Dagur - 10.11.1948, Side 7

Dagur - 10.11.1948, Side 7
Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 DAGUR 7 Það hefur verið sagt, að skóli reynslunnar sé dýrasti skóli í heimi. Er þá átt við, að það sé óhæfilega dýrkeypt menntun að læra af eigin reynslu. Þegar vér göngum í skóla eða njótum fræðslu hjá öðrum, erum við að læra að notfæra oss reynslu ann- arra. Það eru óumdeilanleg hyggindi að draga 1 æ r d ó m af reynslu annarra og láta sér verða að varnaði víti þeirra. En það hefur líka verið sagt, og með-jafnmiklum réti, að sag- an endurtaki sig og ekkert sé nýtt undir sólinni. Má af því sjá, að þeir, sem mestu ráða um fram- vindu sögunnar, gæta þess ekki ávallt sem skyldi að notfæra sér reynslu annarra. Ýmsir hags- munaárekstrar verða því vald- andi, að þjóðirnar notfæra sér ekki fyrri reynslu. Þess vegna endurtaka sig sömu glappaskotin gegn um sögu allra alda. Hættur skipulagsleysisins. Saga íslendinga hefur ýmsa kafla að geyma, sem þjóðrækn- um mönnum fellur illa að skoða. Einn er þó sá atburður, sem Is- lendingar vildu sízt af öllu láta þjóð sína lifa upp aftur. Á ég þar við, er íslendingar gerðust erlendri stjórn háðir fyrir sjö hundruð árum síðan. En það varð upphaf að þjóðarógæfu. Það fer vel á því, að nútímamenn geri sér almennt ljóst, hverjar voru orsakir þessa sorglega atburðar, einkum vegna þess, að fræði- menn vorir eru flestir á einu máli í því efni. Þeim kemur saman um, að skortur á skipulagningu framkvæmdavalds h a f i verið meginástæða þess, að þjóðin glat- aði sjálfstæði sínu. Þetta er því athyglisverðara, sem ýmislegt bendir til þess, að svipuð hætta muni vofa yfir nú á dögum. Að sjálfsögðu var Sturlungaöldin hættulegur umbrotatími. Jafn- vægið milli höfðingjaættanna raskaðist og þar með komst los á stjórnarskipun ríkisins. Stétt- arbaráttan, annars vegar milli klerkastéttarinnar, sem vildi verða ríki í ríkinu, og höfðingja- valdsins hins vegar, gerði traust framkvæmdavald að sjálfsögðu miklu nauðsynlegra en á venju- legum tímum. Samanburður við nútímann er þó ekki eins fjar- stæður og ætla mætti í fljótu bragði. Vér höfum stéttarbaráttu breytt áhrifahlutföll í innan- landsmálum milli atvinnustétta og byggðarlaga og ásælni erlends valds. Og vér höfum fram- kvæmdavald, sem er ekki traust- ara en það, að ábyrga ríkisstjórn getur vantað mánuðum og árum saman. Og svo höfum vér loks eitt, sem forfeður okkar á Sturl- ungaöld höfðu ekki: Stjórnar- skrifstofukerfi, sem búið er að venja þjóðina við allt of mikla undirgefni við hvers konar boð og bönn. Mundi þetta gera vald- liöfum, hvort heldur væru inn- lendir eða erlendir, sem náð hefðu stjórnartaumunum á ólýð- ræðislegan hátt, fremur auðvelt að halda völdum. Eftir ERLEND BJÖRNSSON, bæjarstjóra Eins og kunnugt er hafa FjórSungssambönd Austfirðinga og Norðlendinga gert ákveðnar tillögur í stjórnarskrármál- inu á sama tíma og ncfndir þær, sem ríkisvaldið hefur skipað í málið, virðist sofa á verðinum. Stjórnarskrármálið er eitt heizta stórmál þjóðarinnar og mikils um vert, að þegnamir geri sér sem gleggsta grein fyrir bví, hversu löggjafavaldinu og framkvæmdavaldinu skuli skipað með hinni væntanlegu stjórnarskrá. í framhaldi af tillögum Austfirðinga og Norð- lendinga, hefur Erlendur Bjömsson, bæjarstjóri í Seyðisfirði, ritað merka grein um forseta og framkvæmdavald. í síðasta hefti austfirzka tímaritsins Gerpis. Með því að Gerpir mun aðeins í fárra manna höndum hér nyrðra, en greinin á erindi til fiestra landsmanna, leyfir Dagur sér að endurprcnta liana hér'á eftir. C;.- -----—rr .................rr--—zr.—=r■ —s Framkvæmdarvaldið er sá þáttur ríkisvaldsins, sem lýðræð- isþjóðir síðari tíma hafa.að von- um átt einna erfiðast með skipan á. Athafnir framkvæmdarvalds- ins liggja meira i augum uppi og hafa oft skjótvirkari áhrif en at- hafnir annarra valdhafa. Og að öllum ríkisstjórnum stendur fjöl- mennur hópur, sem á fjárhags- aðstöðu sína undir því, að ekki sé skipt um valdhafa eða stjórn- arstefnu. Þess gætir einnig mjög, að þegnar lýðræðisríkja ala í brjósti sér tortryggni og dulinn ótta við það, að óskorað vald þjóðhöfðingja, þótt valinn sé af kjósendum, kunni að leiða til ein- ræðis eða ólýðræðislegra stjórn- arhátta í einhverri mynd. Mönn- um hættir við að líta á djarfleg- ar og sjálfsagðar stjórnarfram- kvæmdir sem einræðisbrölt. Hef- ur þessi -tortryggni leitt til hins þunglamalega stjórnarforms margra lýðræðisþjóða nútímans, þar sem tveim aðilum, fulltrúa- þingi og þjóðhöfðingja, er falin meðferð framkvæmdavaldsins. Stjórnarskrá konungsríkisins enn við líði. Þegar Alþingi setti fslending- um lýðveldisstjórnarskrá 1944, virðist það hafa verið höfuðsjón- armið, að breyta sem minnst út af stjórnarskrá konungsríkisins. Samkvæmt henni hafði Alþingi raunverulega með höndum allt löggjafar- og framkvæmdarvald í landinu, og dómarar voru allir skipaðir af handhafa framkv,- valds. Danskur konungur fór að vísu með hluta af ríkisvaldinu að nafninu til. En Alþingi hafði með langri baráttu tekizt að koma ár sinni svo fyrir borð, að þessi erlendi maður hafði ekki önnur afskipti af stjórn landsins en að rita nafn sitt athugasemda- laust nokkrum sinnum á ári und- ii lög og mikilvægar stjórnari*áð- stafanir. íslendingar höfðu verið svo ólánssamir að eiga erlendan þjóðhöfðingja. Af þeim sökum hafði Alþingi orðið það ágengt, að við lok konungsdæmisins áttu íslendingar raunverulega engan framkvæmdarvaldshafa nema Alþingi. Þarf enga að undra, þótt Alþingi væri óljúft, er lýðveldið var stofnað, að láta af hendi nokk urn hluta valds síns og vildi því síður heyra nefnt, að þjóðfundur gerði tillögur eð ákvarðanir um stjórnskipun þjóðarinnar í fram- tíðinni. Var ætlun Alþingis sú, að þjóðhöfðinginn skyldi nefnast forseti og vera kosinn af Alþingi. íslenzka þjóðin var þá ekki al- mennt vöknuð til meðvitundar um það, hver hætta væri á ferð- um, ef Alþingi tækist að ná til sín öllu framkvæmdarvaldinu á þennan hátt, enda höfðu lands- menn vanizt á að skoða alþing- ismenn sem forverði lýðréttinda, enda þótt þeir fái ekki allir um- boð sitt við beinar kosningar. Það var því vonum framar, að þjóðin gréip í taumana á síðustu stundu og kom því til leiðar með fundarsamþykktum um allt land, að upp í hina endurskoðuðu stjórnarskrá var tekið ákvæði um það, að forset lýðveldisins skyldi vera þjóðkjörinn. Hinu varð, sem vænta mátti, ekki komið til leiðar, að stjórnarskráin byggi þannig að forsetanum, að honum gæfist kostur á að rækja þá skyldu sína að stjórna landinu. Þannig er þá til orðin stjórnar- skrá sú, sem vér nú búum við, til bráðabirgða að því er sagt er. Allir stjórnmálaflokkar þóttust frá upphafi ganga út frá fram- haldsendurskoðun. En ekki verð- ur séð, að sú endurskoðun sé komin betur á veg nú en fyrir 4 árum. Ekki er heldur að vænta frumkvæðis að róttækri endur- skoðun hjá flokksstjórnum þeim, sem mestu ráða um skipun og starfsháttu Alþingis. Sérhags- munum þeirra er bezt borgið með því að láta völd forsetans aðallega vera til á pappírnum, eins og nú er gert. Stjórnarframkvæmd og lagabreyting. Stjórnarframkvæmd og laga- setning eru í eðli sínu gerólík störf. Meðferð framkvæmda- valds krefur oft skjótra athafna og persónulegra afskipta, og fer því bezt á, að hún sé í höndum eins manns eða einungis fárra í sameiningu. Löggjafarstarf aftur á móti felur í sér setningu al- mennra reglna, sem oft hafa djúptækari og almennari verkan- ir en framkvæmdavaldstahafnir. Slík mál fá bezta afgreiðslu með því að ræðast á fulltrúaþingum. Það var hinn frægi franski rit- höfundur og lögfræðingur Mon- tesquieu, sem fyrir réttum tvö hundruð árum kom á framfæri kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Samkvæmt þessari kenningu er það hin öruggasta vörn einstakl- ingnum og frelsi hans, að hver þessi tegund valds sé falin sér- stökum valdhafa til meðferðar. Lýðveldisstjórnarskrár þær, er settar hafa verið síðustu tvö hundruð árin, hafa síðan mótast af þeirri skoðun að koma megi í veg fyrir misbeytingu ríkisvalds- ins með því að fela það þrem aðilum, fulltrúaþingi, þjóðhöfð- ingja og dómstólum. Yfirleitt hafa stjórnarskrár þessar falið dómstólum dómsvaldið að mestu. En með löggjafarvald og fram- kvæmdavald fara yfirleitt full- trúaþing og þjóðhöfðingi í sam- einingu, og er það einstaklingn- um allgóð vörn gegn misbeit- ingu ríkisvaldsins, en hefur í för með sér ýmsa annmarka í stjórn- arafari, einkum þar sem þjóð- þingin eru skipuð mörgum stjórn málaflokkum. Stjórnarskrá Bandaríkja Ameríku 'gengur lengst í því að greina milli vald- sviða hinna þriggja handhafa rík- isvaldsins, enda eru stjórnar- kreppur lýðræðisríkja Evrópu ó- þekkt fyrirbrigði þar í landi. Er óhætt að segja, að reynsla lýð- ræðisríkja bendi til þess, að því betur sem þrískiptingu stjórnar- valdsins sé fylgt fram í stjórnar- skrám ríkjanna, því auðveldara verði hið lýðræðislega stjórnar- fyrirkomulag í framkvæmd. Á- hrif hinnar fullkomnu þrískipt- ingar með þjóðkjörnum forseta verða, að því er framkvæmdar- valdið snertir, einkum þessi: 1. Valdið dreifist á heilbrigðan hátt, þ. e. löggjafarvald og framkvæmdarvald verður ekki hjá sama aðila eða stofnun, eins og nú á sér stað. 2. Starfhæf og ábyrg ríkisstjórn verður alltaf til, og tryggir það skjótar og áhrifamiklar stjórn- arframkvæmdir, þegar mikið liggur við. 3. Ríkisstjórnin verður oftast ó- háð sérhagsmunum stéttanna og yfir þær sett, í stað þess að vera í raun og veru skipuð af ýmsum stéttarsamtökum. Það er skoðun, sumra manna, að varast beri að fela nokkrum einum manni svo mikið vald, að hann verði að mestu einráður í málefnum ríkisins, jafn vel þótt um skamman tíma sé. Gæti þá svo farið, að hann vildi ekki sleppa völdum sínum aftur, virti þjóðþingið að vettugi og tæki að stjórna landinu á ólýðræðislegan hátt, eins og átt hefur sér stað um nokkra valdhafa sumra svo- kallaðra lýðræðisríkja. Þessu er fyrst því til að svara, að hand- höfn framkvæmdarvaldsins er út af fyrir sig engum nægileg til þesss að gerast einvaldur. Ein- ræði getur því aðeins þrifizt, að einvaldurinn hafi ekki einungis framkvæmdarvaldið í höndum sér, heldur hafi hann einnig að- stöðu til að taka sér löggjafavald- ið með réttu eða röngu. Verður ekki séð, að þjóðkjörinn forseti með skýrt afmörkuðu valdsviði hefði eins góð hvað þá betri tök á því en t. d. forsætisráðherra, sem væri formaður stærsta þing- flokksins, og hefði þannig lög- gjafarvaldið að miklu leyti í hendi sér, miðað við núgildandi stjórnskipunarlög íslendinga. Fcsta í stjórnarháttum bezta trygging gcgn einræði. Reynsla annarra þjóða hefur yf- irleitt sýnt það, að einræðishætt- an liggur ekki í því, að einn mað- ur fái mikil völd við lýðræðis- legar kosningar, því að slíkir menn leggja undantekningarlít- ið niður völd sín að vilja kjós- enda. Þvert á móti kemst ein- ræðisstjórn helzt á þar, sem hinn löglega stjórnanda skortir vald, t. d. vegna ósamkomulags eða flokkadrátta á þjóðþingum, eða af því að stéttasamtök vaxa þeim yfir höfuð. I stuttu máli: Festa í stjórnarfari og heppilegar stjórn- arvenjur eru bezta tryggingin gegn ólýðræðislegum stjórnar- háttum og þetta hvorttveggja er mest komið undir þroska al- mennings og almenningsálitinu. Má því segja með nokkrum rétti, að hverri þjóð sé stjórnað eftir verðleikum sínum. Oi'ðabreytingar skapa ckki þjóðlega stjórnarskrá. Þegar vér íslendingar setjum lýðveldi voru stjórnskipunarlög og nemum úr gildi núverandi stjórnarskrá, sem er stjórnarskrá konungsdæmis og mótazt hefur í baráttu við útlenda stjórn, þá eru bókstaflega engin bönd, sem bindi oss við fortíðina og rétt- læta það, að stjórnskipunarlög vor verði sett sem eftiröpun þess hálfverknaðar í skiptingu ríkis- valdsins, sem ýmsar aðrar lýð- ræðisþjóðir hafa verið að gera hálft í hverju misheppnaðar til- raunir með undanfarin tvö hundruð ár. Vér búum ekki við neinar rótgrónar venjur um þjóðlegt vald og stjórnarvenjui'. ísland verður ekki lýðveldi við það eitt að nema brott kórónu konungs úr opinberum einkenn- ismerkjum. Og stjórnarskrá, gef- in oss af útlendum konungi, og sem miðlar oss nokkru af valdi hans, verður ekki þjóðleg við orðabreytingar einar. Oss ber því einkum að takatilfyrirmynd- ar kenningar hinna ágætustu stjórnvitringa og reynslu hinna fremstu lýðræðisþjóða. Vér eig- um að neyta þeirrar aðstöðu, sem vér nú höfum, og setja oss frjáls- legustu stjórnarskipun, sem nokkurri þjóS hefur verið sett. Stjórnskipun, sem byggi í grund- vallaratriðum á hinum demokrat- isku hugsjónum, en tryggi þó, að hinar veikari og fámennari fé- legsheildir verði ekki bornar at- kvæðum af hinum sterkari og fjölmennari, með því að veita (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.