Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 4. maí 1949
D AGUR
Ritstjóri: H^ukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innhcimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1G6
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er í . júlí.
rRENTVliRK ODDS IIJÖRNSSONAR II.F.
Fjárfestingarleyfiii og aðstaða
þegnamia
í GREINARGERÐ þeirri fyrir tillögum um nýja
stjórnskipun, sem birt var í síðósta blaði, nefna
forustumenn Fjórðungssambandanna lögin um
fjárhagsráð sem glöggt dæmi þess, hversu allir
landsmenn, hvar sem þeir eru búsettir, verða að
lúta boði og banni valdamanna í höfuðstaðnum.
Nefnd reykvískra ráðamanna á að skera úr um
það, hvort leyfa skuli Pétri að byggja hús eða Páli
að byggja hlöðu eða verkfærageymslu. Eðlilegar
ástæður eru til þess að þessa reykvísku nefnd
brestur kunnugleika á ástæðum í héruðunum og
þess vegna hljóta leyfisveitingar hennar að verða
meira og minna handahófskenndar og óréttlátar,
enda þótt ekki skuli dregið í efa, að nefndarmenn
vilji að úrskurður þeirra í hverju máli verði sem
réttlátastur. Slíkur persónulegur velvilji breytir
ekki þeirri staðreynd, að sjálft skipulagið er stór-
gallað og óréttlátt. Meðan nauðsynlegt þýkir að
hafa hemil a fjárfestingu í þjóðfélaginu eiga slík
mál að úrskurðast heima í héruðunum. Þar er
kunnugleiki á ástæðum mestur og þar vérður mat
á naúðsýn framkvæmda réttlátast. Það er óhugs-
andi að reykvísk nefnd geti skorið úr um það,
hvort eðlilegra sé og nauðsynlegra að leyfa bygg-
ingu Péturs eða Páls, ef þörf er á að takmarka
framkvæmdir og leyfa aðeins brot þeirra fram-
kvæmda, sem þegnarnir vilja ráðast í. En þannig
er samt núverandi skipulag. Eftir að umsóknir
landsmanna hafa legið marga mánuðil á nefndar-
skrifstofunni þar syðra, berst Salómonsdómur
hennar loksins út um byggðir landsins þegar
komið er fram um sumarmál. Og þá kemur vita-
skuld í Ijós, að leyfisveitingar og synjanir innan
sama héraðs virðast æði handahófskenndar og
ekki ævinlega réttlátar, að því er innanhéraðs-
mönnum virðist. En þegar dómurinn er fallinn,
eiga landsmenn ekki annars úrkosta en hlýta hon-
um. Þeir geta ekki skotið máli sínu til neins yfir-
dómsstóls í þessu efni. Og fæstir landsmenn hafa
efni á því að fylgja málum sínum eftir með löngum
og kostnaðarsömum Reykjavíkurferðum.
F J ÁRFESTIN G ARLE YFI þau, serh hafa nú
loksins borizt hingað norður yfir heiðar, eru tal-
andi vottur um galla núverandi skipulags og þau
eru hinn bezti talsmaður þeirrar stefnu, að hér-
uðin verði að fá meira vald í sérmálum sínum.
Fjárhagsráðslögin eru glöggt dæmi um, að svo fer
jafnan á Alþingi, er ríkisvaldið tekur sér rétt til
aukinnar íhlutunar í málefnum landsmanna, þá er
þessi íhlutun fengin Reykjavík í hendur, alveg án
tillits til þess hvort slíkt geti kallast eðlilegt og
réttlátt eða ekki. Og furðulegt má það kallast, að
þannig skuli málum skipað af þeim mönnum, sem
héruðin hafa sent á þing. Þessi óeðlilega sérrétt-
indastaða Reykjavíkur þarf að hverfa. Sú breyting
mun ekki verða fyrir tilverknað Alþingis þess, er
nú situr, né heldur er líklegt að hún komi í kjölfar
næstu Alþingiskosninga að óbreyttum aðstæðum.
Til þess að koma slíkri réttarbót á — og mörgum
fleirum — verður fyrst að knýja fram stjórnlaga-
breyting þá, sem Fjórðungssambönd Nox-ðlend-
inga og Austfirðinga hafa bent á og rakin hefir
vei-ið hér í blaðinu að undanförnu. Þar er stefnt
að eðlilegu jafnvægi í ríkinu. Þar er gert ráð fyrir
því að héruð og fylki geti ráðið séi’málum sínum,
og þurfi þar ekki að sækja allt
undir reykvískar nefndir. Með
framkvæmd þeirra tillagna yrði
lýði'æðið í landinu meii-a og betra
en nú er og stjórnskipulagið
traustara og starfhæfara en nú er.
ÞAÐ MUN nokkur ábending
um viðhoif valdmanna í höfuð-
staðnum til þessai-a tillagna, að
höfúðstaðarblöðin hafa aðeins
getið þeirx-a mjög lauslega. —
Landsmenn eiga það víst, að
þessar tillögur munu sæta andúð
þeirra, sem eiga lífsviðurværi sitt
og völd undir áframhaldandi
nefna- og í'áðavaldi höfuðstaðar-
ins og ofurvaldi flokksstjórnanna.
Tillögui'nar í stjórnarskrármál-
inu eru sprottnar frá þjóðinni
sjálfri. Þær eiga líf sitt undir
áhuga þjóðarinnar fyrir breyttum
stjórnarháttum. — Landsmenn
þurfa að sýna áhuga sinn í vei-ki
og krefjast stjórnlagaþings, sem
einvörðungu fjalli um hina nýju
lýðveldisstjórnarskrá.
FOKDREIFAR
Ekki eins leiðir og þeir láta.
SVO ILLA tókst til á sunnu-
daginn, að bæjarmenn fengu ekki
að heyra boðskap skáldsins frá
Kötlum á fyrii-huguðum útifundi
og kröfugangan féll niður. Um
mox-guninn kyngdi hér niður snjó
og var veðurútlit hið versta. Var
þá afráðið að aflýsa útifundinum
og kröfugöngunni. En upp úr há-
deginu var komið bezta veður og
seinni hluta dagsins var bezta
sumarveður og mestur hiti, sem
komið hefir á sumi-inu, 10 stig.
Hefði þess vegna mátt hafa bæði
kröfúgöngu og útifund. Annars
hefir þátttaka í kröfugöngum hér
um slóðir ' farið síminnkandi á
undanförnum áru mog ósennilegt
að fleii-i hefðu fylkt sér undir
í-auðu spjöldin nú en í fyrra, en
þá voru það 100—200 manns. Má
því vel vei-a að kommúnistar hafi
verið "fegnir því að þurfa ekki að
auglýsa eymd sína eins og í fyi-ra
og ekki vei-ið eins leiðir og þeir
létu yfir veðrinu.
Vildu heyra um Jósef og
„geitarostinn hans“.
ÞEGAR LIÐUR að 1. maí hefja
kommúnistar venjulega innfjálg-
an áróður í blaði sínu hér um
„stéttarlega 'einingu“, skoi-a á
verkámenn að standa saman o. s.
frv. Þá er því haldið fram, að 1.
maí sé dagur alls vei-kalýðs og
kommúnistum hafi aldrei flogið í
hug annað en viðui’kenna það.
Einliliða flokkslegur áróður
þekkist ekki á þeim degi. f síðasta
Verkamanni lýsir eitt dindil-
menni kommúnistanna því yfir,
að „síðan einingarmenn (nafngift
kommúnista á eigin verðleikum)
tóku við forustu verklýðsmála
hér á Akureyx-i hafi aldrei vei-ið
bornar fram 1. maí aðrar kröfur
en snei-tu hagsmunabaráttu
verkalýðsins.“ Kommúnistískur
áróður þekkist ekki hér á þeim
degi! Slíkú halda ekki aðrir fram
en " vondir aftux-haldsseggir og
stríðsæsingamenn! Það þarf
meira en í meðallagi heimskan
mann til þess að halda, að bæjar-
menn hér, þeir sem nennt hafa að
hlusta á í-æðumennsku kommún-
ista 1. maí undanfai-in ár, gleypi
þessi flugu. Sannleikux-inn er sá,
§ð kommúnistaflokkurinn er bú-
inn að ræna 1. maí frá verkafólki,
og gera daginn að einhliða, póli-
tískum áróðursdegi. Ár eftir ár
hafa kommúnistar staðið á bíl-
pallinum við Vei-klýðshúsið og í
fundarsölum og prédikað komm-
únisma. Og þótt forsjónin hafi að
þessu sinni tekið fyrir munninn á
kommúnistaforsprökkunum og
vai-nað þeim að halda útifundi.
þurfa bæjai-menn hér naumast
nokki-ar skýringar á því í Verka-
manninum, í hvaða tilgangi hirð-
skáld kommúnistaflokksins var
fengið hingað fyrir 1. maí. Þeim.
sem fyrir þeirri sendiför stóðu
munu liafa staðið nær hjarta að
heyra eitthvað um Jósef Djúgas-
hvíli og „geitarostinn hans“, en
hagsmunamál vei-kamanna á Ak-
ureyri.
Vei-klýðsdagur eða flokkshátíð?
ANNARS ER óþax-fi fyrir menn
að skyggnast inn í fundarhús eða
hlýða á ræður kommúnista til
þess að skynja innsta eðli þess
boðskapar, sem þeir flytja verka-
mönnum 1. maí í nafni „einingar-
innar“. Hér á Akureyri nægir að
líta í Vei-kamanninn, sem jafnan
kemur í skrautútgáfu um þetta
leyti. Þar er allt á sömu bókina
lært. Reynt að telja fólki trú um
að stax-fsemi kommúnistaflokks-
ins og barátta verkamanna fyi-ir
öryggi og atvinnu sé eitt og hið
sama. Það pi'édikað sí og æ að út-
þennslu og landvinningastefna
Sovét-Rússlands sé hagsmuna-
mál verkalýðsstéttarinnar, en
ráðstafanir þær, sem lýðræðis-
ríkin gera til þess að treysta ör-
yggi sitt og freis'ta þess að við-
halda friðinum í heiminum,
fjandsamlegar öllum verkalýð. —
Með slíkum vinnubrögðum eru
kommúnistar hér vel á veg
komnir að eyðileggja gildi 1. maí,
sem hátíðisdags verkamanna hér.
Dagurinn allur ber, fyrir þeirra
tilverknað, svip flokkshátíðai-inn-
ar. Af þessum sökum hefir þátt-
taka í kröfugöngum sífellt farið
minnkandi hér, unz gangan logn-
aðist út af í þetta sinn. Vei-ka-
menn þui-fa að endui-heimat 1.
maí úr höndum kommúnista, gera
hann aftur að hátíðisdegi verk-
lýðsstéttai-innar, tákni sannrar
einingar vinnandi fólks. Meðan
kommúnistasprautur stjórna öll-
um undirbúningi hátíðahalda
dagsins, bei-a þau fyi-st og fremst
svip flokksáráóðursins. Komm-
únistum er alltaf efst í huga: að
þjóna flokknum og alþjóða-
kommúnismanum. Hátíðisdagur
vei-kamanna fær ekki einu sinni
að vera í friði fyrir þessai-i við-
leitni þeii-i-a. Vonandi bei-a
verkamenn gæfu til þess að end-
urheimta þessa árshátíð sína úr
höndum kommúnistískra ráns-
(Framhald á 8. síðu).
Kvikmyndaeftirlitið og börnin
I tilefni af umræðum unx kvikmyndirnar og börn-
in hér í þessum dálki nú fyrir nokkru, hefir frú Að-
albjörg Sigurðardóttir í Reykjavík ski’ifað blaðinu
ýtarlegt bréf um starfsemi kvikmyndaeftirlitsins.
Frúin segir svo m. a. í bréfinu:
„MÉR DETTUR EKKI í hug að halda því fx-am að
kvikmyndagagnrýnin hér sé óaðfinnanleg fx-emur
en önnur mannanna vei-k, og mynduð þér reyna það
sjálfur, ef þér leystuð stai-fið af hendi, að einhvei'jir
myndu finna í því lítið samræmi, eða eitthvað ann-
að ennþá verra. Engar fastar línur eru fyrir því
lagðar, hvað beri að banna, annað en það, sem talið
er skaðlegt börnum og og unglingum, en um það
eru skiptar skoðanir í mörgum atriðum, jafnvel á
meðal uppeldisfræðinga. Eg átti t. d. tal nýlega við
danska sendiherrann, en hún var í mörg ár kvik-
myndagagnrýnandi í Danmörku. Hún sagði mér, að
í Danmörku hefðu cowboymyndir jafnan verið
leyfðar og notaðar sem bai'namyndir, en nú eftir
sti-íðið voru þeir orðnir hikandi við þær, vegna þess
að þær væru að mestu orðnar glæpamyndir.
Sænska eftirlitið væi-i strangara og bannaði vfii'Ieitt
cowboymyndir. Svona er nú samræmið á milli þess-
ara landa, sem hafa samband sín á milli um kvik-
myndagerð. Hér hefir verið farið bil beggja, mein-
laustustu cowboymyndirnar leyfðar, hinar bannað-
ar, yfirleitt má þó segja um þær myndir, sem hing-
að frá Norðui-löndum, að engin mynd hafi verið
leyfð hér, sem bönnuð hefir verið í Danmörku og
Svíþjóð.
----o----
EG VIL ÞA RIFJA UPP að nokkru sögu kvik-
myndaeftirlitsins hér, frá því að lþgip. um það voru
sett. Eftii-lit þetta var fyrst eingöngu i höndum
barnaverndarnefnda víðs vegar um landið, og átti
bai'naverndarnefnd að líta eftir í sínu umdæmi, og
er þetta að nokkru leyti svo enn. í barnavei-ndar-
nefnd Reykjavíkur eru 7 menn, og var eg ein þeirra,
þegar þetta gerðist. Nefndin skipti því á milli sín að
skoða myndirnar, og voru venjulega tveir og tveir
saman. Úr þessu varð harla lítið samræmi, því að þó
alltaf sé stór hópur mynda, sem allir eru sammála
um að banna eða leyfa, þá eru líka margar myndir,
sem ágreiningi valda ,vegna mismunandi viðhorfs
þeirra, sem dæma. Eg minntist áðan á cowboy-
myndirnar, sem valdið hafa mestum ágreiningi, þá
var ágreiningur um dans- og jafnvel íþróttamynd-
ir, þegar fólk er sýnt meira og minna nakið, enn-
fremur um það, hvort banna skuli vinsælar barna-
bókmenntir, þegar þær eru kvikmyndaðar, t. d.
myndir úr Þúsund og einni nótt, eða Tarzanmyndir,
og mætti svo lengi telja.
Kvikmyndahúsin hér báru sig mjög upp undan
því að hafa svona marga og ólflea dómai-a og höfðu
þar mikið til síns máls. Var þá um 1934 sú breyting
gerð á lögunum, að í Reykjavík skyldi vera einn
gagnrýnandi og annar til vara. Enginn réttur var
þó tekinn af barnaverndai-nefndum úti um landið,
og geta þær hver á sínum stað bannað eða leyft
rnyndir eins og þeim sýnist, hvað sem kvikmynda-
eftirlitið í Reykjavík hefir ákveðið. Að hinu leyt-
inu geta nefndii'nar líka ákveðið að taka Reykja-
víkui-skoðunina gilda, en þá ber þeim skylda til að
athuga, í hvert skipti sem mynd berst til staðarins,
að henni fylgi skírteini, þar sem tekið er fram, að
hve miklu leyti myndin er bönnuð eða leyfð, nefnd-
in sér síðan um að banninu sé framfylgt.
MJÖG MIKILL MISBRESTUR hefir orðið á því
sums staðar á landinu ,að kvikmyndahús og barna-
verndarnefndir hafi fylgt eftir banninu úr Reykja-
vík. Hefir það jafnvel komið fyrir að breytt hefir
verið um tölur á skírteinum, þannig, að t. d. 16 ára
hefir verið gert að 12 ára, kvikmyndahúsin hér hafa
sýnt mér þetta, en þá er myndin búin að fax-a til
bíóa víðs vegar um landið, og því ómögulegt að
segja, hvar verknaðurinn hefir verið framinn. Þá
(Framhald á 10. síðu).