Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 11

Dagur - 04.05.1949, Blaðsíða 11
Mið'vikudaginn 4. maí 1949 D AGUR 11 Ágengni útlendinga á fiskimiðum íslendinga keyrir úr hófi Uin 200 skip að botnvörpuveiðum við Vestmannaeyjar í nýkomnu Vestmannaeyjablaði er greint frá því, að að undan- förnu hafi gífurlegur fjöldi erlendra botnvörpuskipa vérjð að Veiðum við Vestmannaeyjar. Er talið að um 200 skip hafi verið þar að stað- aldri fram að þessu, og eru Færeyingar fyrirferðarniestir. Um 50 skip þeirra eru með botnvörpu, en samanlagður skipafjöldi þeirra er talinn á ann- að hundrað. Fiskimenn í Vest- mannaeyjum hafa að vonum áhyggjur miklar af þessum ágangi og telja sýnilegt að fiskimiðin muni verða uppurin á skömmum tíma með þessu áframhaldi. Erlendir togarar undan Reykjanesi. Á miðunum undan Reykjanesi er sömu sögu að segja. Tugir er- lendra togara eru þar að jafnaði að veiðum og hafa bátar frá ver- stöðvunum naumast getað lagt línur sínar fyrir ágangi togar- anna, sem hafa auk þess oft spillt línum íslenzkra báta, svo að stór- tjón hefir hlotist af. Afli íslenzku togaranna, sem stundað hafa veiðar þarna, hefir verið mjög rýr að undanförnu, en venjulega ,er góður afli á þessum miðum um þetta leyti árs. Telja togarasjó- menn offiski aðalástæðuna. Útlendingum fjölgar sífellt. Afli hefir mjög gengið til þurrð- ar í Norðursjó og víðar að undan- förnu fyrir offiski þar. Af þessum SKI ALDBORGAR BÍÓ DannyBoy f Hrífandi ensk f og músikmynd, um sökum leita nú sífellt fleiri fiski- skip hingað til lands. Nýlega hafa brezk blöð greint frá því, að tog- arar frá Lowestoft í Suður-Eng- landi hyggist nú sækja til fslands, og er það í fyrsta sinn sem út- gerðarmenn þar láta skip sín fara á íslandsmið. Brezkir togarar hér viþ land eru flestir frá norðlægari útgerðarstöðvum í Bretlandi. Þá greina sænsk blöð frá því, gð sænskir fiskimenn hyggi á ís- landsferðir til fanga í sumar írík- ara mæli en áður. Nýlega hefir Sýdsvenska Dagbladet greint frá því, að þrjú allstór skip, sem rnestmegnis hafa verið í flutning- um við Svíþjpðars.trendur, muni fara á íslandsmið í sumar vegna minnkandi atvinnu við flutninga á sjó við Svíþjóðr Þannig mætti lengi telja. Rányrkjan á fiskimiður þjóð- arinnar er eitt hið alvarlegasta vandamál þjóðarinnar og stjórn- arvaldanna. Lítil íbáS til leigu í Hlíðargötu 9. Stúlkur vantar í Klæðaverksmiöjuna Gefjun. Upplýsingar hjá forstjóranum alla virka daga kl. 9—12 f. h. og 2—6 e. h. Klæðaverksmiðjan G E F J U N Samband nautgripas æktarfélaga heldur AÐALFUND sinn mánudaginn 9- maí að Hótel KEA. Fundurinn hefst kl. l.ö árdegis. Dagskrá samkvæmt lögum sambandsins. Akureyri, 2. maí 1949. SA MIíANDSS TJÓRNIN. Amerísk olíufýring, sjálf- virk, er til sölu. Eypór Tómasson. Dugleg og þrifin st,úlka get- ur fengið atvinnu við létt og hreinleg innistörf. Upplýsingar í síma 408. Opinbert uppboð fer fram að Hótel Akureyri, Hafnar- stræti 98 hér í bæ, föstudag- inn 6. maí n. k. og hefst kl. 13.30. Selt verður ýmiskonar hótelinnbú. Greiðsla við hamarshögg. llæjarfógetinn á Akuryerri, 28. apríl 1949. F. Skarphcðinsson. leit { móður að föður og syni. | Helztu söngvar í mynd- I inni: § Danny Boy. | There’ili conte another ] .day. ] If tears could bri.ng you I back I Mountains o’momne. i j Savoy Sco.ttish medley. 1 | Helztu leikarar: ] Wilfred Lawson, \ Ann Todd. i ÚR BÆ OG BYGGÐ |)tifnti%'búðin cv búú nllfn Móderne Dömotöskur er bezta fermingargjöfin 15. maí n. k. Ódýrastar hjá okkur. Hafnarbúðin h.f. Hænsnafóðrið kemur í pessari viku. Kaupendur tali við okkúr sem fyrst. Hafnarbúðin h.f. Skipagytu 4. Súni 94. Hremgerningakona óskast nú þegar. — IJpp.lýs ingar í s.íma 163. I. O. O. F. = 131568>/2 = , Kirkjan. Sunnudagaskóli í Ak- ureyrarkii-kju kl. 11 f. h. Ferm- ing í Lögmannshlíð sunnudaginn 8. þ. m. kl. 1 e. h. Séra Friðrik vígslubiskup og séra Pétur Sig- urgeirsson. — Fermingarbörn:; Friðrik Ármann Sveinsson, Ási. Gunnar Geirsson, Steinholti. Gunnar Líndal Hjartarson, Fagranesi. Kristján Valdemar Hannesson, Bárufelli. Njáll Frið- rik Bergsson, Sæborg. Stefán Hallgrímur Björnsson, Brekku. Reynald Sævarr Antonsson, Steinaflötum. Erla Friðjónsdóttir, Glerárgötu 16, Ak. Guðbjörg Magnúsdóttir, Brautarholti. Jóse fína Magnúsdóttir, Sunnuhvoli. Helga G. Brynjólfsdóttir, Krossa nesi. Laufey A. E. Garðarsdóttir, Felli. Sigurbjörg E. Óskarsdóttir, Dvergasteini. Á söngmóti, sem ákveðið er að háð verði í Oslo í vor, hefir Helgi- kantatan „Til komi þitt ríki“ eftir Björgvin Guðmundsson tónskáld, verið valin til flutnings. í tilefni af þessu hefir tónskáldið verið beðið um 100 eintök af verkinu. Stjórn Kantötukórs Akureyrar biður því eldri sem yngri kórfé- laga, sem kynnu að hafa eintaþ af nefndu verki í fórum sínum, svo vel að gjöra að láta það af hendi hið allra fyrsta til höfundarins, Hafnarstræti 83, Akureyri. til leigu. — Upplýsingar Verzl. Ásbyrgi. Guðspekistúkan „Systkinaband- ið“ heldur fund mánudaginn 9. maí næstk. kl. 8.30 e. h. á venju- legum stað. — Lótusdagsins minnst. Samkomu heldur U. M. F. Ár- sól í þinghúsinu við Þverá laug- ardaginn 7. maí kl. 9.30 e. h. Til skemmtunar verður: Sjónleikur- inn „Kaupakonan". Dans. Veit- ipgar á staðnum. Fíladelfía. Samkomur verða í Verzlunarmannahúsinu, Gránu- félagsgötu 9, sem hér greinir: Fimmtudag 5. maí kl. 8.30: Al- me.nn samkoma. — Laugardag 7. maí kp 8.30: Almenn samkoma. — Sunnudag 8. maí kl. 8.30: Al- menn samkoma. Eric Ericson frá Reykjavík talar á samkomunum. Söngur og hljóðfærasláttur. Allir valkomnir. Barnaskólanum í Glerárþorpi verður sagt upp í dag kl. 2. Skól- ann hafa sótt í vetur 75 börn, þar af ljúka 1Q börn fullnaðarprófi. Sundnámskeið hefst að Lauga- landi í Hörgárdal mánudaginn 9. maí, ef tíð leyfir. Gerpir, 3. tþl. þessa árg., hefir borizt blaðinu. í ritinu eru m. a. þessar greinar: Verðbólgan og atvjnnuvegirnir, eftir ritstjórann, Gunnlaug Jónasson, „Hvað er sannleikur?“ eftir Vilhjálm Hjálmarsson, Mjóifjörður eftir Hjálmar Vilhjálmsson, þátturinn í Gerpisröstinni, þýdd saga o. fl. Auglýsing J ámgafl iir kerru tapaðist á veginum Irá Akureyri að Hrafnagili síðastl. fimmtu- dag. — Finnandi vinsamfega beðinn skila honum til Bernhurðs Pálssonar, bífstjcira, (ri uvid, eða í Bögglageynislu' KEA. íbúð til sölu, í smíðum á í liúsi eyri. Akur- Afgr. O visar a. Á 2. bls. birtist Ijómandi fallegt kvæði um Akureyri eftir séra Sigurð Norland. Kvæði þetta birtist í Kirkjuritinu fyrir nokkru og leyfir Dagur sér að endurprenta það til þess að sem flestum Akureyringum gefist kostur á að sjá það. Bæjarmenn munu kunna Sigurði Norland beztu þakkir fyrir kvæðið. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — (í kvöld), miðvikudaginn 4. þ. m„ kl. 8.30 e. h.: Biblíulestur. — Sunnudaginn 8. þ. m. kl. 8.30 e. h. Almenn samkoma. Séra Jóhann Hlíðar annast samkomurnar. All- ir velkomnir. Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 8.30: Hermannasamkoma. — Fimmtud. kl. 8.30: Norsk Foren- ing. — Sunnud. kl. 11: Helgunar- samkoma. Kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. — Mánud. Kl. 4: Heimilissamband- ið. — Þriðjud. Kl. 5: Kærleiks- bandið. Þingstúka Eyjpafjarðar. heldur vorþing sitt í Skjaldborg að af- loknum ísafoldarfundi næstk. mánudag kl. 9.30 e. h. Venjuleg vorþingsstörf, stigveitingar o. fl. Fulltrúar og aðrir stigfélagar beðnir að mæta. Gjafir í bátasjóð Æskulýðsfé- lagsins. Áheit frá N. N. kr. 10.00. Frá Knut Ótterstedt kr. 100.00. — Kærar þakkir. Gjaldkerjnn. Leiðrétting. í grein Ólafs Jóns- sonar um jarðræktarlagafrum- varpið í síðasta blaði, varð bagaleg prentvilla í töflunni um styrki samkv. hinu nýja frumvarpi: Skurðir vélgrafnir, styrkur samkv. frv. y2 kostnaðar, en ekki 1/3, eins og sagt var í blaðinu. Eiðsvöllur. íbúar Grænugötu og Eiðsvallagötu hafa sent bæj- arstjórninni erindi um hreínsun á Eiðsvelli og vilja að hann verði sléttaður og girtur. Bæjarráð hef- ~ ir falið bæjarverkfræðingi að láta hreinsa völlinn hið bráðasta, en telur vafasamt hvort hægt verði að girða hann að svo stöddu. Mikil snjóþyngsli eru útsveit- um Eyjafjarðar, svo að ekki hafa önnur eins sést um margra ára skeið. I Dalvík er t. d. mjög mikill snjpr í þprpinu og akvegurinn til Dalvíkur, frá Krossum og alla leið til Dalvíkur, er mjög erfiður yfir- ferðar vegna snjóa. Ætlað var í gær að ýta jnundi ryðja veginn í dag. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í templaraheimili sínu ,Skjaldborg, næstk. sunnud. þann 9. maí kl. 8.30 síðd. Fundar- efni: Venjuleg fundarstörf. Mælt með umboðsmanni stórtemplars, umboðsmanni löggjafarstarfs og umboðsmanni stórf ræðslust j óra. Kosnir aðal- og varafulltrúar á Stórstúku- og Umdæmisstúku- þing. — Þess er vinsamlega vænzt að templarar mæti stundvíslega, þar eð Þingstúkufundur verður haldinn á eftir stúkufundinum. Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa borizt þessar gjafir: Frá Þórunni Jóhannesdóttur, Krist- nesi, kr. 30.00. Frá Bílstjórafélagi Eyjafjarðar kr. 2022.08. Beztu þakkir. Rich. Kristmundsson. Fregnir úr Mývatnssveit herma að snjór sé þar svo mikill, að ekki sjáist í dökkan díl. Mývatn er ísilagt og er ísinn enn svo þykkur að hann heldur bílum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.