Dagur - 16.03.1949, Síða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 16. marz 1949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Atgreiðsla auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pátursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 16G
lllaðic kemur út á hverjum miðvikudegi
Áreanaurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí
PRENTVERK OBi>. BJÓRNSSONAR H.F.
Vantríiin á dómgreind jjjóðarinnar
ÆÐSTARÁÐ RÍKISÚTVARPSINS hefir enn
einu sinni fundið bvöt hjá sér til þess að víta út-
varpsfyrirlesara fyrir fráhvörf frá hinni reikulu
hlutleysislínu. Hefir það sent höfuðstaðarblöðun-
um — og vitaskuld aðeins þeim — vandlætingar-
pistil í tilefni af ummælum útvarpsfýfirlesara
nokkurs, sem leyfði sér að geta að nokkru Atl-
antshafsbandalags þess, sem nú er mest um rætt og
mest um deilt á þessum hjara heims. Hér skal eng-
inn dómur á það lagður, hvort öll þau ummæli
væru réttmæt eða ekki, en hins vegar á það be'nt,
að þessi varðstaða Æðstaráðsins til öryggis og
uppfræðslu óbreyttra hlustenda, er nýtt fyrir-
brigði. Á meðan fréttaflutningur ríkisútvarpsins
var mengaður ósviknum kommúnistiskum áróðri,
mánuð eftir mánuð — og raunar allt ffam á þenn-
an dag — virtist hið virðulega ráð láta sig litlu
skipta andlegt heilsufar hlustendanna, enda þótt
því væri rækilega bent á misfellurnar í .mörgum
blöðum landsins. En þegar á góma ber mál; sem er
helzta umræðuefni manna í öllum frjálsum lönd-
um, og nauðsynlegt er að almenningur kynnist frá
öllum hliðum, þá eru hinir andlegu heilsufræð-
ingar upp til handa og fóta með fréttabönn, um-
ræðubönn og vandlætingarpistla. Þess er naumast
að vænta, að viðbrögð útvarpsráðsins og yfirlýs-
ingar þess verði tekin alvarlega af þroskuðu fólki
í landinu, enda mála sannast, að útvarpsráðs-
mennirnir eru ekki umboðsmenn þess, né heldur
útvarpshlustenda almennt, heldur sitja þeir þar
fyrir fulltingi pólitísku flokkanna, sem nú eru
búnir að svipta almenning í landinu réttinum til
þess að hafa áhrif á stjórn útvarpsins og viðhorf
þess, en hafa í staðinn — með litlum undantekn-
I
ingum — skipað í stjórnina þæga þjóna flokks-
stjórnanna, menn, sem engum útvarpshlustanda
hefði nokkru sinni komið til hugar að fela stjórn
þessa menningartækis. Tilskipanir frá hendi slíkra
manna um það, hvað þegnar þjóðfélagsins
mega heyra og hvað þeir mega ekki heyra, eru
vegnar og léttvægar fundnar, meðan lýðræði og
frelsi er kallað ríkja í landi hér.
VANDLÆTINGARPISTLAR útvarpsráðs gefa
vissulega tilefni til þess að upp sé rifjað, hvernig
útvarpið sjálft hefir gætt þess að flytja sem
gleggstar og beztar fréttir af mikilvægum málum,
svo sem fyrirætlununum um Atlantshafsbandalag.
Útvarpsráð taldi andlega heilsu borgaranna ekki
nægilega sterka til þess að þola það, að meðmæl-
endur og andmælendur íslenzkrar þátttöku
leiddu hesta sína saman í alþjóðar-áheyrn. Það
taldi sig þess umkomið að setja í bann fréttir af
fundum og samþykktum þeirra manna, sem telja
þátttöku íslands í bandalaginu háskalega. Það
birtir vandlætingarpistla í blöðum til þeirra út-
varpsfyrirlesara, sem gerast svo forhertir að vekja
máls á þessari framkomu í sjálfum útvarpssaln-
um. Halda þeir góðu herrar að þeir séu með þessu
að þjóna málstað lýðræðis, skoðanafrelsis og mál
frelsis? Hafa þeir svo furðulega litla trú á dóm
greind íslenzku þjóðarinnar, að þeir haldi að
henni sé ekki óhætt að heyra hlutina nefnda rétt-
um nöfnum eða hún megi ekki heyra fréttir af því,
sem hverju sinni gerist í þjóðfélaginu, hvað svo
sem það er?
HÉR f BLAÐINU hefir því verið haldið fram, að
íslenzku þjóðinni muni farnast
bezt með því að hafa samvinnu
um öryggismál sín við vestrænu
lýræðisríkin. En það er augljóst
ipál, að til þess að slík samvinna
verði þjóðinni að sem mestu
gagni, þarf almenningur að skilja
nauðsyn hennar og réttmæti, öðl-
ast fræðslu um eðli hennar og
þýðingu. Slík fræðsla þarf að fara
fram fyrir opnum tjöldum, á al-
þjóðarvettvangi, með umræðum,
fréttum og frásögnum. Góður
málstaður þarf ekki þröngsýn
flokkssjónarmið sér til framdrátt-
ar og ekki heldur tilskipanir póli-
tísks valds um það, hvað fólkinu
sé hollt að heyra og hvað ekki.
Slík frelsisskerðing í lýðræðis-
þjóðfélagi hlýtur að verða á
kostnað hins góða málefnis og
með slíku framferði er vakinn
grunur um að einhverju þurfi að
leyna, einhverjar framkvæmdir
þoli ekki dagsljósið. Þaðverðurtil
þess að auka tortryggni og úlfúð
þegar mest nauðsyn er á traustri
þekkingu og skilningi og sam-
heldni.
Tilskipanir pólitískra valda-
manna um það, hvað fólkið megi
heyra og hvað ekki, er óþolandi í
lýðræðisríki og þær eru til
óþurftar öllu sönnu frelsi og
sannri upplýsingu.
FOKDREIFAR
Tillitið við svefnró borgaranna
í þann mund, sem íslenzku ráð
herrarnir voru að búa sig til
Ameríkuferðai'innar á laugardags
kvöldið var, líklega farnir áleiðis
til Keflavíkur var það helzt frétta
í ríkisútvarpinu, að sunnlenzkur
heiðursmaður hefði þá um dag-
inn orðið 100 ára og birt fróðlegt
viðtal við hann af því tilefni.
Ekki var minnzt á Atlantshafs-
bandalag eða sendiför ráðherr-
anna í útvarpinu, enda lýsti út-
varpið því yfir daginn eftir, í há-
degisfréttum, að ríkisstjórnartil-
kynning um förina hefði borist
því rétt fyrir hádegið. íslending-
ar munu því hafa sofið áhyggju-
laust á sunnudagsnóttina og ekki
almennt hafa haft neina drauma
um stórtíðindi í utanríkismálum
þjóðarinnar né mun þá hafa rennt
grun í, að þrír ráðherrar væru
ofar skýjum á hraðri leið vestur
um haf í stórpólitískum erindum.
Hætt er þó við því, að ekki verði
allir landsmenn jafn ánægðir
með þessa tillitssemi við svefn-
ró borgarnanna. Það er óneitan-
lega dálítið undarlegt að þurfa
að fá fréttir um það, sem gerist
í manns eigin landi með milli-
göngu erlendra fréttastofnanna.
En þannig barst samt fréttin um
sendiför ráðherranna hingað fyrst
og er þetta ekki í fyrsta skipti,
sem íslenzkir ráðamenn láta sér
annara um upplýsingar við er-
lenda blaðamenn og fréttastofur
enn þeirra eigin landsmenn. Það
var sem sé brezka útvarpið, sem
fyrst birti fréttina um vesturför
ráðherranna, snemma á sunnu-
dagsmorguninn Og i'áðherrarnir
eru ekki fyrr komnir á banda-
ríska grund en ýtarlegri fréttir
af ei'indum þeirra eru í té látnar
erlendum blöðum en hingað til
hafa fengist frá þeim til birting-
ar íslenzkum þegnum.
/
íslenzkt stjórnmálaeinkenni í
nýju veldi.
Það er fróðlegt að bera saman
þessa sendiför og ferðir utanríkis
ráðherra granni'íkjanna í sömu
erindum vestur um haf. Oll
norska þjóðin vissi það með
margra daga fyrirvara, að utan-
ríkisráðherra Noi'egs ætlaði vest-
ur um haf til þess að afla stjórn-
inni nánari vitneskju um hið fyr-
irhugaða Atlantshafsbandalag.
sama máli gegnir með för utan-
ríkisráðherrans danska. Yfir þeim
ferðum hvíldi hvorki pukur né
leynd, enda engu að leyna þrosk-
aðar, lýðfrjálsar þjóðir. Manni
verður á að-spyrja, í sambandi við
þessa för og þögnina og leyndina,
sem ráðamenn virðast vilja draga
yfir afskipti íslenzkra stjórnar-
valda af Atlantshafsbandalaginu.
Eru slík vinnubrögð réttmæt í
lýðræðisþjóðfélagi? Eru þau til
framdráttar góðum málstað?
Flestir munu svara þessum
spurningum neitandi. Slík vinnu-
brögð verða til þess að skapa tor-
tryggni og vekja alls konar óþarf-
ar grunsemdir, blása í segl þeirra,
sem vilja spilla góðri samvinnu
íslands og lýðræðisríkjanna og
h'yggja öryggi landsins með skyn
samlegri samvinnu við þær. Þá er
hætt við, að ýmsum þyki það bros
legt, að ísland skuli senda þrjá
ráðherra í vesturveg í erindum,
sem einn ráðherra grannríkjanna
gat lokið á samá tíma. Þar með
hefur hið íslenzka stjórnmálaein-
kenni: einn maður frá hverjum
flokki alltaf og alls staðar enn
fært sig upp á skaftið. Mun þó
sannast mála, að nægilegt hafi
verið gert í því efni í þessu þjóð-
félagi áður.
„Fátækt Amtsbókasafnsins“.
Helgi Valtýsson skrifar blaðinu
á þessa leið:
ÞAÐ VAR ÞÖRF hugvekja og
tímabær, sem „Nemandi“ birti í
síðustu „Fokdreifum", og fær
hann væntanlega svar við fyrir-
spurnum sínum frá réttum aðil-
um. — Er eigi að undra, þótt
áhugasáma nemendur furði stór-
lega hin tilfinnanlega örbirgð
safnsins og skorti á nýjum og
nýtilegum fræðibókum við nem-
enda hæfi. — Þótt mér sé mál
þetta allkunnugt, tel eg eigi til-
hlýðilegt, að eg grípi hér fram
fyrir hendur réttra aðila, og læt
ég þá um að svara því, sem til
þeirra er beint.
Aftur á móti vil eg leyfa mér að
leiðrétta nokkrar villur eða mis-
sagnir í grein „Nemanda“ við-
víkjandi bókum, er hann telur að
„fyrirfinnist ekki“ í Amtsbóka-
safninu. — Að vísu „kann eg ekki
allt safnið utanbókar11, en mun þó
fara nærri um flest það, sem þar
er innan veggja. Skal eg nú drepa
á höfunda þá, er hann nefnir sér-
(Framhald á 9 síðu)
Merk sparnaðarstarfsemi
ÉG SÁ NÝLEGA í dönsku blaði greinarstúf, sem
vakti athygli mína. Var þar greint frá síðustu árs-
skýrslu sparisjóðs danskra skólabarna. Þátttakend-
ur í þessum sparisjóði —- sem komið var á fót af
fræðslumálastjórninni fyrir mörgum árum — eru
um 500 skólar víðs vegar um landið. Sparifjáreig-
endurnir eru um 43000 börn á skólaskyldualdri. Á
árinu 1948 námu innlög barnanna kr. 1.269.853.00,
eða til jafnaðar á hvert skólabarn um 30 krónur.
Vextir af sparifé barnanna námu um 110.000 krón-
um, en alls stendui' nú inni hjá sparisjóðnum um
4 milljónir króna. Á 25 ára starfstímabili skóla-
sparisjóðsins, hafa börnin lagt þar inn um 22 millj.
króna og vextir, greiddir á tímabilinu, nema kr.
l. 785.000.00. Eru þetta allálitlegar upphæðir og
sanna enn einu sinni gamla máltækið, að margt
smátt gerir eitt stórt.
oOo
ÞESSI DANSKA skýrsla er athyglisverð fyrir
margra hluta sakir. Hún sýnir, að af hálfu fræðslu-
málastjórnarinnar og skólanna, er markvisst unnið
að því að vekja virðingu barnanna fyrir gildi pen-
inga og venja þau snemma á ráðdeild og sparsemi.
Það er vafalaust, að dönsk skólabörn hafa að jafn-
aði miklu minni peninga undir höndum en íslenzk
börn, sérstaklega nú á seinni árum. Enda oft furðu-
legt og sorglegt að sjá, hversu börn hér hafg mikla
peninga í milli handa og fara gálaust með þá. Mér
er ekki kunnugt um að til sé hér á landi sparisjóðs-
starfsemi sem hægt er að jafna við danska skólá-
sparisjóðinn. Sumir barnaskólar hafa að yísu „aura
sjóða“, t. d. mun skólinn hér fyrir alllöngu hafa tek-
ið þessa starfsemi upp, en ekki verða foreldrar mik-
ið varir við hana og líklega er ekki mikið að því
gert að prédika sparsemi fyrir börnunum, hvorki -
af skólum né heimilum, né kenna þeim sannleikann
sem felst í orðtakinu: Græddur er geymdur eyrir.
Lausungin í fjármálum þjóðarinnar grefur um sig
langt út í raðir barnanna og slíkt getur haft hin ó-
heillavænlegustu áhrif síðar rneir.
oOo
NÝLEGA er orðin mikil verðhækkun hér í landi á
alls konar sælgæti, gosdrykkjum og bíómiðum og
öðru slíku, sem börn sækjast gjarnan eftir. Er nú
svo komið að það gengur brjálæði næst að láta börn
hafa fé til sælgætiskaupa, svo dýrt sem það er orð-
ið og lélegt. Þörf er á samvinnu heimila og skóla til
þess að útrýma sem mest hinni óhollu sælgætis- og
gosdrykkjatízku. Þessi þörf er brýn vegna allra að-
ila, heimilanna, barnanna og þjóðfélagsins sjálfs.
Það virðist tímabært að athuga; hvort ekki væri
hægt að hefja hér skipulega sparnaðarstarfsemi í
skólum landsins, kenna börnunum að safna aurum
sínum í bók og spara þá til þarflegra hluta, en láta
af hinu heimskulega og óholla sælgætisáti og gos-
drykkjaþambi. Gaman væri að heyra álit kennara-
stéttarinnar á gildi slíkrar starfsemi.
A.
ÓLÍK VIÐHORF.
Það vakti óskipta athygli íslenzkra kvenna, þegar
tilkynnt var að danska ríkisstjórnin hefði skipað
konu sendiherra sinn hér á íslandi. Frú Bodil Bleg-
trup sendiherra er hin mikilhæfasta kona og hefir
gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir þjóð sína,
m. a. innan Sameinuðu þjóðanna. Nú tilkynnti ís-
lenzka útvarpið á dögunum, að frú Blegtrup væri
farin áleiðis til Beirut í Líbanon til þess að sitja þar
fund nefndar Sameinuðu þjóðanna. Er frúin fulltrúi
Dana í nefndinni. Trúnaðarstörf þau, sem falin eru
þessari ágætu, dönsku konu, sýna, að viðhorf ráða-
manna í Danmörku og á íslandi til þátttöku kvenna
í opinberum málum, eru næsta ólík. Hér ber það
naumast við að konum séu falin opinber trúnaðar-
störf.