Dagur - 16.03.1949, Qupperneq 1
12 SÍÐUR
Forustugreinm:
Vantrú ráðamanna á dóm-
greind þjóðarinnar.
Sjöunda síða:
Viðtal við Robert Larsen,
sem fann upp flotvörpuna.
XXXII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 16. marz 1949
11. tbl.
Ljósmynd: Hreiðar Valtýsson.
Síðustu dagana hefir lítil sem engin veiði verið hjá bátum þeim, sem
hófu vetrarsíidveiðar hér á Akureyrarpolli um miðjan janúar sl. Þó
fékk m.b. Gylfi frá Rauðuvík um 600 tunnur seint í sl. viku, og m.b.
Garðar á 3. hundrað tunnur. Voru bá allir aðrir bátar hættir veiðum.
Um mánaðamótin síðustu stóð veiðin sem hæst. Stunduðu þá 6 bát-
ar veiðarnar og þá var nokkurt síldarmagn lagt upp í Krossanes-
verksmiðjuna og síldarverksmiðjuna á Hjalteyri, en me’stur hluti
afians hefir þó verið frystur til beitu. Myndin hér að ofan er af m.b.
Gylfa frá Rauðuvík, sem er aflahæstur á þessum veiðum. Var mynd-
in tekin um sl. mánaðamót, er skipið var á leið til löndunar í Krossan.
Vetrarsílclveiðin á Ahureyrarpolli
Fundur í Fisksölusamðagi Eyíirð-
inga lieim lilar stjórninni að hefja
ísfiskúff lufnlng ef færf þykir
Útvegsmemi verða að tilkynna þátttöku fyrir
20. þessa
Á aðalfundi Fisksölusamlags
Eyfirðinga, sem haldinn var hér
fyrir skemmstu og frá var greint
í síðasta blaði, var stjóm sam-
lagsins falið að athuga möguleika
áframhaldandi starfsemi samlags-
ins.
Á fundi í samlaginu sl. fimmtu-
dag, var framtíðarstarfsemi sam-
lagsins til umræðu, og var eftir-
farandi tillaga samþykkt þar ein-
róma:
Fundur í Fisksölusamlagi Ev-
firðinga, haldinn á Akureyri 10.
marz 1949, samþykkir að heimila
stjórn samlagsins að hefja sem
fyrst ísfiskútflutning með leigu-
skipum, ef nægileg þátttaka fæst
og Fiskábyrgðarnefnd veitir sam-
laginu viðunandi stuðning að
dómi samlagsstjórnar, enda hafi
útgerðarmenn tilkynnt þátttöku
sína til stjórnar samlagsins fyrir
20. þ. m.
Stjórn samlagsins hefir nú
snúið sér til útgerðarmanna á
samlagssvæðinu og spurzt fyrir
um þátttöku þeirra í þessari út-
flutningsstarfsemi. Mun mega
vænta fullnaðarákvörðunar í
málinu fljótlega eftir 20. marz.
mánaðar
Freðfiskbirgðir héðan
fluttar út
Leiguskip Eimskipafélags fs-
lands, Horsa, hefir undanfarna
daga lestað fi'osinn fisk frá frysti-
húsunum í Ólafsfirði, Dalvík,
Hrísey og Akureyri. Er fiskur.
þessi af framleiðslu ársins 1948 og
er mest öll fiskframleiðsla þess
árs þar með farin héðan. Hins
vegar liggur hér nokkuð af freð-
físki ársins 1947, sem enn hefir
ekki tekizt að losna við.
Framsóknarmenn ræða
bæjarniál og landsmál
Síðastl. föstudagskvöld var al-
niennur umræðufundur í Fram-
sóknarfélagi Akureyrar. Rætt var
um fjárhagsáætlun bæjarins, og
hafði Marteinn Sigurðsson bæj-
arfulltrúi framsögu, og um
stjórnmálaviðhorfið, og hafði dr.
Kristinn Guðmundsson framsögu.
Fjörugar umræður urðu um þessi
mál. Fundurinn var vel sóttur.
Þunglega liorfir um lánsútvegun fil Laxámrkjunar
Áðalfuedor
F ramsóSíoarf élags-
íns’á máeudagimi
Aðalfundur Framsóknarfélags
Akureyrar verður haldinn í
Gildaskála Hótel KEA næstk.
mánudagskvöld kl. 8.30, sbr. aug-
lýsingu hér í blaðinu í dag. Fé-
lagsmenn eru áminntir um að
sækja fundinn.
10 milljónir króna fáanlegar í Danmörk,
en með óaðgengilegum kjö rum
Reykjavíkurbær fær sennilega hag-
stætt !án til Sogsvirkjonarinnar
af Marshall-fé
Bæjarstjórinn, Steinn Steinsen, er nýlega kominn heim úr íör til
Danmerkur á vegum rafveitustjórnarinnar. Mun erindi hans einkum
hafa verið að athuga um lánsfjármöguleika til hinnar nýju Laxár-
virkjunar ha'jarins, sem nú er í undirbúningi.
Fjögra marnia nefnd
ætlað að athuga
rekstur bæjarins
Á þæjarráðsfundi 10. þ. m. var
samþykkt tillaga er þeir fluttu
Jón G. Sólnes og Svavar Guð-
mundsson, um að kjósa fjögra
manna nefnd til þess að atbuga
rekstur bæjarins. Bæjarráð sam-
þykkti einnig að kjósa nefndina
úr hópi þæjarfulltrúa.
Bænum boðin 900 hest-
afla dieselvél
Á fundi rafveitunefndar hinn
28. f. m. var lagt fram tilboð frá
Gísla Halldórssyni í Reykjavík,
þar sem hann býður bænum dies-
el-rafal-samstæðu, 6300 volta
fyrir 25300 dollara í New York.
Rafallinn er nýr, diesel-vélin er
General Motors Model, 900 hest-
öfl, 600 kw. Rafveitustjórnin
ákvað að leita umsagnar raf-
orkumálastjóra um tilboð þetta
og fá frá honum kostnaðaráætlun
um uppsetningu og rekstur slíkr-
ar stöðvar.
Tvær nýjar barna-
bækur frá Norðra
Nýlega eru komnar á markað-
inn tvær nýjar barnabækur á for-
lagi Norðra. Önnur er drengja-
bók, framhald af hinum vinsælu
og atburðaríku Bennasögum, og
heitir „Benni og félagar hans“.
Hin er telpusaga, framhald af
sögunum um Beverly Gray, og
heitir „Beverly Gray í New
York“. Bóðar bækurnar eru
prentaðar í Prentverki Odds
Björnssonar hér og er frágangur
allur vandaður.
Atlantshafssáttmálinn
verður birtur bráðlega
Fregnir frá Washington herma,
að sáttmálinn um Atlantshafs-
bandalag muni. verða birtui' aust-
an hafs og vestan næstkomandi
föstudag.
Bæjarstjóri skýrði rafveitu-
nefnd frá för sinni á fundi hennar
um sl. mánaðamót og samkvæmt
frásögn hans þar, horfir heldur
þunglega með lánsfjáröflun til
mannvirkisins. Líkur munu til að
hægt sé að fá 10 milljón króna lán
í Danmörku, en aðeins til 10 ára
og auk þess er lánið bundið þeim
skilyrðum, að efni og vélar til
virkjunarinnai' sé keypt í Dan-
mörku og verkið framkvæmt af
dönskum firmum, þ. e. Höjgaard,
Schultz og Rasmussen. Um vexti
af láninu er ekki getið í fundar-
gerð rafveitunefndar, sem var til
umræðu á bæjarstjórnarfundi í
gær ,en þeir munu þó vera óhag-
stæðir. Um aðra möguleika til
lánsfjárútvegunar í Danmörku
virðist ekki vera að ræða að sinni
samkvæmt frásögn bæjarstjórans.
Þessir lánsmöguleikar eru nú
til athugunar í atvinnumálaráðu-
neytinu og hefir ráðuneytið frest-
að að taka afstöðu að svo komnu
máli, en hefir málið til athugun-
ar í sambandi við aðrar lántökur.
Fær Reykjavík lán af
Marshall-fé?
Samkvæmt fregnum, er blaðið
hefir frá góðum heimildum, eru
taldar nokkrar líkur til þess að
Reykjavíkurbæ takist að leysa
lánsfjárþörf sína í sambandi við
hina nýju Sogsvirkjun með hag-
stæðu láni af Marshall-fé því,
sem íslandi er ætlað. Eins og
kunnugt er af fyrri fregnum um
fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar
um framkvæmdir fyrir Marshall-
fé, er svo til ætlast að nokkru af
því verði varið til rafvirkjunar í
landinu. Sýnist eðlilegt að aðrar
stórvirkjanir en Sogsvirkjunin
verði þess að njótandi. Er þess
eindi-egið að vænta, að athugaðir
verði til hlýtar möguleikar á fjár-
öflun til Laxárvirkjunarinnar
eftir þessari leið. Fé það, sem ís-
lendingar fengu að lóni í Banda-
ríkjunum samkv. Marshall-áætl-
uninni á sl. ári fór að verulegu
leyti til framkvæmda í Reykjavík.
Óeðlilegt má kalla að áframhald
verði á þeirri stefnu, en eðlilegt,
að þýðingarmiklar framkvæmd-
ir annarra landshluta njóti fulls
jafnræðis. Er þess að vænta, að
leitað verði eftir fé til Laxár-
virkjunarinnar af forráðamönn-
um bæjarins og íikisvaldið taki
þeim tilmælum með skilningi og
greiði fyru- málinu eftir föngum.
Diesel-togarar
íslendiiiga vekja
athygli í Bret-
landi
í nýjasta tbl. „Fishing News“,
sem hingað hefir borizt, er ýtar-
leg grein um diesel-togara ís-
lendinga, sem nú eru fullbúnir
eða senn fullbúnir, þ. e. „Hall-
veigu Fróðadóttur", eign Reykja-
víkurbæjar, og „Jörund", eign
Guðmundar Jörundssonar út-
gerðarmanns hér í bæ. Er greinin
skrifuð af sérfræðingi blaðsins
um togara og togaraútbúnað. —
Segir hann bæði þessi skip hin at-
hefja undirbúning að uppdrátt-
verið smíðuð í brezkum skipa-
smíðastöðvum, enda veki þau
mikla athygli sérfræðinga og út-
gerðarmanna. Ýmislegt um fyrir-
komulag þeirra og gerð sé nýjung
í togarasmíðum.
Rætt um elliheimili hér
Elliheimili það, sem fyrirhugað
er að koma hér upp, var til um-
ræðu á bæjarráðsfundi 24. f. m.
Mætti þar nefnd frá Kvenfélag-
inu Framtíðinni, er hefir með
höndum undirbúning málsins. —
Lagði nefndin fram uppkast að
skipulagsskrá fyrir elliheimilið.
Er þar meða lannars gert ráð fyr-
ir því, að Akureyrarbær leggi
fram til stofnunar elliheimilisins
byggingar sjúkrahússins „Gud-
mans Minde“, sérstaklega þó nýja
hluta þessara bygginga. Óskaði
nefndin álits bæjarráðs um það,
hvort gera mætti ráð fyrir að
bærinn legði fram þessar bygg-
ingar, sem óafturkræft framlag
bæjarsjóðs, svo að hægt væri að
hefjpa undirbúning að uppdrátt-
um o. fl. Bæjarráð frestaði að
taka ákvörðun um málið.