Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 12

Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 12
12 Miðvikudaginn 4. maí 1949 Bagu Vöruskortur háði starfsemi Kaup- féiags Sigifirðinga á sL ári Félagið hefur rétt við fjárhagslega eftir óstjórn kommúnista I nýkomnum „Einherja“ er greint írá deildarfunduin í Kaup- félagi Siglfirðinga og skýrslu stjórnar og framkvæmdastjórá um afkomu félagsins á sl. ári. Samkvæmt frásögn blaðsins minnkaði vörusala félagsins í vefnaðarvöru- og matvörudeild- um um á fjórða hundrað þús. kr. Heildarsala félagsins var hins vegar svipuð og næsta ár á und- an ve'gna þess að sala nýs fyrir- tækis —- brauðgerðar — vegur á móti lækkuninni í öðrum vöru- flokkum. Blaðið segir svo: Batnandi hagur félagsins. Reikningar KFS, sem nú liggja fyrir, bera það með sér, að efna- hagur félagsins hefir enn batnað á sl. ári, og er nú svo komið, að félagið hefir að mestu náð sér efnahagslega eftir óhöpp. þau, er það varð fyrir og öllum félags- mönnum eru minnisstæðari en svo, að þörf sé að rifja þau frek- ar upp. Rekstursútkoma ársins 1948 virðist hins vegar vera nokkuð lakari en næsta árs á undan, enda var fjárhagsafkoma ársins 1947 mjög góð hjá félaginu. Heildartekjur félagsins voru 626 þús. krónur 1947, en 591 þús. kr. 1948. Hins vegar varð félagið þá að bera tap á síldarsöltun sinni, sem hins vegar varð ekki á sl. ári. Tekjuafgangurinn 1947 var kr. 170 þús., en nú tæplega 137 þús. Opinber gjöld. Það er athyglisvert, að KFS greiðir liðlega 76 þús. kr. í opin- ber gjöld til ríkis og bæjar. Af þessu er veltuskatturinn yfir 38 þiisundir. Einatt heyrist sagt, að kaupfélögin séu skattfrjáls, og svo virðist sem margir leggi trún- að á þann söguburð. Þessi stað- reynd talar hins vegar öðru máli. Vöruskorturinn. Umsetning félagsins ber með sér að vöruskorturinn hefir verið mikill. Þessi staðreynd er al- menningi kunn. Félagsmenn hafa ekki getað fengið nema hlut þess varnings hjá félagi sínu, sem þeir hafa þurft og óskað. Vefnaðar- vöruskorturinn hefir verið stór- kostlega bagalegur. Ekki hefir fengist vefnaðarvara út á nema hluta þeirra miða sem í gildi hafa verið fram til þéssa. Þar að auki hefir svó langtímum saman verið stórkostlegur skortur almennra matfanga. — Hreinlætisvörur voru ófáanlegar mánuðum saman á sl.’ ári. Smjörlíkislaust var einn- ig vikum saman. Almennar nið- úrsuðúvörur, kartöflumjöl, hrís- ‘grjón, að ekki sé talað um „iux- usvörur“ eins og þurrkaða ávexti eða sultur hafa verið ófáanlegar með öllu eða svo til allt sl. ár. Enda. er það, svo,. að,umsetning Matvörudeildíir KFS hefir lækk- að samkv. ársskýrslu félagsins um líúmar SÖÓ þúsund krónur eða'30%. Það. er ekki hægt að una við það ástand, sem ríkir í verzlunar- málunum. 'Almenningur gerir þær kröfur til ríkisvaldsins, að það sé tryggt, að almennar neyzluvörur séu jafnan nægar til í landinu, þar með talin vefnað- arvara og skófatnaður. Þar að auki eiga borgararnir að geta haft frjálst val um hvar þeir verzla og vörumagnið,'sem inn er flutt, á að geta færzt frá kaupmanna- verzlunum til kaupfélaga — eða öfugt — eftir því sem almenn- ingi finnst eðlilegt og hagfeldast. Ráðstöfun ársarðsins. í ársskýrslu KFS er birt til- laga um ráðstöfun tekjuafgangs- ins, sem stjórn félagsins og end- urskoðendur munu leggja fyrir aðalfund þess. Þar er lagt til, að um 10 þús. kr. verði varið til af- skrifta, um 60 þúsundum til sam- eignar sjóða og félagsmönnum verði endurgreitt í hlutfalli við viðskipti 3% til Stofnsjóðs og önnur 3% á Innlánsdeild hvers félagsmanns, sem gera liðlega 66 þúsund krónur.... Fisksökisamlag Eyfirðmga liefur starf a ny Ákveðið er að Fisksölusamlag Eyfirðinga hefji fiskútflutning á ný frá verstöðvunum hér við Eyjafjörð. Hefir samlagið tekið vélskipið Ingvar Guðjónsson á leigu og byrjaði skipið að taka fisk hér í Eyjafirði sl. mánudag. Fiskurinn verður seldur á Bret- landsmarkaði. neituðii að gauga að kauphækkunar- kröfum tréssniða Ilinn nýji taxti Trésmiðafélags Akureyrar átti að ganga í gildi 1. þ. m., samkv. fundarsamþykkt í fyrri viku, sem skýrt var frá í síðasta blaði. Var þar samþykkt með 13 atkv. gegn 10 að hækka kaupið um rösklega 20%, að dæmi trésmiða í Reykjavík. Áður en kauphækkun þessi kom til framkvæmda tilkynntu trésmíðaverkstæði þau, sem sveina hafa í þjónustu sinni, og aðrir atvinnurekendur, að ekki yrði gengið að þessum nýja kaup- taxta og mundi vinna falla niður frá 1. maí, ef taxtanum yrði hald- ið til streitu. Fór svo á mánudag- inn, að sveinar mættu ekki til vinnu. Engar viðræður munu enn hafa farið fram milli Trésmiðafé- lagsins og atvinnurekenda. Trésmiðir í Reykjavík hækk- uðu kaup sitt fyrir nokkru með fundarsamþykkt, en atvinnurek- endur þar hafa heldur ekki sam- þykkt hinn nýja taxta og mun ríkja svipað ástand á trésmíða- verkstæðum þar og hér. „Pólstjarnan“ seldi á Bretlandsmarkaði Síðastliðinn mánudag seldi m.s. Pólstjarnan frá Dalvík 3893 kits af fiski, sem skipið hafði keypt af bátum hér við Eyjafjörð, í Fleet- wood, fyrir 9944 sterlingspund. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS ÁTTI FRUMKVÆÐIÐ AÐ „VIÐTÖLUNUM ÚR SVEIT- INNI. (Framhald af 1. síðu). honum áfram. Sú hefir nú samt ekki orðið raunin á. Þættir þessir féllu niður er fræðsluviku Bún- aðarfélags íslands lauk. Blaðinu hefir verið bent á í þessu sam- bandi, að það sé ranghermt að útvarpsráð hafi átt frumkvæði að dagskrárlið þessum. Búnaðarfé- lag íslands og Gísli Kristjánsson ritstjóri beittu sér fyrir þessu ný- mæli. Leiðréttir blaðið þetta hér með. Munu landsmenn kunni fé- laginu og Gísla — svo og þeim bændum, er létu til sínu heyra — beztu þakkir fyrir frammistöðuna og eindregið vænta þess að út- varpið láti þennan dagskrárlið ekki niður falla. Því er mikil þörf á að þar heyrist að jafnaði fleiri „raddir" en nú er venja. rænlands I Ðanir leggja kapp á að koma atviimuvegum Grænlands í nýtízkulegra liorf Dönsk blöð skýra frá því, að í sumar verði nieira um að vera á Grænlandi en nokkru sinni fyrr í sögu nýlendunnar. 500—000 manns fara til Grænlands sjóleió- is og íoftleiðis til þess að taka þátt í uppbyggingu landsins og 80-100 menn verða að auki send- ir til þess að vinna að hagnýtingu hinna miklu blýnáma í Græn- landi. Formaður Grænlandsstjórnar, Eske Brun, segir í viðtali við Berlingske Tidende nú nýlega, að í sumar verði byggt stórt, nýtízku sláturhús í Grænlandi og niður- suðuverksmiðja í nágrenni Juli- anehaab. Reiknað er með því'að tala sláturfjár muni verða a. m. k. 10.000 í haust. Kjötið verður fyrst og fremst selt á innanlandsmark- aði, og til að byrja með er ekki reiknað með útflutningi á niður- soðnu kjöti. Hins vegar verður nú hafizt handa um útflutning græn- lenzki-a rækja og niðursoðins lax. Tilraunir verða gerðar með nið- ursuðu á hval. í sumar verða fjórar græn- lenzkar byggðir raflýstar: Juli- anehaab, Godthaab, Holsteins- borg og Egedesminde. Byggðii’ verða nýjir skólar og ný sjúkra- hús. Lauge Koch rannsakar blýnámurnar. Framhaldsiannsóknir á hinum miklu blýnámum í Grænl. munu fara fram í sumar og hefjast með Grænlandsleiðangri dr. Lauge Koch, og verður þetta stærsti leiðangur, sem hinn kunni Græn- landskönnuður hefir stofnað til. Ekki er reiknað með því að vinnsla í námunum geti hafizt í ár, heldur fari fram rannsóknir á magni námanna og vinnslumögu- leikum til trygg'ingar þeim miklu fjármunum, sem ætlað er að verja til blýnáms í Grænlandi í framtíðinni. Forsætisráðherrann til Grænlands í sumar. Dönsk blöð skýra og frá því, að danski forsætisráðherrann og fulltrúar þingsins muni fara til Grænlands í sumar á skipinu „A. P. Bernstorff11. í förinni verða auk danskra stjórnmálamanna og fulltrúa Grænlendinga, blaða- menn og kvikmyndatökumenn. 75 Norðmenn í þjónustu íslendinga við hvalveiðar Norska blaðið „Sandefjords Blad“ birti nýlega viðtal við hinn norska hvalveiðistjórá í Hval- firði, L. H. Skarre, í tilefni af því að hann er þá að leggja af stað til íslands til starfa við aðra hval- veiðivertíðina frá Hvalfirði. Hann segir þar, að veiðin eigi að hefj- ast hinn 21. apríl og sömu bátar og í fyrra muni veiða, fjórir sam- tals. Þeir hafa verið til viðgerðar og eftirlits í Arendal og Sarps- borg í vetur. Skarre segir síðan frá veiðinni í fyrra, og greinir frá því, að í ár verði framleitt fóður- mjöl jöfnum höndum og lýsi og kjöt, og Hvalfjarðarstöðin hafi nýlega fengið nýjar vélar til þeirrar vinnslu. Ennfremur segir svo í blaðinu: í landi vinna norskir fagmenn ásamt íslenzkum verkamönnum. Norðmenn þeir, sem á íslandi eru, eru flestir frá Vestfold og eru hvalveiðimenn að atvinnu. — Launin á íslandi eru svipuð og greidd eru í Suður-íshafinu, þótt ekki séu þau eins há og þeir veiðimenn fá, sem eru á móður- skipum, sem koma með 200.000 tunnur lýsis í vertíðarlok. Til næstu vertíðar eru ráðnir 75 Norðmenn. Blaðið skýrir enn- fremur frá því að forstjóri ís- lenzka hvalveiðafélagsins, Arn- ljótur Guðmundsson hafi nýlega vei'ið á ferð í Sandefjord. 1. inaí-hátíðahöld í Húsavík Frá fréttaritara blaðsins: 1. maí-hátíðahöldin hér hófust með guðsþjónustu í kirkjunni. — Samkoma var um kvöldið í sam- komuhúsinu og setti Jónas Egils- son hana með ræðu. Frú Hallfríð- ur Sigtryggsdóttir flutti snjallt erindi í tilefni dagsins, Njáll Bjarnason og Egill Jónasson lásu upp, Karlakórinn Þrymur skemmti með söng. Merki dagsins voru seld á götunum allan dag- inn. ur út lán vegna V estmannaey jabær býð skulda hæjarút- gerðarinnar í nýkomnum Vestmannaeyja- blöðum er auglýst lánsútboð að uppiiæð 1/4 millj. króna til þess að greiða skuld bæjarútgerðar kaupstaðarins við Stofnlánadeild sjávarútvegsins. Samkvæmt frá- sögn blaðanna hefir lán bæjarút- gerðarinnar hjá Stofnlánadeild- irini vegna kaupa togaranna Ell- iðaey og Bjarnarey, verið í van- skilum og málefni bæjarútgerð- arinnar í óreiðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.