Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagirm 4. maí 1949
D AGUR
7
Frá starfi Búnaðarþings:
Fjárhagsmá! landbúnaðarins -
Nýjungar í bókaútgáfu - Húsbygg
ing Búnaðarfélags íslands
F járhagsásétlun
Eitt af umfangsmestu málum
hvers Búnaðarþings eru fjárhags-
málin. Það er löngu viðurkennt að
fjármagnið er afl þeirra hluta, er
gjöra skal. Framkvæmdir Búnað-
arfél. Isl. hljóta því óhjákvæmilega
að mótast af fjárhagsgetunni, eins
og hún er á hverjum tíma.
Fyrst koma til umræðu og úr-
slita reikningar umliðinna tveggja
ára, milli Búnaðarþinga. Síðan er
lögð fyrir þingið fjárhagsáætlun
næstk. tveggja ára, sem telja
má að séu hin raunverulegu fjár-
lög Bún.fél. Isl. Um fjárhagsáætl-
unina fara fram þrjár umræður.
Þó hér sé ekki um neina geysi-
fjárhæð að ræða, mælt á fjárlaga-
kvarða ríkisins, þá er vandinn all-
mikill að ráðstafa henni sem hag-
anlegast. Þarfirnar eru margvísleg-
ar miðað við þann þrönga stakk,
sem fjárhagnum er skorinn.
Aðaltekjurnar eru framlag ríkis-
ins, sem ákvarðað éf á fjárlögum
hvers árs. Fer sú fjárhæð vitanlega
fyrst og fremst eftir getu ríkisins,
en þó eigi síðUr eftir þeim skiln-
ingi og velvild fjárveitinganefndar
Alþingis og landbúnaðarráðuneyt-
isins til málefna landbúnaðarins,
sem hverjú sinni ríkir.
Út af þessu þurfa því jafnan að
fara fram allmiklar umræður milli
ríkisvaldsins og fjárhagsnefndar
Bún.þings. Á fjárhagsnefndin
venjulega mörg spor stigin í þessu
skyni. Fjárhæð sú, sem veitt hefir
verið til Bún.fél. ísí. á fjárlögum
síðustu ára hefir numið um einni
milljón króna, og auk þess fimm
þús. krónur til kynnisferða bænda.
Eigin tekjur Búna'ðarfél. hafa
á sama tíma verið umkr.50.000.00,
að frádregnum blaðagjöldum
Freys. Þessari fjárhæð verður svo
að skipta milli allra þarfa Bf. Isl.,
og þarf þá allmjög að hnitmiða
hlutina eins og að líkum lætur.
Það sem fyrst kemur til útgjalda
er stjórn búnaðarmálanna: stjórn-
arnefnd og búnaðarmálastjórn,
skrifstofuhald, Búnaðarþing og
ráðunautastarfsemin. Allt eruþetta
lögbundnir gjaldaliðir, og er fram-
lag ríkisins fyrst og fremst miðað
við greiðslu þeirra, þar sem hér er
að miklu leyti um að ræða þjón-
ustu fyrir ríkisvaldið. Á reikning-
um síðustu ára námu þessi gjöld
um hálfri milljón króna. Afganginn
af tekjunum, sem nemur viðlíka
upphæð, hefir svo Búnaðarþing til
frjálsrar ráðstöfunar.
Styrktarstarfsemi og fræðsla.
Einn af stærstu útgjaldaliðum
fjárhagsáætlunar Bún.þ. er til ým-
iss konar styrktarstarfsemi, verð-
launa og fræðslu. Búnaðarsam-
böndin hafa undanfarið verið
styrkt til ýmiss konar starfsemi, er
þau hafa með höndum, með 130
þús. krónum árlega, sem skipt er
milli þeirra eftir ákveðnum regl-
um. Þá hafa nær árlega verið verð-
launuð vel unnin störf í þágu
landbúnaðar og sveitamenningar
yfirleitt. Hafa þau verðlaun og
viðurkenningar aðallega hlotið
rosknir bændur, er þótt hafa til
þess unnið vegna brautryðjenda-
starfs í ýmsum greinum, svo sem
kynbótum búpenings, uppfinning-
um nytsamra tækja o. fl.
Þá hafa ungir og efnilegir menn
verið styrktir til farar og náms er-
lendis. Fræðslu á námsskeiðum og
i útvarpi hefir og verið haldið
uppi, svo og kvikmyndatöku í
sama skyni. Er ætlunin að koma
upp nokkru safni af kvikmyndum
af íslenzkum landbúnaði og sveita-
lífi, til sýningar úti um landið til
skemmtunar og fróðleiks.
Bókaútgáfan.
Bókaútgáfa Bún.fél. ísl. hefir
verið allfjárfrek og gefið fremur
litlar tekjur. Búnaðarritið er gefið
út árlega í allstóru upplagi. Lang-
stærsti lesendahópur þess eru æfi-
félagar Bún.fél. ísl., sem í eitt
skipti hafa greitt sitt inntökugjald,
en fá síðan Búnaðarritið ókeypis
til lífstíðar. Aðrar bækur félagsins,
sem að mestu fjalla um búfræðileg
efni, hafa þótt seljast fremur treg-
lega og ekki koma fyrir augu nægi-
lega margra, sem þó vert væri. —
Leit Búnaðarþing svo á, að ef til
vill væri það vegna þess að efnið
þætti fulleinhæft. Bent var og á
það, að sölufyrirkomulagið væri
ekki sem heppilegast. Til breytinga
á þessu samþykkti Búnaðarþ. að
gerð væri tilraun um að gera les-
efnið fjölbreyttara, en verið hefir,
svo að þar væri nokkuð við hæfi
sem flestra, er í sveitum búa. Var
bent á, að auk búfræðilegra rit-
gerða væri birtur ýmiss konar
sagnafróðleikur, svo sem æfiminn-
ingar, endurminningar eldri manna
og loks skáldsögur úr ísl. sveitalífi.
Þá var og samþykkt að gera til-
raun með útgáfu handhægrar vasa-
bókar með almanaki, í svipuðu
formi og sams konar kver eru, og
höfð eru á boðstólum í bókabúðum
og allmikið keyptar. I bókum þess-
um væri komið fyrir í stuttu máli
og samanþjöppuðu, ýmiss konar
fróðleik er bændur varðar. Loks
var samþykkt að safna föstum
áskrifendum að þessum bókaflokk-
um með aðstoð búnaðarfélaganna
um land allt.
Húsbygging Bún.fél. íslands.
Það hefir lengi verið óskadraum-
ur Búnaðarfél. Isl., að reisa mynd-
arlegt hús yfir starfsemi sína. Ætti
sú bygging að verða höfuðstöðvar
búnaðarfélagsskaparins í landinu.
Húsakynni þau, sem Bún.fél.
Isl. hefir búið við eru fyrir all-
löngu orðin allsendis ónóg, að því
er rými og útbúnað snertir. Er
AKUREYRI
Fyrir löngu leit ég hérna
lítinn bæ á strönd,
aftur kom ég svo í sumar,
sólin gyllti lönd,
til að sjá með eigin augum
óraveg ég fór,
hvað þú værir, Akureyri,
orðin rík og stór.
Valdi stað með víðsýn fríða,
V aðlaheiðarbr ún,
horfði á þína höfn og skóga,
hús og grænu tún.
Höfuðborg hins bjarta norðurs,
byggðir tengjast þér.
Borgin syðra er þér eigi
æðri í huga mér.
Ekki er von, að óskabörnin
yfirgefi þig.
Ef þú hefðir, unga borgin,
átt og fóstrað mig,
held ég ei, ég hlypi frá þér,
hrós mitt værir þú,
alla daga yndi hjá þér,
aldrei flytti bú.
Um þig bjartur ljómi leikur,
lífgar bæ og fjörð.
Einhver, sem er orðinn smeykur
um hið fagra á jörð,
ætti að koma, ætti að sjá þig
einhvem sólskinsdag,
svo hann geti eins og áður
unað sínum hag.
Þú ert fögur, Akurcyri,
Eyjafjarðar bær.
Aðrir bæir eru meiri,
enginn samt þér nær.
Þú ert veitul vinum glöðum,
vinnur huga manns,
framar öllum öðrum stöðum
yndi þessa lands.
SIGURÐUR NORLAND.
þetta gamall timburhjallur, kaldur
og fremur óvistlegur. Hefir ný-
bygging strandað undanfarið aðal-
lega á því tvennu: að ekki hefir
fengist byggingarlóð, er menn gætu
unað við, en þó öllu fremur á fjár-
hagsörðugleikum. Enn mætti
nefna skort á nægum stórhug og
bjartsýni. En nú hefir, á siðasta
ári, rætzt úr með byggingarstað.
Er nú fengin lóð hjá Reykjavíkur-
bæ á stað, er allir aðilar viröast
vera ánægðir með. Samþykkti því
Búnaðarþing að hafizt yrði handa
með bygginguna svo fljótt sem
verða mætti. Ákveðið var, til að
byrja með, að veita til byggingar-
innar fé því, er undanfarin ár hefir
verið lagt í húsbyggingarsjóð, og
nú er um hálf milljón króna. Enn-
fremur að leitað verði lánsfjár
með sölu skuldabréfa og á hvern
þann hátt, sem bezt hentar.
Samþykkt var að fyrst og fremst
verði reist húsrúm, sem væri nægi-
lega stórt fyrir starfsemi Bún.fél.
Isl. Að framkvæmd verksins verði
frá byrjun miðað við það, að unnt
verði að bæta við húsrýmið eftir
því sem fjárhagur leyfir og hag-
kvæmast virðist fyrir rekstur eign-
arinnar, t. d. með því að koma þar
á fót gistiheimili fyrir sveitafólk,
er leið ætti til höfuðstaðarins. Að
vinna að því að fá til þátttöku aðra
þá aðila, er beinlínis vinna í þágu
landbúnaðarins, og skrifstofu hafa
í Reykjavík, svo sem Stéttarfélag
bænda og máske fleiri.
Hólmgeir Þorsteinsson.
' !• ••• \
Irroanai jorð
Daufur er barnlaus bær
Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON
BÖRNUNUM er eðlilegt að vera íjörug og rjóð í kinnurn,
hlaupa mikið og tala hátt. Vanti þau nauðsynlega næringu
hverfur bessi eiginleiki.
Eg var eitt sinn nætursakir á mannmörgu heimili í sveit og
þar sem voru mörg börn. Það var í septembermánuði. Fjörið,
lætin og hávaðinn í börnunuin var alveg undursamlegur. Eg
tók mest eftir þessu áður en eg fór að klæða mig um morgun-
inn og eg hugleiddi þetta fyrirbrigði. Allt hjálpaðist að: Veðr-
ið gott, verið í haustönnum. Fénaður rekinn heim úr afrétti,
verið að taka upp úr görðum, kýrnar hafðar á túnunum, nóg
og yfirdrifið að starfa og fæðan öll — sveitamaturinn — þrung-
in af bætiefnum. Allt þetta gaf börnunum kraftinn, fjörið og
starfslöngunin. Hið daglega líf þeirra, á þessum stað, var
þeim og mikill skóli. — Sveitirnar eru beztu uppeldisstöðvar
barnanna. Þar scm þau ná að tengja sig lífinu sjálfu.
DAUFUR ER BARNLAUS BÆR. Fjöldi sveitaheimila hafa
nú engin börp, vegna ofstreymis fólks úr sveitunum í kaup-
| staðina. Kaupstaðirnir hafa allt of margt barna og eru — sem
vonlegt er — ráðalausir með að veita þeim það uppeldi, sem
þau burfa að fá.
Það verður að hefja nú þegar starfsemi, er miðar að því, að
koma svo mörgum börnum — sem ástæður leyfa — burt úr
kaupstöðunum upp í sveitirnar alfarið. Það vantar börn í
sveitirnar til þess að mynda þar fjöhnennari framtíðaræsku.
Það vantar tilfinnanlega meiri byggð í sveitunum og miklu
meiri landbúnaðarframleiðslu, miklu meiri mat úr sveitunum
handa fólkinu að lifa á.
Eg leyfi mér hér með að skora á félög kvenþjóðarinnar ,í
landinu að taka þetta mál til meðferðar: VINNA AÐ ÞVÍ AÐ
KOMA KAUPSTAÐABÖRNUM FYRIR I SVEITUNUM.
Ekki aðeins yfir sumartímann, heldur alfarið. Mikið má ef vel
vill og sé kappsamlega unnið að þessu má miklu til vegar
koma. Hér er um velferðarmál að ræða og verkefni fyrir góð-
an vilja. En þann vilja munu kvenfélögm geta helgað sér. Þau
eru þjóðinni velviljuð.
HÉR ER AÐ SJÁLFSÖGÐU örðugleika að yfirstíga: Koma
starfseminni af stað, fást við fjölskyldutengsl, ýmiss konar hé-
gómaskap o. fl. Sömuleiðis að velja góða staði — sem eru fjöl-
margir — í sveitunum fyrir börnin og fá þau til að una þar.
Þess munu ekki fá dærni um börn, sem fara í sveit, úr .kaup-
stað til sumardvalar, að þau vilja vera kyrr í sveitinni. Og til
eru heimili í sveit, sem haldast við fyrir tökuböm úr kaup-
stað', sem orðin eru fulltíða.
Ennfremur leyfi eg mér að skora á konurnar í landinu að ^
þær, í gegnum félagasamtök sín, hefji nú þegar starfsemi, sem
miði að því, að UNGU STÚLKURNAR FLYTJI EKKI BURT
ÚR SVEITUNUM OG AÐ STÚLKUR í KAUPSTÖÐUNUM,
SEM ÓGIFTAR ERU, FLYTJI ÞAÐAN ALFARIÐ UPP f
SVEITIRNAR.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mesta vandamál
sveitanna er fólksfæðin þar. Vegna hennar leggjast jarðir í
eyði og vegna hennar er framleiðsla landbúnaðarins alltof lítil.
Ungu stúlkurnar, í sveitunum, flytja þaðan alfarið miklu
fremur en ungu mennirnir. Veldur þetta margvíslegum örð-
uglcikum: Heimilin í sveitunum eru alltof veik fyrir, sökum
þess hve kvenþjóðin er fáskipuð’ þar, og þeim heimilum fjölg-
ar, þar sem enginn kvenmaður á heima. — Þar er ekki
skemmtilegt að koma eða eiga heima. — Fjöldi manna í sveit-
unum verða þar „piparkarlar" vegna þess að stúlkumar eru
fluttar burtu og þcir hafa enn ekki komizt á sporið, svo sem
þyrfti að vera, að ná þeinx til sín úr kaupstöðunum.
ÞAÐ ER MIKIÐ um það í'ætt og ritað nú, að flytja inn í
sveitirnar hér útlendar stúlkur, scm er mjög óviðfeldið. Aftur
á móti er ekkert um það talað, að flutningur geti hafizt af inn-
lendum stúlkum úr kaupstöðunum og til sveitanna. En að því
þarf að vinna fyrst og.fremst, og verði hafizt handa, nxun að
sjálfsögðu árangur af verða. Það er einkum höfuðborgin, sem
dregið hefir. til sín sveitastúlkumar, „íslenzka sveitablómann“.
Þar lifa þær nú í þúsundatali ógiftar og flestar við lélegan kost
og litla ánægju. Scgja má að f jöldinn af þessum stúlkum í höf-
uðstaðnum eigi þar enga framtíð og beri þar ekkert úr býtum.
Kaup þeirra er svo lágt, að þær geta ekki minið fyrir dagleg-
um þörfum sínum: Húsnæði, fæði og fatnaði, svo að vel sé.
Þetta er auðskilið, þegar vitað er, að stúlkur, sem vinna á
(Framhald á 8. siðu).
vtsscscg