Dagur - 16.03.1949, Page 7

Dagur - 16.03.1949, Page 7
Miðvikudaginn 16. marz 1949 D AGUR 7 Kostar aðeins 3 500 danskar krónur en er jafn fengscel og 65000 króna herpinót að sögn Roberts Larsen, sem fann vörpuna upp Enska blaðið „Fishing News“ birti nú nýlega ýtarlega grein um dönsku flotvörpuna, sem nú vekur mikla athygli fiskimanna, og við- tal við höfund hennar, ROBERT LARSEN. Danir halda því fram, að varpan sé „mesta uppgötvunin í fiskveiðatækni í 200 ár“. Hið enska blað skýrir svo frá: Robert Larsen var sjómaður, en hætti sjórnennsku árið 1938 og stofnsetti netagerð. Hann varð formaður á eigin bát þegar 1923 og stundaði síldveiðar í Norður- sjó til ársins 1931. Þá tók hann að veiða með snurpunól og segist vera« fyrsti danski sjómaðurinn, sem notaði það veiðarfæri í Norð- ursjó. Margar tilraunir. Þegar Larsen hóf netagerð sína 1938 hafði hann tvo menn í þjón- ustu sinni. Árið 1948 voru starfs- menn hans orðnir 13 og nú á þessu ári vinna 24 menn að flot- vörpugerð hans. Nú eru liðin þrettán ár síðan hann byrjaði fyrst að gera tilraunir með flot- vöi-pu, sem var dregin af tveimur bátum. Vár varpan í miðjum sjó, en dróst ekki méð botninum. Fyrsta tilraunin var gerð með stórum poka, sem var strengdur í milli sterkra staura. En þessi varpa þoldi ekki að hún væri dregin með nokkru afli og rifn- aði þegar. Hætti Larsen þessum tilraunum um tíma. En hann hugsaði mikið um þetta veiðar- færi og þar kom að hann gerði fleiri tilraunir. í viðtali sagði hann m. a.: Þeg- ar eg var sjómaður, tók eg eftir því, að lakari síldin hélt sig við botninn en stærri og betri síldin var uppi í sjó. Eg bjó mér til nýtt net, sem var þannig gert, að hægt var að draga það í milli tveggja báta án þess að þurfa að festa það á staura. Eg hagaði því einnig þannig, að vélskrúfa bátanna væri ekki beint framan við netið, en þær styggja fiskinn. En þetta net var lieldur ekki nægilega gott og það þoldi ekki dráttinn, heldur rifnaði og varð brátt ónýtt. Þeir menn, sem höfðu hjálpað mér við tilraunirnar, hristu höfuðið og töldu hugmynd mína óframkvæmanlega. Gerðizt æ erfiðara fyrir mig að fá nokk- urn til þess að taka hugmynd mína alvarlega. En í fyrravor bjó eg til nýja vörpu og í fyrstu veiði- förinni virtist hún efnileg, en í annarri ferðinni sprakk hún líka. Eg man nú ekki lengur, hvað margar fleiri tilraunir og lagfær- ingar eg gerði, eða hversu marg- ar vörpur eg hefi reynt og eyði- lagt. Áhuginn vaknar. Um sumarið breytti eg gerð vörpunnar verulega, og loksins í nóvember kom að því, að eg náði árangri, sem eg var ánægður með. Varpan reyndist mjög fengsæl. Eg fékk einkaleyfi á uppfinningunni í Danmörku og fleiri löndum. Nokkur útgerðarfyrirtæki báðu um leyfi til þess að reyna hina nýju vörpu, og reynsla þeirra varð meiri afli en áður. Töldu sum þeirra,. að varpan mín væri eins gott éða betra veiðarfæri en snurpunót sú, sem Svíar nota, en sú nót er heljarstór, 120 metra breið og 60 metra löng. Slík nót kostar um 65000 krónur, en flot- varpan mín ekki nema 3500 krón- ur. Og nú batnaði áhuginn fyrir henni. Allir vildu eignast hana og nota hana í sambandi við berg- málsdýptarmæla, því að af þeim má ráða hversu djúpt heppilegast er að sökkva henni. Varpan er fest í milli tveggja báta og dregin í 15 mínútur. Á einni viku varð síldarafli margra báta 30000 kr. virði, en venjulega- afla þeir fyrir um 10.000 kr á viku. íslenzk útgerðarfyrirtæki senda fyrirspurnir. Enn segir Larsen í þessu við- tali: Eg hefi selt sænsku firma framleiðsluréttinn í Svíþjóð og eg á í samningum við brezk og norsk fyrirtæki og mörg dönsk fyrir- tæki hafa keypt réttinn. íslenzk fyrirtæki virðast einnig hafa áhuga á málinu. Danski fiskifræðingurinn dr, Aage Jensen hefir prófað vörpuna og hann virtist mjög ánægður með hana. Norðmenn sendu einn af kunnáttumönnum sínum, Ge- org Rokstad. Hann gerði tilraunif með vörpuna á norskum kútter, og hann sagði að þeim loknum, að flotvarpan mundi valda gjör- breytingu í útgerð, ekki áðeins í Skandinavíu, heldur einnig við Altantshaf. Reynslan sýnir, að hægt er að nota vörpuna til þess að veiða makríl, og eg mun brátt gera sterkari vörpu til þorskveiða. í Nýfundnalandi nota þeir ennþá sömu aðferðina við fiskveiðar og bezt þótti fyrir 1000 árum. En er nægilegt fiskimagn á miðunum til þess að standast þessa nýju veiði- aðferð? Árið 1948 veiddu Norð- menn síld fyrir 870 milljónir kr., og þeir telja aflann um það bil 1%% af allri þeirri síld, sem gengur upp að norsku ströndinni. Ef þessi ágizkun er rétt, ætti síld, sem er 55.000 milljón kr. virði, að hafa sloppið. Þetta er ævintýraleg upphæð og hún mætti benda til þess að ekki sé mikil hætta á að gengið sé um of á stofninn. (Lausl. endursagt). Örlog kommún- istajnngmamia mikið rædd í dönskum blöðem ERLEND TÍÐINDI: Kominform sefur Jýpslafíu í bann Stofiiuii sameiginlegs viðskiptaráðs Áustur- Evrópulandanna - að Júgóslafíu undanskilinni - er upphaf nýs kapítula í viðskiptum Títós og Moski uvaldsins Fyrir nokkru tóku Rússar danskan fiskibát, er var á veið- um í Eystrasalti og fluttu til hafnar í Eistlandi. Voru skips- menn yfirheyrðir þar rækilega, en að lokum sleppt. Yfirgangur Rússa gagnvart dönskum og sænskum fiskimönnum vekur megna andúð í Sandinavíu. Eftir að danski fiskibátui'inn, sem fyrr getur, kom aftur til danskrar hafnar, hafa dönsk blöð enn á ný tekið að ræða örlög dansks kommúnistaþingmanns, sem hvarf með dularfullum hætti í Rússlandsferð árið 1935. Dönsku fiskimennirnii- skýrðu nefnilega svo frá, að í Eistlandi hefði danskur maður túlkað mál þeirra fyrir Rússum. Lýsing þeirra á manninum gefur til kynna, að þar geti verið um þennan horfna þingmann að ræða. Þingmaður þessi heitir Arne Munch-Petersen og var fyrst kjörinn á þing í nóvember 1932 fyrir kommúnistaflokkinn. í kosningunum 1935 féll hann í kjördæmi sínu, fór sama ár í „kynnisferð“ til RússL, en síðan járntjaldið lokaðist að baki hans, hefir ekkei't til hans spurst í Danmörku, þótt ýmsar flugu- fregnir um öi'lög hans hafi verið á kreiki. Árið 1935 flutti danska jafnað- armannablaðið „Social Demo- kraten" grein um málið: Hvar er Munch-Petersen? spurði blaðið. Danskur maður, sem þá var ný- kominn frá Moskvu, hafði þar heyrt orðróm um að hann hefði verið handtekinn af leynilögregl unni rússnesku og hefði sennilega verið tekinn af lífi. Ogerlegt reyndist að fá fregn þessa stað- festa. Sama ár birti rússneskt flóttamannablað í París lista um nöfn þeirra manna, sem þá höfðu fallið í ónáð í Rússlandi. Nafn Munch-Petersens var þar með. Frá Rússum sjálfum var hins vegar engar upplýsingar að fá. Þessi danski þingmaður var gjör- samlega horfinn. Hvorki fjöl- skylda hans né' samflokksmenn í Danmörku þykjast vita neitt um það, hvað af honum hafi orðið. Landkönnuðurinn Peter Freuch en skýrði frá því að hann hefði hitt Munch-Petersen í Moskvu fyrir stríðið, en er hann kom þangað aftur ári síðar, tókst hon- um ekki að hafa upp á honum, þrátt fyrir eftirgrennslanir. Dönsku blöðin hallast helzt að því, að Munch-Petersen hafi fall ið í ónáð og hafi verið látinnn hverfa, en frásögn dönsku fiski- mannanna hefir gefið tilefni til þess að menn rifjuðu upp með sér, hver geta orðið örlög ferða- manna, sem hætta sér austur fyr- Tító. Seiní í janúar- íánúði sl. v a r stofnað svokallað v i ð s k i p t aráð Austur - E vrópu- landanna, fyrirj forgöngu Rússa.j Júgóslafíu v a ri ekki boðin þátt taka í nefnd; jessari. Er litið á það sem hefnd fyrir óþekkt þá, sem Tító hefur sýnt ' valdhöfunum í Kreml í því að hlíta boði þeirra, og jafnframt sem ábendingu um að auknum viðskiptaþvingunum verði beitt gegn Júgóslafíu til þess að neyða ráðamenn landsins til þess að láta að vilja forustumanna alþjóða- kommúnismans. Brezka tíma- ritið „Ecónomist“i ræðir þessi mál nýlegri ritstjórnargrein, sem varpar nokkru íjósi á ástandið í kærleiksheimílinu á Balkanskaga. í grein blaðsins segir m. a. svo: Frásögn „Economist“. Kominform er nú að gera sínár ráðstafanir í tilefni af þeirri þrá- kelkni Títós marskálks, að halda fast við sitt. Þessar ráðstafanir eru nú ekki lengur aðeins stór- flóð skammaryrða, heldur líka ákveðnar efnahagslegar aðgerðir, sem náðu hámarki sínu um mán- aðamótin jan,—febr. með því að útiloka Júgóslafíu frá hinni nýju, austrænu efnahags-blokk, sem þá var stofnuð (Ráð um gagnkvæma efnahagslega aðstoð) Júgóslafía liggur betur við höggi en fyrr í efnahagsmálum vegna þess að á seinni árum hefur ríkisstjórnin beinlínis gert sér far um að auka viðskiptin við önnur „alþýðu- lýðveldi“ kommúnista, frekar en við hinn kapítaliska heim í vestri. Áður en Júgóslafía var rekin úr Kominform (í júní 1948), var ut anríkisverzlun landsins að 55 af hundraði við Austurblokkina, og nær því allur útflutningur lands ins af kopar, járni og öðrum málmum var sendur austur á bóginn. Vöruinnflutningur að austan brást. Júgóslafar framleiða mest af þeim matvælum, er þeir þurfa sjálfir, og þjóðin er að verulegu leyti sjálfri sér nóg í framleiðslu helztu hráefna, nema ölíu. Olían ir tjald, jafnvel þótt þar séu á ferð menn, sem séu trúlega á „línunni“ er ferðin er hafin. En „línan“ getur breytzt á skemmri tíma en í það fer, að ferðast frá Kaupmannahöfn til Moskvu. kom mestöll frá Rúmeníu og Al- baníu. Koks skorti einnig og það kom frá Póllandi og Tékkóslóva- kíu. Fimmára-áætlun landsins, sem stefnir að því að auka iðnað- arframleiðsluna um 323% miðað við framleiðsluna 1939, var samin á þeim forsendum og Júgóslafía mundi geta flutt inn mjög mik- ið af kapítal-vörum, sérstaklega frá Rússlandi. En reynslan virðist benda til þess, að kommúnista- ríkin á Balkanskaga hafi ekki reynst sérstaklega góðir við- skiptavinir og þessi reynsla var farin að verða alláberandi þegar fyrir deiluna við Kominform. Tító marskálkur, sem er góður Marx- isti, hefur verið stórhneykslaður á því, hversu hin kommúnistarík- in hafa byggt efnahagsafkomu sína að miklu leyti á „kapítalisk- um vöruskiptum“, og hversu þau hafa reynt að auka viðskipti sín við hin kapítalisku lönd hins vestræna heims, þegar það hent- aði þeim að gera það Þá bendir margt til þess að loforðin um af- greiðslu kapítal-vara, sem Júgó- slafar fengu frá Rússum og Tékk- um, hafi orðið heldur innantóm. Þegar deilan við Kominform kom upp á yfirborðið, virtist svo, sem hvorki Rússar nú leppríki þeirra, væru áfjáðir að beita við- skiptahömlum gegn Júgóslafíu. Aðeins Albanía, sem er minnst um verð þessara leppríkja, flýtti sér að slíta viðskiptatengslin við Júgóslafíu og upphefja tolla- samning landanna. Ungverjaland stöðvaðai afhendingu stríðs- skaðabóta samkvæmt friðar- samningunum milli landanna, en minnkaði ekki vörusölu sína til Júgóslafíu, og í október sl. var .innflutningur Júgóslafa frá Ung- verjalandi hærri en nokkru sinni fyrr. í nóvember kom enn koks til stálframleiðslunnar frá Tékkum og Pólverjar seldu einnig talsvert magn af koksi. Olían frá Rúmen- íu hélt áfram að berast fyrir ára- mótin síðustu, þótt í minni mæli væri en fyrr, og þótt Rúmenar hefðu við orð að stöðva söluna. Boris Kidrich, yfirmaður 5-ára- áætlunarinnar, sagði í októberlok, að enda þótt Kominform-löndin veittu Júgóslafíu ekki lengur „móralskan stuðning“, hefðu þau ekki beitt viðskiptahömlum gegn landinu, svo sem „illviljaðir menn hefðu spáð“. Hann sagði að áætlunin fyrir 1948 mundi verða framkvæmd. Tvíeggjað sverð. í þessari ræðu mun ráðherrann hafa fórnað sannleikanum til þess að hressa upp á móral þjóðarinn- ar í deilunni við Kominform .En (Framhald á 9 síðu)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.