Dagur - 16.03.1949, Page 4

Dagur - 16.03.1949, Page 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 16. marz 1949 Handtak að handan f k ENN er ég á }>essu sífellda og tilbreytingalausa ferða- lagi mínu, sem ég er ekkert farinn að botna í sjálfur, — lieim eða að heiman. Það er síðsumarsaftann og rökkvað nokkuð. Eg er að ráfa syðst suður í Fjöru, en hún er mér og öðrum göml- um Fjörubúum jafn fögur og kær og Hlíðin Gunnari á Hlíðarenda forðum. Eg er í svo djúpum þönk- um, að ég vissi eigi fyrr en maður gengur að mér og gríp- ur í hönd mína og segir: „Sæll og blessaður, þakka þér fyrir skrifin þín, Jjau verka eins og heitur vorblær eftir langan vetur.“ Ég leit upp við Jætta einkennilega og óvænta ávarp, og sá Jjá, að Jjarna frammi fyrir mér stóð knálegur og þrekvaxinn bóndi handan úr Kaupangssveit, sem ég Jiekkt i vel. Og svo hélt Jjreklegi bónd- inn áfram og segir: „Því í ósköpunum skrifar J>ú ekki meira, maður; Jjví skrifar Jjú ekki líka bæði í „Verkamann- inn“ og „Islending“, svo að sem fiestir, helzt allir, geti séð jjessi sérkennilegu og einarð- legu skrif Jjín, sem hljóta að vekjá alla til umhugsunar um hin alvarlegu mál, sem Jjaxi fjalla um, svo hressileg sem Jjau eru. Nú ætla ég að vita, hvort ég hef ekki fáeinar krónur á mér til Jjess að gefa ykkur handa æskuliöll Akur- eyrar.“ Þreklegi bóndinn tók þegar að leita í vösum síntun, og kemur nú með tíu króna seðil og segir: „Þetta er allt of lítið.“ Nú flettir hann svo að segja við hverjum sínum vasa og finnur alls fjörutíu krón- ur, réttir mér þær og segir: „Hafðu Jjetta handa höll æsk- unnar.“ Sjaldan hef ég orðið að taka meira á en nú, til að neita mér um að skrifa um bónd- ann í Kaupangssveit, — skrifa einskonar „Eldvígslu". Skrifa allan „Dag“, spjaldanna á milli, svo að ritstjórinn, vin- ur minn Haukur Snorrason, kæmi Jjar engum stafkrók að, hvað Jjá meira. Ekki vegna Jjess, að hér væri um svo stóra fjárhæð að ræða, heldur hins, að ég hélt að knálegi bónd- inn í Kaupangssveit gæti látið sér nægja að styrkja og hlúa að æsku sveitar sinnar — svó, sem liann hefur gert um tugi ára. En — nú hef ég sagt ykkur jjað áður, að ég má ekki brjóta allar brýr að baki mér. Ég veit jafnan, hvaðan vindur blæs í hvert sinn, svo að nú verð ég að gera mér að góðu að sííðra brandinn, og í Jjess stað aðeins að segja við ykkur og bóndann í Kaupangssveit örfá, látlaus orð í sem fæstum línum: Heyrðu, vinur! Hvað kom Jjér eiginlega við að fára að gefa til æskuhallar Akureyrar? Og hvað varðaði J)ig um heilsu og hreysti barnanna á Akureyri? Var þér ekki nóg að hafa staðið við lilið konu þinnar um fjörutíu ára skeið og styrkt hana til líknarstarfs og margs konar fórnfýsi annarr- ar? Eða lieldur Jjú kannski, að ég viti Jjetta ekki allt saman um góðverk konu Jjinnar í Jjágu sveitar ykkar og héraðs? O-jú. Það vissi ég fyrir löngu. En — karlmennsku Jjinni voru það ekki næg átök. Sveit Jjín og sýsla var Jjér of Jjröng- ur stakkur til fórnfýsi Jjinnar. Þú vildir teygja Jjig yfir hólma og ósa Eyjáfjarðarár, til hlíð- annnar á móti, — barnanna á Ákureýri. Og Jjó var það hvergi na:rri ofraun JjoIí þínu og Jjreki. — Það var þetta, sem ég vildi ségja við Jjig. Og svo langar mig til, eins og í ofanálag, að sýna Jjér ofur- lítinn jjakklætisvott fyrir hug- ulsemi J)ína í garð æskuliallar Akureyrar og senda Jjér eftir- lætisrit mitt, „Vorboða ís- lenzkrar æsku“. Það er nú ófáanlegt með öllu, eins og flest fyrri rit mín. Þó hafði Geir Jónasson magister haft ^iphvers staðar upp á einu eintaki handa Landsbókasafn- inu, greiddi Jjað dýru verði og hrósaði happi yfir fengnum. En ef Jjú finnur ekki „heitan vorblæ“ leika um Jjig að lokn- um lestri, J>á er ég illa svik- inn, og myndi Jjá eigi telja mig lærisvein íslenzkumeist- aranna, Konráðs skálds Vil- hjálmssonar frá Hafralæk og Sigurðar prófessors Nordal. Kysstu svo konuna }>ína fyrir mig.-----Nei, — Jjað er annars bezt, að ég geri Jjað sjálfur, Jjví að um leið og ég bið Guð að launa henni allt hennar mikla starf í Jjágu héraðs liennar og æskusveitar, Jjarf ég að segja henni það, að færri hefðu ferðirnar orðið og líknarstörfin minni, hefði hún eigi átt sterkan bónda sér við hlið. Ég er ekki að segja þetta til að gera lítið úr störfum hennar, síður en svo, heldur til að sýna, hve miklu meira verður áorkað, Jjegar tveir vinna saman en einn. Hvað Jjá lieldur, ef öll Jjjóðin ynni saman í einu kristilegu bræðralagi. Og hyggið að, ef mannkynið allt deildi Jjannig kjörum sínum, að helming- ur Jjess Jjyrfti eigi að Jjola harðrétti, en hinn hlutinn að svigna og úrkynjast fyrir munaði og sællífi. — Þá væri himnaríki á jörð. ★ IÐVIKUDAGINN þann 16. febrúar síðastliðinn kom maður til mín í prent- smiðjuna og óskaði eftir að tala við mig einslega nokkur orð. Erindi lians var Jjá Jjað að gefa fimmtíu krónur til íjjróttahússins. Hann sagðist hafa lialdið, að Jjað væri orðið allt of seint, „en ég vildi samt freista }>ess,“ sagði hann. Ég sagði honum, að Jjað væri aldrei of seint, og kæmi alltaf í jaln góðar Jjarfir. En nú má ég ekki segja ykkur, hver maðurinn var. Þið verðið að geta upp á Jjví sjálf. Hann var ákaflega hæglátur og prúður í framkomu, snyrti- legur og vel klæddur, næstum hvítur fyrir hærum og hinn virðulegasti. Svona kom mað- urinn mér fyrir sjónir. ★ EG flyt ykkur svo öllum kveðju og Jjökk frá æsku- höll Akureyrar og mér sjálf- um persónulega fyrir marg- sýnda vinsemd og hjálpfýsi í minn garð. Ég þakka húsbónda mín- um, Sigurði O. Björnssyni, prentmeistara, fyrir hans stór- íjjróttamannlegu gjöf, bæði á silfurbrúðkaupsdegi okkar hjónanna og fimmtugsafmæli mínu, og alla hans hjálp fyrr og síðar. Samstarfsfólki mínu í Prent- verki Odds Björnssonar þakka ég fyrir blómin og gjöfina: myndina af kunningja mín- um úr Þingeyjarsýslu, Goða- fossi, gerða af listfengi miklu al Eðvarði Sigurgeirssyni, ljós- ípróttahús Akureyrar. myndara. Það var varla að vænta Jjess, að J>að færði mér sjálft náttúru-undrið að gjöf. Minna mátti nú gagn gera. Hinum bráðsnjöllu fim- leikamönnum andans, Helga Valtýssyni og Konráði Vil- hjálmssyni, þakka ég fyrir afmæliskvæðin. En Jjað er ein mesta skemmtun mín, að horfa á J>á og aðra íþrótta- menn íslenzkrar tungu, glíma við jötuninn Braga. Og síðast en ekki sízt — Jjakka ég öllum frændum mín- um, vinum og vandamönnum, er á ýmsan hátt liafa stutt mig og glatt á Jjessum tímamótum ævi minnar. BRÉF: Þið megið nú ekki halda, að ég sé að kveðja ykkur fyrir fullt og allt. Nei, alls ekki. Ég ætla einungis að nota tæki- færið, af Jjví að mér gafst tími til að stinga niður penna, og þakka ykkur öllum fyrir í einu, að svo miklu leyti, sem Jjví verður a íö komið í stuttri blaðagrein. ★ LIFIÐ svo öll saman lieil I alla stund — við bjartan, vorlangan dag. Verið þið sæl. Jón Benediktsson, prentari. Vakna þú, íslenzka þjó'ð! íslenzku þjóðinni er þörf á að eignast „Almennan bæna- og þakkardag“ Oss íslendingum er áfátt um margt, og þá ekki sízt það, að kunna að þakka forsjóninni fyrir allt það, sem hún hefir gefið okk- ur, bæði nú og fyrr. Við getum litið yfir liðin ár, þó ekki lengra sé tekið, en tíu síð- ustu árin. Á stríðsárunum, þegar ná- grannaþjóðir okkar áttu við alls konar hörmungar að stríða, og þær svo miklar, að við getum ekki hugsað til þess sjálfir, að hafa þurft að líða það sama, var forsjónin alltaf að vernda og gefa okkur mikil verðmæti. Samtímis því að þessar stríðs- þjóðir þurftu að þola hinar átak- anlegustu hörmungar, lifðum við hér heima í allsnægtum, okkur skorti ekki neitt, Á þessum árum safnaði ísland miklum veraldlegum auði, þjóðin varð rík af honum, en andlegi auðurinn þvarr. Hvenær höfum við þakkað for- sjóninni fyrir þessi miklu verð- mæti og vernd, sem var. yfir okk- ur á stríðsárunum? Við megum ekki gleyma því, að forsjónin getur líka lagt á okkur byrðar, en þá er líka oft að hinn andlegi auður opnast, sem annars hefir verið lokaður. Góðir íslendingar! Við eigum að vera eins og gott barn, sem kann að meta það, sem því er gefið. Engin skammast sín fyrir að þakka góða gjöf. Hváð hefir nú íslenzka þjóðin gert fyrir allar þessar miklu gjafir, sem forsjónin hefir veitt okkur á undanförnum árum. Hvað segja fræðimenn kirkj- unnar um það og raunar öll þjóð- in, er ekki nauðsynlegt að fá lög- festa nokkra daga á ári hverju, sem heita „Almennir bæna- og þakkardagar“ í kirkjum vorum um allt land. — Af þessum bæna- dögum myndi þjóðin hljóta and- legan auð, sem ekki síður er nauðsynlegur. Það virðist sem ís- lendingar séu alveg að kulna út í trúmálum, en svo má ekki fara. — Fyrsta sunnudag í föstu fór eg í kirkju, tóm var hún svo að segja, um 50 gestir, þetta var leið- inlegt því fremur, sem þetta var í síðasta skipti, sem vígslubiskup vor talaði að sinni. — Kirkjurnar þurfa ekki að vera stórar nú til dags. Gamla, góða kirkjan okkar hefði dugað, það átti aldrei að rífa hana niður, því fylgir óbless- un. Stórt guðshús með 50 sálum, í stað 500, það gefur ekki gott for- dæmi. Það er ekki nóg að byggja stór og falleg guðshús, við verðum að fjölmenna, og sýna trú okkar á guð. Eg vona að þessi litla grein verði til þess, að einhverjir for- ustumenn kirkjunnar beiti sér fyrir því að þessi almenni bæna- og þakkardagur verði tekinn upp í þjóðfélagi voru s'em allra fyrst. Akureyri, 13. marz 1949. Dagmar J. Sigurjónsdóttir. B R É F: Um notkun vinnuafls Lesandi skrifar: Ollum er í fersku minni, þegar sjö íslendingar voru sendir á flugráðstefnu ekki alls fyrir löngu. Þótti mörgum nóg um. Ekki vakti það síður athygli al- mennings, að fjölmenn sendinefnd var send á síðasta þing Samein- uðu þjóðanna í París, þó að flest- um fyndist, að einn eða tveir hefðu nægt og gert sama gagnið. Og nú síðast er fjögra manna sendinefnd send vestur um haf til þess að fá upplýsingar um Atl- antshafsbandalagið. Gat sendi- herra íslands í Washington ekki fengið upplýsingar þessar, og ef svo var ekki, var þá ekki nægi- legt að senda minna en hálfa stjórnina? Á meðan hin æðri stjórnarvöld eyða dýrmætum gjaldeyri þjóð- arinnar í óþarflega fjölmennar sendinefndir, liggur togaraflot- inn í höfn, og þykir mörgum, að til úrlausnar því vandamáli mætti nota eitthvað af því vinnu- afli, sem sent er erinda ríkisins til annarra landa.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.