Dagur


Dagur - 16.03.1949, Qupperneq 5

Dagur - 16.03.1949, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 16. marz 1949 DAGUR Sðmvinnufélag norskra úfger 70-80 bátar taka þátt í veiðunum - Við- gerðarverkstæði stofnsett í landi - stór birgðaskiþ með í förinni í fyrra sendu Norðmenn rannsóknarskip á Grænlandsmið. Var fiskifræðingurinn Finn Devold fyrir leiðangrinum. Leizt honum mjög vel á grænlenzk fiskimið og lagði til við heimkomuna, að Norð- menn reýndu að hagnýta sér hina miklu fiskgengd við Grænlanð meira en verið hefir.. Litlu síðar var stofnað samvimiufélag þeirra litgerðarmanna, sem hug höfðu á Grænlandsveiðum. Nefnist félagið Andelslaget Ut- rustning, og er kunnur útgerðar- maður í Álasundi formaður þess. Samkvæmt frásögn Norsk Handels og Sjöfartstidende nú fyrir skömmu, munu 70—-80 norskir fískibátar fara tíl Græn- lands í maímánuði næstkomandi. Miklir möguleikar. Félagið sér um útvegun salts, ol- íu og annarrar nauðsynjavöru og lætur flytja hana til Færeyinga- hafnar, sem er eina höfnin á Vestur-Grænlandi, sem er opin skipum erlendra þjóða. Sam- vinnufélagið er opið öllum út- gerðarmönnum,. sem vilja taka þátt í leiðangrinum og það mun sjá um afsetningu aflans fyrir l'eikning félagsmanna. Finn Devold, sem telja má upp- hafsmann þessa fyrirtækis, birti fyrir nokkru viðtal um þessar fyrirætlanir í norska blaðinu „Adresseavisen“. Þar segir m. a. svo: Enginn vafi leikur á því, sagði Devold, að miklir möguleikar til aukningar á norskum fiskveiðum eru fyrir hendi við Vestur- Grænland. Norðmenn veiða nú einkum norsk-artísku þorskteg- undina. Hún á heima í Barents- hafi, flytur sig á vetrum suður með strönd Noregs til þess að hi'ygna, sérstaklega til Lófót- svæðisins. Eftir hrygninguna leit- ar þorskurinn aftur norður í Bar- entshaf. Þörf á nýjum fiskimiðum. Á það hefir verið bent með sterkum rökum, að þessi fiski- stofn er nú í hrörnun. Norskir fiskifræðingar eru sannfærðir um nauðsyn þess að Norðmenn verði að leita annarra fiskimiða, ef hægt á að vera að fullnægja markaðsmöguleikum þjóðarinnar.. Og það er eðlilegast fyrir okkur að leita þessara miða undan Vest- ur-Grænlandi. Rannsóknir sýna, að þar eru mjög góð skilyrði fyrir grænlenzka þorskstofninn og að mikil gegnd er af honum. Veiðar hafa verið litlar og stofninn hef- ur ekki rýrnað. Allt bendir til að norskir fiskimenn geti veitt mjög mikið magn þar. Þetta er ekki aðeins álit fiskifræðinga, heldur einnig sjómanna. Engin hætta á offiski .. .. En ef stofninn gengur saman eins og við Lofót? Engin hætta er á því, jafnvel þó veiðarnar færist talsvert í auk ana frá því, sem nú.er ráðgert. Þorskstofninn er stundum ekki meiri hætta búin frá manna hendi en frá náttúrunni sjálfri og það mun vera tilfellið við Lofót. Hver eru gæði Grænlands- þorsksins? Hann er engu síðri, en þorskur- inn, sem við veiðum við Norður- Noreg, að undanskildum þeim fiski, sem veiddur er snemma ver tíðar. Þá er Grænlandsþorskur- inn magrari og þá er ekki mikla lifur að hafa. Vegna fjarlægðar- innar verður mest af aflanum salt að. Reiknað er með því að þeir 70-80 norsku bátar, sem verða við Grænland í ár, geti aflað 15.000 til 20.000 tonn af saltfiski en það er um helmingur Lófót- veiðanna og mjög svipað magn og árlega fæst frá Finnmörk. Leiðangursmen leggjan af stað maí. í maí leggja fyrstu bátarnir af stað .Minni bátarnir verða við Grænland þangað til í ágúst, en þeir stærri þangað til í október. Gert er ráð fyrir, að Norðmenn fari slíka veiðileiðangra árlega. Að þessu sini verður um helming ur flotans frá Norður-Noregi, en hinn helmingurinn frá suðurhluta landsins. Fiskimálaráðuneytið mun senda skip með vísinda- mönnum á vettvang um mitt sum arið. Með því að beita samvinnu- skipulaginu hefur þessi ráðagerð orðið að veruleika. Einstakir út- gerðarmenn hefðu ekki haft bol- magn né aðstöðu til þess að gera einstaka báta út á Grænlands- vertíð. Samvinnufélagið lætur koma upp viðgerðastöð í landi og það mun jafnan hafa flutningaskip í Fæeryingahöfn til þess að flytja aflann á markað og vistir til leiðangursmanna. (Lauslega endursagt) Stófnfundur F egrunarf élagsins er í kvöld 400 stofnendur þegar skráðir í kvöld (miðvikudaginn þann 16. marz) kl. 8.30 e. h., verður haldinn stofnfundur félags þess, sem á að hafa það að höfuðmark- miði sínu að berjast fyrir aukn- um þrifnaði, betri umgengni og fegrun í Akureyrarbæ. Nú þegar hafa skráð sig sem aðiljar að stofnun þessa félags- skapar um 400 manns, og er það vitanlega ekki nema lítill hluti af þeim bæjarbúum, sem áhuga hafa á að bæta útlit bæjarins, þrifnað og hollustuhætti. Það eru því vinsamleg tilmæli þeirra, sem að undirbúningi að stofnun þessa félagsskapar hafa starfað, að allir þeir bæjarbúar, sem áhuga hafa á því að fegra í kringum sjálfa sig, og sem vildu F'ggja þeirri hugsjón lið, að sem flestir staðir þessa bæjar beri vott um þrifnað og menningarbrag, gerist meðlimir í félagi þessu, hvort sem þeir hafa skráð sig á lista eða ekki. Þessi félagsákapur mun eftir fremsta megni hjálpa meðlimum sínum til að útvega plöntur og fleira, sem getur orðið þeim léttir og sparnaður við að prýða umhverfi heimila sinna. — Ennfremur er það æskilegt að sem flest ungmenni þessa bæjar verði virkir þátttakendur í félag- inu. Fjölmennið á fundinn og mætið stundvíslega. Undirbúningsnefndin. „Fátækt Ásiítsbókasafnsins64 Svar til „Nemanda“ Takið eftir! Vil kaupa eina eða tvær góðar KÝR, nú þegar. JÓHANNES ÁRNASON, Þórisstöðum, Nemandi skrifar í síðasta blað Dags um fótækt Amtsbókasafns- ins. Þar eð formaður bókasafns- nefndar er fjarverandi og bóka- vörður dvelur nú erlendis tel ég ég skylt að leiðrétta það sem mið- ur rétt er meðfarið. — Heyrt hefi ég, að „nemandi" hafi ekki komið í safnið síðan í nóv. s. 1. vegna veikinda og gæti það skýi-t mis- skilning hans á högum safnsins. Safnið hefur ekki talið það hlut verk sitt að safna aðallega er- lendum skáldritum, en töluvert hefir þó verio keypt af þeim. Að öðru jöfnu hafa rit á norðurlanda málum verið látin ganga fyrir, því að víst er, að tiltölulegá fáir lesa ensk eða amerísk skáldrit sér að gagni, nema .þá stúdentar, éfri- bekk'ingar úr M. A. og' nokkrir aðrir. Núverandi bókavörður hefir tjáð mér, að mjög sjaldgæft sé, að nemendur úr M. A. og öðrum skólum biðji um bók á Norður- landamálum. Tel ég þó standa ó- fyllt skarð í menntun verðandi stúdenta, ef þeir hafa ekki sökkt sér niður í norrænar bókmenntir. Ibsen er áreiðanlega ekki síðri til sálubótar en Steinbeck. Annars má geta þess, að bæði M. A. og G. A. hafa sín bókasöfn, sem ætluð eru nemendum þeirra skóla. Það er sleggjudómur hjá „nem- anda“' að því nær 100% af ísl. þýðingum erlendra bóka á safn- inu séu „reyfarar". Sáfnið fær allar ísl. bækur, jafnt þýddar senx frumsamdar. Þýðingar af mörg- um „amerískum úrvalshöfund- um“ eru til í safninu og meir að segja eru sumar af þeim bókum, er „nemandi“ telur að vanti, til á frummálinu þar. Það skal játað, að bókaskrá safnsins er í ólagi. Stafar það meðfram af því að safnið bjó í þrengslum áður og var því ekki auðvelt að halda bókakostinum skipulega röðuðum, en þetta stendur til bóta. Safnið hefir lagt áherzlu á að safna ísl. bókum. Fjárráð þess hafa ekki verið mjög mikil. Mik- ill hluti af rekstursfé þess á síð- astl. ári fór í kostnað við flutning. nýsmíði á skápum o. fl. Miklu fé er varið til bókbands og þyrfti þó að eyða mun meira fé í það, ef vel ætti að vera. Árlega er keypt fyrir nokkuð fé erlendar bækur, en um það má endalaust deila, hvað kaupa á. Lengi var það siður, að óska- listar kæmu fram um bækur, sem telja mætti nauðsynlegar og gagnlegar fyrir safnið. Gott væri að sá siður væri tekinn upp að nýju. En eigi má búast við því, að safnið geti fullnægt þörfum allra með erlend skáldrit. Erlend skáldrit hafa til þessa fengist hjá ísl. bóksölum fyrir tiltölulega lít- ið verð og bókhneigðir menn verða að eignast bækur sínar sjálfir. Gjaldkeri Amtsbókasafnsins. Formann og vélsfjóra vantar nú þegar á 24 smálesta bát, sem verður gerður út á línu og dragnót á Húnaflóa. Upplýsingar géfur kaupfélagsstjóri Karl Hjdlm- nrsso n, Hvammstanga. Frá Washington — höfuðborg Bandaríkjanna Ung kýi til sölu í Melgerði, Glerár- þorpi. — Héy getur fylgt. Myndin er frá liátíðahöldunum í Washington, er Truman Bandaríkjaforscti vann cmbættiseið sinn í janúarmánuði síðastliðnum. Mesti mannfjöldi, sem sést heíir í Washington á götum úti síðan fyrir stríð, var samankominn þennan dag í hinni bandarísku höfuðborg. Byggingin í baksýn á myndinni er Capitol, hin glæsilega þinghöll Bandaríkjamanna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.