Dagur


Dagur - 16.03.1949, Qupperneq 2

Dagur - 16.03.1949, Qupperneq 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 16. marz 1949 Hver er afstaoa ísienzkra kommúnisfa? Boðskapuiinn um þegnskyldu við Rússland á sér sameiginlegan uppruna Thorez liinn íranski konunún- istaleiðtogi kom fyrstur fram ineð þá yfirlýsingu, að ef rússneskur her færi inn yfir landamæri Frakklands, myndu franskir kommúnistar þegar snúast í lið með honum, hvað sem vilja frönsku þjóðarinnar liði. Að vörmu spori kom svo Togli- atti hinn ítalski með sams konar yfirlýsingu fyrir hönd ítalskra kommúnista og síðan kommún- istaforingjar ýmissa annarra ianda ,og allar eru þessar yfirlýs- ingar eins að efni til og nálega eins orðaðar. Það er því augljóst, að allur opinberi boðskapur kommúnista um þegnskyldu við Sovétríkin á sér sameiginlegan uppruna. Og enginn þarf að vera í vafa um hvar hans er að leita. Hingað til hafa kommúnistar allra landa reynt að skreyta sig með ldæðum þjóðernistilfinninga og ættjarðarástar, en brigzlað andstæðingu msínum um skort á hvorutveggja. Nú hafa þeir af einhverjum ástæðum verið látnir varpa af sér hræsnisgrímunni og látnir eða lofað að sýna sitt rétta innræti. Og þá blasir við sú sjón, að kommúnistar allra landa eiga ekkert föðurland í þess orðs venjulegu merkingu — ekkert föðurland nema Sovét-Rússland. Onnur ályktun verður ekki dregin af yfirlýsingum þeirra, þar sem þeir segja hispurslaust og ófeimnir, að ef í odda skerst milli þjóða þeirra og Rússa í ófriði, þá ætli þeir að svíkja landa sína og veita innrásarher Rússa vígs- gengi. Á þenna hátt sverja kommún- istar sig í flokk nokkurra ætt- jarðarsvikara fyrri alda, hverra nöfn eru skráð svörtu letri í sögu mannkynsins. Kommúnistar segja, að Rússar séu svo miklir friðarvinir, að þeim geti aldrei komið til hugar að ráðast á nokkra þjóð. Þetta stangast alveg við yfirlýsingar þeirra um það, að þeir ætli að standa með Rússum, þegar þeir gera innrás í ön'nur ríki. Hvernig geta kommúnistar gert ráð fyrir árásum af hendi Rússa, úr því þeir eru svo friðelskandi, að þeim kemur aldrei árás til hugar? Hvernig var það með Finnland hér um árið? Gerði ekki stórveld- ið í austri árás á þetta litla land? Ekki geta kommúnistar neitað því. En þeir hafa gefið þá skýr- íngu, að Rússar hafi verið til neyddir, af því að Finnar hafi ætlað að ráðast á þá að fyrra bragði! Rússar hafi bara orðið fyrri til og það sé þeim til sóma! Rússar létust vilja vernda hlut- leysi og fi'elsi baltnesku ríkjanna við Eystrasalt. Það gerðu þeir svo rækilega, að þeir innlimuðu þessi smáríki í Sovétsambandið og af- rnáðu þjóðfrelsi þeirra með öllu .„þegjandi og hljóðalaust“, eins og þeir gerðu við Austur-Pólland. Stjórnendur Rússlands ásælast ekki einn ferþumlung af landi annarra þjóða, segja fimmtu her- deildirnar utan Rússlands. Hið broslegasta er, að allmargir fá- ráðlingar trúa þessu. Foringjar kommúnista halda því að mönnum, að austan járn- tjaldsins, ekki áðeins í Rússlandi sjálfu, heldur og í leppríkjum þess, sé sæluástand. Vitað er þó, að þar verða íbúarnir að sitja og standa, eins og valdhafamir vilja. Ella eiga þeir á hættu að týna töl- unni. Þeir búa hvorki við mál- frelsi eða ritfrelsi og jafnvel ekki skoðanafrelsi. Orð leikur á, að þar sitji margar milljónir í fangabúð- um fyrir það eitt að vera stjórn- ai-andstæðingar, auk allra flótta- mannanna. Tillaga hefir komið fram í efnahags- og félagsmála- ráði Sám'eihúðú þjóðán'na um, að skipuð ve}'ði rannsóknarnefnd til þess að ganga úr skugga um, hvað hiéft: s’é’ í ’fúllýrðingúrh um afar fjcHmeijriar fangabúðir í Rúss- landi og öði'um löndum austan járntj'aldsins! ’ Rússar kalla þessa tillögú "svívirðilega tilraun til njp.sna. í S.ovgtríkjunum. En hvað setti Rússu mað vera kærkomn- ara en slík rannsókn, ef þeir hafa hreina samvizku.út af áburðinum um fjöldaþrælkunina í fangabúð- urium austan járntjaldsins? Þá gæfist þeim valið tækiiæri til þess að reka aftur þessa „nazistalygi“, sem kommúnistar nefna svo. En hvernig valdhafar Rússa og lepp- ríkja þeirra .snúast við tillögunni um rannsókn í þessu efrii, vekur þá trú hjá mönnum, að þeir viti upp á sig skömmina. Eitt er torskilið um jafn frið- elskandi menn, sem valdhafar Rússlands eiga að vera sam- kvæmt frásögnum kommúnista, en það var aðflutningsbannið til Vestur-Berlínar, sem haldið er uppi af mikilli þrákelkni til ógn- unar við heimsfriðinn. Þó hljóta' Rússar að sjá, að bann þeirra nær ekki tilgangi sínum vegna „loft- brúarinnar“, sem kölluð er. Upp- haflega ætluðu valdhafar Rúss- lands að svelta Berlínarbúa til hlýðni, en þar sem það hefir mis- tekizt, hafa þeir aðeins ánægju af vitneskjunni um, að flutningar Vesturveldanna á lífsnauðsynjum til Berlínar loftleiðis verði þeim allmiklu dýrari en ella. Að öðru leyti mun aðflutningsbannið vera Rússum til hugarangurs. —o— Síðan játningar Thorez og fé- laga hans víða um lönd urðu kunnar um það, að þeir væru staðráðnir í því að ganga í lið með Rússum, ef þeir skyldu ráð- ast inn í lönd þeirra, og gerast þannig föðurlandssvikarar, hefir verið spurt um þvert og endi- langf íslafid: Hvernig er afstaða íslenzkra kommúnista til þessa máls? Hafa þeir sama boðskap að Myndin er af Abdullah konungi Transjórdaníu. Konungur hefir nú gera vopnahlé við ísraelsmenn fyrir milligöngu dr. Bunche, sáttasemjara S. Þ., en enn er samt grunnt á því góða milli þessara ríkja. Israelsmenn eru nú sagðir safna liði við hafnarbæmn Akaba við landamæri ríkjanna, en þar hafa Bretar nokkurt setulið í samkv. varnarsamningi ríkjanna. flytja frá sinni hendi eins og Thorez, Togliatti og aðrir slíkir? Vilja þeir viðurkenna, að þeir séu reiðubúnir að aðstoða Rússa, ef þeii' „skyldu elta óvini sina“ inn yfir landamæri íslands? En óvinir Rússa eru í munni 5. herdeild- anna allir þeir, sem ekki eru kommúnistar og ekki játa, að æðsta fyrirmynd lýðræðis sé austan járntjaldsins. . Farið hefir, verið, dram ..‘á, að kommúnistar hér á landi gæfu svar við framangreindum spurn- ingum, en þeir steinþegja" við þeim enn sem komið er, annað hvort af því að þeir hafa ekki fengið „línuna“ ellegar að þeim hefir verið sagt að þegja, því að enginn þarf að ætla, að þeir séu sjálfráðir að svörum sínum. En þó að þessir þegi, þá tala steinarnir, þ. e. athafnir komm- ún fyrr og síðar. Þær hafa mótast af skilyrðislausri þjónslund við Rússa, og engin ástæða að ætla að þar verði breyting á. Árið 1940 börðust kommúnistar á móti því, að íslendingar seldu Bretum fisk. í þess stað áttum við að gæða Þjóðverjum á honum, af því að þá var griðasáttmáli milli þeirra og Rússa. Ella að sigla með fisk- inn til Arkangelsk. Allt miðað við hagsmuni Rússa. Árið 1941 lentu Rússar í stríði við Þjóðverja. Þá var ekki talað um fisksölu tik Þjóðvei'ja, því að þá voru þeir orðnir að „djöflum í manns- mynd“. Síðla á stríðsárunum vildu kommúnistar láta m. a. fela Rússum að vernda hlutleysi okk- ar, líklega á sama hátt og þeir vernduðu hlutleysi baltnesku landanna, en undir stríðslokin brugðu þeir sér út af hlutleysis- línunni og vildu láta slendinga segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur, einungis til að þóknast Rússum. Dæmi af þessu tagi eru óþrjót- andi, sem öll hníga að einu marki, þrotlausri undirgefni undir vilja Rússa. Það er liyggilegt að gera ráð fýrir því, að kommúnistartaki fagnandi móti rússneska birnin- um ef honum skyldi, þóknast að leggja hramm sinn á ísland. ÍÞRÓTTIR Akureyri, 13. marz. Skautamót. Undanfarið — og alloft í vetur — hefir verið skautasvell hér inni á Leirunni o. v. þar í nánd. Inn- bæjarfólkið — það yngra — sést þar oft á ferli, sækir þangað af ekki minni vilja en í skólana okk- ar — og hver láir því það? Hinn kaldi, harði ís er'unaðs- legur við snertingu skautajárns- ins, þegar þotið er yfir eða sveifl- ur teknar. Og byltur og bláar kúlur, sem hann hefir e. t. v. veitt meðan leiknin og dugnaður voru af skornum skammti, gleymast þá gjarna. Skautamaðurinn, hraustur og fimur nýtur lífsins í ríkum mæli og á æslcilegan hátt. Um einn slíkan sagði hagyrðingur hér áð- ur: „Áfram þaut og aldrei hnaut umdu laut og klettár. Að svífa á skautum sízt er þraut um svellabrautir sléttar.“ Og haldist nú veður og skauta- færi skal Akureyringum gefinn kostur á þeirri nýstárlegu skemmtun á sunnudaginn kemur, að sjá ungt fólk leika listir og keppa á skautum. Skautafél. Akureyrar hefir boðað til skautamóts þann dag. Þar eiga að keppa bæði drengir og vaxnir menn á ýmsum vega- lengdum, keppt í íshockey og réynt með listhlaupssýningu, ef mögulegt er. Allt byggist þetta auðvitað á færi, veðri og þátttöku — eins og á landsmótinu, sem átti að verða í Rvík í vetur, en fórst fyrir. Hing- að norður voinim við búin að frétta, að fáir aðrir en Sigurjón frá Álafossi, sá góðkunni íþróttamaður, hefðu gefið sig fram til þátttöku — en svo kom hlákan og tók af skarið — og svellið á Tjörninni. Við skulum vona að betur gangi með Skautamót Akureyrar á sunnudaginn kemur. Axel Wikström hefir dvalið hér í bæ í 4 daga, en fer svo héðan til Siglufjarðar eftir morgundaginn. Sl. þriðjud. lauk Wikström þjálfun hjá Þing- eyingum með skíðaboðgöngu. — Gekk þar hver og einn 10 km. og tóku fjölmargar fjögra manna sveitir úr Mývatnssveit og Reykjadal þátt í þeirri göngu- keppni. Fyrst varð sveit skíða- kappans Jóns Kristjánssonar, og 'náði hann einnig langbeztum ein- staklings-tíma. Wikström hrósar Þingeyingum fyrir dugnað, en telur þá þó hafa skort undirbún- ingsþjálfun (gönguæfingar) fyrir langar skíðagöngur. Síðan Wikström kom hingað hefir hann daglega verið með hópa á skíðum, helzt pilta úr skólum bæjarins, en því miður alltof fáa. Eru sjálfsagt til þess ýmsar orsakir, en letin sennilega sú veigamesta. Veður hefir verið gott, snjórinn mjúkur og hreinn, kennarinn brennandi af áhuga og glæsilegur fulltrúi hinna frægu sænsku skíða-manna; virðist ein- mitt slíkur, að hverjum ungum OG ÖTILÍF „dundui’smanni“ væri hollt að kynnast honum. Verður sennilega nánar frá þessum merka manni sagt í næsta þætti. Jafnframt gönguæfingunum hefir hann kennt piltunum margt um með- ferð skíðanna, áburð við ólíkar aðstæður o. fl. Bandaríkin — Norðurlönd. Eins og áður hefir verið getið hér keppa Norðurlöndin við Bandaríki Norður-Ameríku í sumar. Mót þetta er ákveðið á Bislet í Ósló 20.—22. júlí. Keppt verður í öllum helztu greinum frjálsra íþrótta fyrir karla og auk þess í tugþraut, Maraþonhlaupi og 4x1500 m. boðhlaupi. Kepp- endur skulu vera 3 í hverri grein frá hvorum hinna tveggja aðila. í Maraþonhlaupinu frá þó fleiri að vera með — en utan keppni, nema hinir fyrirfram ákveðnu 3 frá hvorum. Tíu dögum fyrir mótið skulu Norðurlandaþjóðirnar hver og ein hafa skilað lista yfir nöfn þeirra manna, sem þær telja lík- legasta til keppninnar frá sér, en einn maður, Svíinn Bo Ekelund, á svo að ákveða hverjir 3 skulu valdir í hverja grein. Hópur íþróttamanna að vestan — um 60 manns — kemur fljúg- andi til Ósló að loknum sínum meistaramótum. Eftir lands- keppnina skiptist flokkurinn nokkuð, og fara þá smærri hópar þessara kappa víðs vegar um Norðurlöndin til keppni í einar 3 vikur. — (Dagens Nyheter). Við þurfum vístnð fara að flýta okkur með íþróttavöllinn.nýja, ef ske kynni, að hér svifaði að ein hlaðin flugvél hvítra og svartra íþróttagarpa, þegar líður á sum- arið 1949. Og einhvers staðar þurfa líka okkar menn að leika listir, ef að vanda lætur! Áfram með íþróttavöllinn! Eftir kröfu Björns Hall- dórsssonar hdl. verður jarð- ýta, Caterpillar R 4, §em stendur við Kaldbaksveg á Oddéyrartanga, seld á opin- beru uppboði, sem fer fram þar á staðnum þriðjudaginn 29. marz n. k. kl. 2 síðdegis. Greiðsla við hamarshögg. U þpboðshaídarinn a Akureyri, 11. marz 1949. UtsæSi tii sölo Hefi nokkrar tunnur af völdu Gullauga-útsæði til SÖlU: Garðar Halldúrsson, Rifkeisstöðum, sími um Munkaþverá.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.