að í sum-
um tilfellum er skömmtunarseðla
krafizt fyrir saumalaunum. Mörg
fleiri dæmi uin misfeliur á kerf-
inu mætti að sjálfsögðu nefna.
Fyrirheit ujn. éndurbætur eru
góð, en framkvæmdir betri. Það
er krafa almennings að stórfclld-
ar endurbætur verði tafarlaust
gerðar á slcömmtunarfarganinu
öllu, það af því afnumið, sem
óþarft er, svo sem kornvöru-
skömmtun, eli hitt fært í réttlátt
horf. Það er ekki lengur hægt að
afsaka glappáskotin með tilvitn-
unum í unggæðingshátt og gönu-
hlaup æskunhár. Skömmtunin er
orðin aldurhnigin, þótt hún sé
j ekki virðuleg. Biðin eftir ábyrgri
stjórn hennar er þegar orðin of
lör.g
Ú r b æ n u m :
r
Almgamenn Iiafa í liyggjn að stofna
fegrmiarfélag
FYRIR NOKKRU ritaði Finnur
Árnason garðyrkjuráðunautur
‘bæjarins bréf til bæjal-stjórnar-
innar og leitaði stuðnings hennar
til þess að stofna fegrunarfélag
Kér í bænum. Var skýrt frá þessu
hér í blaðinu á sínum tíma. Bæj-
arstjórnin hvatti til þess að slíkt
félag væri stoftiað, en taldi hins
vegar, og það vafalaust með
réttu, að betur færi að áhuga-
menn kæmi félaginu á fót en
bæjarstjórnin eða bæjarstarfs-
menn gerðu það. Er þar með
tekin önnur stefna hér í þessu
máli en í Reykjavík, þar sem
ráöamenn bæjarins eru líka
stjórnendur félagsins. Má með
nokkrum sanni segja. að illa fari
á því, þar sem þeir eru þegar
ráSnir til þess m. a.,'að fegra og
prýða ba'inn og gera hann sem
beztan samastaö fyrir borgarana.
Hins vegar getur slíkt félag
áhugamanna og almennra borg-
ara skapað nokkurt aðhald fyrir
ráðamenn bæjarins um að gegna
þessari skyldu sinni, auk þess að
slíkur félagsskapur getur bein-
línis unnið að auknum þrifnaði
og aukinni smekkvísi og haft for-
göngu um umbætur. Má því telja,
að sú skipan, sem hér er fyrir-
huguð, sé líklegri til nokkurs ár-
angurs.
NÚ HAFA nokkrir áhugamenn
hér í bænum ákveðið að stofna
slíkan félagsskap og' munu þeir
væntanlega boða til almenns
stofnfundar nú í næstu viku.
Verður þá séð, Rvern áhuga bæj-
armenn hafa fyrir þessum sam-
tcikum og hvern skilning á nauð-
syn þess að vinna að auknum
(Framhald á 11. síðu).