Dagur - 16.02.1949, Page 2

Dagur - 16.02.1949, Page 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 16. febrúar 1949 Bragi Sigurjónsson - Kýlin og gröfturinn Það er ekki hent neinum smá- mennum að etja kappi við Braga Sigurjónsson, ritstjóra „Alþýðu- mannsins", á ritvellinum, hvorki í rökvísi eða ritsnilld. Fyrir skömmu kvartaði hann í vand- lætingartón yfir því í blaði sínu, að samvinnufélögin nytu „veru- legra skattfríðinda, fyrst og fremst ívilnana varðandi útsvars- álagningu". Til sönnunar þessum „verulegu skattfríðindum" tók Br. S. þetta fram: „Kaupfélög þurfa ekki að greiða útsvar af arði af verzlun sinni við félags- menn, jafnvel þótt þeir(á líklega að vera þau)greiði engan arð af þessari verzlun.“ Af þessu dró Dagur þá, að hans dómi, ekki ósanngjörnu ályktun, að Br. S. vildi láta skattleggja viðskipti kaupfélaganna við fé- lagsmenn sína, og kom þá að sjálfsögðu fyrst til greina skatt- lagning á þann arð, sem félögin greiða viðskiptamönnum sínum við hver áramót. Dagur benti á, að andi Morg- unblaðsins svifi yfir þessum skrifum Br. S., en ef tii vill fell- ur honum betur að þetta sé orð- að svo, að ritstjóri Alþm. sé kom- inn í Morgunblaðspilsið! Jafn- framt var á það bent, að skrif Br. S. kæmi alveg í bága við stefnu- yfirlýsingu síðasta Alþýðuflokks- þings í samvinnumálum, enda mun enginn mæla á móti því, og jafnvel ekki Bragi sjálfur. En svo kynlega bregður við, að Br. S. harðneitar því í blaði sínu 8. þ. m., að hann hafi látið nokkuð í ljós af því, sem Dagui' hermdi upp á hann. Þannig neitar hann því, að hann vilji láta skattleggja þann ai'ð, sem kaupfélögin greiða viðskiptamönnum sínum um ára- mót, áður en honum sé skipt, og kallar þann áburð í sinn garð ,,ó- svífinn málflutning“ hreinar fals- anir“, og „lubbalegar álygar". Samkvæmt þessu er Br. S. horf- inn frá fyrri kenningum sínum um „skattfríðindi samvinnufé- Iaga“ og nauðsyn á endurskoðun og leiðréttingum í þeim efnum. Ekki segist Br. S. heldur vilja láta skattleggja „sameiningar- sjóði“ (sameignarsjóðir eru þeir nefndir) kaupfélaganna. Dagur fagnar þessum sinna- skiptum Br. S., fagnar því, að hinn týndi sauður er aftur fund- inn. Það hefði reyndar verið við- kunnanlegra, að hann hefði haft karlmennsku til að viðurkenna villu sína í stað þess að neita henni. En Br. S. býr sér til smugu á undanhaldinu. Hann segir, að kaupfélög greiði ekki útsvar af arði af verzlun sinni við félags- menn, „jafnvel þótt þau greiði engan arð af þessari verzlun“. Á þetta leggur Br. S. mikla áherzlu. En hvernig þessi spekinnar mað- ur hugsar sér að leggja útsvai' á arð, seni ekki er til, af því að nokkrar nauðsynjavörur eru seldar álagningarlaust, nema fyrir dreifingarkostnaði, það verður víst eitt af leyndarmálum tilver- unnar. Undir lok greinarinnar í Alþm. frá 8. þ. m. og eftir að ritstjórinn læzt hafa klætt sig úr Morgun- blaðspilsinu, víkur hann sér að Kaupfélagi Eyfirðinga og — þá springur blaðran! Hann segir, að KEA sé komið í það „ófremdar- ástand“ að vera „pólitísk klíka“. Br. S. býður sig fram til að lækna þetta ástand, „skera í kýlin“ og „hleypa greftrinum (greftinum átti það að vera, lærði maður!) út“. Hann telur sig vel fallinn til að takast þetta á hendur, því að hann sé „sannari kaupfélagsmað- ur og samvinnuhreyfingunni trúrri og vinveittari fylgismaður" en þeir, sem stefnunni ráði í KEA. Drjúgur maður, Bargi, enda hefir hann víst af miklu að státa! Hann telur sig ólíkt betur hæfan til að vera leiðtoga samvinnumanna í Eyjafirði en þá, sem um þessar mundir hafa leitt samvinnuhreyf- inguna hér og rnótað stefnu hennai'. Má þar einkum til nefna Einar sál. Árnason á Eyrarlandi, Þórarin Eldjárn á Tjörn og Jakob Frímannsson .Br. S. heldur því fram, að undir stjóm þeirra hafi ígerðarkýlin verið „að éta sig dýpra og dýpra inn í samvinnu- félagshreyíinguna." Það er á valdi hinnar breiðu fylkingar samvinnumanna í Eyjafirði, hvort þeir vilja ráða Braga Sigurjónsson sem skurð- lækni Kaupfélags Eyfirðinga, því að í félaginu ríkir lýðræði. Dag- ur leggur þar hvorki með eða móti. Ef til vill veitir Braga ekki af að fá eitt embætti enn í viðbót við þau, sem fyrir eru. En eitt- hvað mun hann vilja hafa fyrir snúð sinn. Aðeins skal á það bent, að enn er Bragi Sigurjónsson áreiðanlega í Morgunblaðspilsinu. Tapað Grár lindarpenni, „Parker 51“, tapaðist síðastliðinn laugardag. Finnandi gjöri svo vel að skila honum á afgreiðslu blaðsins, gegn fundarlaunum. Tapað Um fyrri helgi týndi ég ein- hvers staðar í bænum, úti eða inni, grænum Water- man-sjálfblekungi, sem ég mnndi leysa út fujlu verði, ef mér yrði færður. Björn Halldórsson, Strandgötu 35. Góð stúlka, eða eldri kona, óskast til léttra húsverka, hálfan eða allan daginn. — Upplýsingar frá 1—6 e. h. í síina 545 og hjá Guðm. Tryggvasyni, Sólvöllum 3. Get selt nýja skrifstofuritvél, nú Jjegar. Björn Halldórsson, Strandgötu 35. Vil kaupa Mótorhjól, nýlegt og vel með farið. Afgr. vísar á. 111) ■ i ■ 111■ ■ 1111■111 4 stærðir. Verð kr. 3.10. Vörufiúsið h/f | Raksá sapa Nýlendnvörudeildin og útibú ' Cítró onur Nýlenduvörudeildin og útibú Skagfirðmgafélagsins verður haldinn sunnudaginn 20. þ. m„ kl. .1.30 e. h„ að Lóni (Sönghúsi „Geysis"). ÐAGSKRÁ: \7enj uleg aðal fundarstörf. Félagar, /jölmennið! STJÖRNIN. HYESTI í smápokum. Royal-lyffiduff baukum. Nýlenduvörudeild og útibú. /N//V /WVVVVVVS/VW'/VVVWVV'///V-/'/Vs/VVWVVn/V'A//^/V'/>//VVVVVVVVVVWVV','/VVV'4í * Oroandi jorð: Framtíð þjóðarinnar er háð varxtarskilyrðum landsins Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON SJÁLFSTÆÐISMÁL hverrar þjóðar eru mörg og marg- vísleg. En undirstöðumálin í þeim flokki eru þó óneitanlega þau, sem miða að því að vinna lífsbjörg og efnaföng við inn- lend skilyrði og við innlent efni. Framtíð hverrar þjóðar, til vaxtar og menningar, er því fyrst og fremst undir því komin að land hennar hafi vaxtarskilyrði að bjóða. Séu skilyrðin fyrir liendi kemur þá til kasta þjóðarinnar að beita rétt vits- munum sínum og öðrum hæfileikum til réttmætrar notkunar á þeim möguleikum, sem eru fyrir hendi og að hún hagi verk- lagi sínu samkvæmt sjálfsögðum og nauðsynlegum þörfum til þjóðþrifa. EF ÞETTA ER EKKI tekið vel til athugunar og skýringar fyrir alþjóð manna „ár og síð og alla tíð“ getur illa farið: Þannig að þessi aðalatriði gleymisí allt of mörgum, en að þeir hinir sömu verði alflæktir í tízkutildur og aukaatriði lífsins. Er að vísu eyðir dögunum fyrir fólki í ófrjóu starfi. En allt starf er ófrjótt, nema bað miði til sjálfstæðis .og menningar hverjum og einum og þjóðinni x heild. Island hefir gnægð möguleika til vaxtar þjóðinni. Má þar fyrst nefna jarðræktarmöguleikana, hina miklu gróðurmold. — En hún er undirstaða alls lífs í landinu. — Fullyrða má að um milljón ha. eru til af landi, sem er moldarmikið og auð- unnið til ræktunar og senx bíður mannshandai-innar. Þúsundir ha. af þessu landi er að telja má nytjalaust. Til dæmis vatns- fullt móland, sem aðeins getur alið gisinn og kjarnalítinn hálf- grasagróður. (Benda má á stór samanliggjandi flæmi af svona landslagi: Kringum Akrafjall, í Leirár- og Melasveit, Holta- hreppi í Rangárvallasýslu og víðar og víðar). Þá er töfranxáttur vatnanxxa, sem felur í sér mikil skilyrði. Fóssaaflið í landinu er áætlað 4 millj. hestöfl. En heita vatnið, sem víða streymir upp úr jöi'ðinni og þegar er tekið í notkun, til stórkostlegra hluta, er enn ekki vitað um hve mikill orku- gjafi verður í framtíðinni. En reynslan með það gefxu- miklar vonir, eins og rafmagnið. Nú hafa menn eygt nýjan mögu- leika, sem verður, þegar hann verður handsamaður, eiix lyfti- stöng landbúnaðarins, en það er vinnsla köfnunarefnis úr loftinu. Loks má svo telja hina miklu möguleika, sem fiski- miðin bjóða, umhverfis landið. Þetta, sem hér hefir verið talið, eru lífsskilyrði þjóðarinnar. Þessir möguleikar veita vei'kefnin, aðstöðuna til framkvæmda, úrlausn til afkomu, viðhalds, vaxtar og vaxandi menningar þjóðinni. Þetta er það, sem myndar verksvið fyrir alla lands- menn og á verksviðinu verða allir að vera, svo að allir geri skyldu sína sem ríkisborgarar. Verksviðið deilist í landbúnað, sjávarútveg, iðnað, verzlun, flutninga og leiðslu (verklegs og andlegs efnis). En vegna samræmis í vexti atvinnumálanna og vegna æskilegrar og góðrar afkomu þjóðarinnar, verður að stuixda þessa atvinnuvegi jöfnum höndum. Allra sízt má van- rækja þá átvinnuvegi, senx veita framleiðsluföngin í aðra hönd (landbúnaður og sjávarútvegur), því að þeim byggjast aðrir atvinnuvegir landsins, allar stofnanir, embætti, skólar og hvað eina, senx tilheyrir lxfi og menningu þjóðarimxar. Á ÞESSU HEFIR orðið mikili misbrestur hér í landi, þann- ig, að allt of fátt fólk stundar framleiðslustörfin. Þar af leið- andi verður og er fólkið allt of inargt, sem ekki vinnur að framleiðslunni og nxargt af því vinnur engin nauðsyixleg störf (brask, iðjuleysi og m. fl.) og verður að ómögum í þjóðfélag- inu. En þetta fólk verður að hverfa og þjóðin öll að verða at- orku- og áhugasamt fólk um nauðsynjamálin, senx eru fyrst og fremst þau, cr tilheyra framleiðslunni. Nóg eru verkefnin: Af milljón ha. lands, senx auðunnið og ágætt er til ræktuixar, er aðeins búið að rækta um 40 þxis. ha., af 4 milljónum hestaflá í fossum og fallvötnum landsins lxafa aðeiixs verið beizluð 50 þús. hestöfl, af heita vatixixxu — jarð- liitanum, er mikið enn ónotað, — meðal annars, nxá fram- leiða með suðræna ávexti. Dásamlegt! Fleira er til að gera, því að íxóg er« verkefnin. Fráhvarf fólks frá framleiðslustörfunum er í dag mesta vandamál þjóðarinnar, er leiðir af sér mörg önnur vandamál, sem öll eru sjálfskaparvíti .Erfiðleikarnir eru: VÖNTUN Á INNLENDUM SVEITAMAT, í þéttbýlinu, og hlýtur hún að (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.